Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 23
Alþingi þarf að skipa nýtt kjararáð. Sam- kvæmt lögum nr. 47/2006 skipar Alþingi þrjá ráðs- menn, fjármálaráðherra einn og Hæstiréttur ann- an. Þessu þarf að breyta, því mikill meirihluti ráðs- manna skipaður af Al- þingi getur ekki látið þetta kjararáð ákveða eigin laun! Nýtt kjararáð úrskurði um lækkun launa og fríðinda alþingismanna og æðstu embættismanna frá og með úr- skurðardegi. Gleymum ekki hækkuninni sem kjararáð veitti daginn eftir síðustu kosningar til alþingismanna. Launin hækkuðu í árslok um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði. Hugsa sér svívirðuna, að mikill meiri- hluti ráðsins, skipaður af alþingis- mönnum, láti hækka sín eigin laun og æðstu embættismanna í kjölfarið og einnig marga mánuði afturvirkt! Og engu hægt að breyta sögðu þáverandi þingmenn! Verði þetta ekki gert bíður okkar efnahags- leg kollsteypa í hækkun launa til allra starfs- stétta, í samræmi við úrskurðinn, verðbólga, og í kjölfarið hækkun skulda heimilanna. Verður ef til vill birt- ur nýr úrskurður núna frá kjararáði daginn eftir kosningar um hækkun launa alþing- ismanna? Verðtryggingin og verðbólga Verðtryggingu á neytendalánum verður að leggja af, þau þekkjast nán- ast hvergi í heiminum annars staðar. Hún leysir eigendur fjármagns alger- lega undan ábyrgð, en varpar henni al- farið á þá sem skulda. Með þessari breytingu gæti meira jafnvægi komist á, jafnframt því að verðbólga yrði mæld án húsnæðis- og leigukostnaðar, sem hefði leitt af sér lækkun skulda heimilanna marga undanfarna mán- uði. Verðtrygging var upphaflega sett á allar skuldir og öll laun. Tveimur árum síðar var verðtrygging launa aflögð. Frítekjumarkið Frítekjumark, sem var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði um síðustu áramót, verði aflagt, þann- ig að fólk, sem fær greiðslur frá TR, megi vinna sér inn viðbótartekjur, sem það greiðir skatt af, án þess að vera skert um 73% af greiðslum frá TR, þegar það vinnur til tekna um- fram þessar 25 þús. á mánuði eins og nú er. Greiðslur lífeyrissjóða til TR Afnema verður greiðslu lífeyris- sjóða til TR, sem nema um 30 millj- örðum á ári í dag. Áunninn lífeyri með lögbundnum skyldusparnaði á rík- issjóður ekki að innkalla til sín. Ís- Þessu þarf að breyta Eftir Halldór Gunnarsson » Skattleysismörk ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði, sem skattfrjálsar tekjur, mið- að við launavísitöluna 1988 þegar afslátturinn var tekinn upp. Halldór Gunnarsson Höfundur er oddviti Flokks fólksins í NA-kjördæmi. lenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við þessu „ólöglega“ framlagi lífeyrissjóð- anna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti. Inngreiðslur í lífeyrissjóðina verði skattlagðar Lífeyrissjóðskerfinu verður að breyta, þannig að þeir verði gegnum- streymissjóðir, eins og í öðrum lönd- um. Skoða verður sameiningu 28 sjóða vegna óskiljanlegs rekstrar- og fjár- festingakostnaðar, sem nemur um 17 milljörðum á ári. Einnig vegna taps á misheppnuðum fjárfestingum allt til dagsins í dag að ógleymdu tapi í hruninu um 600 milljarða – að eigin sögn. Almennu lífeyrissjóðirnir þurftu margir að skerða verulega réttindi sjóðfélaga sinna, en einn lífeyrissjóður var þó þar undanskilinn, Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, sem er ríkistryggður. Ríkið skuldar honum um sex hundruð milljarða króna, sem öll þjóðin þarf líklega að greiða, einnig þeir lífeyrisþegar sem urðu fyrir rétt- indaskerðingu vegna veru í öðrum líf- eyrissjóðum. Inngreiðslur verði skattlagðar. Inn- greiðsla skattsins er áætluð á þessu ári um 80 milljarðar og útgreiðsla um 40 milljarðar. Munurinn, um 40 millj- arðar, færi til sveitarfélaga og ríkis- sjóðs við lögfestingu þessarar breyt- ingar. Til athugunar væri að mynda einn sjóð, A- og B-deild, þar sem inn- greiðslur fram að breytingu væru með hlutfallslegri ábyrgð B-deildar, en þeir sem hæfu greiðslu í nýjan sjóð, A- deild, ættu sjálfir helming inngreiðslu um 7% sem séreign til ákvörðunar um hvar þeir fjárfestu og gætu tekið út 67 ára eða eftir slys eða veikindi, sem skertu lífsafkomu, en 7% rynnu til tryggingar sameiginlegri ábyrgð sjóðsins. Flokkur fólksins vill breytingar Flokkurinn er nýtt stjórnmálaafl með fimm áhersluatriði á stefnuskrá sinni, sem hann svíkur ekki. Auk þess hefur flokkurinn sett fram skýra mál- efnaskrá sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is ásamt með áherslu- atriðunum. UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Einn harðasti verkalýðssinni Ís- lands, Jón Ingimars- son, kom eitt sinn að máli við Stefán Jóns- son, alþingismann og flokksbróður í Al- þýðubandalaginu, og áminnti hann um að standa vörð um hags- muni fátækra Íslend- inga. Áttu þá við iðnverkafólk, vildi Stefán fá að vita. „Já,“ svaraði Jón Ingimarsson, „og þó er fjölmennur hópur sem er enn þá verr settur og Alþýðu- bandalagið á enn ríkari skyldur við. Það er gamla fólkið og ör- yrkjarnir.“ Allar götur frá því ég man eftir mér hafa stjórnmálamenn allra flokka tekið undir með Jóni Ingi- marssyni. Kjör aldraðra þarf að bæta. Og hvað hefur gerst á liðnum áratugum? Í hnotskurn, ósköp lítið. Enn eru laun ellilífeyrisþega skert með óásættanlegum hætti á sama tíma og stefnt er að því að hækka lífeyristökualdur í 70 ár – „enda sýna rannsóknir að aldraðir sem stunda vinnu séu almennt heilsu- hraustari og njóti meiri lífsgæða en þeir sem ekki eiga kost á því að stunda vinnu“, svo vitnað sé í opin- bert plagg úr ráðuneyti velferðar- mála. Núverandi alþingismenn þjóðar- innar stefna sem sagt að því að hækka ellilífeyrisaldur upp í sjö- tugt, meðal annars vegna þess að það hægir á öldrunarferlinu. En þangað til þessum sjötíu-ára áfanga er náð skal ellilífeyrisþegum bein- línis refsað ef þeir voga sér út á vinnumarkaðinn. En hvað er til ráða? Meðaltekjur ellilífeyrisþega eru sagðar rúmar 384 þúsund krónur á mánuði. Ekki lífvænleg innkoma það. Enn nötur- legri mynd blasir við þegar kafað er dýpra. Þá kemur í ljós að í febrúar síðastliðnum, þegar keisaranum hafði verið goldið sitt í formi skatta og tekjuskerðinga, voru 67% eldri borgara með tekjur á bilinu 200 til 280 þúsund krónur á mánuði. Þetta er árangurinn eftir áratugalangt streð stjórnmálamanna við að bæta hag aldr- aðra. Er ekki orðið tíma- bært að þessir menn gyrði sig í brók og standi við loforð sem þeir hafa gefið elstu kynslóð þessa lands – og éta upp aftur og aft- ur, einkum fyrir kosn- ingar, með þessari vægast sagt hörmulegu niðurstöðu sem þætti brottrekstrarsök á al- mennum vinnumarkaði? Þörf er átaks sem felst einfaldlega í því að laun aldraðra verði skattlaus upp að þeim mörkum er teljast meðal- laun í landinu hverju sinni. Þetta þarf að binda í þjóðarsáttmála því að löngu er orðið ljóst að pólitíkus- um hættir til að misnota hvers kon- ar tekjutengingar, borgaranum í óhag. Nú kunna einhverjir að hvá en ég minni á að Alþingi hefur áður sett sérreglur um undanskot frá skatti. Á árum áður gat fólk sett til hliðar ákveðið hlutfall tekna sinna, skatt- frjálst, til væntanlegra húsnæðis- kaupa – sem var gott mál en drep- ið. Síðar tóku gildi reglur um skattfrelsi einstaklinga til kaupa á hlutabréfum fyrirtækja sem var kannski umdeilanlegra. Og nú eru í gildi reglur sem leyfa að ákveðið hlutfall lífeyrissparnaðar megi nota til að greiða niður húsnæðislán eða til kaupa á nýju. Upphæðin er skattfrjáls. Að þessu sögðu hlýt ég að spyrja, er ekki orðið tímabært að við kjós- um um gömul og ný loforð stjórn- valda til handa hinum ótrúlega þol- inmóða og nægjusama hópi sem eru ellilífeyrisþegar þessa lands? Um hvað skal kosið? Eftir Jón Hjaltason Jón Hjaltason »Hækka á ellilífeyris- aldur upp í sjötugt, meðal annars til að hægja á öldrunarferl- inu. En áður skal ellilíf- eyrisþegum á vinnu- markaði refsað. Höfundur er sagnfræðingur. Í fréttum sjónvarps RÚV að kvöldi 16. októ- ber var fjallað um lög- bann, sem sýslumaður lagði á fyrirhugaða fréttabirtingu, byggða á gögnum, sem viðkom- andi fréttamiðill hafði komist yfir og varðaði viðskipti einstaklinga við Gamla Glitni fyrir hrun, hafi ég skilið rétt. Aðspurður hvort fréttin væri ekki byggð á stolnum gögnum svaraði talsmaður Reykjavík Media, að hann vissi ekki, hvaðan gögnin hefðu bor- ist. Líklegt er, að maðurinn fari þarna með ósannindi í þeim tilgangi að verja heimildarmann sinn, sem að