Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
S
iðanefndir eru skrítin fyrirbæri. Í
mörgum tilvikum tefja þær jafnvel
fyrir því að menn leiti raunverulegs
réttar síns. Þeir sem hafa kynnst
„siðfræðingum“ í návígi við úrlausn
raunhæfs verkefnis komast ekki hjá
að velta fyrir sér hvort þetta séu hugsanlega gervi-
vísindi. En vera má að eintökin sem rak á þeirra
fjörur hafi ekki verið marktæk í þeim efnum.
Óbrúklegt sýnishorn
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, verður seint
talin flott fordæmi um siðlegheit í stjórnsýslu. Hún
gaf aldrei aðra skýringu á árás sinni á Stjórnarskrá
Íslands en þá að „það varð hér hrun“.
Það varð bankahrun um allan hinn vestræna
heim. Hvers vegna datt engum í hug annars staðar
að það þýddi að gera ætti árás á stjórnarskrá lands-
ins?
Án athugunar, án rökstuðnings og án nokkurrar
ástæðu var allt sett á endann varðandi einmitt þann
þátt sem á að vera í senn táknmynd öryggis og stöð-
ugleika og um leið besta trygging þessara þátta.
Þessi ríkisstjórn siðareglnanna gat ekki einu sinni
haldið kosningar sem tengdust aðförinni nema með
því að þverbrjóta lög landsins.
Sex dómarar Hæstaréttar voru sammála um að
málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar ætti heima á
haugunum. Ríkisstjórnin var svo lánsöm, þegar svo
var komið, að hún stóð aðeins frammi fyrir tveimur
kostum. Hætta við þetta fjarstæðukennda brölt eða
kjósa á ný. En hún valdi þriðja kostinn! Þann, sem
var ekki fyrir hendi. Sá var að taka ekki mark á nið-
urstöðu Hæstaréttar landsins og skipa menn í ráð
eins og þeir hefðu fengið kosningu í það, hvað sem
Hæstiréttur segði!
Man einhver eftir því, að einhver „siðfræðingur“
hafi fallið í yfirlið af þessu tilefni?
Ríkisstjórnir lúta margvíslegum reglum, skráðum
og óskráðum, allt frá stjórnarskránni og niður úr.
Siðareglur frá Jóni Ólafssyni á Bifröst, af öllum
mönnum, bæta engu við þær vönduðu heimildir.
Eltingarleikur í uppnámi
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, hinir hefðbundnu
„mainstream,“ mega eiga það að þeir leyna því
hvergi að Trump forseti sé þeim þyrnir í augum.
Það er að segja, að þótt þeir gefi ekki út beina yf-
irlýsingu um hatur og fyrirlitningu á honum er
framgangan ígildi þess og jafn skýr.
Þeir studdu allir andstæðing hans ótæpilega í for-
setakosningunum. Til þess höfðu þeir fullan rétt, en
hefðu mátt sleppa látalátum um annað.
New York Times gerði sitt myndarlega. Stjórn-
endur þess gáfu út yfirlýsingu, þegar skammt var í
kosningar, um að fréttamiðillinn styddi kjör Hillary.
Á „RÚV“ var þessu lýst eins og meiriháttar tíð-
indum og stórfrétt. Enginn þar á bæ fletti því upp
að NYT hafði birt slíka stuðningsyfirlýsingu með
frambjóðanda demókrata í 80 ár samfellt og var bú-
ið að hamast fyrir Hillary í heilt ár, þegar þarna var
komið. Þessi „frétt“ kom því jafnmikið á óvart og ef
Lionel Messi hefði haldið blaðamannafund og lýst
því yfir að hann hygðist styðja Barcelona í næstu
leikjum sem hann léki með liðinu. Jafnvel „RÚV“
hefði séð í gegnum það. Íþróttadeildin er sennilega
ekki eins svartskúruð pólitískt eins og hitt.
En nú er rúmt ár frá kosningunum og það er
óneitanlega sérkennilegt að þessir ágætu fjölmiðlar
halda allir áfram baráttu sinni fyrir því að Hillary
verði forseti.
Fótaskortur
Í öllum þeim skrítna ákafa, og gauragangi hefur eitt
og annað gefið sig. Heimsþekktir fjölmiðlar hafa
hvað eftir annað verið staðnir að því að fara með
hreint fleipur og neyðst til þess að leiðrétta og af-
saka margt, en hafa stundum þrjóskast við að við-
urkenna annað. (Hér heima er meginregla „RÚV“ í
verki sú að sýna að stofnunin kunni ekki að skamm-
ast sín.)
