Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 56

Morgunblaðið - 01.11.2017, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 móti eikinni á stóra veggskápnum til hliðar.“ Undir ofninum er er hitaskúffa sem kemur sér vel þegar verið er að elda fyrir stóra fjölskyldu. „Þá er hægt að halda heitum mat sem þegar er til meðan annað er í ofn- inum. Einnig er hægt að hita diska þar. Hún hitnar ekki meira en 75 gráður. Kemur sér vel þar sem það er vinsælt hjá dóttur minni að setja alls konar dót þarna ofan í og kveikja síðan á,“ segir Guðrún en eldhúsið er nota- legur í verustaður sem fjölskyldan notar mikið. Fallegu svörtu vasarnir á borð- inu eru úr verslunni Seimei sem Guðrún er annar eigandinn að. „Seimei er að verða tveggja ára núna í janúar, við byrjuðum fyrst sem netverslun en höfum nú opn- að verslun í Síðumúla 13. Það hef- ur verið ótrúlega gaman að sjá netverslunina stækka og dafna en það var kominn tími til að opna verslun vegna þess að okkur lang- aði að hafa meira af húsgögnum og það er erfitt eingöngu með net- verslun,“ segir Guðrún en stólarn- ir fallegu við borðstofuborðið eru einmitt úr versluninni. Aðspurð hvaða straumar og stefnur séu vinsælust í versl- uninni sem stendur segir Guðrún að marmarinn eigi enn nokkuð inni og þá helst í bland við hlý- lega liti og notagildið er sett á oddinn. „Við reynum að fylgjast með straumum og stefnum dags- ins í dag. En það vill svo til að nú er mjög hlýlegur stíll í tísku og húsgögn bólstruð og í litum. Mkið um stungin húsgögn með tölum og hnöppum. Litir hlýlegir, mikið bleikt hefur verið í gangi en einn- ig fallega blár litur og grænn. Metallitir á borðum og marmari. Einnig sérstakir hlutir sem ekki eru til mörg eintök af. Það er bara úti að vera eins og allir aðr- ir, loksins. Fólk getur hjá okkur valið úr ótal sófum en einnig sér- sniðið sófann að sínu heimili með úrvali af áklæðum og litum. Við erum líka með úrval af teppum sem setja alltaf punktinn yfir i-ið og smávöru sem öll fellur undir sama funktionalisma og eldhúsið mitt. Ef þú hefur ekki not fyrir það, þá hefur það ekkert að gera inn á heimili þitt,“ segir Guðrún og deilir með okkur að lokum ljúf- fengri tertu sem hún fékk frá matarbloggsíðunni Hanna.is sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Þar eru líka yndisleg brauð og ég veit að Hanna sem heldur úti síðunni gerir sjálf leirpottana sem hún bakar brauðin í. Þeir eru hrein undur og eru efst á óskalist- anum hjá mér fyrir eitthvað í eld- húsið hjá mér. Hef bara ekki hug- mynd um hvort hún selur þá eða ekki.“ Veglegur vínrekki Takið eftir innbyggðuum vínrekkanum sem nýtir rýmið til hins ýtrasta. Svart og hvítt Svörtu vas- arnir eru frá Seimei og gera alla blómvendi veglegri. Botn 2 pakkar dökkt Oreo-kex (taka kremið af og geyma) 80 g smjör – brætt Fylling 400 g rjómaostur (Philadelphia) – við stofuhita 2 dl sýrður rjómi – við stofuhita 4 egg – við stofuhita ½ tsk. salt 2 tsk. vanillusykur Kremið úr kexinu 1 dl sykur Til að toppa með: Frábær kara- mellusósa og 1 dl af söltuðum jarð- hnetum. Botn Kremið skafið af kexinu og sett til hliðar.Kexið er mulið í mat- vinnsluvél eða í mortéli. Smjör brætt og blandað saman við mulninginn. Bökunarpappír settur í botninn á 22-23 cm bökun- arformi og mulningnum dreift jafnt á botn og hliðarnar. Best að nota fingurna til að þjappa muln- ingnum vel saman. Geymt í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling Ofninn hitaður í 160°C (yfir- og undirhiti). Rjómaostur, kremið úr kexinu, sykur og sýrður rjómi – hrært saman. Eggjum bætt við einu í einu og því næst vanillu- sykri. Allt hrært saman þar til blandan verður slétt og fín. Sett í bökuformið yfir kexmulninginn. Bakað í ofni í rúma klukkustund (u.þ.b. 65-70 mínútur) – gott að láta kökuna kólna á grind og síðan er hún sett inn í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Stundum myndast sprunga í kök- una en hana má fela með hnet- umulningi og karamellusósunni. Frábær karamellusósa 2½ dl sykur 1 dl vatn 1½ dl rjómi eða matreiðslurjómi ½ tsk. salt 1 tsk. vanilluessens Smjörklípa Blanda saman rjóma, salti og vanilluessens í skál/könnu. Sykur og vatn sett í pott – hrært saman. Hitað upp og haft á meðalhita – passa að láta ekki sjóða um of. Mikilvægt að hræra ekki í á með- an soðið er – tekur u.þ.b. 15-20 mínútur eða þangað til liturinn er orðinn gullinbrúnn. Ekki hefur gefið góða raun að stoppa suðuna og halda áfram síð- ar. Best að fylgjast vel með suð- unni. Þegar sykurblandan er orð- in gullinbrún er potturinn tekinn af hellunni og rjómablöndunni hellt í – þá getur myndast mikil suða – hræra rólega þar til bland- an verður slétt. Má hafa á mjög lágum hita. Smjörklípa sett í karamellu- blönduna í lokin og blandað saman við. Ath.: Ekki hræra í sósunni á meðan sykurinn er að dökkna – mikilvægt að fylgjast vel með þeg- ar hann byrjar að dökkna – það gerist hratt og sykurblandan má ekki verða of dökk. Karamella – hana má búa til daginn áður eða nokkrum dögum áður og geyma í krukku í kæli. Áður en hún er sett yfir kökuna er betra að velgja hana aðeins en samt ekki of mikið. Ef notuð er uppskriftin frábær karamellusósa nægir að nota hálfa uppskriftina. Hnetum stráð yfir hugsanlegar sprungur sem hafa myndast í kök- unni. Karamellusósu hellt yfir og skreytt með jarðhnetum. Þegar kakan er geymd í kæli þarf ekki setja plast yfir hana. Kakan geymist vel í nokkra daga í kæli. Oreo-ostakaka með karamellusósu Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Best er að baka kökuna daginn áður, segir matarbloggarinn Hanna Þóra á hanna.is en fallegast er þegar karamellusósan er sett á rétt áður en hún er borin fram. Guðrún í Seimei heldur mikið upp á þessa ljúffengu ostaköku sem slær alltaf í gegn. Karamellutryllingur Sósan virkar einnig vel á ískaffi og í kalda kaffidrykki. Oreo-bomba Uppskriftina að þessari gúmmelaðibombu fékk Guðrún á hanna.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.