Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 26

Morgunblaðið - 09.11.2017, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2017 ✝ Svavar Krist-insson fæddist í Reykjavík 25. janúar 1961. Hann lést 28. október 2017. Eftirlifandi for- eldrar hans eru Súsanna María Kristinsdóttir, f. 1935, og Kristinn K. Ólafsson fv. rafverktaki, f. 1932. Bróðir Svavars er Kristinn Jón, rafiðnfræðingur, fæddur 1953, giftur Stefaníu Sigrúnu Ólafsdóttur sjúkraliða, f. 1957. Svavar kvæntist árið 1985 Önnu Steindórsdóttur sjúkra- liða, f. 1963. Foreldrar hennar eru Sólveig Sigrún Sigurjóns- dóttir, f. 1944, og Steindór Ingimar Steindórsson, f. 1936. Börn Svavars og Önnu eru; Svavar lærði ungur að árum rafvirkjun hjá föður sínum, að því námi loknu fór hann í Meistaraskólann, stofnaði raf- verktakafyrirtæki með föður sínum og bróður og hóf síðan störf sem rafverktaki og stofn- aði eigið fyrirtæki. Hann starf- aði sem slíkur fram að andláti. Svavar ólst upp í Voga- hverfi. Síðar flutti hann ásamt konu sinni í Grafarvog og ól börn sín þar upp. Hann var mikill náttúruunn- andi og áhugamaður um úti- vist og hvers konar sport. Hann stundaði meðal annars stangveiði frá unga aldri, skot- veiði og golf. Hann var alla tíð virkur í hvers kyns félags- störfum. Hann æfði handbolta með Þrótti, var formaður hand- knattleiksdeildar Fjölnis um tíma. Útför Svavars fer fram frá Langholtskirkju í dag, 9. nóv- ember 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. 1. Sólveig María Svavarsdóttir, heimavinnandi, f. 1983, gift Jóni Heiðari Hann- essyni vélfræðingi, f. 1983. Börn þeirra eru Stein- dór Sólon, f. 2004, Ísold Svava, f. 2009, Bjarmi Sær, f. 2014, og Maísól Mirra, f. 2016. 2. Svavar Már Svavarsson, f. 1987, sambýliskona hans er El- ísabet Esther Sævarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1988. 3. Sigríður Inga Svavars- dóttir jarðfræðingur, f. 1990, sambýlismaður hennar er Rós- ant Friðrik Skúlason fram- kvæmdastjóri, f. 1989, dóttir þeirra er Ronja,f. 2017. 4. Sindri Snær Svavarsson nemi, f. 1993. Ég hef aldrei haft neinar áhyggjur af honum pabba. Fyr- ir mér var hann sterkastur, flottastur og bestur. En stund- um spyr lífið ekki um aldur og fyrri störf og við gerumst til- neydd til þess að kveðja alltof snemma. Þessa dagana eru tilfinning- arnar út um allt og erfitt reyn- ist að fanga eina hugsun. Ann- ars vegar fyllist ég ást við að horfa á nýfædda dóttur okkar Rósants og hins vegar glími ég við þann veruleika að pabbi sé farinn. Hann pabbi nýtti allan sinn frítíma með okkur systkinunum sem þýddi auðvitað það að við „hjálpuðum“ honum við hin ýmsu verk heima og að heiman. Við fengum líka alltaf að vera þátttakendur í öllum hans áhugamálum, hvort sem það var sjómennska, veiði, handbolti, golf eða fluguhnýtingar. Fyrir það og svo margt annað erum við þér ávallt þakklát, elsku pabbi. Þau mamma voru alltaf dug- leg að ferðast með okkur krakkana um Ísland. Þar feng- um við að kynnast náttúrunni og að meta fegurð hennar og undur. Þessi bakgrunnur leiddi mig til þess að læra jarðfræði. Þegar ég var að byrja í grunn- náminu þá leitaði ég oft til pabba til þess að fá lánað hitt og þetta hagnýtt á fjöllum. Svo með árunum fór safnið mitt af útivistargræjum að stækka og ég þurfti minna og minna að leita til pabba. Einn daginn komst hann að því að ég hafði verið að fjárfesta í lambhús- hettu. Hann hvarf út í bílskúr og kom svo inn með safn sitt af lambhúshettum (já hann átti safn af lambhúshettum!). Hann skellti á sig hettunum líkt og hann væri að sýna nýjustu tískulínuna og hló sig máttlaus- an af fíflaskapnum í sjálfum sér. Svona var