Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 2
Hvað sástu þegar þú kíktir á bak við tjöldin hjá aðstoðarmönnum jólasveinanna? Ég sá hvað það er mikið í gangi. Aðstoðarmennirnir eru ólíkir; það eru t.d. sérstakir jólasveinar á Leifsstöð og allt aðrir á Akranesi heldur en í verslunarmiðstöðvum og enn aðrir á leikskólum. Svo er líka hægt að fá slæma jólasveina í vinnustaðagleðina, en þá kemur gæi á g-streng. Hann er reyndar ekki með í þáttunum. Þetta eru fjölskylduþættir. Hvað eru margir aðstoðarmenn jólasveina á Íslandi? Það er rokkandi. Íslensku jólasveinarnir í þáttunum eru auðvitað al- vörujólasveinar. Þvörusleikir er til að mynda sögumaður. Er starf jólasveinanna orðið of viðamikið? Allt, allt of viðamikið. Fyrir mörg hundruð árum þegar þeir byrj- uðu í þessum bransa voru ekki þrjú hundruð þúsund manns hérna. Það voru bara örfáar hræður hér á stangli. Nú geta þeir ekkert eytt heilum degi í Smáralindinni. Hvað gerir aðstoðarmaður jólasveins, fer hann bara í gervi jólasveins? Nei, það er hægt að vera alls konar aðstoðarmenn. Til dæmis eru al- vöru jólasveinar í Dimmuborgum með aðstoðarkonu sem heldur utan um dagskrána. Á Akureyri er leikstjórinn Jón Páll að leikstýra Stúfi á sviði þannig hann er aðstoðarmaður hans. Svo eru sumir aðstoð- armenn sem föndra og skreyta, spila jólalög á böllum og alls konar. Það er hægt að vera aðstoðarmaður í svo mörgu. Er þetta eftirsótt starf? Já, ef þú ert hreinræktað jólabarn þá viltu vera aðstoðarmaður jólasveins. Þetta er mjög þakklátt starf. Morgunblaðið/Eggert ANDRI FREYR VIÐARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Desember er stórfurðulegur mánuður. Þráhyggjukenndur, klúð-urslegur, gleðilegur, sorglegur. Fátækt og ríkidæmi í einni feitrikertavaxklessu. Annaðhvort er verið að hjálpa fólki að eiga fyrir grænum baunum og rauð- káli um jólin eða útskýra vandlega fyrir öðrum hóp eiginleika jólagjafarinnar í ár; en inni í silfurlituðu húsi úr áli er öflugur tveggja-kjarna örgjörvi sem minnir mann á að standa upp og setjast niður. Og svo fullt af fólki sem skrifar svona pistla og reynir að sulla nokkrum desilítrum af samviskubiti út í púrt- vínið og ofan í notalegt jólabaðið. En hver væri ég að gera það? Ekki get ég þvegið hendur mínar af því að hafa það gott, fæst okkar geta það, en mér líður alltaf hálfruddalega á aðventunni, um leið og mér líður dásamlega. Desember er einn stór flutningur leikrits á því hvað það er hægt að gera vel við sig. En hvað margir eiga líka bágt. Það hljóta fleiri að vera ringlaðir. Með þessar blendnu tilfinningar hef ég í ofanálag fest í einhverri þrá- hyggju. Hef grátið af því að á jóla- trénu VERÐA að vera kertaper- urnar sem eru með rjómagulu birtunni en ekki þeirri bláu eða sinn- epsgulu, og hún er búin í Blómaval þegar ég fatta að hún er ónýt. Sumir kalla þetta hefðir, sem er ágætis afsökun fyrir því að verða harð- svíraður skurðdýrkandi fullkomnunaráráttu í desember. Ofan í þráhyggju, samviskubit, gleði og nautn blandast ein tilfinningin til viðbótar. Meyr eins og mergfúin spýta. Gráti nær yfir sveinka í rauðum filt- slopp og með gerviskegg í IKEA. Og hver fattar þetta? Allir auglýsendur Ís- lands sem hækka grátinn um tóntegund með auglýsingum um nemendur sem komast ekki heim um jólin en fá sent hangikjöt og mömmu sína til út- landa. Engan þarf að furða að maður sé sprungin blaðra í janúar. Þá er hægt að draga djúpt andann, dreifa tilfinningalífinu jafnt í klakabox, setja inn í frysti og splundra svo í búst. Morgunblaðið/Golli Hátt flækjustig Pistill Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’Og svo fullt af fólkisem skrifar svonapistla og reynir að sullanokkrum desilítrum af samviskubiti út í púrt- vínið og ofan í notalegt jólabaðið. En hver væri ég að gera það? Shirah Ólafsson Hefðbundið lambalæri. SPURNING DAGSINS Hvað er í matinn á aðfanga- dag? Árni Njálsson Ég ræð engu um það. Ef ég fengi að ráða væri hangikjöt öll jólin. Morgunblaðið/Ásdís Margrét Erlingsdóttir Það er gamaldags íslenskur lambahryggur. Sveinn Ingvarsson Það er hamborgarhryggur, alveg klárt. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Haraldur Jónasson Aðstoðarmenn jólasveinsins eru nýir örþættir fyrir alla fjölskylduna sem sýndir eru á eftir fréttum og Kastljósi á RÚV fram að jólum. Leikstjóri er Andri Freyr Viðarson. Í þáttunum er fjölbreytt starf að- stoðarmanna jólasveinanna skoðað. Þakklátt að aðstoða jóla- sveinana

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.