Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 71

Morgunblaðið - 01.11.2017, Page 71
MINNINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 ✝ Guðný GunnurGunnarsdóttir fæddist í Hafnar- firði 23. janúar 1933. Hún lést 17. október 2017. Hún var yngsta barn hjónanna Gunnars Jóns- sonar sjómanns og matsveins frá Gunnarsbæ í Hafnarfirði, f. 1897, d. 1954, og Guðnýjar Sæmundsdóttur frá Bolungar- vík, f. 1893, d. 1982. Faðir Gunnars var Jón Hjörtur Gunnarsson sem ólst upp hjá foreldrum sínum í Gunnarsbæ í Hafnarfirði sem stóð þar sem Gunnarssundið er, móðir hans var Steinunn Jónsdóttir. Foreldrar Guðnýjar Sæmunds- dóttur voru Sæmundur Bene- diktsson og Sigríður Ólafs- dóttir. Þegar Sæmundur lést flutti Sigríður frá Bolungar- vík til Akureyrar ásamt börn- um sínum sex, elsta barnið þá 20 ára og það yngsta fjögurra ára. Guðný Gunnur var yngst af sjö systkinum, hún ólst upp á Selvogsgötu 16, þar sem for- eldrar hennar bjuggu lengst af með fimm af börnum sín- Hafnarfirði í félagi við Tóm- as Grétar, bróður Haraldar, og Sigríði, systur Guðnýjar Gunnar. Þar bjuggu þau þar til þau fengu vist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Önnu, f. 1954. 2) Guðnýju, f. 1957. 3) Har- ald, f. 1967 og 4) Steinunni, f. 1970. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin sex talsins. Guðný Gunnur vann ung í Stebbabúð í Hafnarfirði og í Apóteki Hafnarfjarðar. Meðfram húsmóðurstörfunum vann hún líka ýmis hluta- störf; afgreiddi í vefnaðar- vöruverslun Elísabetar Böðv- arsdóttur (hjá Siggu og Betu), vann í skógrækt Jóns í Skuld nokkur sumur og við ræstingar í Öldutúnsskóla á veturna, var svo seinna í fullu starfi hjá Böðvari í bókabúð hans og starfsævinni lauk hún hjá Bókasafni Hafn- arfjarðar, þessi störf hentuðu henni vel því hún var mikill bókaunnandi. Guðný og Har- aldur höfðu ánægju af því að ferðast, og fóru víða um Evr- ópu þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu. Þau ætluðu sér að njóta elliáranna og halda því áhugamáli áfram, en upp úr 2006 fór heilsunni að hraka og síðustu æviárin naut Guðný Gunnur aðhlynn- ingar á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Útför hennar var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. október 2017. um. Guðný Gunn- ur var kölluð Lilla af sínum nánustu, reyndar var hún ekki há- vaxin en hún vildi sjálf meina að ástæðan fyrir gælunafninu væri sú að hún hefði ekki verið skírð fyrr en fjögurra ára gömul og þá hafði Lillu-nafnið verið búið að vinna sér sess. Hún gekk í Kató, barnaskóla Jósefs- systra, og fór síðan í Flens- borgarskóla og útskrifaðist þaðan gagnfræðingur. 18 ára gömul fór hún til Ameríku í heimsókn til Steinunnar syst- ur sinnar og hennar fjöl- skyldu og dvaldi hjá þeim í um tvö ár. 17. október 1953 giftist hún Haraldi Júlíusi Sigfússyni vélvirkja, f. 1930, frá Garðbæ á Eyrarbakka. Þau stofnuðu heimili í Hafnarfirði; fyrst leigðu þau hjá Birni Árnasyni og Guð- finnu Sigurðardóttur á Hverf- isgötu 35, síðan á Garðstíg 3 og svo á Garðstíg 1 hjá Sigur- jóni Einarssyni og Andreu (Öddu), á meðan þau voru að byggja á Kelduhvammi 1 í Elsku mamma mín er látin og á kveðjustund hugsa ég til baka og rifja upp góðar minn- ingar. Mamma var dugleg kona og glaðlynd, skarpgreind og list- ræn, með ríka réttlætiskennd og vildi alltaf hafa það sem sannara reyndist. Ef einhver vafamál komu upp í samræð- um, var hún fljót að