Morgunblaðið - 09.11.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.11.2017, Qupperneq 6
Markaðsverð á hráolíu og bensíni 2005-2017 150 130 110 90 70 50 30 10 0,9 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Bensínverð í NewYork (NYMEX) $/lítra BRENT hráolía $/tunnu 114,81 144,49 59,21 0,46 38,37 28,94 63,69 0,48 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Olíuverð er á uppleið og hefur verð á norðursjávarolíu til dæmis hækkað um fimmtung í haust. Hagfræðingar telja að áhrifa hærra olíuverðs muni senn gæta í verðlagi á Íslandi. Tunnan af Brent-norðursjávarolíu kostaði 52,75 dali í byrjun septem- ber en um 63 dali í gær. Það er rúm- lega 19% hækkun. Verð á bensínlítranum á mörkuð- um í New York hefur ekki hækkað jafn mikið. Það var 0,46 dalir í byrj- un september en um 0,48 dalir í gær. Það samsvarar um 5% hækkun. Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur í hagfræðideild Landsbank- ans, segir líklegt að hækkandi olíu- verð muni birtast í bensínverði á Íslandi með einhverjum hætti. „Hvenær þessi áhrif koma inn í bensínverðið hér á landi og með hversu miklum hætti er erfitt að segja. Sögulega séð hefur hækkunin verið að koma inn í verðið með allt að tveggja mánaða töf en hér hefur einnig áhrif að álagning olíufélag- anna hefur oftast nær miðast við krónutölu fremur en að vera hlut- fallsleg. Svo hefur álagning verið að breytast, t.d. vegna áhrifa af Costco sem hefur ýtt henni að einhverju leyti niður,“ segir Gústaf. Vegur um 2% í verðbólgunni Spurður hversu þungt eldsneyti vegur í verðbólgu á Íslandi segir Gústaf að hlutur þess sé um 2%. Það þýði að ef eldsneytið hækki um 10% í verði hækki verðlagið um 0,2%. Spurður hvort hækkandi olíuverð kunni að vera vísbending um að tímabili innfluttrar verðhjöðnunar fari senn að ljúka segir Gústaf að verðbólga í viðskiptalöndum Íslands verði um 1,7% á þessu ári borið sam- an við 0,8% í fyrra. Af þeim sökum megi búast við að verð á innfluttum vörum hækki, sem muni hækka inn- lent verðlag. „Við gerum ráð fyrir að áhrif innfluttra vara sem hafa verið neikvæð og þar með dregið úr verð- bólgu hér á landi á undanförnum misserum muni fara yfir í að verða jákvæð á næsta ári og því auka verð- bólguna.“ Óstöðugleiki hjá olíurisa Fréttavefur CNBC vitnar í grein- ingu bankans Morgan Stanley um að aukin eftirspurn eftir olíu hafi komið á óvart. Gengið hafi á birgðir. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir ýmsar skýringar hafa komið fram á því hvers vegna olíuverð hafi hækkað. Meðal annars sé bent á óróa í innanlandsmálum í Sádi-Arab- íu. „Verðhækkanir á olíu kunna að endurspegla áhyggjur af því að framboð á olíu muni dragast saman. Verðið hefur hækkað skarpt síðustu þrjár vikurnar. Það hefur verið að hækka allar götur frá því í sumar. Það má velta því fyrir sér hvort það séu að verða lengri tíma umskipti í olíuverðinu,“ segir Yngvi. Hann seg- ir aðspurður að þessi þróun muni hafa áhrif til hækkunar verðlags á Íslandi. Gengið hafi þar þó líka áhrif. Fram kom í Morgunblaðinu í júlí að innflutningur á eldsneyti jókst um 77% árin 2012 til 2016. Miðað við hagvöxt í ár hefur hann aukist meira. Olíuverð hefur farið hækkandi  Þróunin er talin ýta undir verðbólgu Gústaf Steingrímsson Yngvi Harðarson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Við erum í sjokki hérna í húsinu,“ segir Ingrid Back- man Björnsdóttir, íbúi í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara á Skúlagötu 20 í Reykjavík. Reykjavíkurborg er með áform uppi um að byggja átta hæða fjölbýlishús við hlið hússins á Skúlagötu 20, svo nálægt vesturgafli þess að Ingrid segist nánast eiga eftir að geta snert það út um gluggann hjá sér. Íbúð Ingridar er á fyrstu hæð og úr henni sér hún aðeins út á sundið og sólarlagið sem er henni afar kært. „Háhýsið á að koma alveg við húsgaflinn hjá okkur og fyrir stofugluggann og svalirnar sem eru vestanmegin. Ef þessi bygging rís þýðir það að við sem búum vest- anmegin í húsinu missum allt útsýni og erum dæmd til að búa í myrkri eins og mýs í holu.