Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð-
inu sendi fjölmiðlum fréttatilkynn-
ingu í gær, þar sem hann áréttaði
lagagrundvöll fyrir lögbanni á
fréttaflutning Stundarinnar sem
byggður er á gögnum innan úr Glitni
banka. Lögbannið byggist á 2. mgr.
58. gr. laga um fjármálafyrirtæki þar
sem kveðið er á um að sama þagnar-
skylda gildir um þá sem veita upp-
lýsingum um einkamálefni viðskipta-
manna fjármálafyrirtækis viðtöku
og gildir um stjórnarmenn fjármála-
fyrirtækis.
Sýslumaðurinn áréttar einnig að
lögbann sé bráðabirgðavernd rétt-
inda til að tryggja tiltekið ástand
meðan aflað er úrlausnar dómstóla
sem fellur niður ef ekki er höfðað
staðfestingarmál innan viku. Kemur
fram í niðurlagi tilkynningarinnar að
hann beri fullt traust til lögfræðinga
á fullnustusviði embættisins sem
fjölluðu um lögbannsmálið.
Kann að vera sami gagnaleki
Ingólfur Hauksson, framkvæmda-
stjóri Glitnis HoldCo, sagði í Morg-
unblaðinu í gær að málið hefði einnig
verið kært til Fjármálaeftirlitsins.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins (FME), segist
lítið geta tjáð sig um málið að svo
stöddu en FME þarf að kæra málið
til héraðssaksóknara. „Það sem
tengist okkur er gagnalekinn. Þetta
er grunur um brot á 58. gr. laga um
fjármálafyrirtæki og samkvæmt
sömu lögum er kveðið á um það að
lögregla rannsaki ekki brot gegn
þessum lögum nema hún hafi fengið
kæru frá FME,“ segir Unnur en
leiða má líkur að því að FME kæri
málið til héraðssaksóknara enda var
slíkt gert í sambærilegu máli í des-
ember 2016, þegar Ríkisútvarpið
birti upplýsingar úr Glitni í umfjöll-
un um fjárhagslega hagsmuni
hæstaréttardómara.
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari segir að það kunni að vera að
gögnin sem notuð hafa verið í frétta-
flutningi Stundarinnar komi úr sama
gagnaleka og nýttur var í umfjöllun
Ríkisútvarpsins 2016.
„Það mál er ennþá opið og er til
meðferðar hjá okkur og tengist upp-
lýsingaleka frá Glitni. Við höfum
ekki fengið frekari kærur enn sem
komið er. Þær kærur koma jafnan
frá Fjármálaeftirlitinu sem þarf
fyrst að afla tiltekinna gagna og þeir
ákveða með formlegum hætti hvort
þeir kæri málið til okkar. Það er ferli
sem tekur tíma,“ segir Ólafur. Hann
segir rannsókninni ekki lokið en
henni miði áfram.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar, segir að persónu-
verndarlöggjöf eigi einungis við að
takmörkuðu leyti þegar fjölmiðill er
kominn með gögn í hendurnar. „Al-
mennt séð þegar fjölmiðill vinnur
með persónuupplýsingar vegast á
mörk tvennra stjórnarskrárvarinna
réttinda, annars vegar friðhelgi
einkalífs og hins vegar tjáningar-
frelsi. Það er mat Persónuverndar
að dómstólar ákveði hvort vegur
þyngra í hverju sinni. Þegar fjölmið-
ill er kominn með mál í hendurnar
gildir 5. gr. persónuverndarlaga,
sem í raun útleggst þannig að per-
sónuverndarlögin gilda ekki nema að
mjög takmörkuðu leyti,“ segir Helga
og bætir við að Persónuvernd hafi
ekki tekið formlega afstöðu til máls
Stundarinnar.
Fjölmiðilsins að ákveða erindið
Spurð um hvaða áhrif það kunni
að hafa að fjölmiðillinn hafi undir
höndum persónuupplýsingar fjölda
annarra aðila þegar fjallað er um mál
opinberra aðila, segir Helga að það
sé fjölmiðilsins að meta hvað á erindi
til almennings. „Í lýðræðisríki, þar
sem tjáningarfrelsi gildir, er það
fjölmiðilsins að meta og þar þarf að
hafa 5. gr. persónuverndarlaga í
huga,“ segir Helga.
