Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.11.2017, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það er um áratugur síðan Eric Nel- son flutti til Seattle. Ástæðan fyrir flutningunum þangað var sú að hann hafði þá nýlega verið ráðinn nýr safnstjóri yfir Norræna safninu (Nordic Heritage Museum) þar í borginni. Þá hafði safnið verið starfrækt í tæpa þrjá áratugi og fyrir dyrum stóðu miklar breytingar á högum þess. Eric var maðurinn sem stjórn safnsins taldi best til þess fallinn að leiða þá vinnu áfram og nú tíu árum síðar sér fyrir endann á stóra mark- miðinu því í maí á næsta ári flytur safnið úr upprunalegu húsnæði sínu í glæsilegt stórhýsi sem reist hefur verið utan um það á besta stað. Nú í haust settust blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins niður með Eric í því skyni að fræðast um safnið og það sem fyrir dyrum stendur á vettvangi þess. En hvert má rekja upphaf þessa safns og þess mikla starfs sem þar hefur verið unnið á síðustu áratugum? „Það höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir allt frá 1908 til að opna skandinavískt safn hér á svæðinu. Hér eru landnemabyggðir fólks frá Norðurlöndum. Hingað fluttust Ís- lendingar og Norðmenn til að vinna í sjávarútvegi og skipasmíðum og Finnar og Svíar einkum vegna timb- urframleiðslu svo að hér myndaðist stórt samfélag fólks frá þessum löndum og það á m.a. við um íslenska samfélagið hér. Nokkrar tilraunir gerðar til að koma safni á laggirnar 1906 stofnaði Washington-háskóli norræna deild sem helguð er tungu- málum Norðurlanda. Í tengslum við það var ákveðið að ráðast í stofnun safns um sömu málefni en það varð ekki að veruleika. Önnur tilraun var gerð á fjórða áratugnum. Svo var það árið 1962 sem stór sýning var haldin og fólk með tengsl við Skand- inavíu stóð fyrir hátíðum og öðru slíku. Þá var mikill áhugi fyrir því að byggja upp menningarmiðstöð og safn. Það var svo undir lok 8. áratug- arins sem félag var stofnað um fyr- irætlanir af þessum toga. 1979 fengu forsvarsmenn félagsins augastað á þessari skólabyggingu sem hýsir safnið í dag. Henni var jafnt og þétt breytt í safn og menningartorg þar sem fólk hefur getað komið saman og sú starfsemi hefur verið hér óslit- ið frá vori 1980.“ Starfseminni óx jafnt og þétt fiskur um hrygg Eric segir að í upphafi hafi starf- semin ekki verið stór í sniðum en að henni hafi jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg og það hafi m.a. skipt sköpum að til safnsins hafi ráðist sænskur bókasafnsfræðingur sem fylgdi því á uppvaxtarárum þess. „Lengi vel stefndu forsvarsmenn safnsins að því að kaupa þá bygg- ingu sem starfsemin hefur haldist í frá upphafi en sökum mikils upp- gangs hér í Ballard-hverfinu í Seattle voru skólayfirvöld á svæðinu aldrei reiðubúin til að selja húsið. Það olli því að leita varð annarra leiða til að koma skikki á framtíðar- staðsetningu safnsins.“ Af mikilli forsjálni hófst safn- stjórnin handa við að kaupa bygg- ingarland undir safnið árið 2003. Þegar stofnuninni óx ásmegin var svo tekið til við að undirbúa bygg- ingu á landinu sem keypt hafði verið og samhliða því sem Eric var ráðinn til verksins voru arkitektar fengnir til að teikna húsið. Var það árið 2009. „Það var svo árið 2009 sem við kölluðum arkitekt til samráðs við okkur og ákveðið var að hefja und- irbúning að byggingu safns við Mar- ket Street sem er ekki mjög fjarri núverandi staðsetningu safnsins. Nýja staðsetningin er þó nær iðandi mannlífi og þá er hún einnig við höfnina og ströndina sem gefur góða tengingu við þá menningu sem teng- ir svo sterkt við upprunaslóðirnar.“ Tengingar yfir hafið Hann segir að allt frá upphafi hafi meginstefið verið að safnbyggingin hefði skýra og beina skírskotun til Norðurlandanna og að af þeim sök- um hafi finnskur arkitekt verið feng- inn til samstarfs við arkitektastofu í Seattle um hönnun hússins. „Húsið dregur einkenni sín af Skandinavíu og Íslandi. Þar bregður fyrir stórum vegg sem menn geta tengt beint við jökulbreiðurnar og þá skiptist húsið í tvo hluta sem tengdir eru saman með miklu mið- rými en það fer ekki framhjá fólki að það tengir við hina djúpu dali sem svo einkennandi eru fyrir vest- urströnd Noregs og raunar lands- lagið á Íslandi og víða í Finnlandi einnig.“ Framkvæmdir hófust svo við safnið í fyrra en þá hafði gríðarleg vinna verið lögð í undirbúning þess og m.a. hafði hið heimsþekkta sýn- ingahönnunarfyrirtæki Ralph Ap- pelbaum Associates verið kallað til ráðgjafar við verkefnið. „Aðdragandinn að opnun safnsins hefur sannarlega verið langur en núna er það lokafrágangurinn sem er eftir. Við stefnum að því að fá lyklana að safnbyggingunni í desem- ber og þá mun okkur gefast nægi- legur tími til að koma upp sýning- unum og opna húsið almenningi í byrjun maí á næsta ári.“ Heildarkostnaður við bygginguna er ekkert smáræði eða um 48 millj- ónir dollara en það jafngildir um 5 milljörðum króna. Er þá tekið tillit til fjárfestingar í byggingarlandi og uppsetningu grunnsýningarinnar sem prýða mun húsnæðið nýja. En hvernig hefur þetta risavaxna verk- efni verið fjármagnað? AP-Møller sjóðurinn lagði safn- inu til mikið fjármagn „Safnið er í raun reist fyrir söfn- unarfé. Nokkuð af fjármagninu hef- ur komið frá Skandinavíu og Íslandi. Þar munar ekki síst um 5 milljón dollara (500 milljónir íslenskra króna) framlag úr AP-Møller sjóðn- um danska. Þá hafa sjóðir í Noregi einnig lagt mikið til og þá er einnig mikið um einstaklinga sem lagt hafa verkefninu lið. Það á meðal annars við um fólk frá Norðurlöndum sem á síðustu árum hefur flust til Norður- Norræna safnið í Seattle tekur stökk inn í framtíðina  Framkvæmdum við nýtt safnhús að ljúka  Uppbyggingin kostar um 5 milljarða íslenskra króna Morgunblaðið/RAX Áratugur 10 ár eru frá því að Eric Nelson tók við Norræna safninu í Seattle. Á þeim tíma hefur hann safnað nærri 5 milljörðum til byggingar nýs safns. Gamli tíminn Nú er verið að taka niður gömlu sýninguna en hún hefur staðið lítið breytt síðustu áratugina. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, æli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.