Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 89

Morgunblaðið - 01.11.2017, Síða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2017 Viðurkenningin Tilberinn 2017 var veitt laugardaginn síðastlið- inn, 28. október, á hátíð Dags myndlistar í höfuðstöðvum Sam- bands íslenskra myndlistarmanna og hlaut verðlaunin átakið Við borgum myndlistarmönnum, með Jónu Hlíf Halldórsdóttur, for- mann SÍM, í forsvari. Var þetta í þriðja sinn sem Tilberinn er veittur. Að Tilberanum standa mynd- listarkonurnar Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Sigrún Sirra Sigurðardóttir og er hann viður- kenning sem veitt er árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónar- semi, dugnað, hugrekki og stað- festu á sviði myndlistar og auðg- að þannig menningar- og listalíf landsins, eins og því er lýst í til- kynningu. Honum fylgi jafnframt orða sem heiðursverðlaunahafinn sé sæmdur til frambúðar. Þá fær handhafi Tilber- ans verðlauna- grip til varð- veislu í eitt hár, honum til hvatn- ingar og inn- blásturs. Gripurinn var unninn úr end- urunnum áldós- um sem safnað var af lista- mönnum frá listamönnum, sýningarstöðum og listmennta- stofnunum. Um átakið Við borgum mynd- listarmönnum segir m.a. að það marki upphaf stéttabaráttu myndlistarfólks á Íslandi. Í krafti átaksins hafi loksins skapast grundvöllur þar sem vinna mynd- listarmanna sé virt að verðleik- um, til jafns við önnur störf. Átakið Við borgum myndlistarmönnum hlaut viðurkenninguna Tilberinn Jóna Hlíf með Tilberann 2017. Gallerí i8 hefur fengið tíma-bundna andlitslyftingu ogminnir nú frekar á skart-gripaverslun en sýning- arrými fyrir myndlist. Áprentaðar markísur eru yfir gluggunum sem hafa verið klæddir rauðu satíni að innan og útstilling eðalsteina sem bíða efnaðra kaupenda blasir við vegfarendum. Inn um gluggann má einnig sjá vídeóverk sem kynnir bakgrunn „listamannanna“ Ûgh og Bõögâr og tilurð verkanna á sýning- unni. Hér er á ferðinni þriðja einka- sýning Feneyjafarans Egils Sæ- björnssonar í galleríinu en jafnframt fyrsta sýning tröllanna Ûgh og Bõ- ögâr en þeir eru hugarfóstur lista- mannsins og hafa verið „samstarfs- menn“ hans á undanförnum árum. Þeir komu fyrst fram í vídeóverki Egils „Wall to wall“ (2008) þar sem mynd af tveimur verum er varpað var á vegg hvorri gegnt annarri og eiga í samræðum sín á milli. Á þessu ári hafa þeir haft sig töluvert í frammi, fyrst á sýningunni Out of Controll sem opnuð var í Feneyjum fyrr á þessu ári, þar sem þeir félag- ar hafa meðal annars ropað, rekið við og gætt sér á ferðamönnum sem eru þar á hverju strái, og nú koma þeir fram sem sjálfstæðir listamenn með opnun skartgripasýningar á Ís- landi. Sýningarrýmið hefur verið málað og teppalagt í fagurbláum lit og ým- iskonar tröllvöxnum dýrgripum hef- ur verið raðað snyrtilega uppá glansandi hvítar sýningarhillur með speglum á bakvið sem magna upp yfirdrifið andrúmsloft ríkidæmis. Hér má meðal annars finna háls- festi, armbönd, hringa auk ýmiskon- ar lokka fyrir eyru, tungu, nafla, geirvörtur og nef, gerð úr leir og hrauni sem hefur verið perlu- eða gullhúðað. Gríðarstór hálsfesti „Nargodd Straka“ (2017) hangir á vegg við innganginn, þar hafa hraun- og leirskífur verið þræddar upp á polyester-band og húðaðar að hluta með gulli og perluhúð. Í einu verkanna „Güddi, Rüddi og Püddi“ (2017) hafa tröllin hnoðað saman ólíkum efnum