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri
Stundarinnar, sagði í samtali við
mbl.is í gær að aldrei hefði staðið til
að birta upplýsingar tengdar al-
menningi. „Augljóslega eru viðskipti
venjulegs fólks ekki eitthvað sem við
myndum nokkurn tímann fjalla um,“
sagði Jón en hann vill ekki gefa upp
hvers eðlis gögnin eru, hvort þau séu
unnin eða hrá. „Við tökum þetta
hlutverk okkar að fara í gegnum
þessi gögn mjög alvarlega. Við tjáum
okkur sem allra minnst um eðli
þeirra eða uppruna.“
Morgunblaðið/Eggert
Stundin Lögbann var lagt á allan fréttaflutning Stundarinnar sem er byggður á gagnaleka úr Glitni.
Áréttar grundvöll lögbanns
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber fullt traust til lögfræðinga embættis-
ins Ítrekar að lögbannið sé byggt á 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki
„Ég hef aldrei
nokkru sinni, eft-
ir öll þessi ár í
stjórnmálum, eft-
ir alla þá umræðu
sem hefur átt sér
stað og allar þær
fréttir sem hafa
verið fluttar af
mér, sem hægt er
að telja í hundr-
uðum, látið mér
detta í hug að láta skerða tjáning-
arfrelsi manna eða vega að fjöl-
miðlafrelsinu til að fjalla um opin-
berar persónur eins og mig,“ segir
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra.
Hann segist þvert á móti hafa
tekið þá afstöðu fyrir löngu að það
fylgi einfaldlega starfinu að þola
opinbera umfjöllun um nánast hvað-
eina. „Það þýðir ekki að maður sé
alltaf sáttur við það sem skrifað er.
Þá verður maður að bregðast við og
skýra og leiðrétta. Ég tel reyndar að
margt hafi verið illa framsett eða
slitið úr samhengi og svo framvegis,
en jafnvel þótt svo sé, þá er það rétt-
ur manna og hluti af fjölmiðla- og
tjáningarfrelsi í landinu að skrifa,
meira að segja vondar fréttir.“
solrun@mbl.is
Fylgir starf-
inu að þola
umfjöllun
Bjarni Benediktsson
tjáir sig um lögbannið
Bjarni
Benediktsson
Fjölmörg félög og stjórnmála-
flokkar hafa fordæmt lögbann
sýslumanns á Stundina opin-
berlega. Má þar nefna Gagnsæi,
samtök gegn spillingu, Félag
fréttamanna, stjórn Rithöfunda-
sambands Íslands og stjórn Öldu –
Félags um sjálfbærni og lýðræði
svo dæmi séu tekin. Stjórnmála-
flokkarnir Björt framtíð og Píratar
sendu einnig frá sér opinbera yfir-
lýsingu þar sem lögbannið er for-
dæmt.
Kristján Þór Júlíusson, mennta-
málaráðherra og æðsti yfirmaður
fjölmiðla á Íslandi, sagði í gær fjöl-
miðla ekki eiga að þola inngrip af
hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórn-
arstefnu, efnistaka eða heimildar-
manna sinna. „Slíkt er að minni
hyggju óviðunandi í lýðræðisríki,“
sagði Kristján.
Fjölmargir
fordæma
lögbannið
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jón Steindór Valdimarsson, þing-
maður Viðreisnar og formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,
hefur boðað til fundar í nefndinni á
morgun, fimmtudag, vegna lög-
banns Sýslumannsins í Reykjavík
á umfjöllun Stundarinnar og
Reykjavík Media sem byggir á
gögnum innan úr gamla Glitni.
Þingmenn Pírata og VG í nefnd-
inni óskuðu í fyrradag eftir fundi.
Jón Steindór segir að fundurinn á
morgun verði opinn fjölmiðlum.
