Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 16

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 16
AFP Pug Þegar dagur var að kveldi kominn höfðu margir komið við í Pugs and Pals, sem opnað var í London í fyrradag. Pug-hundar eru sagðir það heitasta í tískunni áBretlandi um þessar mundir. Algjört tískuæðiog þarfaþing, ef svo má þýða „must have“ einsog hermt er á fréttavef AFP. Pug-hundaeig- endur elska þessi litlu krumpuðu og kubbslegu krútt með stóru augun og eru í auknum mæli farnir að taka þau með sér þegar þeir fá sér síðdegiste á kaffi- húsum eða jafnvel í kokteilboð. Og eru hundarnir þá yfirleitt klæddir eins og hæfir tilefninu. Enn sem komið er geta íslenskir pug-hundaeig- endur ekki tileinkað sér þessa tísku því ólöglegt er að taka hunda eða önnur gæludýr með sér á kaffi- hús eða veitingastaði. Breytingar á regluverkinu hafa verið til umræðu, en hugsanlega taka þær ekki gildi áður en tískuæðið rennur sitt skeið á enda. Svo getur líka verið að pug-hundarnir verði sígildir sem nokkurs konar fylgihlutir þeirra sem vilja tolla í tískunni. Víða um Bretland hafa verið opnuð svokölluð pop-up pug kaffihús, sem sérstaklega eru ætluð pug-hundum og eigendum þeirra. Fyrst reið á vaðið kona að nafni Anushka með pug-kaffihúsi í Guildford, heimaborg sinni. Síðan hefur hún haft ærinn starfa við að skipuleggja pug-viðburði í kaffihúsum sem sífellt eru að skjóta upp kollinum. Pug-hundarnir gátu t.d. fagnað hrekkjavökunni með eigendum sínum á pug-kaffihúsum og þar verður þeim heldur ekki í kot vísað um jólin. Nýj- asta kaffihúsið þessarar gerðar, Pugs and Pals, var opnað í Brick Lane hverfinu í London í fyrra- dag. Þar kostar 5 pund, eða um 700 krónur, að ganga í bæinn, og tvö- falt meira fyrir þá sem engan hund- inn hafa. Með pug-hunda í hanastélin Á Bretlandi er talað um tískuæði því pug-hundar njóta vaxandi vin- sælda, pug-kaffihús eru opnuð og pug-hundaeigendur taka hundana jafnvel með sér í samkvæmi. Sjálfa Eigandi Pugs and Pals með hundinum sínum. Í góðum félagsskap Gestir gæða sér á tertu á meðan hundurinn þeirra unir sér hið besta á kaffihúsinu. Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Movie Star hvíldarstóll Verð frá 398.000,- Borgarbókasafnið og Kóder í samstarfi við CCP og RÚV halda upp á Norrænu leikjavikuna 2017 með allsherjar Leikjadjammi í Gerðubergi, 3. - 5. nóvember. Djammið hefst með málþinginu „Tölvuleikir sem skapandi afl“ kl. 14, föstudaginn 3. nóvember, og er ætlað kennurum, frí- stundaleiðbeinendum og foreldrum. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að telja rétta notkun á tölvuleikjum geta haft jákvæð áhrif. Meðal þátttakenda eru Bergur Finn- bogason, þróunarstjóri hjá tölvuleikjaframleiðandanum CCP, Nökkvi Jarl Bragason, tölvuleikjafræðingur, og Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, MA í tæknitengdri kennsluhönn- un. Á laugardeginum er sýning kl. 13 - 15 í þar sem aðilar úr ýmsum áttum verða með sýningarbása. CCP verður með sýndarveruleikagleraugu, Spilavinir og Nexus með pop-up búð, ásamt því að kynna allskonar spil, RÚV kynnir undur Micro:bit tölvunnar og krakkar úr Hólabrekkuskóla sýna hvað þau hafa verið að bralla með Arduino tölvur. Kl. 12 - 16 á laugardag og sunnudag er svo boðið upp á tölvuleikjasmiðjur þar sem ungt fólk á aldrinum 10-16 ára getur lært að búa til tölvuleiki í 3d, með aðstoð forritanna Unity 3d og Alice. Skráning: www.borgarbokasafn.is Djammið Málþing, tölvuleikjasmiðja og leikjasýning. Allsherjar leikjadjamm 1861 Pug- hundar voru fyrst sýndir á hunda- sýningu á Eng- landi 1861. Í stíl Sumir pug-hundar eiga fleiri flíkur en eigendurnir. Norrænu leikjavikunni 2017 fagnað í Gerðubergi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.