Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 24
Okkur var aldrei
lofað auðveldri ævi.
Það eina sem öruggt
var þegar við fengum
dagsbirtuna í augun
var að fyrr eða síðar
myndu augu okkar
bresta og hjartað
hætta að slá.
Það eina sem okkur
var lofað að morgni
lífsins var eilíf sam-
fylgd af höfundi þess og fullkomn-
ara.
Viðskila við kærleikann
Ekkert skapað eða áunnið, engin
manneskja, tól eða tæki, vísindi
eða uppfinningar, engin þrenging
og ekkert böl, hvorki hæfni né van-
máttur, skuldir, gjaldþrot, eigna-
tjón eða nokkurt hagkerfi getur
gert okkur viðskila við kærleika
Guðs.
Hvorki svikin loforð nánustu
fjölskyldu, vina eða vandamanna,
stjórnmálamanna eða annarra.
Hvorki rangar ákvarðanir, fátækt
né höfnun. Ekki kraftar, hæð né
dýpt nokkurs fárviðris eða annarra
náttúruhamfara, fjármálakerfis
eða efnahagsvísitölu. Hvorki hið
yfirstandandi né hið ókomna. Ekk-
ert ósætti, óréttlæti, ójöfnuður,
heimska, yfirgangur, öfgar eða fá-
læti, mikilmennsku-
brjálæði eða hryðju-
verk gera okkur
viðskila við kærleika
Guðs.
Já ekkert fárviðri,
fellibyljir, snjóflóð,
jarðskjálftar, eldgos,
vatns- eða sjóflóð. Og
það sem meira er: ekki
heldur nein slys, sjúk-
dómar eða plágur.
Ekkert einelti, ofbeldi,
önnur niðurlæging,
vonbrigði eða höfnun.
Jafnvel ekki einu sinni sjálfur
dauðinn, sem sannarlega er þó
okkar síðasti óvinur sem að engu
verður gjörður, getur gert okkur
viðskila við kærleika Guðs. Lífið
sem við vorum kölluð til og eigum
saman vegna upprisu Jesú Krists
frá dauðum. Já, lífið sjálft í hinni
himnesku tæru mynd sem við
sjáum nú aðeins svo sem í
skuggsjá, í ráðgátu en munum um
síðir fá að upplifa og njóta í ham-
ingju, dýrð og friði sem vara mun
um alla eilífð.
Lifum í kærleika og friði
Látum því stjórnast af kærleika
Guðs. Af ást hvert til annars en
ekki af Mammon, fýsnum og girnd
eða stundlegum þröngsýnum þörf-
um sérhagsmuna.
Ég veit ekkert dýrmætara en fá
að þiggja þennan óskiljanlega og
Við verðum ekki yfirgefin
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Ekkert ósætti, órétt-
læti, yfirgangur eða
hryðjuverk gera okkur
viðskila við kærleika
Guðs. Ekki fellibyljir,
snjóflóð, jarðskjálftar,
eldgos eða flóð.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og
rithöfundur og aðdáandi lífsins.
ólýsanlega kærleika Guðs. Fá að
meðtaka hann og hvíla í honum og
þeim friði sem honum fylgir. Í
trausti þess að höfundur og full-
komnari kærleikans og friðarins
muni vel fyrir sjá.
Þess vegna finnst mér svo gott
að vita til þess að mega beina sjón-
um mínum daglega í bæn til him-
ins; þangað sem svörin er að finna,
þótt ég skilji þau ekki núna nema
að mjög svo takmörkuðu leyti. Til
himins, þangað sem friðurinn fæst.
Og fá kannski, þótt vissulega í
veikum mætti sé, að vera farvegur
kærleika, samstöðu og friðar hér á
jörð. Samferðafólki til uppörvunar,
hvatningar og blessunar.
Stöndum saman í kærleika og
friði. Við erum nefnilega hvert og
eitt valin til að vera saman í liði
lífsins. Gefum kost á okkur og lát-
um um okkur muna.
– Lifi lífið!
Það er ekki hægt
að gera þá kröfu til
einnar fámennustu
þjóðar Evrópu og
þeirrar strjálbýlustu
að hún haldi úti og
fjármagni samgöngu-
kerfi sem rúmlega
tvær milljónir ferða-
manna nýta.
Það er ekki heldur
hægt að halda því
fram að við viljum að
landsbyggðin geti vaxið og sé góð-
ur kostur til búsetu á meðan það
er ódýrara að fljúga til London en
innanlands.
