Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 Árið 1974 voru sett lög um að 10% af dagvinnulaunum al- mennra launþega skyldu greidd til við- urkenndra lífeyr- issjóða. Þetta var fyrsta skrefið í af- skiptum stjórnmála- manna af lífeyr- issjóðum almennra launþega, en ekki það síðasta. Á næsta ári er þessi prósenta orðin 21,5%, að meðtöldum greiðslum í séreignasjóði og er þessi prósenta nú reiknuð af öllum launum, einnig yfirvinnu. Á fjór- um árum og átta mánuðum er hver launþegi þá búinn að greiða ein árslaun í lífeyrissjóð. Það merkilega við þessar gríð- arlegu greiðslur er að launþegar hafa látið teyma sig út í foraðið og semja nú sjálfir um þessar greiðslur við sína viðsemjendur. Alþingismenn þurfa því ekki leng- ur að semja lög um þessar greiðslur, þeir fá skattinn upp í hendurnar. Því að skattur er þetta, eins og glöggt má sjá á tengingum á greiðslum sjóðanna við skattkerfi landsins. Sjóðssöfnun þessi er nú í heild um 4.000 milljarðar króna að teknu tilliti til greiðslu úr sjóð- unum. Það er um 12 milljónir á hvert mannsbarn á landinu eða um 50 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta samsvarar góðri íbúð fyrir þessa sömu fjölskyldu. Er eitthvert vit í þessu? Á meðan unga fólk- ið okkar flýr land þar sem það hefur ekki pening til að kaupa sér íbúð þá söfnum við í sjóði sem hella sér út í samkeppni við þetta sama unga fólk um þær íbúðir sem byggðar eru. Þannig eru 21,5% af laun- unum okkar notuð til að kaupa upp og byggja íbúðir, sem við höf- um ekkert yfir að segja og sem við myndum annars sjálf kaupa eða byggja fyrir þessa sömu fjár- muni. Meðallaun á landinu eru í dag um 750.000 krónur á mánuði (voru 620 þúsund kr. 2016). 21,5% af þeim launum eru um 2 milljónir króna á ári. Eftir fimm ár eru það um 10 milljónir kr., sem væri ágætis útborgun í fyrstu íbúð. Það er hins vegar ekki kostur fyrir slíkan launþega. Búið er að koma í veg fyrir það með samn- ingum stéttarfélags hans og laga- setningu okkar hinna sem berum ábyrgð á lagasetningunni í land- inu. Fyrstu fimm ár starfsævinnar greiðir launþeginn mánaðarlega 438 þúsund kr. í skatta og lífeyr- issjóð og 200-250 þúsund kr. í leigu sem leigjandi og á þá eftir 62-112 þúsund krónur til að lifa af mánuðinn. Varla leggur þessi launþegi fyr- ir til að safna upp í útborgun á íbúð eða hvað? Eftir fimm ár á hann því ekkert nema óljóst loforð um greiðslur við starfslok. Vilji hann þá kaupa sér íbúð á hann ekki fyrir útborguninni eins og áður kom fram og fær ekki lán þar sem hann á ekki veð fyrir því. Veð má ekki vera hærra en 70-80% af verðmæti eignarinnar. Sé eignin 35 milljón kr. virði þarf hann því að eiga 7-10 millj- ónir króna, en þær á hann ekki, þær fóru í lífeyrissjóðinn. Hann er því staddur á sama stað og í upp- hafi og heldur áfram að greiða sína skatta, sinn lífeyrissjóð og húsaleigu og reynir síðan að lifa á 62-112 þúsund kr. eftirstöðvum á mánuði. Hvernig væri líf launa- mannsins án lífeyrissjóðs? Hefði launþeginn sjálfur ráð- stafað 21,5% af laununum sínum í stað þess að greiða sömu upphæð í lífeyrissjóð þá væri staða hans töluvert önnur. Eftir fimm ára vinnu ætti hann þær 10 milljónir sem hann þarf fyrir útborgun í íbúðinni. Þá tækju við greiðslur af lánum sem í upphafi væri svipuð upphæð og hann hefði annars greitt í húsaleigu. Þær greiðslur mundu síðan lækka ár frá ári þar til íbúðin væri að fullu