Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Færri komust að en vildu á ráð- stefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Inn- lendir og erlendir sérfræðingar, alls 21 og þar af fjórir erlendir, fluttu fyrirlestra á ráðstefnunni. Allir ráð- stefnugestir hlýddu sameiginlega á fyrirlestra fyrir hádegið en eftir há- degið voru haldnar fjórar málstofur og fjallaði hver þeirra um málefni barna á ákveðnu aldursbili. „Ráðstefnan snýst um geðheil- brigðisþjónustu við börn og ung- menni allt frá fæðingu og til 24 ára aldurs,“ sagði Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar. „Okkur finnst mikil þörf á úrbótum í þessum mála- flokki. Markmiðið með ráðstefnunni er að fá heildarsýn á þá þjónustu sem er í boði og komast að því hvað gengur vel og hvað ekki eins vel. Í framhaldinu ætlum við að setja tíu verkefni á forgangslista og fara með hann til heilbrigðisráðherra.“ Forvarnir skila sér til allra Á meðal fyrirlesara í gærmorgun var Karen Huges, sérfræðingur hjá heilsugæslu Wales og Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni (WHO). Hún fjallaði um áhrif áfalla í æsku á geð- heilsu fullorðinna og kostnað sam- félagsins þess vegna. Samkvæmt greiningu voru þeir sem urðu fyrir áfalli eða áföllum í æsku, eða bjuggu við erfið uppeldisskilyrði, líklegri til að eiga við geðræna erfiðleika að etja síðar á lífsleiðinni en aðrir. Anna Gunnhildur sagði að í Wales hefði komið í ljós að forvarnir t.d. gegn vímuefnum og markviss vinna gegn heimilisofbeldi skilaði sér ekki að- eins til foreldranna heldur einnig til barnanna. Börn veikra foreldra í hættu Ditte Ellesgaard, doktorsnemi í læknisfræði og vísindamaður, sagði frá stórri rannsókn á högum sjö ára barna foreldra með geðrofasjúk- dóma (geðhvörf og geðklofa) í Dan- mörku. Hún talaði við 522 börn, for- eldra, kennara og fleiri. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að um 30% barna þessara veiku foreldra stríddu við einhvers konar geðræna erfiðleika síðar á ævinni. Anna Gunnhildur sagði að í framhaldi af rannsókninni hefðu Danir ákveðið að byggja upp þjónustu til að styðja sérstaklega við þessi börn og fjölskyldur þeirra. Í málstofunum var m.a. fjallað um aðgengi að sálfræðiþjónustu, áskor- anir í skólaþjónustu, sjálfskaðahegð- un unglinga og fjölgun ungra karl- manna á örorku. Erindin tekin upp Erindin á ráðstefnunni voru öll tekin upp og verða þau birt á heima- síðu Geðhjálpar (gedhjalp.is) á næstu dögum. Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu  Fjölsótt ráðstefna haldin á vegum Geðhjálpar um málefni barna  Fjölbreyttir fyrirlestrar og fjórar málstofur  Tíu verkefni verða sett á forgangslista og hann síðan afhentur heilbrigðisráðherra Anna G. Ólafsdóttir Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykja- vík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Upphaflega var áætlað að framkvæmdum yrði lokið 15. október en Þór segir að vegna smávægilegra breytinga tefjist þær um mán- uð. Næst á að malbika strætisvagnaakrein og þá verður gatan klár en í gær var verið að ganga frá kantinum upp að veggnum sunnanmegin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Miklabraut mánuði á eftir áætlun Gengið frá kantinum með bros á vör Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við erum yfirleitt ekki að meðhöndla börn yngri en fimm ára, þannig að barnalæknar þurfa kannski að svara því,“ segir Ólafur Ó. Guðmundsson, formaður Barna- geðlæknafélags- ins, í samtali við Morgunblaðið vegna fréttar sem birtist í gær um að lyf og geðlyf fyrir fullorðna væru gefin börnum í ein- hverjum mæli, sbr. upplýsingar frá Landlæknisembættinu þar sem fram kemur m.a. að fleiri börnum hérlendis sé ávísað slíkum lyfjum en í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. „Alla jafna eru svo Fluoxetín og önnur serótónínlyf lítið notuð í aldurs- hópnum fimm til níu ára, en þessi