Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ný talning Samtaka iðnaðarins (SI)
bendir til að um 8.000 nýjar íbúðir
verði fullgerðar á höfuðborgarsvæð-
inu á árunum 2017 til 2020. Nú séu
alls 3.734 íbúðir í byggingu, eða 55,5%
fleiri en fyrir tveimur árum.
Til samanburðar áætlar Íbúðalána-
sjóður að uppsöfnuð þörf á landinu
öllu sé um 4.845 íbúðir og er stærsti
hluti þess á höfuð-
borgarsvæðinu.
Við þetta bætist
árleg þörf fyrir
nýjar íbúðir sem
er mikil um þess-
ar mundir, m.a.
vegna mikillar
fólksfjölgunar.
Sigurður Hann-
esson, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka iðnaðar-
ins, segir það munu ráðast af hag-
sveiflunni hvort jafnvægi muni nást í
framboði og eftirspurn árið 2020.
Verði í samræmi við áætlun í ár
Hann segir nýju talninguna hjá SI
leiða í ljós að fleiri íbúðir eru í bygg-
ingu en verið hafa.
„Það er nokkurn veginn í takt við
okkar áætlanir frá síðustu talningu.
Það sem kannski kemur á óvart er
spáin fyrir næstu ár. Okkur sýnist að
það verði fullgerðar færri íbúðir en
við áætluðum áður. Að byggðar verði
álíka margar íbúðir í ár og við áætl-
uðum í febrúar en fleiri íbúðir á næsta
ári en við áætluðum. Það er hins veg-
ar útlit fyrir færri nýjar íbúðir árin
2019 og 2020 en við áætluðum,“ segir
Sigurður og vísar til spár SI í febrúar
sl.
„Samkvæmt talningunni hefur
hægt á fjölgun íbúða sem eru á fyrstu
byggingarstigum.“
774 færri íbúðir en talið var
Spurður hvað skýri að samtökin
hafa endurmetið áætlunina til lækk-
unar segir Sigurður það geta haft
áhrif að framkvæmdir taki lengri
tíma en áður var áætlað.
„Það er að einhverju leyti út af leyf-
ismálum. Við áætlum nú að það verði
774 færri íbúðir fullgerðar á höfuð-
borgarsvæðinu á tímabilinu 2017-
2020 en við áætluðum áður. Ástæðan
fyrir því er m.a. tafir en nú er reiknað
með lengri byggingartíma en í fyrri
spá vegna áherslu á þéttingu byggð-
ar. Þétting byggðar hægir á fram-
kvæmdum. Það er m.a. vegna þess að
hún eykur á flækjustig í framkvæmd.
Það þarf t.d. að sækja um afnot af
borgarlandi þegar steypa á vissa
byggingarhluta sem tekur langan
tíma í afgreiðslu.“
Spurður hvaða afleiðingar það geti
haft á markaðnum að minna verði
byggt en spáð var segir Sigurður það
hljóta að hafa áhrif til hækkunar.
Dregur úr hagvexti
„Það er heilmikil spurn eftir hús-
næði og framboð hefur verið of lítið.
Saman hefur þetta leitt til mikillar
verðhækkunar. Á móti kemur að það
er að draga úr hagvexti og er því spáð
að það haldi áfram. Það þýðir að eftir-
spurn á íbúðamarkaði mun ekki vaxa
jafn hratt og áður. Framboðið er að
aukast en þó minna en við reiknuðum
með áður. Við sjáum því fyrir okkur
betra jafnvægi á þessum markaði,
þ.e. minni verðhækkun en verið hef-
ur. Áfram verður þó framboðsskortur
og verð mun hækka frekar,“ segir
Sigurður. Vegna minna framboðs en
áður var reiknað með muni tímabil
spennu á húsnæðismarkaði verða
eitthvað lengra en áður var talið.
Þ.e.a.s. að lengra sé í að jafnvægi
verði á framboði og eftirspurn.
Sigurður rifjar upp að sveitar-
stjórnarkosningar fari fram í vor.
„Ég gef mér að skipulagsmál verði
eitt af stóru málunum hjá sveitar-
félögunum á höfuðborgarsvæðinu.
