Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Xi Jinping, forseti Kína, er álitinn
valdamesti leiðtogi landsins frá því að
Maó formaður og síðar Deng Xiaop-
ing sátu við stjórnartaumana og er
talið að völd hans aukist frekar á þingi
kínverska Kommúnistaflokksins sem
hefst í dag. Sumir stjórnmálaskýr-
endur spá því að hann noti flokks-
þingið til að styrkja stöðu sína nógu
mikið til að hann geti haldið völdun-
um eftir að öðru kjörtímabili hans
lýkur árið 2022.
Slík flokksþing eru haldin á fimm
ára fresti í Kína. 2.287 fulltrúar á
þinginu eiga að kjósa 205 manna mið-
stjórn, sem velur síðan 25 menn í
stjórnmálaráð flokksins og sjö manna
fastanefnd þess. Þessir sjö menn
verða þeir valdamestu í Kína næstu
fimm árin og gert er ráð fyrir því að
þeir verði kynntir á flokksþinginu.
Frá árinu 2002 hefur verið venja að
miðstjórnin skipti út þeim mönnum í
fastanefndinni sem eru 68 ára eða
eldri þegar flokksþingið er haldið.
Þetta er óskrifuð regla sem Jiang
Zemin, þáverandi forseti, kom á til að
losna við aldraðan keppinaut úr fasta-
nefndinni.
Brugðið út af venjunni?
Verði þessi venja virt halda aðeins
Xi forseti (sem er 64 ára) og Li Ke-
qiang forsætisráðherra (62 ára) sæt-
um sínum í fastanefndinni og fimm
verður skipt út. Talið er hins vegar að
brugðið verði út af venjunni og að
Wang Qishan verði endurkjörinn í
fastanefndina þótt hann sé orðinn 69
ára. Wang er náinn bandamaður for-
setans, fer með rannsókn spillingar-
mála og hefur nýtt þá stöðu til þess að
víkja keppinautum hans frá.
Verði Wang endurkjörinn í fasta-
nefndina gefur það fordæmi fyrir því
að forsetinn haldi sæti sínu í nefnd-
inni eftir fimm ár þegar hann verður
orðinn 69 ára.
Samkvæmt stjórnarskrá Kína get-
ur enginn gegnt embættum forseta
landsins og forsætisráðherra lengur
en í tvö fimm ára kjörtímabil. Hins
vegar eru engar reglur um hversu
lengi menn geta gegnt embættum í
flokknum þar sem völdin liggja í raun,
t.a.m. embætti aðalritara og for-
mennsku í valdamiklum nefndum.
Sumir stjórnmálaskýrendur spá því
að Xi muni reyna að halda völdunum
með einhverjum hætti eftir árið 2022.
Auk þess að vera forseti Kína hefur
Xi gegnt embætti aðalritara í flokkn-
um og formennsku í nefnd sem
stjórnar hernum. Hann hefur reynd-
ar fengið svo marga titla að hann hef-
ur verið kallaður „formaður alls“ í
Kína. Forsetinn hefur verið hafinn til
skýjanna í fjölmiðlum og lögreglan
hefur handtekið menn sem hafa
gagnrýnt stefnu hans.
Þegar Xi komst til valda fyrir fimm
árum hét hann því að koma á mark-
aðsumbótum og auka svigrúm einka-
fyrirtækja í Kína. Hann íhugaði jafn-
vel að leysa upp stofnun sem hefur
umsjón og eftirlit með stærstu ríkis-
fyrirtækjum landsins, skipar til að
mynda forstjóra þeirra.
Þróunin hefur hins vegar verið
þveröfug í Kína síðustu árin. Miðstýr-
ingin hefur verið aukin í efnahagnum,
þrengt hefur verið að einkafyrirtækj-
um, stóru ríkisfyrirtækin hafa stækk-
að og stjórnin hefur aukið völd stofn-
unarinnar sem Xi íhugaði að leggja
niður. Á sama tíma hafa skuldir ríkis-
ins aukist verulega og hagvöxtur
minnkað.
Alræðið hefur forgang
Nokkrir stjórnmálaskýrendur telja
að Xi forseti muni nota aukin völd sín
eftir flokksþingið til að koma á efna-
hagsumbótum næstu fimm árin.
