Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 47

Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Smári Geirsson, rithöfundur í Nes- kaupstað, er höfundur afmælisritsins um Síldarvinnsluna í 60 ár, sem er alls um 300 blaðsíður og með um 350 myndum. Í upphafskafla bókarinnar er fjallað um að- dragandann að stofnun Síldar- vinnslunnar og fara hér á eftir stiklur úr fyrsta kaflanum. „Á sjötta ára- tug tuttugustu aldarinnar jukust síldveiðar úti fyrir Austfjörðum og spáðu fiskifræðingar því að veiðar á norsk-íslenskri síld myndu halda áfram að aukast á næstu árum. Norðfirðingar, eins og aðrir Aust- firðingar, höfðu mikinn áhuga á að hagnýta silfur hafsins í ríkari mæli en gert hafði verið en aðstaða til síldarmóttöku í Neskaupstað var ekki burðug. Eina fiskimjölsverksmiðjan í byggðarlaginu var verksmiðja Sam- vinnufélags útgerðarmanna (Sún). Afkastaði hún 220 málum (30 tonn- um) á sólarhring og hafði þróarrými fyrir 50-60 tonn. Á árunum 1952 og 1953 var tveimur síldarsöltunar- stöðvum komið á fót í Neskaupstað en það háði mjög starfsemi þeirra hve verksmiðjan á staðnum afkastaði litlu og hafði lítið þróarrými. Þörf á stærri verksmiðju Öllum var ljóst að ef efla átti síldariðnaðinn í Neskaupstað yrði að stækka þá verksmiðju sem fyrir var eða byggja nýja og afkastamikla verksmiðju. Árið 1956 kom til tals að stækka fiskimjölsverksmiðju Sún en árið eftir hafði félagið frumkvæði að því að athuga möguleikann á því að byggja nýja síldarverksmiðju. Fyrir hönd Sún unnu þeir Lúðvík Jósepsson stjórnarformaður og Jó- hannes Stefánsson framkvæmda- stjóri mest að verksmiðjumálinu. At- hugun Sún leiddi í ljós að Norðfirð- ingum gafst kostur á að fá 14-15 ára gamlar vélar frá Ingólfsfirði, flytja þær austur og reisa 2.500 mála (340 tonna) verksmiðju. Talið var að slík verksmiðja myndi kosta 10 milljónir króna en í fyrstu þótti það í of mikið ráðist og því var horfið frá þessari ráðagerð … Hinn 21. ágúst árið 1957 var boðað til stofnfundar hlutafélags sem ætlað var að reisa og reka síldarverksmiðju í Neskaupstað. Vakin var athygli á því að allir gætu eignast hlut í félag- inu og voru íbúar hvattir til að mæta á fundinn. Af félagsstofnuninni varð þó ekki á þessum fundi þar sem í ljós kom að ýmsir síldarútvegsmenn höfðu önnur sjónarmið en fundar- boðendur hvað félagið varðaði. Vildu útgerðarmennirnir stofna lokað félag eigenda 12 síldarbáta sem þá voru gerðir út frá Neskaupstað auk fjög- urra annarra aðila. Töldu eigendur bátanna mikilvægt að þeir hefðu fulla stjórn á félaginu og ættu í því öruggan meirihluta. Fyrirtækið formlega stofnað Næstu mánuði var töluvert þingað og reynt að sætta hin ólíku sjónar- mið. Hægt og bítandi gáfu útgerðar- mennirnir eftir og féllust loks á að taka þátt í stofnun opins hlutafélags um síldarverksmiðju. Þegar sættir höfðu náðst var ákveðið að boða til nýs stofnfundar hlutafélagsins og skyldi hann haldinn 11. desember sama ár. Stjórn Sún boðaði í annað sinn til stofnfundar hlutafélags um bygg- ingu og rekstur síldarverksmiðju hinn 11. desember 1957 en félagið átti allt frumkvæði að því að fund- urinn var haldinn og annaðist undir- búning hans. Alls sátu 43 menn stofnfundinn og var þar samþykkt að stofna umrætt félag. Ákveðið var að félagið skyldi bera nafnið Síldar- vinnslan og var sú nafngift í góðu samræmi við það hlutverk sem því var ætlað að