Það getur vel verið að áherslur breyt-
ist þannig að sveitarfélög fari að
skipuleggja nýjar lóðir og ný hverfi í
meira mæli en verið hefur,“ segir Sig-
urður Hannesson.
Færri nýjar íbúðir en talið var
Samtök iðnaðarins áætla nú að færri íbúðir verði tilbúnar á næstu árum en þau áætluðu í febrúar
Hægagangur við leyfisveitingar ein skýringin Takmarkað framboð er talið munu þrýsta á verðið
Fullgerðar íbúðir áhöfuðborgarsvæðinu,spáSI
Heimild: Samtök iðnaðarins
Spá í okt. 2017 Spá í feb. 2017
2.500
2000
1.500
1.000
500
0
2016 raun 2017 áætlun 2018 spá 2019 spá 2020 spá
Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt talningu SI
Heimild: Samtök iðnaðarins
Febrúar 2016 September 2016
Febrúar 2017 September 20171.600
1.200
800
400
0
Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes
Fullgerðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
13.813 íbúðir 2001-2008 6.252 íbúðir 2009-2016 8.002 íbúðir
2017-2020
Heimild: Samtök
iðnaðarins
2.500
2000
1.500
1.000
500
0
’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 20
Uppsöfnuð þörf nú:
4.845 íbúðir á
landinu öllu að mati
íbúðalánasjóðs
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmd Uppsteypa á 12 hæða íbúðaturni á Höfðatorgi er langt komin.
Sigurður
Hannesson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Inga Sæland, formaður Flokks fólks-
ins og Guðmundur Ingi Kristsinsson,
þingmaður Flokks fólksins, missa
bæði réttindi sín til örorkubóta nú
þegar þau eru
orðin launþegar
en þau voru bæði
öryrkjar fyrir
kjör sitt til Al-
þingis.
Guðmundur
sem er einnig for-
maður Bótar, að-
gerðahóps um
bætt samfélag,
segir að öll rétt-
indi hverfi.
„Við missum allt það og verðum
launþegar,“ segir Guðmundur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Endurgreiðsla líklega 2018
Hann segir líklegt að þau muni síð-
an bæði upplifa skerðingu á næsta
ári vegna þeirra tekna sem þau fá í
lok árs. „Já, það skerðist og við þurf-
um að endurgreiða og alls konar. Við
eigum eftir að lenda í einhverju
skrýtnu 1. júlí á næsta ári þegar upp-
gjör ársins fer fram. Það munu koma
stórfurðulegir hlutir úr þeim potti og
ég hlakka eiginlega bara til að sjá
hvernig það kemur út,“ segir Guð-
mundur og bætir við að það sé raunin
með margra öryrkja sem ná að afla
sér einhverra tekna meðan þeir
þiggja bætur. „Hinn 1. júlí er kall-
aður skerðingardagurinn, fyrir
flesta. Þetta er bara eins og hlut-
skipti flestra öryrkja sem er auðvitað
alveg skelfilegt, að tekjurnar skuli
hafa svona rosalega mikil áhrif.“
Guðmundur segir að slíkt sé fælandi
fyrir öryrkja að taka að sér vinnu
meðan þeir eru á bótum því slíkt get-
ur valdið skerðingum og endur-
greiðslu.
„Ég veit um marga sem hafa feng-
ið tekjur og þeir tapa bara á þeim.
Sumir hafa fengið 500 þúsund krónur
í tekjur og tapað síðan 100 til 200
þúsund krónum. Tapa kannski húsa-
leigubótum og fleira.“
Spurður um hvort hann viti til þess
að tveir örykjar hafi farið beint inn á
þing eins og hann og Inga segist
hann ekki vita til þess. „Ég var nú að
koma af síðasta kjararáðsfundi hjá
Öryrkjabandalaginu og mér skilst að
það hafi aldrei gerst að einhver fari
beint úr þessum hópi og inn á þing.“
Fá ekki örorku-
bætur á Alþingi
Þingmenn Flokks fólksins glata bótum
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
styrkur - ending - gæði
Eldhúsinnréttingar
hÁgÆÐa dansKar
OpiÐ:
Mán. - fim. kl. 09 til 18
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag