Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 34
Þorleifur Guðmundsson „Ég efast um að pabbi hafi nokkurn tímann neytt slíkra efna fyrr en hann notaði kannabisolíuna,“ segir Málfríður. Ég er enginn glæpamaður Málfríður Þorleifsdóttir er nú fyrir dómi í Danmörku í einu umtalaðasta fíkniefnamáli síðari tíma þar í landi, þar sem hún og fjórir aðrir eru ákærð fyrir brot á fíkniefna- og læknalögum. VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég hef alltaf verið löghlýðin og ég átti aldrei von á að vera í þess- ari aðstöðu. Ég er enginn glæpa- maður.“ Þetta segir Málfríður Þor- leifsdóttir, íslensk kona sem er sakborningur í einu mest umtalaða fíkniefnamáli síðari tíma í Dan- mörku, en það snýst um fram- leiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Réttarhöld yfir Málfríði og fjórum öðrum fara nú fram fyrir héraðsdómi í bænum Holbæk á Sjálandi í Danmörku og verði þau fundin sek gæti margra ára fangelsi beðið þeirra. Forsaga málsins er að faðir Mál- fríðar, Þorleifur Guðmundsson sjó- maður, var greindur með krabba- mein í maga og vélinda í febrúar 2014. Þau lyf, sem honum voru gefin, slógu ekki á þá verki og óþægindi sem veikindunum fylgdu. Hann fór að leita sér upplýsinga um aðra möguleika á netinu og sá þar ýmsar greinar og umfjallanir um að krabbameinssjúklingar hefðu neytt kannabisolíu sem verkjastillandi lyfs með góðum ár- angri. Þorleifur vakti máls á því við Málfríði að hann vildi reyna kannabisolíu til að lina þjáningar sínar. Hann var búsettur á Íslandi en hún í Danmörku þar sem tals- vert auðveldara er að nálgast efnið að hennar sögn. „Pabbi var með krabbamein í maga og hann hélt engu niðri. Um leið og hann borð- aði eitthvað, kom það strax upp aftur. Mér fannst virkilega erfitt að vera beðin um að gera eitthvað ólöglegt, en á sama tíma hikaði ég ekki eina sekúndu þegar hann bað mig um þetta; ég hefði gert hvað sem var til að láta honum líða bet- ur,“ segir Málfríður. Var mikið á móti fíkniefnum Hún segist hafa alist upp við að fíkniefni, eins og kannabis, bæri að varast og því kom þessi beiðni föð- ur hennar henni mikið á óvart. „Pabbi og mamma höfðu alltaf sterkar skoðanir á fíkniefnum og ég efast um að pabbi hafi nokkurn tímann neytt slíkra efna fyrr en hann notaði kannabisolíuna síðustu mánuði ævi sinnar,“ segir Mál- fríður. Eftir að faðir hennar vakti máls á þessu las Málfríður sér til um áhrif kannabisefna á líðan krabba- meinssjúklinga, en segist hafa ver- ið „gjörsamlega græn“ hvað þetta varðaði og lítið velt kannabisefnum fyrir sér fram að því. „Það eru svo margar tilfinningar sem tengjast þessu. Þarna var maður, sem var mér afar kær með banvænan og kvalafullan sjúkdóm og ég var á leiðinni að brjóta lög. Ég leitaði lengi þangað til ég fann góða fram- leiðsluvöru, sendi pabba hana og þetta var það eina sem gat linað þjáningar hans.“ Þorleifur faðir Málfríðar lést síðla árs 2014 og hún segir að neysla olíunnar hafi gert síðustu stundir hans bærilegri. Byrjaði eftir veikindi dóttur Málfríður keypti olíuna af manni að nafni Claus Nielsen, sem hefur viðurnefnið „Moffe“ og er hann nú einnig fyrir rétti í Danmörku í sama dómsmáli og hún. Hún segir að Claus hafi byrjað að vinna olíu úr kannabisplöntunni þegar dóttir hans veiktist af krabbameini en ol- ían var það eina sem sló á verki hennar. Í byrjun keypti fjöl- skyldan olíuna í Kristjaníu en þar var hún svo dýr að þau höfðu ekki ráð á því og Claus fór sjálfur að útbúa