öllum líkindum hefur misnotað aðstöðu sína til að stela þessum gögnum, ef til vill tölvuhakkari. Ljóst er af svari tals- manns Reykjavík Media, að hann vissi, að gögnunum hafði verið stolið. Talsmaður Reykjavík Media sagði einnig í þessu viðtali, að brýna nauð- syn bæri til að birta frétt þessa fyrir kosningar. Tilgangur þessa fréttaflutnings er því sá að reyna að hafa áhrif á niðurstöður kosninga til Alþingis Ís- lendinga með því að ráðast á formann eins stjórnmálaflokks á grundvelli gagna, sem hann veit ekki, hver stal, og veit því líklega ekki heldur, hversu áreiðanleg þessi gögn eru. Vandaður frétta- flutningur? Frammámenn í stétt blaðamanna hafa brugðist ókvæða við þessum tíð- indum, og hafa meira að segja gengið svo langt, að ráðast á starfsmann sýslumanns, sem fer að þeim lögum, sem gilda á Íslandi. Ekki kemur þetta á óvart. Að und- anförnu hafa fjölmiðlamenn haldið á lofti því siðferði, að frjálst sé að stela gögnum einstaklinga og opinberra aðila og nýta þau til birtingar í fjöl- miðlum, oft í pólitískum tilgangi. Oft- ast er augljóst, hvaða hvatir liggja þar að baki. Enginn hefur velt upp þeirri spurningu, hvort fé sé borið á menn í þessum tilgangi. Hitt er augljóst, að fjölmiðlamenn hafa séð fjárhagslegan ávinning síns miðils með því að birta stolin gögn. Þeir hafa gengið svo langt að tala um árás á prentfrelsi en vilja ekki kannast við, að prentfrelsi hefur sín takmörk, sem þeim ber að virða. Ekki er merkilegt siðferði manna, sem stela gögnum, sem þeim hefur verið trúað fyrir, og ekki er merkilegt siðferði þeirra manna, sem birta stol- in gögn í sínum miðlum til að afla sér vinsælda og fjár og til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga til Alþingis Ís- lendinga. Fréttamannasiðferði Eftir Axel Kristjánsson » Að undanförnu hafa fjölmiðlamenn hald- ið á lofti því siðferði, að frjálst sé að stela gögn- um einstaklinga og opinberra aðila og nýta þau til birtingar í fjöl- miðlum, oft í pólitískum tilgangi. Axel Kristjánsson Höfundur er lögmaður. akri@internet.is Svo virðist sem ákvarðanir á þingi séu oft teknar til að bregð- ast við bráðavanda í stað þess að móta heild- stæða stefnu til fram- tíðar. Þetta er kannski hvað skýrast í mennta- málum, en þar liggja hvergi fyrir áætlanir eða markmið um hvernig við viljum byggja upp menntakerfið til lengri tíma. Hvað þá að þeirri stefnu sé fylgt eftir með aðgerðaáætlunum. Nýbreytni og þróunarvinna virðist tilviljanakennd eða háð gæluverk- efnum ráðamanna. Í þeim fáu tilvikum þegar fjármagn er svo aukið er það oftar en ekki til að bregðast við bráð- um húsnæðisvanda skólanna þar sem þörfin er orðin svo aðkallandi vegna fjölgunar nemenda að ekki verður lengur beðið. Hérna er hins vegar ekki verið að vinna stefnumótun til lengri tíma, þar sem framsýnir ráðherrar – eða flokkar – hafa unnið heimavinnu sína og í breiðri sátt við hagsmunaaðila. Getur verið að það sé vegna þess að þeir flokkar sem farið hafa með málefni menntamála undanfarna áratugi hafi einfaldlega enga heildstæða stefnu þegar kemur að mennta- málum umfram innihaldslaus slagorð? Við verðum að láta af tilviljunar- kenndum ákvörðunum. Björt framtíð vill vinna að heildstæðri stefnu og langtímamarkmiðum í menntamálum, þar sem öllum hagsmunaaðilum er boðið að borðinu. Það er allt morandi í góðum hugmyndum í baklandinu þar sem bæði þekking og reynsla eru fyrir hendi. Við þurfum að móta skýra og metnaðarfulla stefnu í menntamálum og raunhæfar útfærslur á mark- miðum hennar. Þessa stefnu þarf að vinna í breiðri pólitískri og faglegri sátt, og henni verður að fylgja alvöru- fjármagn til raunverulegrar uppbygg- ingar á menntakerfi okkar til fram- tíðar. Aðeins þá getum við hætt að eyða tíma og fjármunum í bráðabirgða- viðgerðir og farið að huga að lang- tímamenntastefnu. Það skortir langtímastefnu í menntamálum Eftir Arnbjörn Ólafsson Arnbjörn Ólafsson » Björt framtíð vill láta af tilviljunarkennd- um ákvörðunum í menntamálum og vinna þess í stað heildstæða stefnu og langtíma- markmið með hags- munaaðilum. Höfundur skipar 2. sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. arnbjorn@keilir.net Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.