Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017
Salóme Huld Garðarsdóttir, kennari í Ölduselsskóla, á 40 ára af-mæli í dag. Hún er að hefja sinn þriðja kennsluvetur í þeimskóla og kennir 6. bekk. „Ég var nemandi þar frá sjö ára og það
má því segja að ég sé komin á heimaslóðir.“
Áður var Salóme búin að kenna í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Nor-
egi og Kenía, en hún var kristniboði þar í þrjú og hálft ár, eða frá
2001 til 2004. Hún er nýsest í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar. „Ég hef
tekið þátt í kristilegu starfi frá því að ég man eftir mér. Núna er jóla-
söfnunin og jólaaðstoð að fara að byrja hjá okkur og sala á friðarkert-
unum. Hjálparstofnun er m.a. í samvinnu við Hjálpræðisherinn og
Nettó með verkefnið „taupokar með tvöfalt hlutverk“, þar sem er
verið að virkja konur sem hér hafa leitað hælis og til að stuðla að
verndun umhverfisins með fjölnota pokum.
Fyrir utan vinnuna, börnin og kirkjuna þá er handbolti og fótbolti
aðaláhugamálið hjá Salóme. „Maðurinn minn er handboltaþjálfari og
það dregur okkur hingað og þangað um landið. Krakkarnir æfa síðan
fótbolta og reyndar líka handbolta.“ Eiginmaðurinn heitir Gunnar
Magnússon og er þjálfari meistaraflokks Hauka í karlaflokki og börn
þeirra eru Kristbjörg Ásta 10 ára, Magnús Ingi 8 ára og Gunnar Karl
4 ára.
Það verður dekur hjá Salóme í dag og svokallað boblupartí. „Vin-
konurnar koma í heimsókn og það verður smá veisla, ekki meira en
það fyrst afmælið er í miðri viku. Við hjónin erum búin að klára af-
mælisferðina, fórum í fertugsafmælisferð í vor með vinafólki til
Tenerife,“ en Gunnar varð fertugur núna í haust.
Með börnunum Kristbjörg Ásta, Magnús Ingi, Salóme og Gunnar Karl.
Dekur og vinkonu-
hittingur í kvöld
Salóme Huld Garðarsdóttir er fertug í dag
Ó
lafur Guðmundur Adolfs-
son fæddist í Reykjavík
18.10. 1967, en ólst upp í
Ólafsvík til 16 ára ald-
urs. Hann var í Grunn-
skóla Ólafsvíkur, stundaði nám við
MA, lauk þaðan stúdentsprófum 1987
og lauk cand. pharm.-prófi frá HÍ
1993.
Ólafur byrjaði ungur í fiskvinnslu
og vann við það í átta sumur hjá fóst-
urafa sínum í Hraðfrystihúsi Ólafs-
víkur: „ Ég get ekki látið hjá líða að
geta um þennan fósturafa minn, Ólaf
Guðmund Kristjánsson yfirverk-
stjóra, en hann var seinni maður
ömmu minnar, Hrefnu Sigríðar
Bjarnadóttur. Ég er skírður í höfuðið
á honum og hann hafði mikil og góð
áhrif á mig, kynnti mig fyrir íslenska
hestinum, kenndi mér að vinna og
hvatti mig til að mennta mig og
standa fast á mínu.“
Ólafur sinnti síðan margvíslegum
störfum, t.d. í mjólkursamlagi, á
rannsóknarstofu og í sútunarverk-
smiðju.
Eftir lyfjafræðinámið sinnti Ólafur
kennslu og rannsóknum um tveggja
ára skeið við Landbúnaðarháskólann
á Hvanneyri, var síðan yfirlyfjafræð-
ingur á Akranesi og á Sauðárkróki,
lyfsali í Apótekinu Iðufelli, markaðs-
fulltrúi og síðar sölustjóri hjá lyfja-
Ólafur Adolfsson, lyfsali og form. bæjarráðs á Akranesi – 50 ára
Fjölskyldan samankomin á góðri stund Talið frá vinstri: Margrét Birgisdóttir, Svandís Erla Ólafsdóttir með Agli
Fannari, Eðvald Bergur Eðvaldsson, Arnar Steinn Ólafsson, Birgir Hilmarsson, Ólafur og Hildur Hilmarsdóttir.
Kom sá og sigraði með
ÍA í knattspyrnunni
Gullaldarlið Ólafur með ÍA-liðinu (hæstur leikmanna) fyrir úrslitaleik við
KR 1996. ÍA vann leikinn og varð Íslandsmeistari í fimmta sinn í röð.
Reykjavík Alex Garð-
ar Paulsson fæddist
18. október 2016 kl.
03.20 á fæðingardeild
Landspítalans. Hann á
því eins árs afmæli í
dag. Alex Garðar vó
3.422 g og var 52 cm
langur í fæðingu. For-
eldrar hans eru Paul
Gunnar Garðarsson
og Xingqiao Yan.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
30% afsláttur af
rafdrifnum skrifborðum
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Verð frá 68.947 kr.
Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri
líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni.
STOFNAÐ 1956