Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Vél Icelandair lýsti yfir neyðar … 2. Sjáðu hvort nafnið þitt var notað 3. Mikið fylgistap Flokks fólksins 4. Björk greinir nánar frá áreitninni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrstu tónleikar starfsársins í tón- leikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, Töfrar næturinnar, fara fram í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20. Fram koma gestir frá Danmörku, píanistinn Katr- ine Gislinge og tónskáldið Bent Søren- sen, og á efnisskránni eru Tunglskins- sónata Beethovens, Impromptu nr. 2, 3 og 4 eftir Schubert og 6 noktúrnur eftir Sørensen, en hann hlaut Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs árið 1996. Gislinge hefur verið í fremstu röð danskra píanista í um tvo áratugi. Töfrar næturinnar  Boðið verður upp á ókeypis menningar- dagskrá í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Kór kirkj- unnar flytur söng- dagskrá og Viktor Guðlaugsson ten- ór og sópransöng- konurnar Inga J. Backman og Kristín R. Sigurðardóttir syngja einsöng. Stjórnandi tónlistardagskrárinnar er Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti kirkjunnar. Menningardagskrá í Fella- og Hólakirkju  Íslenska hljómsveitin Vio og söngva- skáldið Zanzinger frá Búdapest í Ung- verjalandi halda tónleika á Kex hosteli í kvöld kl. 21 og er aðgangur að þeim ókeypis. Vio vann Músíktilraunir árið 2014 og fytur sveim- kennt gítarrokk. Zanzinger er listamannsnafn söngvaskáldsins Daniels Misota, sem fjallar oft í lögum sínum um breyskleik- ann sem felst í því að vera manneskja. Vio og ungverskt söngvaskáld á Kex Á fimmtudag Austan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni. Rigning sunnan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Á föstudag Allhvöss eða hvöss austanátt og víða talsverð rigning, en þurrt að kalla norðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustlæg átt, dálítil væta með köflum, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig. VEÐUR „Mér finnst ég ekki hafa gert neitt svakalega drama- tískt miðað við hvað stökkið upp á við í mínum leik hefur verið stórt. Ég tók þennan andlega þátt, sem hefur strítt mér allt of lengi, bara föstum tökum,“ segir Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi, sem náði þeim ein- staka árangri í íslenskri golfsögu að vinna al- þjóðlega mótaröð, Nordic Tour, í ár. » 1 Engin dramatík en stórt stökk „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og hlakka til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Rúnar Kárason við Morgunblaðið, en hann hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg til þriggja ára. Rúnar fer til félagsins eftir tímabilið með Hann- over-Burgdorf í Þýskalandi. »1 Hlakka til að takast á við nýja áskorun Valur trónir á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með níu stig eftir fimm leiki, en Valskonur gjörsigruðu Fjölni í gærkvöld, 36:14. ÍBV er í 2. sæti en getur komist á toppinn með sigri á Fram annað kvöld. Stjarnan vann öruggan sigur á Gróttu sem sit- ur eftir á botni deildarinnar með eitt stig líkt og Fjölnir. Stjörnukonur eru í 5. sæti með fimm stig. »3 Valskonur fóru á toppinn með látum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Þeirra tímamóta verður að sjálfsögðu minnst því boðið er til fagnaðar í Hamrahlíðinni í kvöld klukkan 20, þangað sem allir kórfélagar, gamlir og nýir, vinir og velunn- arar eru velkomnir. Þúsundir hafa tekið þátt „Þetta verður vinafagnaður með gleðisöng og mörgum brosandi and- litum. Þúsundir hafa tekið þátt í starfinu á þessum árum, svo margir eiga góðar minningar því tengdar,“ segir Þorgerður sem hefur stjórnað kórnum óslitið í þessa hálfu öld. Hún rifjar upp fyrstu æfingu kórsins en þangað mættu um 20 stúlkur en strákarnir voru færri. „Meðal strákanna var bara einn tenór svo það var alls ekki alveg jafnvægi í röddunum. Hópurinn náði strax saman í söngnum og við urðum öll góðir vinir. Þannig hefur þetta haldist allar götur síðan, vináttan er dýrmæt. Og margir af kórfélögum hafa svo haldið áfram í tónlistinni og skapað sér þar nafn.“ Kórstarfið í Hamrahlíð hefur jafn- an vakið eftirtekt og haldið nafni skólans hátt á lofti. Kórarnir eru í rauninni tveir; annars vegar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem er skipaður nemendum á hverjum tíma, og hins vegar Hamrahlíðar- kórinn þar sem eru nemendur á lokaári og svo þeir sem eru útskrif- aðir. Hamrahlíðarkórarnir hafa haldið tónleika um allt Ísland og unnið marga sigra á tónleikum og hátíðum víða um heim. „Endurnýjunin er hröð. Í haust komu 32 nýnemar til okkar og ég segi stundum að kórarnir séu í raun jafn margir og starfsárin. Fimmtíu kórar samanlagt,“ segir Þorgerður sem hefur fengið marga góða lista- menn til liðs við sig síðustu hálfa öld- ina. Fimmtíu kórar samanlagt Fjölmörg tónskáld hafa samið verk fyrir Þorgerði og kórana og eru verkin orðin yfir 100 talsins. Ótal upptökur með kórunum hafa verið gerðar, bæði fyrir útvarp og sjón- varp innanlands sem utan. Þrjár hljómplötur hafa verið gefnar út með söng kóranna ásamt tíu geisla- diskum og tveir diskar eru væntan- legir innan skamms, ný plata Bjark- ar Guðmundsdóttur og diskur með tónlist Daníels Bjarnasonar þar sem kórarnir syngja verk hans, The Isle is Full of Noises. Vinafagnaður með gleðisöng  Sungið í MH í hálfa öld  Fagn- aður í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tónlist Litríkur hópur á æfingu í Menntaskólanum í Hamrahlíðinni í vikunni fyrir afmælisfagnað kórfélaga sem verður í kvöld. Á liðnu sumri fór Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar í tónleikaferð til Skotlands, var fulltrúi Íslands á Aberdeen International Youth Festival og hélt 10 tónleika. Þetta var 45. tónleikaferð Hamrahlíðarkóranna til útlanda en þeir hafa heimsótt 25 þjóðlönd og hvarvetna gert góða lukku. Kórarnir hafa jafnframt átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1975 og hafa flutt 19 tónverk með hljómsveit- inni. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga en svo það nýjasta sé til- tekið þá fluttu kórarnir 5. október síðastliðinn Sálmasinfóníu Stra- vinskys ásamt SÍ undir stjórn Daníels Bjarnasonar í Eldborgarsalnum í tón- listarhúsinu Hörpu. „Þetta er algjörlega einstakur kór og það sem Þorgerður Ingólfsdóttir hefur byggt upp er ómetanlegt og einstakt. Það er stórkostlegt að vinna með þessum krökkum,“ sagði Daníel í viðtali í Morg- unblaðið sem birtist fyrr í þessum mánuði. Gerði hann þar að sérstöku umtalsefni hinn tæra hljóm sem kórinn hefði – og hentaði vel í ýmiskonar tónlist og verkefnum. „Algjörlega einstakur kór“ HAFA SUNGIÐ Í 25 ÞJÓÐLÖNDUM Þorgerður Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.