hann pabbi, húm- oristi sem nýtti alltaf tækifærið til þess að sprella og hlæja. Hann kenndi okkur að lifa fyrir daginn í dag og gera alltaf það sem okkur þykir skemmtilegt. Ég er þakklát fyrir það að hann pabbi fékk að sjá hana Ronju mína, fimmta barnabarn hans og mömmu. Stoltið sem skein úr augunum á honum þegar hann sá þetta litla skott var yndislegt. Þó hún Ronja mín hafi ekki fengið tækifæri til að kynnast þér, elsku pabbi, þá mun hún kynnast þínum eig- inleikum og gildum í gegnum mig. Elska þig alltaf! Þín pabbastelpa, Inga. Í lífinu telur maður sumt órjúfanlegt. Það er svo sterkt, stöðugt og lífsnauðsynlegt að ekkert bítur á það. Svo á einu andartaki er fótunum kippt undan manni og hlekkirnir í þessari keðju slitna. Tíminn stendur í stað og maður þarf að átta sig og koma aftur niður á jörðina. Elsku besti pabbi! Þú varst sú uppskrift að pabba sem ég myndi öllum óska. Þolinmóður, rólegur, ábyrgur, duglegur, skemmtilegur, fyndinn, hlýr og traustur. Þú varst í raun alveg fáránlega skemmtilegur! Ég á fullt af minningum um þig. Hvort sem það var hressi pabb- inn sem lék við okkur börnin eins og krakki, hugsandi pabb- inn sem lagði mér nauðsynlegar lífsreglurnar, pabbinn sem studdi mig í tómstundum, pabb- inn sem snoðaði mig eftir ferm- ingu, pabbinn sem lét mig alltaf finna að honum var mjög annt um mig eða sá sem var vinur vina minna. Þú varst snillingur! Eitt skiptið þegar áætluð var út- landaferð hjá okkur fjölskyld- unni keyptir þú þér ræktarkort og ljósakort og dróst fram gömlu íþróttatöskuna. Við börn- in vorum svona að hugsa hvað þú værir eiginlega að spá. En markmið þitt var mjög skýrt – þú ætlaðir að vera súkku- laðibrúnn massaköggull á ströndinni og svo skelltir þú upp úr á þinn einstaka hátt! Þú studdir mig alltaf í öllu. Daginn sem unga móðirin fór heim með elsta barnabarnið þitt af fæðingardeildinni hélst þú á stólnum hans. Þér var óskað til hamingju með barnið enda ekk- ert afalegur. Þú varst að vanda agalega ánægður með svona hrós en sagðir svo óskaplega stoltur: „Ég er sko afinn,“ og hlóst manna hæst. Þú sagðir stundum ekki margt en ég veit að þú varst óskaplega stoltur af okkur. Þú varst sáttur þegar þú gafst hönd mína. Að minnsta kosti gafst þú tengdasyninum mjög lítinn skilafrest og sagðir hon- um að eftir eitt ár væri ekki lengur hægt að skila mér í Logafoldina. Þú varst búinn að vera afi í 13 ár og varla ennþá orðinn afa- legur. En mikill afi varstu frá fyrstu stundu. Þú áttir oft ekki til orð yfir þessum dásamlegu einstaklingum sem þér fannst manna gáfaðastir og merkileg- astir. Þegar þau sáu afa festust þau jafnan í fanginu þínu og eltu þig um allt. Hvað bros barnanna var ósvikið þegar þau sáu þig og þitt einstakt! Við pössum elsku mömmu fyrir þig. Nú veit ég að þú fylg- ist með mér á annan hátt og hvíslar kannski ekki Sólveig mín í eyrað á mér þegar þess þarf en ég á fullt sem þú gafst mér. Það ætla ég að halda áfram að nota og jafnvel þróa enn betur stöðugleikann þinn og viskuna innra með mér. Ég er uppfull af þakklæti og svo stolt að vera dóttir þín. Ég vil enda þetta á ljóði eftir mig sjálfa – um náttúruna og afabarnið þitt. Náttúran lifir og við höldum áfram að njóta hennar, börnin lifa og gefa og þó að þú sért dáinn, pabbi minn, ertu ennþá ljóslifandi innra með mér, leiðbeinir mér og líka afagullunum þínum. Uppi á grænni fjallsbrún með stórbrotinn fossinn í baksýn sit ég með þér. Dúnmjúkir fætur þínir tipla í grasinu augun leiftrandi af lífsgleði og sólin skín á rauða hárið. Þín Sólveig. Það var yndislegt þegar þú komst í faðm okkar. Bróðir þinn var mjög ánægður með þig og dró alla sem komu í