kannabisolíu fyrir dóttur sína. Í kjölfarið fór hann að selja öðrum sjúklingum olíuna og þann- ig hófust kynni þeirra Málfríðar. Þau ákváðu að hefja samstarf um framleiðslu kannabissúkkul- aðis, sem Málfríður útbjó í eldhús- inu heima hjá sér, og seldu það á facebooksíðunni „Moffes“ og á samnefndri vefsíðu. „Við pössuðum upp á að selja eingöngu sjúkling- um, við vitum ekki til þess að við höfum selt olíuna til fólks sem vildi komast í vímu enda er miklu ódýr- ara að reykja kannabis ef tilgang- urinn er að komast í vímu,“ segir Málfríður. Ólöglegt, en ekki rangt Heimaframleiðsla og sala kanna- bisolíu er ólögleg í Danmörku, rétt eins og hér á landi. Lögregla stöðvaði starfsemina í september 2016, Málfríður og Claus voru handtekin og ákærð ásamt þremur öðrum fyrir stórfellt brot á fíkni- efnalöggjöf Danmerkur, en við- urlög við þeim brotum sem þau eru ákærð fyrir gætu varðað allt að tíu ára fangelsi. Réttarhöld standa núna yfir, þau hófust 23. október, þeim lýkur 6. nóvember og búist er við því að dómur falli í málinu 21. nóvember. Málið sjálft og réttarhöldin hafa verið mikið til umfjöllunar í dönsk- um fjölmiðlum og vakið ýmsar spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Sakborning- unum hefur borist stuðningur víða að, m.a. frá stjórnmálamönnum og ýmsum samtökum, enda er litið á málið sem nokkurs konar prófmál og stuðningsmenn þeirra Claus, Málfríðar og félaga þeirra hafa mætt fyrir framan dómhúsið og lýst yfir stuðningi sínum við þau. „Það er skelfilegt að eitthvað, sem hefur hjálpað öðru fólki svona mik- ið, skuli vera ólöglegt,“ hefur Danska ríkissjónvarpið, DR, eftir einum stuðningsmanninum. DR gerði heimildamynd um Claus „Moffe “Nielsen og kanna- bisframleiðslu hans undir heitinu „Kannabismaðurinn frá Holbæk“. Þar segir hann m.a. að hann selji eingöngu krabbameinssjúklingum og öðrum sem líða kvalir sjúkdóma sinna vegna. „Ég veit að það sem við erum að gera er ólöglegt. En það er ekki rangt,“ segir Nielsen í myndinni. Við réttarhöldin hafa margir kaupendur kannabissúkkulaðisins borið vitni, þeirra á meðal for- eldrar barna með krabbamein og hvítblæði og athygli vakti í síðustu viku þegar í vitnastúku steig Per- nille Vermund, sem er formaður danska Borgaraflokksins, en hún keypti kannabisolíu af Claus handa fársjúkri móður sinni. Spurð hvers vegna þau hafi „Ég hefði gert hvað sem  Málfríður er sakborningur í einu mest umtalaða fíkniefnamáli Danmerkur  Útvegaði krabba- meinssjúkum föður sínum kannabisolíu til að lina þjáningar hans  Fór að selja kannabissúkkulaði Ljósmynd/Skjáskot af dr.dk „Moffe“ Hann hefur verið kallaður kannabismaðurinn frá Holbæk. Kannabis er leyft í lækninga- skyni víða um heim, m.a. í Frakklandi og í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Hér á landi geta læknar ávísað á lyf sem inni- halda kannabis að því gefnu að lyfið hafi verið heimilað af Lyfjastofnun, þ.e. fengið mark- aðsleyfi eða verið heimilað með sérstakri undanþágu sem er bundin einstökum lækni og ein- stökum sjúklingi. Í svari Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, þáverandi heilbrigðis- ráðherra, við fyrirspurn á þingi fyrir tveimur árum kom fram að nú þegar væru til lyf með mark- aðsleyfi hér á landi sem inni- halda kannabis og væru þau m.a. notuð til að draga úr ein- kennum vegna fylgikvilla heila- og mænusiggs. Kannabislyf eru leyfð hér á landi LÖGLEGT VÍÐA UM HEIM 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.