Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Ævintýri Ekki einasta gleður fjölbreytileiki haustlitanna í náttúrunni okkur mannfólkið þessa dagana, heldur birtast okkur einnig töfrum slegin regnbogabrot líkt og þetta í Esjunni á dögunum. Eggert Við afgreiðslu fjár- laga fyrir yfirstand- andi ár kom berlega í ljós að almenningur – skattgreiðendur – á ekki marga vini á Al- þingi. Aðstæður voru í flestu óvenjulegar. Ekki hafði tekist að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í lok október og reyndi tölu- vert á samstarfsvilja þingmanna. Að óbreyttum lögum var ljóst að tekju- skattur almennings myndi lækka á nýju ári, milliþrepið falla niður og lægra þrepið lækka enn frekar. Í aðdraganda kosninga 28. októ- ber næstkomandi hefur Sjálfstæð- isflokkurinn gefið fyrirheit um að lækka tekjuskatt einstaklinga í 35%. Frá 2013, þegar Bjarni Benedikts- son settist í stól fjármálaráðherra, hefur tekjuskattur einstaklinga ver- ið lækkaður verulega. Vinstri grænir boða gríðarlegar hækkanir skatta, eins og ég hef áður vakið athygli á hér á þessum stað. Í þeim efnum hafa þeir vinninginn í harðri samkeppni við Samfylking- una. Vinstri grænir forðast hins veg- ar eins og heitan eldinn að upplýsa kjósendur um hvernig ætlunin er að standa að skattahækkunum. Í liðinni viku rifjaði ég upp hvern- ig skattkerfinu var umbylt í tíð vinstri stjórnar Sam- fylkingar og Vinstri grænna 2009 til 2013. Vinstri grænir töldu sig hafa unnið sinn stærsta hugmynda- fræðilega sigur og ætla sér enn stærri sigra í anda „you-ain’t-seen- nothing-yet“ að lokn- um kosningum. Meirihluti fyrir skattahækkunum Í desember síðast- liðnum lögðu Vinstri grænir fram róttækar tillögur um hækkun skatta. Katrín Jakobsdóttir, formað- ur flokksins, var flutningsmaður. Þar var lagt til að hætt yrði við að fella niður milliþrep í tekjuskatti einstaklinga, eignarskattur yrði lagður á að nýju, kolefnisgjöld hækkuð og sykurskattur lagður á. Þá vildu Vinstri grænir innleiða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt með 20% og 25% þrepum. Píratar gáfu lítið eftir í skatta- málum. Smári McCarthy vildi hætta við eða fresta niðurfellingu milli- þreps og lækkun skattprósentu í neðsta þrepinu. Hugmyndafræði Vinstri grænna og Pírata í skattamálum mætti góð- um skilningi hjá talsmönnum ann- arra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar, tilkynnti að hann og félagar hans myndu greiða atkvæði gegn breytingatillögum Katrínar Jakobsdóttir, þar sem þær væru viðamiklar og mikilvægt væri að þær fengju umfjöllun í nefndum, en til þess hefði ekki unnist tími. Hann tók hins vegar fram að þessi afstaða þingmanna Viðreisnar segði „þó ekkert um afstöðu þingflokksins til ákveðinna þátta, heldur erum við hér að mótmæla þessum vinnu- brögðum“. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins og þá starfandi forsætisráðherra, var ekki fráhverfur hærri sköttum og gjöld- um. Tímapressa virtist helst standa í vegi fyrir því að Framsóknarmenn legðu Vinstri grænum lið, en Katrín lagði breytingartillögurnar fram 21. desember. Tillögurnar væru „sumar hverjar ágætar, sem við Framsókn- armenn aðhyllumst mjög“. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar, tók svipaða afstöðu. Logi Ein- arsson, formaður Samfylkingar, lýsti yfir stuðningi við eignarskatt- inn og sagði rétt að „breiðu bökin“ bæru þyngri byrðar. Hann kvartaði hins vegar yfir því að tillögur Vinstri grænna ætti eftir að útfæra. Vegna þessa sátu Samfylkingar hjá. Það er í raun merkilegt að tekist hafi að afnema milliþrepið, lækka lægra þrepið og um leið koma í veg fyrir hækkun annarra skatta. Yfir- lýsingar flestra forystumanna þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Al- þingi gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Löngun í hærri skatta Auðvitað kemur það engum á óvart að vinstrisinnaðir stjórn- málamenn séu í hjarta sínu á móti því að skattar séu lækkaðir. Löngun þeirra stendur til þess að seilast dýpra í vasa skattgreiðenda. Lægri skattar eru í huga vinstri manna „af- sal“ ríkisins á tekjum. Þeir eru áhugasamari um að auka milli- færslur og flækja skattkerfið með háum jaðarsköttum. Slíkt kerfi tryggir að meðalmaðurinn öðlast aldrei skilning á rétti sínum. Tor- skilið millifærslukerfi með marg- þrepa tekjuskatti og jaðarsköttum, felur skattahækkanir ágætlega og varnir skattgreiðenda gegn auknum álögum hverfa hægt og bítandi. Röksemdir vinstri manna gegn lækkun skatta eru margvíslegar allt eftir hentugleikum. Skattalækkun er aðeins fyrir þá efnameiri, lækkun er á röngum tíma og gerð með röng- um hætti, skattalækkun veldur of- þenslu (enda verja stjórnmála-/ embættismenn fjármunum með skynsamlegri hætti en einstakl- ingar), lægri skattar vega að rótum velferðarkerfisins og skattalækkun er í raun skattahækkun því tekjur ríkisins hafa aukist við fyrri skatta- lækkanir. Röksemdirnar eru margar og margbreytilegar eftir aðstæðum. Það er sem sagt aldrei rétt að lækka álögur á almenning. Síbreytilegar leikreglur Á árunum 2008 til 2015 voru gerð- ar 176 breytingar á skattkerfinu. Meginþorri breytinganna voru skattahækkanir eða 132 en 44 skattalækkanir voru gerðar og þær voru flestar á árinu 2014, undir for- ystu Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Ef marka má skoðanakannanir eru meiri líkur en minni á því að vinstri stjórn taki við völdum að loknum kosningum. Þá geta lands- menn gengið að því vísu að skattar og aðrar álögur munu hækka á nýju ári. Breytingar á skattalögum verða í forgangi um leið og öðrum leik- reglum samfélagsins verður breytt. Sótt verður að fyrirtækjum og ekki síður að millistéttinni. Eldri borg- arar verða enn á ný skotskífa skatt- manns. Afleiðingarnar eru okkur öll- um kunnar. Gegn þessu stendur Sjálfstæðis- flokkurinn að því er virðist einn. Eftir Óla Björn Kárason »Hugmyndafræði Vinstri grænna og Pírata í skattamálum mætti góðum skilningi hjá talsmönnum ann- arra flokka en Sjálf- stæðisflokksins. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Skattgreiðandinn á ekki marga vini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.