Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 8
Flugvél Icelandair sem var á leið
frá Keflavík til München í Þýska-
landi lýsti yfir neyðarástandi yfir
Bretlandseyjum í gærmorgun.
Samkvæmt vefsíðunni Flight-
radar var vélinni lent í Glasgow í
Skotlandi.
Forsvarsmenn Icelandair stað-
festu í samtali við mbl.is að vél-
inni hefði verið lent vegna far-
þega sem þurfti á brýnni læknis-
aðstoð að halda. Þegar honum
hafði verið komið undir læknis-
hendur í Glasgow var þotan fyllt
af eldsneyti og henni flogið áfram
til München.
Lýstu yfir
neyðar-
ástandi
Lent í Glasgow
með veikan farþega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tafir Vél Icelandair varð að lenda.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Össur Skarphéðinsson vekurmáls á því á Facebook sem
vinstri menn eru að ræða sín á
milli um þessar mundir. Hann
bendir á að meirihluti Vinstri
grænna styðji aðild að ESB sam-
kvæmt nýrri könnun.
Svo sagði hannmikil tíðindi
hafa falist í því
„sem hinum lötu
fjölmiðlum Íslands
yfirsást“ að Katrín
Jakobsdóttir hefði
sagt í umræðu-
þætti á dögunum,
„ofan í sannfæringarlítið svar sitt
um“ andstöðu við ESB-aðild.
„Hún sagði skýrt að VG væri
ekki mótfallið því að fara í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðildar-
umsóknina.“
Össur segir að með þessu hafiKatrín búið til „einstakt
tækifæri fyrir Samfylkinguna“.
Og hann klykkir út með þess-um orðum: „Langlíklegast
er að í fyrstu lotu stjórnarmynd-
unarviðræðna fái formaður VG
umboð til að spreyta sig. Ef Sam-
fylkingin vill, og telur rétt fyrir
land og þjóð, þá hefur hún í
hendi sér að setja það sem skil-
yrði fyrir stjórnarþátttöku að ný
ríkisstjórn efni til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðildar-
umsóknina.
Katrín hefur gefið upp bolt-
ann. Við Valsmenn myndum kalla
þetta dauðafæri …“
Össur þekkir vel til í Samfylk-ingunni og VG enda verið í
forverum beggja flokka og hefur
frá upphafi verið einn helsti for-
ystumaður Samfylkingarinnar.
Ekki þarf að efast um mathans á þessari stöðu.
Össur
Skarphéðinsson
Dauðafæri
ESB-aðildarsinna
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 17.10., kl. 18.00
Reykjavík 7 rigning
Bolungarvík 6 alskýjað
Akureyri 4 skýjað
Nuuk 0 þoka
Þórshöfn 7 heiðskírt
Ósló 13 alskýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 10 rigning
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 13 alskýjað
London 13 rigning
París 21 heiðskírt
Amsterdam 14 léttskýjað
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 21 heiðskírt
Vín 18 heiðskírt
Moskva 6 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 17 súld
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Róm 21 heiðskírt
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 12 léttskýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 8 heiðskírt
Chicago 15 léttskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:29 17:58
ÍSAFJÖRÐUR 8:41 17:56
SIGLUFJÖRÐUR 8:24 17:38
DJÚPIVOGUR 7:59 17:26
Búið er að veiða um 47 þúsund tonn
af norsk-íslenskri síld á vertíðinni,
samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Þá
eru óveidd um 54 þúsund tonn, en
ágætlega hefur veiðst síðustu daga.
Skipin hafa ýmist verið að veiðum í
íslenskri lögsögu djúpt austur af
landinu eða í Síldarsmugunni. Tvö
skip hafa verið á kolmunnaveiðum í
íslenskri lögsögu, Guðrún Þorkels-
dóttir SU og Bjarni Ólafsson AK.
Börkur NK kom til Neskaup-
staðar í gærmorgun með um 1.200
tonn af síld. Síldin verður öll unnin í
fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri
segir í samtali við heimasíðu fyrir-
tækisins að veiðiferðin hafi gengið
vel.
„Við fengum aflann í fimm holum
austur undir miðlínu á milli Fær-
eyja og Íslands, um 140 mílur aust-
ur af Norðfirði. Aflinn var 200 tonn
í fyrstu þremur holunum, 400 tonn í
því fjórða og 200 tonn í því fimmta
en þá var einungis dregið í 25 mín-
útur. Það virtist vera síld á stóru
svæði þegar við komum þarna og í
gær mátti sjá stóra síldarflekki sem
gáfu vel. Síldin er feit og flott og af-
ar góð í alla staði,“ sagði Hjörvar.
aij@mbl.is
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Síldarvertíð Börkur kom til Neskaupstaðar í gær með 1.200 tonn.
Börkur NK með
„feita og flotta síld“