fletta upp staðreyndum í einhverri af sín- um mörgu bókum og leggja til málanna. Hún mamma hefði elskað „google“. Meðfram heimilisstörfunum var hún yf- irleitt í annarri vinnu líka. Hún sagði sjálf að hún hefði aldrei þurft að sækja um vinnu, alltaf fengið atvinnutilboð að fyrra bragði og hafði gaman að segja frá því hvernig það kom til að hún fór að vinna í Bókabúð Böðvars. Böðvar bjó í næstu götu, garðarnir lágu saman, hún var úti við snúrur að hengja upp þvott þegar hann labbaði yfir og bauð henni vinnu. Svo þegar hann var spurður hvar hann hefði fundið þennan góða starfsmann, svar- aði Böðvar „úti á snúrum“. Ég man eftir mömmu við heimilisstörfin, yfirleitt syngj- andi eða raulandi einhverjar laglínur, en kunni aldrei lögin til enda! Á morgnana sátu ná- grannakonurnar oft hjá henni í kaffi, það var kallað á mann inn í „drekkutímann“ og ekkert mál að bjóða öðrum krökkum með sér inn og allir fengu brauð og mjólk. Mamma eldaði góðan mat, en nefndi oft að hún hefði ekki gaman af matreiðslu, hins vegar var hún flink að baka og alltaf eitthvað gott með kaffinu hjá henni alla tíð, meira að segja bara tekex með osti bragðaðist betur hjá henni en annars staðar. Sunnudagskaffi hjá mömmu og pabba var fast- ur liður þegar ég var sjálf kom- in með heimili. Mamma var flink að sníða og sauma. Hún eignaðist saumavél í byrjun bú- skapar og vílaði ekki fyrir sér að drösla níðþungri Elnu- saumavélinni með sér í strætó til Reykjavíkur á námskeið til að læra á vélina og saumaði eft- ir það svo til öll föt á okkur systkinin og fína kjóla á sjálfa sig. Alveg langt fram á mín unglingsár saumaði hún á mig alls konar föt eftir teikningum sem mér datt í hug að rétta að henni, sniðin bjó hún til og af- raksturinn var meiriháttar flottur. Ég skil ekki í dag hvernig hún lét þetta allt eftir mér! Mömmu og pabba þótti gaman að ferðast, á sumrin fór- um við í tjaldútilegur og ferð- uðumst um landið á Volvonum. Árið 1964 eða 1965 komust þau í siglingu með Gullfossi ásamt vinum sínum og 1978 heimsóttu þau, ásamt yngri systkinunum, Steinunni systur mömmu og fjölskyldu hennar í Pennsylv- aníu. Þegar hjónin voru orðin ein í kotinu fóru þau í ferðir til Evrópu, skoðuðu borgir og staði á Bretlandi og meginland- inu, en voru ekki spennt fyrir sólarlandaferðum. Þegar starfsævinni lauk ætluðu þau að njóta lífsins og ferðast – og gerðu það, en pabbi veikist árið 2006 og um sama leyti fór sjúk- dómur mömmu að láta á sér kræla og þá var orðið erfiðara að njóta elliáranna. Mamma fór á Hrafnistu vorið 2014, pabbi var eftir einn á Kelduhvamm- inum, en fékk svo inni á sömu deild í desember 2016. Við systkinin þökkum fyrir það að síðasta ár mömmu dvöldu þau hjónin saman á Hrafnistu. Ég kveð mömmu með söknuði og er búin að sakna hennar í nokk- ur ár. Anna. Amma mín var yndisleg og mér góð fyrirmynd. Hún var langt leidd af alzheimer þegar hún dó sem rændi hana minni og persónuleika. En ég man ömmu eins og hún var alltaf – hress og kát, syngjandi og spjallandi. Þegar ég var lítil dvaldi ég mikið hjá ömmu og afa á Kelduhvammi og við vorum yf- irleitt að bralla eitthvað skemmtilegt saman. Morgun- matur var heilög stund á Kelduhvamminum en morgun- verðarborðið var alltaf undirbú- ið kvöldinu áður. Þá var brauð- sneiðum komið fyrir í ristinni, múslíi hellt í skálar og kaffið sett í könnuna. Um morguninn þurfti þá bara að kveikja á brauðristinni og