Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 14

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 Tekjur Reykjavíkurborgar af fast- eignasköttum hækka um tvo millj- arða á næsta ári miðað við þetta ár þrátt fyrir að skattar á íbúðar- húsnæði lækki um 10% milli ára, fari úr 0,2% í 0,18%, og afslættir fyrir aldraða og öryrkja séu auknir. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun borg- arinnar fyrir árið 2018 sem kynnt var í borgarstjórn í gær. Samkvæmt áætluninni verða tekj- urnar á næsta ári 20,2 milljarðar króna, en verða líklega um 18 millj- arðar á þessu ári. Í áætluninni er gert fyrir 25% lækkun fasteigna- skatta á aldraða og öryrkja. Nemur hún 163 milljónum króna. Önnur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu áforma einnig að lækka fasteignaskatta á næsta ári, en tekjur þeirra af sköttunum munu samt aukast eins og í Reykjavík. Lækkunin er viðbrögð við mikilli hækkun fasteignamats sem tilkynnt var um mitt þetta ár og tekur gildi 1. janúar 2018. Fasteignaskattur er ákveðið hlutfall af fasteignamati. Meðaltalshækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári verður 14,5%. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skattar Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu lækka fasteignaskatta en tekjur þeirra af þeim aukast samt vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Tekjurnar aukast  Tekjur sveitarfélaga af fasteigna- sköttum aukast þrátt fyrir lækkun Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hvort sem ég hef verið nemandi, kennari eða stjórnandi þá hlakka ég til hvers dags í skólanum. Starfið er endalaus uppspretta af einhverju nýju. Við erum að miðla þekkingu og skapa eitthvað nýtt og það er gaman að eiga samskipti við unglingana,“ segir Elísabet Siemsen, nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hún var skipuð í embættið nú í haust og tók við því á miðvikudag í síðastliðinni viku, 1. nóvember. Langur ferill í skólastarfi Menntaskólinn í Reykjavík á sér sögu aftur til alda og er ein elsta stofnun landsins. Skólahúsið við Lækjargötu, byggt árið 1843, er þekkt kennileiti í borginni og þar er iðandi líf allan daginn: tæplega 900 nemendur og 100 starfsmenn. „Mér finnst ég hafa margt fram að færa og það var ögrun að sækja um þegar rektorsembættið var auglýst laust til umsóknar. Eftir nokkra umhugsun og hvatningu ákvað ég að sækja um og hér er ég nú,“ sagði Elísabet þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hana í vikunni. Skrifstofa rektors er í kvist- herbergi í þriðju hæð – þaðan sem húsin í Kvosinni blasa við. Þarna heyrist líka kliður af göngum skól- ans, sem svo marga hefur fóstrað. Að baki á Elísabet langan feril í skólastarfi. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hún 1975 og BA-prófi í þýsku og ís- lensku við Háskóla Íslands árið 1978. Eftir það var hún vetrarlangt kennari við MR en fór eftir það til náms í þýsku og málvísindum við Kaupmannahafnarháskóla. Kom svo heim 1982, hóf þá störf sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ sem verið var að setja á laggirnar og hefur starfað síðan. Í FG hefur El- ísabet verið kennari, deildarstjóri, forvarnafulltrúi, áfangastjóri, að- stoðarskólameistari og settur skóla- meistari síðastliðið skólaár. Kennarar eru ekki á stalli „Á 35 árum í FG fékk ég tækifæri til að taka þátt í að búa til skóla og móta starfið þar. Skólar eru annars í sífelldri þróun; starfshættir eru allt aðrir núna en til dæmis þegar ég byrjaði að kenna,“ segir Elísabet. „Þegar ég var nemandi hér í MR og seinna kennari í einn vetur var fjar- lægð milli nemenda og kennara sem töluðu yfir hópinn af palli sem var upp við krítartöfluna. Pallur þessi var líka að hluta til huglægur, það er kennararnir voru á einskonar stalli. Í dag er allt svona horfið; og sam- skipti nemenda og kennara eru miklu jafnari og einkennast yfirleitt af gagnkvæmri væntumþykju. Hér er eigi að síður haldið vel í hefðir og venjur, enda eru skólar í eðli sínu íhaldssamir. “ Gerð er sú krafa að unglingar sem hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík hafi að minnsta kosti B+ í kjarnagreinunum stærðfræði, ensku, dönsku og íslensku sem loka- einkunn úr grunnskóla. Það eru nokkru meiri kröfur en eru gerðar í ýmsum öðrum framhaldsskólum. Á móti kemur að yfirleitt hafa MR-ingar gott veganesti sem braut- skráðir stúdentar eftir fjögurra – og senn þriggja ára nám – af mála- og náttúrufræðibraut sem greinast í samtals átta deildir. Þannig hefur raungreinum alltaf verið gert hátt undir höfði í MR, enda fara margir nemendur skólans til náms á því sviði. Málabrautin hefur líka sína sérstöðu, sérstaklega fornmála- deildin sem býður upp á nám í grísku og latínu. Annars velja stúd- entar frá skólanum hver sína leið og má í því efni benda á að forseti Ís- lands, forsætisráðherra og borgar- stjóri eru allir stúdentar frá MR. Nemendur hafi tíma til félagsstarfa Líðandi vetur er sá annar sem nám til stúdentsprófs er tekið á þremur árum að jafnaði. Sá háttur kemur misjafnlega út milli skóla. „Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þar sem ég þekki best til ná nemendur stúdentinum á að jafnaði hálfu ári skemmri tíma en áður,“ segir El- ísabet og heldur áfram: „Það liggur í hlutarins eðli að vegna styttingar námsins þurfti að sleppa ýmsu sem var og setja meira á stundaskrána. Við kennarar höfum haft áhyggjur af því að með 40 kennslustundum á viku og heima- námi hafi nemendur hugsanlega minni tíma en æskilegt er til þátt- töku í félagsstarfi, íþróttum, stunda tónlistarnám og svo framvegis sem er mikilvægt í þroskaferli unglinga.“ Stytting náms til stúdentsprófs birtist þannig í Menntaskólanum í Reykjavík að nú eru þar í fjögurra ára námi nemendur sem flestir eru fæddir 1999 en þau sem eru fædd árið 2000 eru í þriggja ára námi. Saman verða þessir hópar svo braut- skráðir vorið 2019 alls um 400 nem- endur sem verður met. Sanngjörn en ákveðin „Sem stjórnandi tel ég mig vera ákveðna en sanngjarna. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera og mörg járn í eldinum. Mér finnst líka mikilvægt þegar einhver mál eru í deiglunni að stjórnandinn hlusti og leyfi öllum að koma með tillögur, því skólastarf er í deiglu sífelldra breytinga. Margar tækninýjungar hafa komið fram á undanförnum árum og í skólunum verðum við að láta þær vinna með okkur, en ekki streitast á móti. Snjallsímarnir geta alveg nýst sem kennslutæki ef rétt er á málum hald- ið,“ segir Elísabet – sem telur mik- ilvægt að framhaldsskólanir í land- inu hafi hver sína áherslu og sérstöðu. Þannig verði nemendum best mætt. „Í dag fara allt að 98% íslenskra unglinga í framhaldsskóla, en vissu- lega eiga þeir ekki allir erindi í stíft bóknám eins og hér í MR, ekki frek- ar en allir eiga erindi í listnám svo dæmi sé tekið. Fjölbreytnin þarf að vera til staðar svo allir fái nám við sitt hæfi og það hefur okkur Íslend- ingum ekki tekist nægjanlega vel. Brottfall úr skólunum er of mikið, þó svo margir frábærir hlutir séu að gerast. Fagmennska og metnaður starfsfólks skólanna er einstakur og sjálf gæti ég ekki hugsað mér skemmtilegri starfsvettvang,“ segir Elísabet. Bætir við að eftir eina viku í MR sé hún rétt að átta sig á að- stæðum og þurfi margt að læra. „Hér í MR eru tæplega 900 nem- endur. Á mínum fyrri vinnustað þekkti ég flesta nemendur með nafni og hinu sama vil ég gjarnan ná hér. En það tekur tíma en ég hef ákveðið skipulag og kerfi og hlakka til þeirra verkefna sem framundan eru,“ segir Elísabet að síðustu. Endalaus uppspretta  Elísabet Siemsen er nýr rektor MR  Skólastarf í sífelldri þróun  Vill þekkja nemendur skólans með nafni Morgunblaðið/Eggert MR Við erum að miðla þekkingu og skapa eitthvað nýtt og það er gaman að eiga samskipti við unglingana,“ segir Elísabet Siemsen nýr rektor sem hér fyrir utan hið gamla virðulega skólahús sem setur sterkan svip á miðborgina. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 La Mollla - ný skartgripalína frá Ítalíu Mörkin 6 - 108 Rvk. s:546-0044 Opið: Mán-fös: 11-18 - lau: 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.