Sterkari staða hans geri honum kleift
að taka erfiðar ákvarðanir sem séu
nauðsynlegar til að draga úr skulda-
söfnuninni, sem Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn segir að sé komin „á hættu-
lega braut“.
Aðrir stjórnmálaskýrendur telja
hins vegar litlar líkur á að Xi og kín-
verska ríkisstjórnin breyti stefnu
sinni. „Menn hafa almennt orðið fyrir
vonbrigðum með framgöngu stjórn-
valda og þróunina í efnahagsmálum,“
hefur fréttaveitan AFP eftir Christ-
opher Balding, hagfræðiprófessor við
Peking-háskóla. „Miðstýringin hefur
aukist verulega síðustu fimm árin.“
Hagfræðingar segja að aukin mið-
stýring hafi m.a. orðið til þess að
lánsfé hafi verið dælt í ríkisfyrirtæki
sem skili minni framleiðni en einka-
fyrirtæki. Dæmi séu um að lánsfé sé
ausið í byggingarverkefni sem engin
þörf sé fyrir og í framleiðslufyrirtæki
á borð við stálverksmiðjur sem fram-
leiði nú þegar of mikið. Hætta sé á að
miðstýringin gangi af einkaframtak-
inu dauðu og hindri nauðsynlega ný-
sköpun í atvinnulífinu.
Aukin miðstýring og ríkisafskipti
þjóna einkum þeim tilgangi að
tryggja að Kommúnistaflokkurinn
haldi alræði sínu og það markmið
vegur þyngra en allt annað í augum
kínversku ráðamannanna.
Xi eygir aukin völd á flokksþingi
Talið að forseti Kína reyni að halda völdunum lengur en í tíu ár Hét því að auka svigrúm einka-
framtaksins en hefur aukið miðstýringuna Skuldir ríkisins hafa aukist og hagvöxtur minnkað
formaður
Forsætisráðherra
Leiðtogi á
umbótaskeiði
formaður
aðal-
ritari
aðal-
ritari aðal-
ritari
aðal-
ritari
formaður/
aðal-
ritari
Helstu ráðamenn frá Maó til Xi
1949 1976 1981 1987 1989 2002 2012
Mao Zedong
Hua Guofeng
HuYaobang
Zhao Ziyang
Jiang Zemin
Hu Jintao
Xi Jinping
Leiðtogar Kína
Deng XiaopingZhou Enlai
Skuldir Kína aukast
2012 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22
Hagvöxtur178,7
190,3 200,7
215,8
236,4 251
262,1 272
281,3 289,6
296,7
7,9 7,8 7,3 6,9 6,7 6,7 6,4 6,4 6,3 6,0 5,8
í prósentum
Sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Spá
Bandalag kúrdískra og arabískra
hreyfinga sagðist í gær hafa náð
borginni Raqqa í Sýrlandi á sitt vald
eftir átök við liðsmenn Ríkis íslams,
samtaka íslamista.
Borgin hafði verið á valdi samtak-
anna í þrjú ár og þau lýstu henni
sem höfuðborg „kalífadæmis“ sem
þau stofnuðu á yfirráðasvæðum sín-
um í Sýrlandi og Írak. Þúsundir er-
lendra íslamista fóru til borgarinnar
í því skyni að berjast með samtök-
unum.
Nokkrir vopnaðir hópar Kúrda og
araba stofnuðu bandalagið, sem
nefnist Sýrlensku lýðræðisöflin,
fyrir tveimur árum. Það hefur notið
stuðnings Bandaríkjahers, sem hef-
ur séð því fyrir vopnum og hjálpað
liðsmönnum þess með lofthernaði og
árásum sérsveita. Bandalagið hefur
nú hrakið liðsmenn Ríkis íslams frá
rúmlega 8.000 ferkílómetra land-
svæði. Samtökin hafa misst um 87%
svæðanna sem þau höfðu á valdi sínu
árið 2014, að sögn bandalagsins.
AFP
Sigur Liðsmaður Sýrlensku lýðræðisaflanna með fána bandalagsins í Raqqa.
Náðu „höfuðborg“
íslamista á sitt vald
Ríki íslams missti 87% svæða sinna