kaffivélinni og hella mjólkinni yfir múslíið. Við sátum saman við borðið og nut- um stundarinnar með kaffi og krossgátur. Alltaf var veisla, Keldó var fullt hús matar með dyrum sem allir máttu ganga inn um að vild! Amma eldaði góðan mat og ég held að henni hafi fundist gaman að elda. Hún söng alla- vega alltaf á meðan hún eldaði. Reyndar söng hún líka þegar hún gekk frá sem ég held að engum finnist skemmtilegt. Amma var ekki mjög tækni- lega sinnuð en hún kunni að fara í Tetris í tölvunni hans afa og kveikja á geislaspilaranum til að hlusta á uppáhalds- diskana sína. Það hafði enginn roð við ömmu í Tetris og fylltu upp- hafsstafirnir hennar, GGG, all- an „highscore“ listann. Amma hlustaði mikið á ameríska slag- ara og ég hugsa alltaf til henn- ar þegar ég heyri „Do you know the way to San Jose?“ og „Walk on by“. Amma vann á bókasafni sein- ustu árin fyrir eftirlaun og sagði margar sögur af gestum og gangandi sem þangað komu, yfir miðdagskaffinu. Hún gat rakið ættlegg manna langt aft- ur en ruglaðist oft á leiðinni svo afi þurfti þá að leiðrétta hana. „Af hverju segirðu það, Haraldur?“ sagði hún þá alltaf, fullviss um að hafa rétt fyrir sér en afi svaraði sallarólegur „af því ég segi það“ sem við nánari athugun reyndist svo alltaf rétt hjá gamla. Amma var alltaf fín og smart og spáði mikið í tísku. Ef ég kom í einhverri tískumúnder- ingu í heimsókn til hennar, með eyeliner langt út á kinn, spurði hún: „Hvaða stælar eru á þér?“ í áhugasömum og einlægum tón. Hún setti aldrei út á neitt sem ég gerði. Nema ef ég var í götóttum fötum, þá vildi hún ólm gera við þau. Hún var ekki lengi að draga fram gamlar bætur frá buxum sem hún hafði stytt eða rifið niður. Amma átti svo mikið af fal- legu dóti og húsgögnum. Hún átti endalaust til af matarstell- um, hnífapörum og glösum við öll tilefni. Það var allt fágað og þrifið, dúkarnir straujaðir og gólfin ryksuguð heima á Keldó. Amma átti litla handryksugu sem hún veigraði sér ekki við að beita á hina minnstu rykögn. Amma var yndisleg amma, hún smellpassaði í hlutverkið. Hún var svo góð og hress. Hún var alltaf svo glöð þegar maður kom í heimsókn og vildi allt fyrir mann gera. Ég vona að hún hafi það gott í blómabrekk- unni hinumegin, þar sem hún getur lesið bækur, hlustað á tónlistina sína, spilað Tetris og sagt bókasafnssögur yfir kaffi- bolla. Kæra amma, ég hugsa til þín og vona að þú fylgist með mér. Þín, Inga. Með hlýhug og virðingu kveð ég Guðnýju Gunni, þakklát fyr- ir höfðingsskap, hjálpsemi og vináttu sem ég fékk að njóta sem tengdadóttir hennar í ára- tug og æ síðan. Innilegar sam- úðarkveðjur til Haraldar Júl- íusar og fjölskyldu. Treystu náttmyrkrinu fyrir ferð þinni heitu ástríku náttmyrkrinu Þá verður ferð þínw full af birtu frá fyrstu línu til þeirrar síðustu (Sigurður Pálsson) Steinunn Inga Óttarsdóttir. Guðný Gunnur Gunnarsdóttir Þann 29. septem- ber féll elsku besti afi minn frá. Nú ætla ég að skrifa með tárin í augunum smá um afa. Afi var svo sterkur, klárlega sterkasti maður sem ég þekki. Lífsvilji hans var svo mikill og hann ætlaði aldrei að gefast upp. Hann ætlaði sko að komast aftur á fætur, eftir að hafa verið á Landspítalanum við Hring- braut í tvo mánuði. Hann var að berjast fyrir lífi sínu en kvartaði aldrei neitt. Alltaf þegar ég var í kringum afa fann ég fyrir hlýju og mikilli ást og þegar elsku afi kvaddi okkur leið mér eins og að heimurinn