Það er jafn mikilvægt að jafna
stöðu okkar sem eigum lögheimili
á Íslandi til búsetu með aðgerðum
eins og það er mikilvægt að ferða-
menn dreifist með jafnari hætti
um landið.
Við þurfum sem aldrei fyrr að
horfa áratugi fram í tímann í sam-
göngu- og byggðamálum. Ákveða
hvernig við viljum sjá samgöngur
okkar og samfélag árið 2035 eða
jafnvel árið 2050.
Á sama tíma og við þurfum að
vinna okkur að markmiðum sem
byggjast á framtíðarsýn þar sem
horft er áratugi fram í tímann er
umræðan föst í fortíðinni. Vega-
tollar, hallarekstur af almennings-
samgöngum, dýrt innanlandsflug
og hver á eða má framkvæma,
einkaframtakið eða hið opinbera.
Vissulega þarf að bregðast við
þeirri stöðu sem er uppi. En með
því að marka okkur ekki stefnu
áratugi fram í tímann og vinna
ekki markvisst eftir framtíðarsýn
erum við að eyða miklu fé í fram-
kvæmdir og stuðning sem byggist
á forsendum fortíðar. Forsendum
allt annars samfélags en þess Ís-
lands sem er í dag, svo ekki sé tal-
að um það Ísland sem við viljum
sjá eftir áratugi.
Ef við skjótumst fram til ársins
2035, þá verður Ísland markaðs-
sett á grunni náttúru, hreinleika
og sjálfbærni af mun
meiri krafti en gert er
í dag. Fyrirkomulag
samgangna á Íslandi
verður mikilvægur
þáttur í þeirri upp-
lifun og markaðs-
setningu. Mannfjölda-
spá gerir ráð fyrir að
við Íslendingar verð-
um þá um 400 þúsund
og áætlaður heild-
arfjöldi farþega um
Keflavíkurflugvöll um
15 milljónir.
Eru einkabíllinn,
rútan og innanlandsflugvélin það
sem þarf til að mæta þessum þörf-
um okkar árið 2035 hvað varðar
sjálfbærni, íbúafjölda, ferðamenn,
byggðaþróun og umhverfismál?
Verður árið 2035 árið þar sem
við tökum í notkun fyrsta áfanga
að lestarkerfi til helstu þétt-
býlisstaða á Íslandi – rafknúið
lestarkerfi á íslenskri orku.
Fólk verður þá væntanlega
hætt að fjárfesta í bílum og greið-
ir þess í stað fyrir notkun á „bíla-
leigubíl“. Bíl sem það notar þegar
það þarf á honum að halda og þar
sem það þarf á bílnum að halda
(innanlands sem erlendis). Fólk
fer á bílnum í samgöngu-
miðstöðina (tekur lestina til Ak-
ureyrar eða flug til Svíþjóðar) og
fer aftur upp í „bílinn sinn“, sem
væntanlega er rafmagnsbíll, og
keyrir á Mývatn eða til Gauta-
borgar.
Ef er þetta sú mynd sem við
viljum draga upp fyrir framtíðina
munu forsendur búsetu á lands-
byggðinni breytast mjög mikið.
Aðgengi íbúa landsbyggðarinnar
að höfuðborginni verður annað og
betra en við höfum nokkru sinni
séð, sem og aðgengi höfuðborg-
arbúa að landsbyggðinni, sem er
ekki síður mikilvægt.
Ferðaþjónusta mun breytast í
grundvallaratriðum með tilliti til
þeirra tækifæra sem við höfum til
að dreifa ferðamönnum um landið.
Rútufyrirtæki og bílaleigur munu
gera út frá þéttbýlisstöðum, en
fólk fer milli staða með lestum.
Landflutningar færast af þjóð-
vegum og yfir í umhverfisvænar
lestir. Áherslur þeirra sem reka
innanlandsflug breytast í að þjóna
í ríkara mæli Grænlandi og Fær-
eyjum og bjóða upp á útsýnisflug
fyrir ferðamenn. Staðbundnir
flugmenn munu væntanlega fljúga
styttri flugleiðir á minni vélum
eftir þörfum hvers svæðis og þá
að mestu frá þeim stöðum þar sem
lest myndi stoppa.
Það er mikil þróun í gerð ganga
neðansjávar, t.d. í Noregi og víð-
ar. Það verður eðlileg krafa árið
2035 að það gangi lest neð-
ansjávar milli lands og eyja, lest
sem fer aðeins með fólk og vistir.
