Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 37
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017
Ameríku. Einnig hefur borist stuðn-
ingur frá San Fransisco og yfir-
völdum hér á svæðinu.“
Eric segir að lítið fjármagn hafi
komið frá opinberum aðilum en
stuðningur frá ríkisstjórnum land-
anna hafi verið af öðrum toga.
„Það er eðlilegt að þetta hafi
þróast með þessum hætti því menn-
ingarmálaráðuneyti hvers lands
leggur áherslu á að leggja fjármuni í
verkefni heima fyrir. Þá er einnig
rétt að nefna að við höfum fengið
nokkurn stuðning frá Norræna ráð-
herraráðinu. Þá kemst ég ekki hjá
því að nefna framlag allra sendiráða
norrænu ríkjanna hér í Bandaríkj-
unum. Starfsmenn þeirra hafa að-
stoðað okkur gríðarlega í undirbún-
ingnum að opnun nýja safnsins og
einnig tryggt að við það tilefni verða
hér fulltrúar konungsfjölskyldna og
aðrir þjóðhöfðingjar.“
Breyttar áherslur í nýju safni
Eric bendir á að safnið hafi verið
stofnað sem grasrótarhreyfing. Það
hafi verið einstaklingar frá Íslandi,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan-
mörku sem komu saman og mynd-
uðu tengsl á árlegri hátíð sem haldin
var í hópi þeirra. Þeir hafi ekki haft
mikil fjárráð en á grundvelli sjálf-
boðavinnu komst safnið á legg.
„Jafnt og þétt var safnið byggt
upp og stendur í raun á þremur
grunnstoðum. Á jarðhæðinni er sýn-
ing sem á uppruna sinn á þjóðar-
sögusafninu í Danmörku en sú sýn-
ing fjallar um fólkið sem hingað
fluttist. Þessi sýning hefur verið lög-
uð að því að varpa sem skýrustu ljósi
á fólksflutningana sem leiddu fólk
hingað á þessar slóðir. Á annarri
hæðinni hefur verið fjallað um þau
viðfangsefni sem fólk hefur tekið sér
fyrir hendur á vettvangi atvinnulífs-
ins og það eru þættir sem ég nefndi
hér áður, m.a. sjávarútvegur, skipa-
smíðar, skógrækt og timburfram-
leiðsla. Á þeirri hæð höfum við einn-
ig haldið úti rými fyrir tímabundnar
sýningar af ýmsu tagi sem varpað
hafa ljósi á menningu Norðurlanda.
Á efstu hæðinni hefur svo hverri og
einni þjóð verið helgað sýningarrými
helgað þeirri spurningu hvernig það
var á sínum tíma að vera Íslend-
ingur, Norðmaður, Dani, Svíi eða
Finni og að koma hingað og setjast
hér að.“
Horfa lengra aftur
Eric segir að aðstandendur safns-
ins varðveiti góðar minningar frá
þeim dögum þegar leitað var hóf-
anna eftir safngripum fyrir sýning-
arstarfið. Þær sögur teygi sig m.a.
til Íslands þar sem maður hafi geng-
ið undir manns hönd í þeirri viðleitni
að útvega muni á safnið.
„Það á m.a. við um uppstoppaðan
ref sem hér er til sýnis. Gripirnir
tengjast flestir lífi fólksins eins og
það var þegar það reif sig upp og
fluttist hingað. Við hyggjumst hins
vegar nálgast viðfangsefni okkar
með öðrum hætti á nýja safninu. Þar
kjósum við að horfa lengra aftur og
við rekjum söguna alveg aftur til
járnaldar og jafnvel steinaldar. En
eldri gripir úr safninu munu þó að
sjálfsögðu skipa mikilvægan sess í
safninu aftur.“
Hann segir að safnið hafi efnt til
samstarfs við þjóðminjasöfnin í
hverju landi og að samkomulag sé
komið á við söfnin um lán á merkum
gripum sem verða til sýni í nýja
safnhúsinu.
„Þannig höfum við m.a. notið mjög
góðs stuðnings af samstarfi við Þjóð-
minjasafn Íslands og Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður hefur
reynst okkur mikilvægur banda-
maður.“
Gamli tíminn enn sýnilegur
Það fer ekki framhjá þeim sem
sækja gamla safnið í Ballard heim að
þar er byggt á gömlum grunni.
Minna sýningarrýmin, sem nú er
verið að taka niður hvert á fætur
öðru í aðdraganda opnunar nýja
safnsins, helst á Þjóðminjasafnið hér
heima á áttunda og níunda áratug
síðustu aldar. Eric segir að stjórn
safnsins hafi fyrir löngu gert sér
grein fyrir að tími væri kominn á að
breyta sýningum safnsins.
„Það má kannski miða við að
grunnsýning í safni sem þessu
standi að mestu óbreytt í 10 ár og
myndi þannig ákveðinn grunn að
safninu. Hins vegar hefur þessi sýn-
ing í gamla húsinu staðið í um þrjá
áratugi. Það sést ágætlega á henni
og hún er barn síns tíma. Það skýrir
kannski helst hversu lengi við höf-
um dregið að gera á henni breyt-
ingar að um langt skeið höfum við
róið að því öllum árum að koma upp
nýja safninu og öll orkan og fjár-
munir safnsins hafa farið í þann far-
veg.“
Miklu stærri tækifæri
framundan í nýju safnhúsi
Hann bendir á að þó að grunnsýn-
ingin hafi haldist að mestu óbreytt
síðustu áratugi þá hefur safnið stað-
ið fyrir tímabundnum sýningum.