væri að hrynja. Það er ekki hægt að biðja um betri afa, hann var svo góður við alla í kringum sig og brosti hann í gegnum súrt og sætt þó að líf hans væri ekki alltaf dans á rós- um. Ef það er eitthvað sem ég vil hafa frá afa mínum þá er það klárlega metnaðurinn hans og það að gefast aldrei upp. Afi hringdi daglega ef ekki tvisvar, í heimasímann okkar Kristinn S. Kristinsson ✝ Kristinn S.Kristinsson fæddist 13. janúar 1938. Hann lést 29. september 2017. Útför Kristins fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. mömmu. Það var ekki oft sem ég svaraði en í þau skipti sem ég svar- aði var afi svo glað- ur að fá að spjalla við mig. Mér þótti svo gaman að tala við afa í símann því hann sýndi svo mikinn áhuga á öllu sem ég var að gera, hvort sem það var skólinn, vinnan eða bara hvað sem ég tók mér fyrir hendur. Afi var svo stoltur af okkur barnabörnunum og var hann sí- hrósandi okkur og að hvetja okkur áfram. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir allar minn- ingarnar sem við afi eigum sam- an og ég hugsa um þær á hverjum einasta degi. Mér þykir það leitt að ég fékk ekki að eyða meiri tíma með afa og að hann mun ekki fá að upplifa með mér öll stóru skrefin sem ég á eftir að taka í lífi mínu. En ég er eig- inlega alveg 100% viss um að hann mun fylgjast með mér og vera við hlið mér þegar ég mun eiga góða, slæma eða erfiða tíma og fylgja mér í gegnum þá. Von- andi mun eg gera þig stoltan, elsku afi. Þín verður sárt saknað og ég hugsa um þig á hverjum degi, þú átt svo stóran stað í hjarta mínu. Ég elska þig. Ísabella Hrönn Sigurjónsdóttir. Okkar elskaði MAGNÚS ANDRI HJALTASON Staðarhrauni 21, Grindavík, lést mánudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 3. nóvember klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Hjörtfríður Jónsdóttir Erna Rún Magnúsdóttir Óðinn Árnason Berglind Anna Magnúsdóttir Þráinn Kolbeinsson Hjalti Magnússon Hrafnhildur Erla Guðmundsd. Hjalti Már Hjaltason Hjördís Jóna Sigvaldadóttir Stefanía Björg Einarsdóttir Ólafur Þór Þorgeirsson og afabörnin Hjörtfríður og Árni Jakob Óðinsbörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG G. GUÐMUNDSDÓTTIR Didda, frá Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 27. október. Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju 3. nóvember klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Davíðsson Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir Haukur Viðar Benediktsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HÖRÐUR SIGTRYGGSSON skipasmiður, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. nóvember klukkan 11. Soffía Ó. Melsteð Jóngeir Hjörvar Hlinason Björk Ólafsdóttir Ketill Guðmundsson Ragnheiður Ólafsdóttir Eygló Ólafsdóttir Ægir Ólafsson Hlíf Sævarsdóttir Sigtryggur Ólafsson Kristín Þýrí Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Seljahlíðar fyrir einstaka umönnun. Einar Már Guðmundsson Þórunn Jónsdóttir Guðm. Hrafn Guðmundsson Auður Hrönn Guðmundsd. Eberhard Jungmann Skúli Ragnar Guðmundsson Sigríður Gústafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN KRISTÍN GÍSLADÓTTIR áður til heimilis á Njálsgötu 102, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. nóvember klukkan 11. Björgvin Sigurðsson Lilja Leifsdóttir Alda Sigurðardóttir Ómar Kaldal Ágústsson Sigríður Rúna Sigurðardóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.