Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 LESBÓK Refurinn heitir ný skáldsagaeftir Sólveigu Pálsdóttur,reyfari þar sem Guðgeir Fransson er helsta söguhetjan en hann þekkja þeir sem lesið hafa Sól- veigu áður, til að mynda síðustu bók hennar, Flekklaus. – Þegar ég lauk við síðustu bók þína var ég ekki viss um að ég myndi sjá Guðgeir aftur. „Ég viðurkenni það að ég fór dá- lítið illa með hann en þó að ég hafi skapað mjög venjulegan mann, manninn í næsta húsi, vissi ég alltaf að það væri eitthvað meira, að hann hefði einhvern farangur. Sá farangur er vissulega dálítið stór, en Flekklaus skrifaði ég líka út frá pælingum um minni. Maður á sér einhverjar minningar og veit ekki endilega hvort þær eru réttar eða rangar og í tilfelli Guðgeirs var hann aldrei viss um það sem hann hefði gert eða ekki gert. Ég hef les- ið viðtöl við fólk sem hefur lifað með eitthvað, einhverskonar sektar- kennd, gagnvart einhverju sem gerðist svo ekki.“ Í kjölfar atburðanna í Flekklaus ræður Guðgeir sig sem öryggisvörð austur á Höfn, og þó að Refurinn gerist líka í Reykjavík er helsta sögusviðið Höfn í Hornafirði og ná- grenni Hafnar. Sólveig segist hafa löngu verið búin að staðsetja Guð- geir á Höfn og hún hafi lengi haft Höfn og lónið í huga sem sögusvið. „Ég hef mjög sterkar taugar þarna austur, var í sveit í Lóninu frá því ég var á sjötta ári á yndislegum bæ sem heitir Hraunkot hjá góðu og vel gerðu fólki. Þar var ég á hverju ein- asta sumri fram undir tólf ára aldur. Söguna sviðset ég annars staðar í Lóninu að hluta, undir Hvalnes- skriðum við Eystrahorn. Hvalnes hefur verið nokkuð lengi í eyði en ég kalla bæinn Bröttuskriður í bókinni. Í nær hvert skipti sem ég hef átt leið þarna um hef ég stoppað um stund og farið í göngutúr undir Hvalnesi þannig að staðurinn hefur lengi leitað á mig, en ég átti dálítið erfitt með að sviðsetja spennusögu þarna á stað sem er mér svo kær. “ Menningarleg einangrun Í sögunni segir frá Sajee sem blekkt er til að fara austur á Höfn til að vinna á snyrtistofu sem er ekki til. Sú ferð verður henni örlagarík, eins og rakið er, en ógæfa hennar stafar ekki síst af því að hún er einangruð í íslensku samfélagi þar sem hún á erfitt um mál og kann að auki ekki að lesa latínuletur – hún er bara læs á sinhala. Sólveig segir að einangr- unin sem Sajee býr við sé nokkuð sem hún hafi mikinn áhuga á að skoða, einangrun fólks sem kemur hingað frá öðrum menningarheimi. „Ég þekki það persónulega og var líka kennari í sautján ár hjá Hringsjá – náms- og starfsendur- hæfingu og kenndi fólki sem alist hafði upp við allt annað lesmál og það er mikil fyrirstaða, eðlilega. Svo þekki ég fólk, fleiri en einn og fleiri en tvo og fleiri en þrjá, sem býr við ákveðna einangrun hér, þó að það hafi búið hér árum saman. Þegar þú ert búin að þrífa hús fyrir aðra eða vinna við uppvask einhvers staðar eða vinna í verk- smiðju allan daginn og þarft síðan að hugsa um börnin þín eða hvað það nú er þá er það ekkert auðvelt. Ef þú kannt bara að lesa og skrifa á sinhala, þá er allt svo erfitt þegar þú þarf að fara að læra íslenska stafi, að lesa og skrifa á íslensku, það verður allt svo flókið,“ segir Sólveig og bætir við að þegar hún skrifi noti hún sömu tilfinningu og þegar hún var í leiklist sem leikkona í gamla daga: „Þú þarft að skapa einhverja persónu og fara þá í tilfinninga- bankann og toga upp tilfinningar sem einhvers staðar eru til þess að gæða lífi þessa persónu, sem er þér kannski mjög framandi. Ég hef gert mér far um að tala við fólk sem er í þessari aðstöðu hvað varðar ein- angrunina og svo upplifði ég það einu sinni sjálf að vera stödd í mjög framandi menningarheimi og villast. Ég villtist á ferðalagi og var allt í einu stödd í hverfi þar sem ég gat ekki lesið nein skilti eða neinar leið- beiningar og það talaði enginn ensku og það greip mig vanmáttar- tilfinning. Sadje mín er sterkari en ég, þetta var nú bara rúmur klukkutími sem ég var stödd í gersamlega framandi heimi, en hún er föst í honum allt- af.