Það verður allavega „gamaldags“
árið 2035 að ætla sér að flytja „bíl-
inn sinn“ með sér hvort heldur
þegar maður fer til Vest-
mannaeyja eða í land.
Vissulega er það mikil fram-
kvæmd og dýr að setja upp lest-
arkerfi á Íslandi, en fyrirkomulag
samgöngumála er stór og mik-
ilvæg ákvörðun sem hefur áhrif á
alla þróun okkar samfélags. Það
má ekki gleyma því að við erum að
setja mjög mikið fé í ómarkvissar,
staðbundnar og „bregðast við“-
aðgerðir á hverju ári.
Fjölmargir aðilar hafa hag af
því að setja upp heildstætt sam-
göngukerfi sem er samofið þeirri
byggðaþróun sem við viljum sjá.
Hagsmunaaðilar þurfa að koma
saman og skoða „stóru myndina“
eins og við viljum hana árið 2035
eða jafnvel árið 2050. Skyndi-
lausnir og það að „gera ekki neitt“
er það sem er okkur dýrast.
Samgöngur
Eftir Guðmund
Ármann Pétursson
Guðmundur Ármann
Pétursson
» Við þurfum sem
aldrei fyrr að horfa
áratugi fram í tímann í
samgöngu- og byggða-
málum.
Höfundur er sveitarstjórnarmaður.
gudmundur.armann@me.com
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Í nýlegri skýrslu um
fjölþjóðlega rannsókn á
vegum OECD kemur
fram að íslenska lífeyris-
kerfið sker sig úr með
mikilli tekjutengingu líf-
eyris úr almannatrygg-
ingum, jafnframt er Ís-
land eina landið þar sem
lífeyrir frá Trygginga-
stofnun fellur niður.
Almannatryggingar fyrir alla
Á ráðstefnu Alþýðusambands Ís-
lands um velferðarkerfið sem haldin
var fyrir nokkrum árum kom fram sú
eindregna skoðun ræðumanna að ekki
mætti einskorða bætur almannatrygg-
inga einvörðungu við þá sem verst
væru settir í þjóðfélaginu.
Einn fremsti fræðimaður Norður-
landa á sviði velferðar- og lífeyrismála,
Joakim Palme, sem er sonur Olofs
Palme, fyrrverandi forsætisráðherra
Svíþjóðar, dró í erindi sínu dökka
mynd af því ástandi sem myndaðist
þegar velferðarkerfi væru aðeins
hugsuð sem aðstoð fyrir þá allra verst
settu í þjóðfélaginu.
Afleiðing slíks kerfis væri sú að mati
Palme að velferðarkerfið væri svelt,
vandkvæði tengd neikvæðri stimplun
styrkþega kæmi upp auk fátæktar-
gildra. Því meira sem eftirlaun eru lág-
tekjumiðuð, því lægri verður upp-
hæðin sem er til ráðstöfunar, þ.e. því
meiri áhersla verður lögð á að beina
eftirlaunum aðeins til hinna fátækustu
í samfélaginu, því minni árangri nær
velferðarríkið í því að draga úr ójöfn-
uði.
Því miður virðist sú skoðun hafa
skotið upp kollinum hér á landi að al-
mannatryggingar eigi nær eingöngu
að vera fyrir þá sem allra verst eru
settir í þjóðfélaginu. Það sé aðallega
gert með verulegum tekjutengingum í
almannatryggingakerfinu, meira en
tíðkast annars staðar, svo og með kerf-
isbundinni lækkun frítekjumarkanna.
Þetta er röng nálgun hvað varðar
uppbyggingu almannatrygginganna,
eins og Joakim Palme hefur réttilega
bent á. Almannatryggingar eiga að
vera fyrir alla. Eftirlaunin geta verið
tekjuháð í vissum tilvikum, en eiga
ekki að falla algjörlega
niður, eins og tíðkast hér
á landi. Má í því sam-
bandi geta þess að um
síðustu áramót féllu nið-
ur eða skertust eftirlaun
til þúsunda eldri borg-
ara, sem fá eftirlaun frá
lífeyrissjóðunum. Sú að-
gerð var óréttlát, auk
þess sem hún grefur
undan tiltrú almennings
á að ávinnsla lífeyrisrétt-
inda sé réttlætanleg við
núverandi aðstæður.