gegna … Stórt skref fyrir Norðfirðinga Aðalhluthafinn í Síldarvinnslunni í upphafi var Sún með 300.000 kr. eignarhluta eða 60% hlutafjárins. Bæjarsjóður Neskaupstaðar lagði fram 50.000 kr. og Dráttarbrautin hf. 40.000 kr. Afgangurinn, 65.000 kr., skiptist á 32 hluthafa sem hver um sig átti 1.000 – 5.000 kr. hluti. Söfnun hlutafjárins hafði valdið nokkrum vonbrigðum því áformað hafði verið að safna einni milljón króna en undirtektir margra við hlutafjársöfnuninni höfðu verið dræmar … Stofnun Síldarvinnslunnar hf. var stórt skref í þá átt að gera Norðfirð- ingum kleift að hagnýta síldina sem unnt var orðið að sækja á nálæg mið í ríkum mæli. Var talið að nýting síld- arinnar gæti skipt sköpum fyrir byggðarlagið og eflt það á allan hátt. Viku eftir stofnfund Síldarvinnsl- unnar hf. ákvað stjórn félagsins að síldarverksmiðjan, sem áformað var að byggja, skyldi geta brætt allt að 2.400 málum á sólarhring. Þegar var hafist handa við undirbúning fram- kvæmda og útvegun lánsloforða og ríkisábyrgðar. Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík var falið að gera teikning- ar að verksmiðjunni og í marsmánuði 1958 lágu teikningarnar fyrir. Þá hafði verksmiðjunni verið valinn staður í fjörunni innan við fisk- vinnslustöð Sún og skyldu stein- steyptar hráefnisþrær byggðar aust- an verksmiðjuhússins. Samið var við Vélsmiðjuna Héðin um að reisa verksmiðjuna og koma fyrir öllum vélbúnaði en verksmiðju- vélarnar voru keyptar frá síldar- verksmiðjunni á Dagverðareyri í Eyjafirði. Síðan var samið við bygg- ingarfélagið Snæfell hf. á Eskifirði um byggingu hráefnisþrónna … Tímamót í atvinnusögunni Í byrjun aprílmánaðar hófust framkvæmdir við byggingu verk- smiðjunnar og gengu þær vel. Vélar og tæki frá Dagverðareyri voru flutt austur auk mikils gufuketils sem síldveiðiskipið Helgi Helgason VE dró frá Hafnarfirði til Neskaup- staðar. Gufuketillinn var keyptur úr togaranum Venusi sem lá í Hafnar- fjarðarhöfn. Flatarmál verksmiðjuhússins var 955 fermetrar og hráefnisþrónna 800 fermetrar. Ákveðið var að byggja einungis helminginn af hráefnis- þrónum í fyrstu og rúmaði þessi helmingur 10.000 mál eða 1.360 tonn. Að morgni hins 17. júlí 1958 hófst móttaka síldar í hina nýju verk- smiðju. Það var Gullfaxi NK sem kom með fullfermi til löndunar. Dag- urinn þótti marka tímamót í atvinnu- sögu Neskaupstaðar og átti síldar- verksmiðjan eftir að leggja grunn að öflugu fyrirtæki,“ segir m.a. í bók Smára Geirssonar. Aflinn var metinn í tunnum og málum en ekki tonnum Ljósmynd/Guðmundur Sveinsson Útgerð Síldarvinnslan hóf útgerð 1965 og var Barði NK fyrsta skipið. Smári Geirsson  Veglegt rit um Síldarvinnsluna í 60 ár Ekkert tilboð barst um leiguskip í togararall Hafrannsóknastofnunar, en Ríkiskaup óskuðu nýverið eftir tilboðum í verkefnið. Á næstunni verður farið yfir stöðuna, en nokk- ur tími er til stefnu þar sem togararallið hefst ekki fyrr en í lok febrúar eða eftir tæpa fjóra mánuði. Auk skipa Hafrannsóknastofn- unar, Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar, tekur Ljósafellið frá Fáskrúðsfirði þátt í rallinu samkvæmt samningi sem gildir fram yfir rallið vorið 2019. Skipið er einn Japanstogaranna svokölluðu sem komu til landsins upp úr 1970 og hafa tekið þátt í rallinu í fjölda ára, en þeir eru fáir eftir í rekstri. Ljósafellið tók þátt í haustralli Hafrannsóknastofnunar og lauk þætti þess í verkefninu á mánu- dag, en það hófst 4. október. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lýkur sínum hluta haustrallsins um eða eftir næstu helgi. aij@mbl.is Ekkert tilboð barst um skip í togararall Frá og með 1. nóvember falla úr gildi tímabundin ákvæði um bann við veiðum með dragnót á nokkrum svæðum á Vestfjörðum, Ströndum, fyrir Norðvesturlandi og út af Austfjörðum. Umrædd ákvæði voru sett á árunum 2010 til 2013 og er gerð nákvæm grein fyrir þeim á heimasíðu Fiskistofu. Sjávarútvegsráðuneytið sendi í haust bréf til hagsmunahópa í sjáv- arútvegi með fyrirspurn um af- stöðu til veiða í dragnót á tilteknum svæðum, en starfshópur á vegum ráðuneytisins hefur m.a. fjallað um þessar veiðar. Í minnisblaði starfs- hópsins var vísað til þess að Haf- rannsóknastofnun hafi ítrekað á undanförnum árum og áratugum bent á að fyrirliggjandi athuganir og rannsóknir sýni að áhrif drag- nótaveiða á botn og lífríki séu til- tölulega lítil. aij@mbl.is Bann við dragnót fellt úr gildi á nokkrum svæðum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, hefur leiðrétt fyrri ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri síld á næsta ári. Nú er ráðlagt að ekki verði veitt meira en sem nemur rúmlega 384 þúsund tonnum í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja. Fyrir mánuði síðan var lagt til að aflinn 2018 yrði ekki meiri en 546 þúsund tonn. Um mikinn samdrátt er því að ræða, en ráðgjöf fyrir bæði 2017 og 2018 hefur nú verið endurskoðuð. Ráðgjöf fyrir árið 2017 var 646 þús- und tonn, en hefur nú verið lækkuð í rúm 437 þúsund tonn. ICES gerir hins vegar ráð fyrir því að aflinn í ár verði rúmlega 805 þúsund tonn. Í október 2017 uppgötvaðist villa í gögnum frá bergmálsleiðangri á hrygningarslóð við Noreg fyrir árin 1988-2008. Þessi villa olli því að stærð stofnsins var verulega ofmetin í úttektinni í fyrra og einnig þeirri sem kynnt var núna í september. Á heimasíðu Hafrannsóknastofn- unar segir meðal annars: „Leiðrétta stofnmatið sýnir stærð hrygningar- stofns árið 2017 vera 14% lægri og fiskveiðidauði ársins 2016 er 15% hærri heldur en stofnmatið sem kynnt var í september sl. Samþykkt aflaregla gefur 32% lægra ráðlagt aflamark fyrir árið 2017 og 30% lægra ráðlagt aflamark fyrir árið 2018 en fyrri útgefnar ráðgjafir.“ Veiðar umfram ráðgjöf ICES 10–21% á ári Á vef Hafró segir einnig: „Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum um skiptingu afla- hlutdeildar og hver þjóð hefur því sett sér aflamark. Afleiðingarnar eru að frá árinu 2013 hafa veiðar umfram ráðgjöf ICES numið 10–21% á ári. Samhliða hefur stofninn farið minnkandi vegna lélegrar nýliðunar allt frá árinu 2005. Villan í stofnmatinu sem uppgötv- aðist nú í október hefur verið til stað- ar frá því að rýnifundur um stofnmat átti sér stað í janúar 2016. Þessi villa hafði því einnig áhrif á ráðgjöf síð- asta árs og er hún því leiðrétt hér. Lækkun á ráðgjöf fyrir 2017 og 2018, í samanburði við fyrri (röngu) ráðgjafir, má rekja til lækkunar á mati á stærð hrygningarstofns. Af- leiðingin er sú að stofninn fer enn lengra niður fyrir aðgerðarmörk sem lækkar veiðdánartölur frekar í samræmi við samþykkta aflareglu.“ Aukinn samdráttur í síldarráðgjöf ICES  Villa í gögnum  Síldarstofninn ofmetinn FYRIR SJÁVARÚTVEGINN R R Marás ehf. - Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.