heim- sókn að vöggunni til að sjá þig. Hann fékk meira að segja að ráða nafninu þínu. Þú varst hlýðinn og kurteis drengur og laðaðir fljótt að þér litlu vinina í Ljósheimum 6. Hafði ég ekki síður gaman af fjörinu í kring- um þig. Þetta voru yndislegir tímar. Þegar þú varst tíu ára flutt- um við á Langholtsveginn og þá tóku unglingsárin við. Þar var sama fjörið og opið hús fyrir vini ykkar bræðra. Bítlaárin voru að renna sitt skeið og fjög- urra rása steríógræjurnar okk- ar alltaf á fullu. Það var aldrei lognmolla í kringum okkur, Svavar minn. Pabba þínum fannst oft engin takmörk fyrir umhyggju minni og gjafmildi. Þegar hann spurði um spari- frakkann sinn, sem var búinn að hanga á sama herðatrénu í fremri forstofunni, mundi ég að ég hafði gefið einum vini ykkar frakkann. Greyið var að fara frá okkur út í kuldann og var alsæll með frakkann. Vináttan er mik- ils virði þegar hún fær að vaxa og þroskast með okkur. Ég fann bréf frá þér þegar þú varst í sveit í Botnum sum- arið 1973, þá 12 ára gamall, þar sem þú lýstir umhverfi þínu þar í sveitinni. Ég sá hvað þú elsk- aðir sveitina, þar varstu tíður gestur á þinni stuttu ævi. Svo kom lína sem snart móðurhjart- að: „Mamma, ég er slæmur af ofnæminu þegar ég fer að sofa á kvöldin.“ Eftir það gast þú ekki verið á heyannatímanum, elsku drengurinn minn. En þú vast svo mikið náttúrubarn. Lýstir fyrir mér Öræfajöklinum sem gnæfði yfir skýin. Svo komu fallegu börnin þín sem fengu að njóta útiverunnar með þér og konunni þinni, elsku Svavar. „Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.“ Takk fyrir að vera sonur okkar. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína í hjörtum okkar sérhvern dag. Þökkum alla auðsýnda um- hyggju í okkar garð. Súsanna Kristinsdóttir. Elsku besti bróðir minn, nú ertu farinn frá okkur, tilhugs- unin um að ég eigi ekki eftir að tala við þig aftur er óbærileg núna. Hvern hefði grunað að þú færir á undan mér? Þú sem varst alltaf svo hraustur og í góðu formi. En svona er þetta líf óútreiknanlegt. Eftir sitja minningarnar hjá okkur öllum. Ég man eftir því hvað ég var stoltur þegar ég eignaðist lítinn bróður en þá var ég orðinn átta ára. Ég var svo stoltur þegar mamma og pabbi leyfðu mér að velja nafnið þitt. Mamma sendi mig stundum í göngutúr með þig í kerrunni þinni, þá hóp- uðust hinir krakkarnir að okkur til að skoða þig, litla fallega ljóshærða bróður minn. Þrátt fyrir aldursmuninn gátum við leikið okkur saman. Ég minnist allra góðu stund- anna sem við áttum saman með börnunum okkar uppi í sumó úti á bát og að veiða. Ég minn- ist veiðiferðanna sem við fórum saman með strákunum okkar, þú varst veiðimaður af lífi og sál. Ég minnist stundanna sem við áttum saman í sveitinni á Botnum en þar vorum við báðir í sveit. Svona gæti ég endalaust talið upp góðu minningarnar sem við áttum saman en þær verða ekki fleiri í þessu lífi, við höldum bara áfram þegar við hittumst næst. Þó að við höfum verið ólíkir að mörgu leyti þá áttum við það sameiginlegt að vera góðir afar. Þín verður sárt saknað af okkur öllum en eftir lifir minn- ingin um minn eina og besta bróður sem var alltaf tilbúinn til að hjálpa þegar á reyndi. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þinn bróðir, Kristinn Jón (Kiddi). Elskulegur bróðursonur minn er látinn langt fyrir aldur fram. Hann hafði farið til rjúpna með eldri syni sínum, en dagurinn fékk annan endi en ætlað var. Svavar var útivist- armaður mikill og veiðimennsku hafði hann stundað frá unga aldri með föður sínum. Í útivistarferðir fór Svavar einnig með sína fjölskyldu árum saman frá því að börnin voru lítil. Börnin fjögur hafa öll náð fullorðinsaldri og Svavar fékk að njóta þess að eignast fimm barnabörn, sem öll voru honum afar kær. Lítill þriggja ára snáði kom alltaf í heimsókn til afa í vinnugalla og með hamar með sér. Svavar var atorkumikill í starfi og allt lék í höndum hans. Hús hans og heimili ber því glöggan vott. Aldrei féll honum verk úr hendi og viðhald og endurnýjun fékk sjaldan að bíða, allt unnið af kappi þó að miklar annir væru í daglegu starfi. Íþróttir stundaði Svavar alla tíð, ungur lék hann handbolta með Þrótti og í mörg ár lék hann golf með félögum sínum og ferðaðist oft til útlanda til að spila. Hjónin áttu bæði þetta áhugamál og stunduðu golf hér á landi og erlendis. Minningarnar um fallegan, glaðan dreng lifa með okkur. Hann var á milli dætra minna í aldri og eldri dóttirin átti þar kæran leikfélaga, sem kom stundum og fékk að gista. Svav- ar var fljótur að læra stafina og eitt sinn vildi dóttirin láta á það Svavar Kristinsson Amma Stína kvaddi okkur hinn 22. október síðast- liðinn eftir langa ævi. Okkur langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Hún fékk að reyna ýmislegt á þessum 93 árum. Hún var lengst af útivinnandi einstæð móðir með fullt hús af börnum, en þessir tímar voru löngu fyrir okkar tíð og birtust okkur því sem sögubrot frá í gamla daga. Alla okkar tíð var hún hörkukelling, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og stóð föst á sínu. Hún var með sótsvartan húmor og kaldhæðin fyrir allan peninginn og oft var erfitt að halda niðri í sér hlátr- inum þegar hún byrjaði. Hún las mikið, var alltaf með útvarpið og sjónvarpið í gangi þegar hún var heima við og fylgdist ótrúlega vel með fréttum lengst af. Las og tal- aði bæði dönsku og ensku, og átti að sjálfsögðu stafla af dönsku blöðunum. Hún var snillingur í höndunum og við munum hana Helga Kristín Magnúsdóttir ✝ Helga KristínMagnúsdóttir fæddist 21. febrúar 1924. Hún lést 22. október 2017. Útför Kristínar var gerð 3. nóv- ember 2017. varla öðru vísi en heklandi einhverjar dúllur sem hún vissi ekkert hvað hún ætlaði að gera við, en enduðu samt all- ar í einhverju fal- legu sem hún gaf vinum og vanda- mönnum, jafnvel fólki úti í bæ sem hún heyrði af að vantaði eitthvað. Hún var líka mikil skvísa og fór helst ekki út nema í kápu, með hanska og veski í stíl. Hún átti fulla skápa af fötum sem hún hafði gert sjálf, og rifjaði oft upp góðar stundir og þá í hvaða fötum hún var á þeim tíma. Þegar ald- urinn fór að færast yfir fannst henni jafnvægið bregðast og fékk því göngugrind, sem nýttist best sem blaðagrind inni í geymslu því út með hana fór hún ekki, vildi ekki að fólk héldi að hún væri drukkin og þyrfti að styðja sig við. Síðustu árin dvaldi amma á Hrafnistu við gott atlæti og þótt hún í fyrstu vildi alls ekki vera með öllu þessu gamla fólki, sjálf komin á níræðisaldur, undi hún sér vel og hafði það greinilega gott. Við kveðjum ömmu Stínu með þakklæti fyrir öll árin sem við fengum með henni. Steinunn, Þórunn og Iðunn. Ég er eilíflega þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa minn. Fyrstur til að veita stuðning og hjálp. Frábær mannvinur og tókst öllu af miklu jafnaðargeði og vinsemd. Sjarm- Helgi Guðmundsson ✝ Helgi Guð-mundsson fæddist 12. maí 1936. Hann lést 16. október 2017. Útförin fór fram 27. október 2017. erandi og heillaðir alla upp úr skónum alveg fram á síðasta andardrátt. Um- vafðir hlýju og ást og dæmdir aldrei. Tókst á við stórt verkefni af miklu æðruleysi ungur að árum og stóðst þig eins og hetja. Elska þig fyrir þetta og svo miklu, miklu meira. Þín Nína. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.