lyf eru stundum notuð t.d. við áráttu- þráhyggjuröskun,“ segir Ólafur. Formaður Barnalæknafélagsins, Valtýr S. Thors, segir: „Það sem slær mig sérstaklega er þessi ópíóðanotkun, en það eru kódeinlyfin Parkódín og SEM-mixtúran. Í þessum flokki er þetta sennilega notað sem hóstastill- andi meðferð. E.t.v. þarf að endur- mennta lækna þar sem þessi meðferð er ekki notuð lengur. Hinn stærsti flokkurinn virðist vera róandi og kvíða- stillandi lyf eins og Atarax og Stesolid. Það kemur mér á óvart, ég kannast ekki við mikla notkun á þessum lyfjum fyrir þessa aldurshópa og ég hef enga skýringu á því. Circadin er hormón og það er oft gefið við svefnröskunum, t.d. vegna þess að mörg börn á Íslandi, fleiri en í öðrum löndum, eru á lyfjum við ADHD og það er ástæða til að skoða hví það sé. Það kemur mér svo verulega á óvart að verið sé að gefa börnum þunglynd- islyf og geðrofslyf. Almennir barna- læknar held ég að geti ekki verið að gefa þessi lyf börnum, þau eru ekki í almennri notkun á meðal barnalækna. Það eru fá börn sem þurfa á þannig lyfjum að halda. En ég held að það sé ástæða til að skoða nánar þennan mun sem er á notkun þessara lyfja á milli landa og greina nánar hverjir eru að gefa þessi lyf út og hvers vegna.“ „Ástæða til að skoða nánar“  Ópíóðanotkun barna vekur athygli Valtýr Stefánsson Thors Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Íbúafundur fór fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna um- ferðarþunga og slysahættu á Reykjanesbraut sem liggur í gegn- um bæjarfélagið. Meðal fyrirlesara á fundinum var Lilja Guðríður Karlsdóttir sam- gönguverkfræðingur, en fyrirlestur hennar bar yfirskriftina Ákjósan- legar lausnir. „Ég vann verkefni um ástandsgreiningu umferðar og Hafnarfjörður kom þar upp sem svæði með miklum töfum og röðum. Ég er með nokkrar tillögur, t.d. er kaflinn á milli Krýsuvíkurafleggj- ara og Kaldárselsvegar umferðar- þyngsti tveggja akreina vegarkafli á landinu. Kaflinn frá hringtorginu hjá N1 og framhjá Kaplakrika og þar er flóknari. Hafnarfjarðarbær stefnir á að þarna verði hraðbraut með mislægum gatnamótum í fram- tíðinni, en það er óskaplega dýrt og gæti kostað óhagræði fyrir íbúana í kring. Þannig að ég er að stinga upp á öðrum lausnum. T.d. er ljósa- stýring betri en hringtorg þegar umferðin er svona þung og það verður að horfa á lausnina í heild, ekki er nóg að skoða aðeins ein gatnamót í einu. Það eru sem sagt nokkur skref inni á milli áður en þarf að fara út í dýra og erfiða framkvæmd eins og mislæg gatna- mót sem mætti skoða,“ segir Lilja. Mikil þörf á úrbótum „Það var starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins sem tók þetta svæði fyrir. Slysatíðni er há þarna og umferð hefur þyngst gríð- arlega með auknum ferðamanna- straumi. Þetta er því forgangsverk- efni í samgöngumálum. Krýsu- víkurgatnamótin eru mikill áfangi og verða opnuð bráðlega sem mis- læg gatnamót. Ég hef verið að skoða hvernig hægt er að hraða umbótum á samgöngukerfinu, en við höfum aðeins níu milljarða króna í nýframkvæmdir á ári. Áætl- unin liggur fyrir en það er spurning hvenær fæst fé til að framkvæma hana, hvort hægt sé að fjármagna hana með öðrum hætti en eingöngu úr ríkissjóði,“ segir Jón Gunnars- son samgönguráðherra. Ályktun íbúafundarins Að fundi loknum bar Hrafnhildur Halldórsdóttir íbúi upp ályktun fyr- ir fundargesti sem samþykkt var með dynjandi lófaklappi. „Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefj- ist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanes- brautar frá Kaldárselsvegi að mis- lægum gatnamótum á Krýsuvíkur- vegi.“ Umferðarslysahætta í Hafnarfirði  Íbúafundur um úrbætur í samgöngumálum við Reykjanesbraut  Krafa um meira umferðaröryggi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Húsfyllir Góð mæting var á íbúafundinum sem var haldinn í Bæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.