“ Sótt í tilfinninga- bankann Í Refnum, fjórða reyfara Sólveigar Pétursdóttur, birtast sögupersónur úr fyrri bókum Sólveigar, en einnig kona sem situr föst í framandi menningarheimi – er einangruð í íslensku samfélagi af því að hún kann ekki latínuletur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Barnabókin Bieber og Botnrassa eftir Harald F. Gíslason segir frá því er þau Andrea, Elsa Lóa, Tandri og Stjúri ákveða að taka þátt í hljóm- sveitakeppni í Hörpu, en sigursveitin tekur þátt í aljóðlegri lokakeppni þar sem sigurlaunin eru að hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikaferð um heiminn. Að vísu eru krakkarnir í hljómsveitinni Botnrössu ekki nema 12 og 13 ára, en þau ákveða að láta vaða. Þetta er fyrsta skáldsaga Haraldar. Bjartur gefur út. Þó Þrúður búi í einkar skemmtilegu húsi og eigi ástríka foreldra þá er sá hæng- urinn að það hefur aldrei neinn tíma fyrir hana: Þegar pabbi og mamma eru ekki að vinna þá eru þau föst við síma og tölvu, en þegar Þrúður ákveður að flytja húsið þeirra upp á fjall til að sjá norðurljósin verða allir að taka til hendinni. Guðni Lín- dal Benediktsson skrifaði texta bók- arinnar, Ryoko Tamura teiknaði myndir. Töfraland gefur út. Hús á fjalli Fólkið í blokkinni birtist í samnefndri bók eftir Ólaf Hauk Símonarson fyrir hálfum öðrum ára- tug. Síðar varð sagan að söngleik og svo sjón- varpsþáttaröð. Dýragarðurinn heitir sjálfstætt framhald sem kom út nýverið. Í því segir frá frekari ævintýrum Óla bróður, Ara og Bjarna á áttundu og allra hinna krakkanna í blokkinni. Þegar bannað er að halda húsdýr í blokkinni grípa börnin til eigin ráða að koma sér upp dýra- garði á holtinu á bak við blokkina. Sögur gefa út. Dýrin í garðinum Komið er að sögulokum í sagnabálknum um krakkana í Rökkurhæðum eftir þær Mörtu Hlín Magnadóttur og Birgittu Elínu Hassell. Síðasta bókin í flokknum er Gjörningaverður og beint framhald af Útvörðunum sem kom út á síðasta ári. Í bókinni segir frá því er börnin fara í árlega skíðaferð Rökkurhæðaskóla. Þegar komið er á skíðasvæðið vill ekki betur til en svo að á skellur versta veður í manna minnum og skíðaskálinn verður sambandslaus. Bókabeitan gefur út. Sögulok í sagnabálki Ferðin til Mars heitir skáldsagaeftir þau Eyrúnu Ósk Jóns-dóttur og Helga Sverrisson sem segir frá Ástu, fjórtán ára stelpu sem þráir það öðru fremur að komast í fyrstu ferð manna til Mars. Hún stendur þó frammi fyrir stærra verkefni því móðir hennar, sem er dauðveik, biður hana að vinna fyrir sig verkefni sem er óframkvæm- anlegt við fyrstu sýn. Helgi og Eyrún hafa skrifað sam- an í áratug. Ferðin til Mars er þriðja bókin sem þau gera saman, en þau hafa einnig samið kvikmynda- handrit og leikrit. Sagan byrjaði ein- mitt sem leikrit að sögn Eyrúnar. „Fyrir fjórum árum tókum við þátt í samkeppni leikskáldafélagsins í listasmiðju og okkar leikrit var eitt af þeim fjórum sem valin voru áfram til frekari vinnu með leikurum. Þá náðum við að vinna hugmyndina talsvert áfram og tókum hana svo upp á síðasta ári og kláruðum verkið sem skáldsögu.“ Eyrún lýsir samstarfi þeirra Helga svo að þau byrji alltaf á því að vinna bakgrunninn mjög vel, vinna mikla rannsóknarvinnu. „Löngu áð- ur en við förum að skrifa erum við í raun búin að ákveða öll skrefin. Síð- an byrja ég kannski að skrifa eitt- hvað, sendi það til Helga og hann breytir því, sendi aftur til mín þann- ig að þetta verður eins og samræð- ur. Það sem er áhugaverðast við þessa bók er að þetta samtal kemur inn í stílinn, þannig að söguhetjurn- ar eru allar að hjálpast að við að segja söguna og stöðugt að leiðrétta hver aðra. Sumar af þessum sam- ræðum komu beint upp úr samræð- um okkar höfundanna þar sem við vorum að ræða akkúrat þessi efni.“ – Dagur, pabbinn, er gott dæmi um það hvernig hann segist hafa glímt við veikindin, en raunveruleik- inn er allt annar. „Maður finnur það á sjálfum sér hvernig maður býr til ákveðna mynd af sér sem er kannski ekki rétt og hefur ákveðnar minningar en þær geta verið brigðular. Við sjáum þetta til dæmis í því að þegar við höfum verið að lesa upp úr bókinni í skólum og tala við krakkana um hana erum við ekki með sömu minn- ingar um það þegar við vorum að skrifa hana,“ segir Eyrún og kímir. – Þótt Ferðin til Mars sé ævin- týraleg og uppfull af kímni er við- fangsefnið býsna alvarlegt. Lífið er skemmtilegt ÆVINTÝRI Botnrassa rokkar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.