greidd. Ráðstöfunarfé launþegans væri þá orðið 312 þúsund krónur á mánuði í stað 62-112 þúsund kóna og hann ætti þá íbúðina að fullu. Íbúðin er trúlega álíka verðmæt og þegar hann keypti hana. Hann sparar sér mánaðarlega íbúð- arleigu að upphæð 75 milljónir króna á 25 árum og notar þá pen- inga til að kaupa sér íbúð sem kostar 35 milljónir. Mismuninn getur hann sparað, fjárfest eða notað til að eiga gott líf. Í stað þess að safna í sjóði öðr- um til framfærslu og hugsanlega launþeganum sjálfum í ellinni að frádregnum fullum sköttum og að frádregnum opinberum greiðslum frá hinu opinbera. Við gætum bætt hér við hug- leiðingum um hvernig íbúðareig- endur hugsa um eign sína og á móti hvernig leigjendur gera það, hvernig eigendur fjármuna fara með sína fjármuni og ávaxta þá og á móti hvernig sjóðsstjórar lífeyr- issjóða gera það. Hvað utanum- hald peninganna kostar í höndum eiganda á móti því hvað rekstur lífeyrissjóðanna kostar o.s.frv. Einnig hver munurinn er á skattgreiðslum á eigin fé og á greiðslum úr lífeyrissjóði á efri ár- um þar sem fullur skattur er reiknaður á bæði höfuðstól og vexti. Við erum hér að tala um full- orðið fólk sem flest getur séð fót- um sínum forráð án misviturs stóra bróður. Látum af forræðishyggjunni og bjóðum unga fólkinu okkar að vera áfram hjá okkur ! Aðalorsök íbúðaskorts á Íslandi Eftir Sigurð Ingólfsson » Svona losum við okkur við unga fólkið okkar úr landi. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf. Í þetta fara launinþín Ef þú ert leigjandi og ert með 750.000 kr. mánaðarlaun 108.375 61.500 168.750 161.250 250.000Húsaleiga 33,3% Lífeyrissjóður 21,5% Tekjuskattur 22,5% Útsvar Allt annað 14,5% 8,2% Maður var nefndur Vladimir Lenin. Hann var rússneskur mað- ur. Lenin hreifst mjög af hugmyndafræði Karls Marx og þá væntanlega einnig hugmyndafræði þeirra manna sem mynduðu kommúnur og kölluðu sig því kommúnista áður en Marx kom fram á sjónarsviðið. Lenin skrifaði fjölmargar bækur um nefnda hug- myndafræði og segja sumir að hann hafi átt eins mikinn þátt í að skapa þessi „trúarbrögð“ og Marx sjálfur, enda eru ýmsir sem kalla sig leninista. Á tímabili í kringum aldamótin 1900 starfrækti Lenin bylting- arskóla í París (ólöglegan og því neðanjarðar). Þar mun hann hafa kennt t.d. hvernig fámennur hópur kommúnista ætti að starfa í landi með hefðbundið stjórnarfar. Fyrsta boðorðið var náið völdum í verkalýðshreyfingunni og ef engin slík hreyfing er til í landinu þá stofnið hana einfaldlega í hvelli, beitið henni síðan til að stunda efnahagslega skemmdarstarfsemi, valda ringulreið og öryggisleysi, svo íhaldsstjórnin ætti fullt í fangi með að redda efnahagsmálunum frá einum tíma til annars. Spillið fyrir þeim eins og hægt er og látið þá aldrei hafa frið. Látið þá hafa sem mest fyrir því að halda völd- unum. Þetta kenndi Lenin og komm- únistar á Íslandi fóru nákvæmlega eftir þessu. Þeir náðu fljótlega völdum í hinum tiltölulega frið- sömu verkamannafélögum sem stofnuð höfðu verið. Þá var líka friðurinn úti. Kommúnistar fóru að gera kröfur sem ekki var hægt að ganga að í miðri heimskrepp- unni, var þá efnt til óeirða og slagsmála, sumir höfðu jafnan barefli með sér á svona fundi ef kreppt- ir hnefar skyldu ekki duga. Íhaldið lét loks undan og setti lög um verkföll og vinnudeil- ur. Verkalýðshreyf- ingin öðlaðist verk- fallsrétt og þar með má segja að