Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Eggert
Snið Handtök eru mörg og allt byrjar á að sníða efnið. Þar byggja konurnar á ráðum og reynslu hverrar annarrar.
minni poka fyrir ávexti og græn-
meti,“ segir Vilborg Oddsdóttir, fé-
lagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar, sem er í forsvari þessa
verkefnis.
Frá Marokkó og Makedóníu
Saumakonurnar í Mjódd eru
frá Marokkó, Palestínu, Írak, Sýr-
landi og Makedóníu. Nokkrar þeirra
hafa verið hér á landi í meira en ára-
tug og hafa verið virkir þátttak-
endur í samfélaginu enda þótt þær
séu ekki á vinnumarkaði sem stend-
ur. Að mæta í saumaskapinn er því
tækifæri þeirra til þess að komast út
á meðal fólks. Konurnar frá Make-
dóníu verða þó væntanlega aðeins á
Íslandi um skemmri tíma og verða
bráðlega aftur sendar til síns heima-
lands, sem telst öruggt ríki. Væri
það hins vegar hættulegt og stríðs-
hrjáð væri líklegra að þær mættu
dveljast hér til lengri tíma.
„Sumar kvennanna sem hingað
hafa mætt hafa nýtt sér þá þjónustu
fyrir hælisleitendur og flóttafólk
sem við bjóðum. Við höfum sagt
konunum frá starfinu hér á mánu-
dagsmorgnum og þær síðan greint
vinkonum sínum frá og þannig rúll-
ar boltinn. Meginmálið er að gefa
konunum tækfæri á að komast út á
meðal fólks, enda búa þær oft við
ákveðna einangrun. Síðan er auðvit-
að stór plús að hér vinnum við að
frábæru samfélagsverkefni sem að
auki þjálfar konurnar í handavinnu,
sem er auðvitað mjög hagnýtur lær-
dómur, “ segir Vilborg og bætir við
að reynt sé að blanda ýmsu við þetta
starf, svo sem íslenskukennslu.
Sníða, klippa og sauma
Saumaskapur er vissulega
nokkur kúnst og byrjendur þurfa
margt að læra.
„Konurnar eru hér að sníða,
klippa og sauma. Þetta krefst mik-
illar þolinmæði og stundum þarf að
rekja saumana upp og byrja alveg
upp á nýtt. Það er því oft líflegt hér í
saumaherberginu þar sem við erum
með alls sex saumavélar. Okkur
vantar hins vegar að minnsta kosti
fjórar vélar í viðbót svo ef það er
einhver sem lumar á slíkum sem
ekki eru notaðar tökum við afar
þakklát við þeim,“ segir Vilborg
Oddsdóttir að síðustu.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Q5 ný veröld á hverjum degi
Hvort sem um ræðir þægindi, stíl eða aksturseiginleika,
fellur þú fyrir Q5 á augnabliki. Láttu ekki hendingu ráða.
Tilkomumikið útlit, framsækin tækni og kraftur.
Verð frá 7.290.000 kr.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Gunnar Hersveinn rithöfundur og Elín
Pjetursdóttir heimspekingur ræða
um fyrirgefningu út frá mörgum
áhugaverðum sjónarhornum í heim-
spekikaffi kl. 20 í kvöld, miðviku-
dagskvöld 18. október, í Borgar-
bókasafninu Gerðubergi.
Í tilkynningu um viðburðinn segir:
„Fyrirgefning er mikilvægur mann-
kostur. Fólki er iðulega ráðlagt að
fyrirgefa og þiggja fyrirgefningu ann-
arra. Hún er lærð dyggð en jafnframt
tilfinning sem þarf að rækta með sér.
Fyrirgefning er falleg en kannski ekki
alltaf siðferðilega réttmæt.“
Ennfremur segir að fyrirgefning
hafi fengið mikla athygli undanfarin
ár og spyrja megi margra spurninga
um fyrirgefningu. Til dæmis hvort
hún sé dyggð sem ávallt er góð?
Hvort alltaf sé siðferðilega rétt að
fyrirgefa eða hvort stundum sé
kannski beinlínis rangt að fyrirgefa?
Svo megi velta upp hvort fyrirgefn-
ingin sé háð menningu og lífsskoð-
unum og ýmsu öðru.
Heimspekikaffið í Gerðubergi hef-
ur ekki að ósekju verið vinsælt
undanfarin misseri, því þar er fjallað
á mannamáli um hvers konar líferni
er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan
þátt í umræðum og þykir mörgum
þeir hafa fengið gott veganesti eftir
kvöldin og margvísleg efni til að
ræða frekar.
Gunnar Hersveinn hefur umsjón
með heimspekikaffinu og leiðir gesti
í lifandi umræðu um málefnin. Hann
hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor –
gildin í lífinu. Elín Pjetursdóttir er
með MA-próf í heimspeki og hefur
m.a. rannsakað fyrirgefningu og hat-
ur. Allir eru velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Heimspekikaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi
Mannamál Gunnar Hersveinn og Elín leiða lifandi umræðu um fyrirgefningu.
Er fyrirgefning alltaf siðferði-
lega réttmæt þótt fögur sé?