Í viðtali við mbl.is í gær sagði
Jón Steindór að hann teldi það
mikið umhugsunarefni að störf
fjölmiðils væru stöðvuð með lög-
banni. Þetta myndi nefndin ræða á
fundi sínum í fyrramálið og jafn-
framt hvort gera þyrfti eitthvað til
fundarboðun nefndarinnar níu dög-
um fyrir kosningar, að beiðni Pí-
rata og VG, yrði til þess að ásak-
anir kæmu fram um að Píratar, VG
og Viðreisn væru að nota þetta mál
í pólitískum tilgangi:
„Sjálfsagt munu einhverjir halda
því fram. Nú er stutt í kosningar og
það er ekkert óviðbúið að slíkt komi
fram. Fyrir fram hafna ég því að
svo sé. Hérna er auðvitað stórmál
fyrir fjölmiðla að ræða. Hér er ver-
ið að stíga inn í frelsi þeirra til að
upplýsa almenning í stóru máli.
Auðvitað er það svo að Sjálfstæð-
isflokkurinn bað ekki um lögbannið.
Það liggur alveg fyrir. Þessi um-
fjöllun nefndarinnar snýst því alls
ekki um neinn stjórnmálaflokk,
heldur um það að framkvæmda-
valdið, þ.e. sýslumaður, verður við
lögbannskröfu sem hefur mikil
áhrif,“ sagði Jón Steindór.
þess að slíkt kæmi ekki upp aftur.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Jón Steindór í gær hvað ann-
að en að ræða málið nefndin gæti
gert á fundinum í fyrramálið:
„Þetta er góð spurning,“ sagði
Jón Steindór og hló við en sagði svo:
„Nefndin hefur auðvitað ekkert
boðvald yfir einum né neinum.
Þingið hefur verið sent heim og ég
teldi afar ólíklegt að það yrði kallað
saman og það gerði eitthvað, ef
menn eru að hugsa um einhverjar
lagabreytingar. Slíkt getur aldrei
gerst fyrr en síðar. Það sem við
getum gert er að reyna að kynna
okkur málið og reyna að varpa ljósi
á þær myndir sem uppi kunni að
vera.“
„Stórmál fyrir fjölmiðla“
Jón Steindór var spurður hvort
hann teldi ekki líklegt að þessi
„Nefndin hefur ekkert boðvald“
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar á morgun um lögbannsmálið Fundurinn
verður opinn fjölmiðlum Formaður nefndarinnar telur ólíklegt að þing verði kallað saman
Morgunblaðið/Eggert
Formaðurinn Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar hefur boðað til fundar í nefndinni vegna lögbannsins.
Glitnir HoldCo hefur eina viku til
að fá útgefna réttarstefnu af hér-
aðsdómi til að höfða staðfesting-
armál um lögbannið. Eftir að
stefna hefur verið gefin út er það
héraðsdóms að ákveða þingfest-
ingu í málinu en eftir þingfestingu
er gefinn frestur til að skila öllum
viðkomandi gögnum og þá fær
dómari málið til meðferðar. Engin
gögn eru til um meðal máls-
meðferðartíma slíkra mála og þau
njóta ekki forgangs eða flýti-
meðferðar í dómkerfinu.
„Ef ætlunin er að halda málinu
til streitu þá þarf að óska eftir því
að héraðsdómur gefi út stefnu.
Eftir að það hefur verið gert er
þingsfesting ákveðin en alla jafna
er hún innan við viku frá útgáfu
stefnu. Eftir það fer málið í sinn
farveg fyrir reglulegu þingi og fer
eftir því hversu langan tíma það
tekur að skila greinargerð. Þegar
öll gögn eru komin fær dómari
málið síðan úthlutað þannig að
þetta er ekki dagaspursmál,“ segir
Ingimundur Einarsson, dómstjóri
við Héraðsdóm Reykjavíkur, í sam-
tali við mbl.is.
Eins og sakir standa er málið því
í höndum Glitnis HoldCo.
Málið í höndum Glitnis HoldCo
LÖGBANNSMÁL GETA TEKIÐ NOKKRAR VIKUR