kommúnistar hafi fengið hið endanlega vald í landinu. Nú gátu kommúnistar þvingað stjórnvöld til að samþykkja næstum hvað sem var aðeins með því að sitja nógu lengi í verkfalli. Opinberlega var hamrað á slæmum lífskjörum í landinu en hinar pólitísku kröfur voru gjarnan settar fram á lok- uðum samningafundum sem hófust helst ekki fyrr en pólitísk stjórn- völd komu að borðinu. Því var alltaf haldið fram að til- gangurinn með verkföllunum væri að bæta lífkjör fólksins. En það var einfaldlega blekking, allir hljóta að sjá að ekki kom til greina að bæta lífskjörin og ganga þannig í lið með íhaldinu, hjálpa íhaldinu að halda uppi góðum lífskjörum. Stjórnvöld- in yrðu vinsæl og gætu setið að völdum til eilífðarnóns, en verka- lýðsforingjarnir sjálfir yrðu áhrifa- lausir og óþarfir með öllu. Kjara- samningar hafa aldrei verið annað en fjárkúgun. Verkfall er hliðstætt því að miða byssunni á höfuð fyr- irtækjanna og hrópa: „Peningana eða lífið“. Rétt eins og göturæningi í húsasundi. Afleiðingarnar af þessum vinnu- brögðum voru auðvitað ekkert ann- að en verðbólga og aftur verðbólga, þótt verkalýðsforsprakkarnir hafi að sjálfsögðu aldrei viljað viður- kenna það. Með verkfalli er verið að kúga fyrirtækin til að borga meira fyrir það sama sem þau fengu áður. Þótt menn fái meiri peninga með þessu móti þá leggja þeir ekkert meira á móti, því vinn- an er sú sama að öllu leyti. Menn vinna sömu störfin eins og ekkert hafi í skorist, afköstin eru þau sömu, allt er við það sama nema að nú þarf launagreiðandinn að borga fleiri krónur fyrir það sama sem hann fékk áður. Launahækkunin kemur því fyrir nákvæmlega ekki neitt. Ekki verður annað séð en krón- an hafi minnkað, það er þarna sem gengið fellur í raun. Menn hafa verið að meta peningana minna en ekki vinnuna meira. Það er raun- verulega svo í viðskiptum að það er kaupandinn sem ræður verðinu. Ef honum líka ekki verðið þá kaupir hann ekki. Venjulegt fólk fer svona að á hverjum degi. Verslanirnar eru fullar af vörum en fólk kaupir aðeins það sem það hefur efni á. Nú um stundir er mikið fárast út af ofbeldi. Ofbeldi á heimilum, of- beldi á götum úti, ofbeldi á vinnu- stöðum, að ógleymdu kynferðisof- beldi, en þó þykir ofbeldi í kjara- samningum sjálfsagt, þó það sé löglegt. Þar á við máltækið „löglegt en siðlaust“. Menn spyrja gjarnan: „Hvað áttum við annað að gera?“ Svarið finnst með því t.d. að spyrja hvað aðrar þjóðir gerðu. Gjaldmiðlar allra nágrannaland- anna eru mörgum sinnum verð- meiri en íslensk króna. Og það er ekki krónunni að kenna! Vissulega hafa lífskjör batnað og það þrátt fyrir „kjarabaráttu“ kommúnista. Lífskjörin hafa batn- að fyrst og fremst fyrir áhrif tækn- innar. Tæknin eykur afköst og auk- in framleiðsluafköst eru það eina sem getur bætt lífskjörin yfirleitt. Það má t.d. sjá þegar vel fiskast; efnahagur batnar. Kommúnistar og kjaramál Eftir Pétur Guðvarðsson »… enda hafa kjara- samningar aldrei verið annað en fjár- kúgun. Pétur Guðvarðsson Höfundur er blaðburðarkarl og fv. bóndi. Hinn nýi stjórn- málaflokkur, Miðflokk- urinn, kynnti nýlega flokksmerki sitt, sem er hvítur prjónandi hest- ur, sem á að vera tákn- mynd, logo, fyrir þenn- an stjórnmálaflokk. Hefur formaður flokks- ins, Sigmundur Davíð, lýst því fyrir hvað þetta flokksmerki eigi að standa, með mörgum fögrum og há- fleygum orðum. Sér hann greinilega sjálfan sig sem riddarann