“ Auk þessa átta hæða háhýsis við hlið hússins eru uppi áform um að byggja lengju af húsum á hálfgerðri umferðareyju, að sögn Ingridar, á milli Skúlagötu og Sæbrautar. „Þar á að byggja langa byggingu sem tekur allt útsýni frá okkur yfir sjóinn.“ Ingrid segir núverandi borgarmeirihluta fara offari í þéttingu byggðar í miðborginni. „Það var kannski ágætt að þétta byggð en að fara svona offari er klikkað, það má ekki vera einn auður blettur eftir í miðborginni. Þetta mun skerða lífsgæði okkar gríðarlega og lækka íbúðirnar í verði. Það býr margt fullorðið fólk hér í hús- inu og það er bókstaflega grátandi út af þessu,“ segir Ingrid. „Þetta verður afskaplega þröngt og þar fyrir ut- an mun Skúlagatan ekki geta tekið við allri þeirri umferð sem þetta skapar.“ Ingrid og fleiri íbúar á Skúlagötu 20 hafa þegar haf- ið söfnun undirskrifta í húsinu gegn þessum bygging- aráformum og verða þær sendar til borgarstjórnar innan tíðar. Þá ætla íbúarnir að ráða til sín lögfræðing til að vinna að sínum hagsmunum. „Þetta er svo svakalegt hagsmunamál og mikil yfirkeyrsla. Fyrr má nú þétta byggð,“ segir Ingrid. Dæmd til að búa í myrkri eins og mýs í holu  Íbúar á Skúlagötu 20 eru ósáttir við háhýsi sem á að rísa nálægt þeim  Farið offari í þéttingu byggðar að sögn íbúa Morgunblaðið/Eggert Ósátt Ingrid Backman Björnsdóttir á lóðinni við hlið heimilis síns þar sem byggja á átta hæða háhýsi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðisins hefur verið kynnt af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borg- arland milli Skúlagötu og Sæbrautar, frá Skúlagötu 9 í vestri að Skúlagötu 13 í austri. Skipulag svæðisins er í kynningu og ekkert ákveðið enn hvenær bygging- arframkvæmdir hefjast, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Áformin um þéttingu byggðar eru í góðu samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 2010 til 2030. Samkvæmt tillögu að breyttu deiliskipulagi verður heimilt að reisa á lóðinni á Frakkastíg 1, við hlið Skúlagötu 20, átta hæða nýbyggingu, ásamt bíla- kjallara og verður keyrt niður í hann á milli húsanna. Í nýbyggingunni á að vera verslun, þjónusta og at- vinna á 1. og 2. hæð en íbúðir, þar með talið náms- mannaíbúðir, á 3. til 8. hæð. Skipulag Skúlagötu- svæðisins er í kynningu DEILISKIPULAG FYRIR SKÚLAGÖTUSVÆÐIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Drengir mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir eru á heimasíðu dómsmála- ráðuneytisins, heita Ylfingur og Jónsi, og eins mega stúlkur bera nafnið Alíana, Alisa og Selina. Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Ylfingur brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og er það því ritað í samræmi við almennar rit- reglur íslensks máls. Nafnið merkir, samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ás- geirs Blöndal Magnússonar, úlfs- ungi, en í Heimskringlu er konungs getið, Hjörvarðs að nafni, sem kall- aður var Ylfingur. Þá eru þeir krakkar sem eru yngri en 12 ára og taka virkan þátt í skátastarfi einnig gjarnan kallaðir ylfingar. Mannanafnanefnd samþykkti jafnframt eiginnafnið Aríel fyrir stúlkur, en fyrir var það á manna- nafnaskrá sem karlmannsnafn. „Þótt hið umbeðna nafn, Aríel, hafi sem fyrr segir verið notað hér á landi sem eiginnafn karlmanns telur mannanafnanefnd að ekki verði á því byggt með vissu að nafnið geti ekki í íslensku máli einnig verið kven- mannsnafn. Nafnið tekur eignar- fallsendingu (Aríelar). Það er einnig ritað í samræmi við almennar rit- reglur íslensks máls og ekki verður séð að það geti verið nafnbera til ama,“ segir í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar, en þar er auk þess bent á að nafnmyndin Aríel hafi áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn erlendis. Ylfingur Jónsi og Alíana Selina samþykkt í nefnd  Drengir og stúlkur mega nú bera eiginnafnið Aríel Morgunblaðið/Jim Smart Ungbörn Stúlkunöfnin Snekkja og Manasína voru einnig leyfð í fyrra. FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.