Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA, www.sa.is
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði.
Hagvöxtur er mikill, gengi krónunnar sterkt og verðbólga lág en það eru blikur á lofti.
Stjórnendur á hverjum stað ræða einnig stöðu mála á sínum heimavelli.
Vestmannaeyjar þriðjudaginn 19. september kl. 12.00-13.30
Akureyri miðvikudaginn 20. september kl. 8.30-10.00
Sauðárkrókur miðvikudaginn 20. september kl. 16.30-18.00
Egilsstaðir þriðjudaginn 3. október kl. 12.00-13.30
Neskaupstaður þriðjudaginn 3. október kl. 17.00-18.30
Höfn þriðjudaginn 10. október kl. 12.00-13.30
Stykkishólmur þriðjudaginn 17. október kl. 17.00-18.30
Reykjanesbær miðvikudaginn 18. október kl. 12.00-13.30
Reykjavík fimmtudaginn 19. október kl. 8.30-10.00
Ísafjörður þriðjudaginn 24. október kl. 12.00-13.30
Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og með því og krassandi umræður.
Fundaröðin heldur áfram í nóvember.
Fleiri staðir verða kynntir að loknum alþingiskosningum.
Opnir fundir á eftirtöldum stöðum:
ATVINNULÍFIÐ
2018 HAUSTFUNDARÖÐSAMTAKA ATVINNULÍFSINSUM ÍSLAND
„Þetta hefur einhver áhrif hér.
Fjöldi fólks starfar við þetta og
áhrifin hríslast út um allt sam-
félagið. En það fer ekki allt á annan
endann á einni viku,“ segir Arn-
björg Sveinsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Bílferjan Norræna kom ekki til
hafnar á Seyðisfirði í þessari viku
vegna bilunar.
Arnbjörg segir að stór hluti far-
þega á þessum árstíma séu
skemmtiferðalangar sem komi við
á Seyðisfirði, fari í stuttar ferðir í
Mývatnssveit eða um Austfirði,
gisti um borð í skipinu og fari aftur
með því. Einnig sé enn nokkuð um
erlenda og innlenda ferðamenn
sem komi eða fari með bíla sína.
Hún telur að bilunin komi verst
við fiskútflytjendur. Margir stíli inn
á að flytja ferskan fisk til Evrópu
með Norrænu, meðal annars lax-
eldisfyrirtæki á Vestfjörðum.
helgi@mbl.is
Mest áhrif
á útflutning
á fiski
Norrænulaus vika
á Seyðisfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í höfn Margt fólk fer í gegnum
Seyðisfjörð á ferjudögum.
ORG – Ættfræðiþjónustan í
Skerjafirði er að dreifa land-
námskortum til Íslendingafélaga
og menningarstofnana í ýmsum
löndum. Kortin sýna á tákn-
rænan hátt hvernig Ísland var
numið.
Pétur Gunnar Thorsteinsson,
aðalræðismaður Íslands í Fær-
eyjum, kom við hjá Oddi F.
Helgasyni æviskrárritara á dög-
unum til að taka við landnáms-
kortum sem eiga að fara í Nor-
ræna húsið í Þórshöfn og
ræðismannsskrifstofuna. Í Noregi
eiga kort að fara í þjóðskjala-
safnið og til Íslendingafélagsins
og í Jónshús og Stofnun Árna
Magnússonar í Kaupmannahöfn.
Slík kort eru komin til Íslend-
ingafélaga í Curitiba í Brasilíu og
í Ástralíu.
Oddur segir að samband verði
haft við sendiherra ýmissa þjóða
hér á landi til að kynna þeim
menningarstarfið hjá ORG og
bjóða þeim landnámskortin fyrir
helstu söfn sinna þjóða.
Gefa landnámskort
Samstarf Oddur F. Helgason og Pétur Gunnar Thorsteinsson ræðismaður.
Ættfræðiþjónusta hefur víða sambönd
Biskup Íslands
hefur auglýst
laust til umsókn-
ar embætti sókn-
arprests í Hjalla-
kirkju í Kópa-
vogi, Reykjavík-
urprófastsdæmi
eystra. Skipað er
í embættið frá 1.
desember nk. til
fimm ára. Umsóknarfrestur er til
og með 3. nóvember næstkomandi.
Núverandi sóknarprestur Hjalla-
prestakalls er séra Sigfús Krist-
jánsson. Hann var nýlega ráðinn
verkefnisstjóri fræðslu- og kær-
leiksþjónustu á Biskupsstofu. Starf-
ið var auglýst laust til umsóknar í
júlí sl. og voru umsækjendur 20
talsins. Séra Sigfús mun hefja störf
á Biskupsstofu eftir 1. nóvember
nk.
Prestur Hjallakirju er séra Kar-
en Lind Ólafsdóttir. sisi@mbl.is
Auglýsir laust
prestsembætti
í Kópavogi
Hjallakirkja.
Hæstiréttur stað-
festi í gær gæslu-
varðhald yfir
karlmanni til 7.
nóvember vegna
hnífstunguárás-
ar í Æsufelli í
Breiðholti 3.
október.
Í úrskurði Hæstaréttar kemur
fram að kærði viðurkenni að hafa
stungið brotaþola. Hann sagðist
hafa farið að húsi brotaþola í þeim
tilgangi að hitta hann og stinga.
Fyrst voru þrír menn í varðhaldi
vegna málsins en tveimur þeirra
hefur verið sleppt.
Gæsluvarðhald
vegna hnífstungu
Hús Hæstiréttar.