Trump forseti er óvenjulegur að mörgu leyti. Eitt
af mörgu er að hann, í öllum sínum önnum, sendir út
„tíst“ mörgum sinnum á sólarhring. Þau fyrstu taka
að birtast þegar nótt er rétt hálfnuð og þau þarf
ekki síst að vakta, því að þá eru örmagna hirðmenn
Hvítahússins enn hrjótandi og tístið fer óyfirlesið
ofan í heimsbyggðina.
En þeir fjölmiðlar, sem hata Trump þannig að
þeir ráða vart við sig, hafa oftar en ekki tryggt að
tístarinn mikli kemst í feitt. Ekki síst þegar „stór-
miðlarnir“ hafa slegið upp „stór-endaleysum“. Varla
nokkur sála stjórnmálanna hefur aðrar eins tíst-
fylgjur og Trump.
Hitt er ekki óþekkt að tístarinn sjálfur sé óná-
kvæmari og ósmekklegri en góðu hófi gegnir.
Regluvörður staðreynda
Í vikunni var tilkynnt að hið kunna blað New York
Times hefði ákveðið að koma sér upp sérstökum
staðreyndaskannara, til að fækka þeim tilvikum þar
sem blaðið missir fótanna varðandi þær.
Þetta eru fyrstu formlegu viðbrögðin við „fake
news“ ásökunum forsetans. Sjónvarpsstöðvarnar
CNN, ABC og NBC hafa allar misstigið sig illa að
undanförnu, blindaðar af Trump-fóbíu, og mættu
taka sig á. Þessi staðreyndaskannari er sérstaklega
hugsaður til þess að fjölmiðillinn skaðist ekki.
NYT tekur þó fram, að þetta nýja embætti blaðs-
ins verði ekki upplýst um heimildir þess fyrir frétt-
um. Það er skiljanleg ákvörðun, en þýðir um leið að
ekki verður hálft gagn af skannaranum.
Markmiðið með þessum vendi fréttasiðferðis er
ekki það að tryggja að fjölmiðillinn verði sann-
gjarnari í fréttaflutningi sínum. Aðeins það, að hann
verði ekki hankaður á staðreyndavillum.
Áfram verða ótal leiðir til að halla staðreyndum,
þó þær einar og sér fái staðist. Þær leiðir eru læv-
ísari en fölsun staðreynda, sem fáir fréttamenn vilja
láta bendla sig við. Val frétta er dæmigert.
Sprengja sem sumir
þykjast ekki heyra
Nú nýlega neyddust bandaríska alrikislögreglan
FBI og Dómsmálaráðuneytið til að afhenda þinginu
pósta og skrifleg gögn sem þingið hafði óskað eftir
mánuðum saman. Þá kom í ljós að háttsettir yf-
irmenn FBI hefðu hist á skrifstofu aðstoðarfor-
stjóra Comeys, fyrrverandi forstjóra, í höfuðstöðv-
um alríkislögreglunnar. Þetta var í aðdraganda
kosninganna. Ekki er langt síðan að upplýst var að
maki þessa sama aðstoðarforstjóra hafði fengið
svimandi háar upphæðir úr sjóðum tengdum Clin-
ton-hjónunum vegna framboðs síns fyrir demó-
krata.
Á þessum fundi kom í ljós að þátttakendur þar
studdu það allir ákaft að frú Clinton ynni kosning-
arnar. En í tölvupóstunum, sem þingið fékk loks af-
henta, var sagt að hættulegt væri að treysta sig-
urvoninni einni. Því yrði að vera tiltækt plan til að
bregðast við! Er þetta allt með miklum ólíkindum.
Lýst eftir
lesgleraugum
’
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,
verður seint talin flott fordæmi um
siðlegheit í stjórnsýslu. Hún gaf aldrei
aðra skýringu á árás sinni á Stjórnarskrá
Íslands en þá að „það varð hér hrun“.
Það varð bankahrun um allan hinn vest-
ræna heim. Hvers vegna datt engum í
hug annars staðar að það þýddi að gera
ætti árás á stjórnarskrá landsins?
Reykjavíkurbréf15.12.17