á hvíta hest- inum, sem kemur sem frelsandi engill til að bjarga alþýðunni frá pólitískum glundroða og upplausn í þjóðfélaginu. Þá hefur listamaðurinn Goddur líka tjáð sig á svipuðum nótum og tengt merkið m.a við ljóð höfuðskálda Ís- lands í hástemmdum lýsingum og við „rómantíska fagurfræði“ og sér þar samhengi milli þess og hrossins. Ekki er ég sjálfur sammála þeim og veit um marga fleiri sömu skoðunar og erum við þá kannski nær yfirborði jarðar en tvímenningarnir. Rétt er þó að geta þess hér, að í sjálfu sér er þó ekki ver- ið að amast við stofnun þessa flokks eða klofninginn úr Framsókn- arflokknum, ekki síst ef svo heppilega tækist til að sá flokkur þurrkaðist út af þingi. Er ég þá ekki að gera lítið úr sjálfum þingmönnum Framsókn- arflokksins. Þar sem ég er ekki hestamaður og umgengst ekki hross, þá yrði ég sjálf- ur skíthræddur við prjónandi ótaminn hest, að hann gæti slegið mig í bram- boltinu, sem leiddi til þess að ég og þá fleiri mér sama sinnis þyrðum ekki að koma nálægt hestinum, sem væri allt- af tilbúinn að rísa styggur upp á aft- urlappirnar og vera með uppsteyt. Ekki getur það verið, að það eigi að verða það hugarástand, sem eigi að skapa hjá kjósendum með þessu flokksmerki og þá um leið ábending þessa flokks til þeirra að koma ekki nálægt flokknum ella geti þeir skaðast eða hlotið verra af. Það sem er þó að mínu mati óheppilegast við þetta flokksmerki er, að kjósendur gætu lit- ið svo á, að þetta hestamerki megi í raun líta á sem tákn fyrir væntanlega þingmenn Miðflokksins, þ.e. að þeir séu tréhestar sem muni stunda hrossakaup í miðjumoði. Einnig hafa menn líka velt því fyrir sér, hvort þetta flokksmerki sé stolið eða stílfært merki einhverrar bifreiðateg- undarinnar eða hug- myndin sé fengin ein- hvers staðar annars staðar frá. Klúður í fyrsta skrefi. Þá verður alltaf að hafa það hug- fast, að táknmerki er enn viðkvæmara hvað gagn- rýni snertir en illa samdar auglýs- ingar, sem má auðveldlega breyta og bæta, en táknmerkið stendur óbreytt. Hvaða augum svo sem menn líta þetta flokksmerki Miðflokksins, þá má aldrei áður en farið er af stað leyfa sér þann munað að muna ekki eftir gár- ungunum, sem ég er sí og æ að vara við. Þeir eru að venju alltaf tilbúnir að snúa út úr öllu, og hlífa engum, eins og dæmin sýna og sanna. Flokksmerki, tákn stjórnmálaafls, þarf að vera skot- helt og ekki síst gagnvart þessum náungum. Þetta flokksmerki er það alls ekki, eins og ég hef rakið og mun væntanlega koma æ betur í ljós þessa dagana fyrir kosningar. Segir það sig sjálft, að þessi nýi stjórnmálaflokkur má alls ekki við því, að gefa svona auð- velt höggfæri á sér, þannig að athyglin og áhuginn á flokknum kunni að bein- ast ekki síst að því að skemmta skratt- anum með útúrsnúningum vegna þessa óheppilega flokksmerkis. Það leiðir væntanlega í framhaldinu af sér gagnrýni á málefnin, sem flokkurinn vill standa fyrir og koma á framfæri. Ég ítreka að endingu. Gleymið ekki tilvist gárunganna, áður en göslast er af stað. Muna skal spakmælið: Í upp- hafi skal endinn skoða. Vanda skal til verks Eftir Jónas Haraldsson Jónas Haraldsson » Sér hann greinilega sjálfan sig sem ridd- arann á hvíta hestinum, sem kemur sem frels- andi engill til að bjarga alþýðunni frá pólitískum glundroða og upplausn í þjóðfélaginu. Höfundur er lögfræðingur. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.