og mynda úr þeim gimsteina, eins og hrauni og leir, rúbínhúð o.fl. ásamt náttúrulegum mosa sem þarf að vökva reglulega til að halda lifandi. En Ûgh og Bõögâr draga aðeins úr glysinu í verkum eins og „Tüttkürükk“ (2017) sem er stór gullhúðaður leirhringur þar sem formið fær að njóta sín. Á sýn- ingunni má einnig sjá nokkur fag- urlega gerð ilmvatnsglös úr hand- blásnu gleri en von er á ilmvatni tröllanna úr framleiðslu á næstu dögum en tröllin hafa komið að gerð ýmiss konar söluvarnings á síðustu mánuðum, hafa til að mynda haldið tískusýningu, gert tónlist o.fl. Egill hefur nú sleppt tökunum á sköpunarverkinu, þ.e. á tröllunum Ûgh og Bõögâr og gefið þeim frjáls- ar hendur til eigin listsköpunar og fríar sig þar með ábyrgð á gjörðum þeirra. Gullið er áberandi í verk- unum á sýningunni en notkun þess á sér langa hefð í listum og það hefur til að mynda verið tákn um trúar- lega upphafningu, til dæmis í gull- mósaíkflísum sem lýsa upp kirkju- rými í miðaldakirkjum. En gullið er líka tákn um auð og völd og nokkrir af þekktustu listamönnum samtím- ans eins og Damien Hirst og Jeff Koons hafa notað það í verkum sín- um. Verk þeirra seljast fyrir stjarn- fræðilegar upphæðir og þeir bæði vefja listmarkaðnum um fingur sér og senda honum fingurinn á sama tíma. Á sýningunni er áhorfendum boðið uppá kaffi úr tröllabollum með gylltri rönd á meðan þeir virða fyrir sér glingrið í galleríinu. Í gegnum tröllin hæðist Egill að listheiminum á mjög svo írónískan hátt, heimi sem bæði listamaðurinn og galleríið lifa og hrærast í. Í sýningartexta kemur fram að tröllin Ûgh og Bõögâr hafi komið sér upp rúmgóðri vinnuaðstöðu und- ir Gullfossi, sem líkt og Feneyjar, dregur að sér gríðarlegan fjölda ferðamanna á hverju ári. Hvað ger- ist með massífum túrisma? Á tímum þegar allt er til sölu vaknar spurn- ingin um hvort náttúruperlurnar okkar og hraunið séu verðmætari en gull? Tröllin í samfélaginu leynast víða og reyna á mörk, reglur og heil- brigða skynsemi og það er samsöm- un í athöfnum sumra manna og trölla. Egill bendir okkur á tröllin í pólitíkinni, tröllin sem knýja hag- kerfið, tröllin sem nærast á túr- istaflóðinu, tröllin í okkur sjálfum. Og takist Ûgh og Bõögâr með full- tingi gallerísins, sem gengur alla leið í sýningarumgjörðinni, að selja listmuni hannaða af ímynduðum tröllakarakterum hlýtur markmið listamannsins að hafa heppnast full- komlega. Erum við kannski öll orðin að tröllum sem látum blekkjast af glópagulli? Glópagull i8 gallerí Ûgh & Bõögâr Jewellery bbbmn Egill Sæbjörnsson. i8 Gallerí, Tryggvagötu 16. Til 25. nóv- ember 2017. Opið þriðjudaga - föstu- daga frá kl. 11–18 og frá kl. 13 – 17 á laugardögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Morgunblaðið/Árni Sæberg Tröllasýning Tröll Egils Sæbjörnssonar koma fram sem sjálfstæðir listamenn með opnun skartgripasýningar. Morgunblaðið/Einar Falur Skart Egill með gullhúðaðan hring, eitt verkanna á sýningunni. SÝND KL. 8, 10.10SÝND KL. 8, 10.25 SÝND KL. 3.50, 5.50 SÝND KL. 10 SÝND KL. 3.50, 5.50, 8 SÝND KL. 3.50, 5.50 Miðasala og nánari upplýsingar 5% FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Þýska merkið Greiff framleiðir hágæða fatnað með áherslur á nútíma hönnun, þægindi og fjölbreytt vöruúrval. Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. STARFSMANNAFATNAÐUR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.