Grunnstoð lífeyriskerfisins er
almannatryggingar
Íslenska lífeyriskerfið byggist á
þremur meginstoðum. Í fyrsta lagi al-
mannatryggingum, í öðru lagi eftir-
launum frá lífeyrissjóðum og í þriðja
lagi greiðslum úr séreignarsparnaði og
öðrum einkasparnaði.
Sú skoðun hefur heyrst að lífeyris-
sjóðirnir eigi að vera grunnstoðin en
síðan komi almannatryggingar sem
viðbót við greiðslur lífeyrissjóðanna.
Þetta er misskilningur og stenst enga
skoðun, þegar betur er að gáð.
Lífeyrissjóðirnir voru settir á stofn
og hugsaðir sem viðbót við greiðslur
frá almannatryggingum. Að vísu
standa íslensku lífeyrissjóðirnir nær
almannatryggingum en annars staðar,
þar sem um er að ræða skylduaðild
allra starfandi manna að sjóðunum, en
eftir sem áður eru lífeyrissjóðirnir
samkvæmt öllum viðurkenndum skil-
greiningum önnur stoð lífeyriskerf-
isins, en fyrsta stoðin er að sjálfsögðu
almannatryggingar. Það er mjög mik-
ilvægt að þessi skilgreining lífeyris-
kerfanna sé á hreinu.
Er íslenska lífeyris-
kerfið á villigötum?
Eftir Hrafn
Magnússon
» Sú aðgerð var órétt-
lát, auk þess sem
hún grefur undan tiltrú
almennings á að
ávinnsla lífeyrisréttinda
sé réttlætanleg við nú-
verandi aðstæður.
Hrafn Magnússon
Höfundur er stjórnarmaður í
Félagi eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni.
Það er svo margt
sem ég elska við Ís-
land. Til dæmis hvað
við erum alltaf of sein í
allt. Hvað við gerumst
sprengjuglöð um ára-
mótin. Hvað yngri
kynslóðin sveiar við
ættgleði eldri kynslóð-
arinnar. Hvað við rís-
um upp sperrt þegar
útlönd minnast á okk-
ur. Hvernig við tökum
til okkar alla gagnrýni á það sem ís-
lenskt er. Að við séum með slíkt
mikilmennskubrjálæði að við trúum
því að við getum allt sem útlönd geta.
Að við séum þó nógu jarðtengd til að
fagna þeim árangri sem næst, hver
sem hann annars er, og telja hann
frábæran miðað við höfðatölu.
Ég sit í gróinni hlíð og lít útsýnið.
Hver er uppistaðan í því sem íslenskt
er? Er eitthvað í vatninu, því sem
seytlar sofandalega niður að sjó? Er
eitthvað í loftinu, því sem blæs blítt
um bláa vanga? Er eitthvað í öskunni
sem öræfin glæðir eða hrauninu sem
hrikalegt gnæfir? Er eitthvað í jökl-
inum, jötunsterk þrjóska? Er eitt-
hvað í tímanum, þeim sem taktfast
tifar og teygir á Frónbúans tilvist?
Eða erum við manneskjan andinn
sem tengir allt saman svo úr verði Ís-
land og íslenskt?
Ísland og íslenskt.
Hugtök og átök. Hvað
er Ísland og hvað er ís-
lenskt? Er ekki Ísland
öll eyjan og þær litlu
sem landið umkringja?
Er ekki íslenskt allt sem
þar finnst og íslenskt
vill vera? Átök um hug-
tök.
Ég trúi á Ísland og ís-
lenskt. Ég trúi að út-
lönd geti meðtekið Ís-
land og íslenskt. Ég trúi
því að öll séum við mennsk með öllu
því sem mönnunum háir. Bæði æðstu
og óðustu menn, mennskan háir
þeim. Ég trúi því samt að við getum
tekið það besta úr mannleikanum og
sameinast um rökvísi og gagnrýninn
anda. Að ekkert sé sjálfgefið nema
það að allt er fyrir Ísland, eyjuna og
skerin. Ég er íslenskur og ég er Pí-
rati.
Öll erum við Ísland
Eftir Leif
Finnbogason
Leifur
Finnbogason
»Ég trúi því samt að
við getum tekið það
besta úr mannleikanum
og sameinast um rökvísi
og gagnrýninn anda.
Höfundur skipar 13. sæti á lista
Pírata í Norðvesturkjördæmi.
SMARTLAND