„það hefur reynst vel. Hins vegar
hefur húsnæðið ekki boðið upp á
mjög umfangsmiklar og flóknar
sýningar og það hefur staðið okkur
fyrir þrifum. Í nýja safninu verður
okkur gert kleift að draga til okkar
heimsklassasýningar frá stóru þjóð-
arsöfnunum og það er mikið til-
hlökkunarefni. Það má t.d. nefna að
við höfum rætt við Uppsalasafn um
víkingasýningu sem þar hefur verið
sett upp af miklum myndarskap og
einnig Þjóðminjasafnið í Helsinki
um stóra Alvar Aalto-sýningu. Það
er því margt spennandi í farvatninu
hjá okkur.“ Það er ekki síst vegna
nútíma tæknibúnaðar sem bæði
tryggir öryggi safngripa, rétt hita-
stig og lýsingu sem opnast fyrir nýja
möguleika safnsins til að laða að sér
gesti á grundvelli glæsilegra sýn-
inga.
Ákváðu að höfða til
samfélagsins í heild
Eric segir áhugavert hversu
margir í Bandaríkjunum tengi við
hina norrænu arfleifð.
„Það er talið að um 12% íbúanna
eða um 800.000 manns sem geri það
hér um slóðir þannig að hlutfallið er
mjög hátt. Forfeður þessa fólks
höfðu mikil áhrif á framgang þessa
samfélags og hvernig það hefur
þróast, m.a. í pólitískum skilningi og
þetta eru áhrif sem ekki eru jafn
áberandi á öðrum stöðum í Banda-
ríkjunum. Nefni ég þar m.a. ákveðna
sýn á samfélagið, umhverfismál og
annað í þeim dúr.“
Hann bendir þó á að fyrir átta ár-
um hafi forsvarsmenn safnsins tekið
þá stefnumarkandi ákvörðun að
hætta að beina boðskapnum sem
heldur á lofti þessum rótum, fyrst og
fremst að því fólki sem tengir við
hann á grundvelli ættartengsla.
„Þess í stað höfum við búið boðskap-
inn þannig úr garði að hann höfði til
alls þorra almennings og það eykur
á þekkingu og skilning á þeim áhrif-
um sem norræna fólkið sem hér
settist að hefur haft á samfélagið.
Við viljum ekki að Norræna safnið
sé aðeins klúbbur fyrir það fólk sem
á tengingar til þessara landa. Skír-
skotunin verður í okkar huga að
vera víðtækari og tengja bæði við
löngu horfna tíma og það sem er að
gerast á Norðurlöndum í dag.“
Ekkert viðlíka safn í
allri Norður-Ameríku
Að lokum spyr blamaður Eric
hvort fleiri söfn í Bandaríkjunum
hafi fetað sömu slóð og Norræna
safnið í Seattle.
„Ég held að ég geti fullyrt að það
sé ekkert safn í Norður-Ameríku
sem hefur jafn augljósa skírskotun
til Norðurlanda og Norræna safnið í
Seattle. Það er Norrænt hús í New
York en það tekur ekki með sama
hætti á sögulegum bakgrunni og
þeim rótum sem mannlífið hér bygg-
ist á. Þá eru einnig ýmis söfn í Mið-
vesturríkjunum sem í einhverri
mynd varpa ljósi á fólksflutningana
frá einstaka löndum en þessi heild-
stæða saga er hvergi sögð með sama
hætti og hér.“
Nýja safnbyggingin Hún er stór í sniðum, um 5.200 fermetrar. Miðrýmið minnir á djúpa firði á vesturströnd Noregs.
Eric segir að safnið hafi fyrst og
fremst tekist á við að varpa ljósi á
söguna að baki fólksflutningunum
til Norður-Ameríku.
„Af hverju flutti það frá heima-
landinu? Hvernig fann það leiðina
hingað? Hvernig reiddi því af?
Hvaða tækni og þekkingu flutti
það með sér og hvaða áhrif hefur
það haft á framþróun svæðisins
og Norður-Ameríku í heild sinni?
Þetta eru spurningarnar sem við
höfum leitað svara við og reynt að
miðla áfram.“
Hann segir að með nýja safn-
húsinu sé stefnt að því að stíga
skrefinu lengra og víkka sjóndeild-
arhringinn sem safnið býður upp
á. Af þeim sökum kölluðu forsvars-
menn þess á fyrirtækið Ralph
Applebaum Associates til sam-
starfs um hönnun hinnar nýju sýn-
ingar. Fyrirtækið nýtur viðurkenn-
ingar um allan heim á þessu sviði.
„RAA hefur m.a. hannað Hel-
fararsafnið í New York, þeir hafa
nýlega hannað Smithsonian safnið
sem helgað er sögu og menningu
þeldökkra Bandaríkjamanna, ýmis
safnaverkefni á Norðurlöndunum
og okkur þótti áhugavert að fá fyr-
irtækið til að stilla upp sýningu
sem varpaði ljósi á menningarleg
sérkenni þess norræna fólks sem
hingað fluttist og dreifst hefur um
Norður-Ameríku,“ segir Eric.
Meðal annarra stórverkefna
sem RAA hefur komið að er hönn-
un forsetabókasafns Bill Clintons,
Bílahöll Volkswagen í Wolfsburg í
Þýskalandi og Norðurslóðasafnið í
Anchorage í Alaska.
Fengu heimsþekkta hönnuði
að hönnun sýningarinnar
NÝJUSTU AÐFERÐUM BEITT VIÐ MIÐLUN ÞEKKINGAR
Tölvuteikning/Nordic Heritage Museum
LISTHÚSINU
Lúsíurnar komnar aftur í Kaiu
Listhúsinu við Engjateig,
105 Reykjavík, sími 551 2050
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15