Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 38
LESBÓK Jólahátíð barnanna verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, milli kl.11 og 17. Boðið verður upp á föndursmiðjur, jólabíó, jólaball, jólaleik- hús, jólaupplestur. Aðgangur og þátttaka er ókeypis. Jólahátíð barnanna 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Tónlistarkonan Hafdís Bjarnadóttir hefurgefið út samansafn af verkum sínum fráárunum 2009 til 2017 undir heitinu Já. Um er að ræða safnplötu af tónlist sem hún hefur samið fyrir ýmis verkefni bæði hér heima og erlendis. „Þetta er svolítið eins og að taka til á skrifborðinu sínu; hrúgur af músík sem ég er búin að vera að vinna í. Alls konar verkefni í útlöndum og hér á landi, með hinu og þessu fólki. Mig langaði að taka til í þessu og setja þetta á form sem fólk gæti hlustað á sem eina heild,“ segir Hafdís sem í vikunni hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna. Alls hlutu sex listamenn og hljómsveitir þessi árlegu plötu- verðlaun tónlistarsjóðsins Kraums en þau voru nú veitt í tíunda sinn. Mikið af músíkinni á safnplötunni er endur- unnið og endurbætt en Hafdís segir að fjar- lægðin frá upprunalegu lögunum sé þó tölu- vert mikil. Lögin eru ólík, samin fyrir mismunandi verkefni, tekin upp á mismunandi stöðum og á mismunandi tímum en platan myndar samt sem áður eina heild. Verkin eru draumkennd á köflum og draga hlustandann inn með taktföst- um og óreglulegum töktum í bland við hljóma úr hljóðfærum og umhverfishljóðum. Við end- urgerð laganna var bætt við trommum og gítar í ýmsum lögum og minnir takturinn úr hljóð- færunum stundum á djass og stundum á hægt framsækið rokk. Hljóðritar nærumhverfi sitt Hafdís hefur hljóðritað alls kyns umhverfis- hljóð í gegnum tíðina sem hún vinnur úr inni í hljóðveri og notar á plötunni. Í titilverkinu „Já!“ er samtal á kaffihúsi hljóðritað og öll já- in klippt út til að kanna mismunandi hljómfall orðsins. Auk þess segir hún að bolla- og diska- glamur og hljóð úr loftræstikerfi hafi haft áhrif á smíði lagsins. Í verkinu „Mánudansi“, sem er í miklu uppá- haldi blaðamanns, heyrist í glasi og rennilás sem með taktföstum hætti leiða lagið á ein- hvern hátt áfram meðan það þéttist og fleiri hljómar bætast við. Svolítið eins og tölvuforrit eða vél að ræsa sig með taktföstum hætti. „Mánudans“ samdi Hafdís fyrir hollenska harmonikkuleikarann Ericu Roozendaal og var verkið notað í dansverkinu minne m’in:e m:a eftir sænska danshöfundinn Mariu Matt- son en hefur öðlast sjálfstætt líf gegnum ýms- ar breytingar að sögn Hafdísar. „Mér finnst gaman að hugsa um umhverfis- hljóð sem effekt eða tónlistarlegt efni. Þetta er svolítið eins og tungumálið; það eru tónar sem fara upp og niður í tungumálinu og það líkist svo mikið músík á einhvern hátt. Mér finnst skemmtilegt að dansa á grensunni og hræra því saman.“ Hún segir auðvelt að heyra tónlist í umhverfinu ef hlustað er eftir því en hún seg- ist tengja ósjálfrátt umhverfishljóð og tónlist saman í sínu daglega lífi. „Ég var að borða á veitingastað um daginn og þar var tónlist í bakgrunninum og svo hringdi sími. Þessi sími var lítilli sexund fyrir ofan grunntóninn í bak- grunnsmúsíkinni. Maður er allt í einu farinn að tengja umhverfishljóð við tónlistina sem ég heyri,“ segir hún og hlær við. Í verkinu „Breiðholt – Nørrebro“, sem er samið fyrir danska hljóðfærahópinn SCENATET, eru umhverfishljóð einnig notuð en tekin upp í tveimur löndum. Verkið er í grunninn unnið úr umhverfishljóðum úr Breið- holti, þar sem Hafdís ólst upp, í bland við hljóð úr hverfinu sem hún bjó í á Nørrebro í Kaup- mannahöfn. Hún blandar svo hljóðfæraleik úr nálægð og fjarlægð við umhverfishljóðin. Hall- grímskirkjuklukkurnar hljóma síðan í laginu „Freyjugötu“, sem Hafdís samdi fyrir ljósa- innsetningu á Vetrarhátíð í Reykjavík. Kirkju- klukkunum er þar blandað saman við tóna úr gömlum Buchla 200-hljóðgervli sem Hafdís vann með í EMS-hljóðverinu í Stokkhólmi. Hún klippti síðan sópransaxófónsspuna Jóels Pálssonar saman við þessa tóna og útkoman er stutt en mjög skemmtileg. Breytir tölum hrunsins í fagra tóna Án efa eitt áhugaverðasta verkið á plötunni er „Krónan/ ISK“; unnið eftir línuritum og tölu- legum upplýsingum frá íslensku bönkunum á árunum 2007 til 2009. Í þessari útgáfu er bætt við hljóðum úr áhorfendastúku á körfuboltaleik og endar lagið á hljóðriti af íslenskum mófuglum. Hafdís seg- ir að dramatískt flökt og fall krónunnar í kringum bankahrunið hafi vakið áhuga sinn á þessum tíma og hún í kjölfarið ákveðið að nýta það sem efni í tónlist. „Ég var í námi úti í Kaupmannahöfn þegar hrunið varð. Ég flutti þangað út árið 2007. Þá var allt svo ódýrt og æðislegt og maður var ótrúlega ríkur Íslend- ingur í Danmörku. Svo fljótlega fann ég hvern- ig peningarnir mínir urðu alltaf minna og minna virði. Snemma 2008 og jafnvel í lok 2007 var krónan byrjuð að lækka og mér fannst þetta svo áhugavert; ég var alltaf að reyna að finna hvenær væri best að millifæra þannig að ég fengi sem mest fyrir peninginn minn. Ég var mikið að spá í þetta og svo var manni hætt að lítast á hvernig krónan varð lægri og lægri, en á Íslandi virtist þetta einhvern veginn ekki hafa jafn mikil áhrif enn.“ Efnahagshrunið hafði persónuleg áhrif á Hafdísi þar sem lækk- andi gengi krónunnar hafði mikil áhrif á hús- næðis- og framfærslukostnað. Hún segir að efnahagssveiflurnar á þessum tíma hafi verið svo dramatískar að það hlyti að vera hægt að gera tónlist úr þeim. „Ég sá þetta svona vera að gerast semsagt og var mikið að fylgjast með þessu. Þegar hrunið varð sá ég hvernig þetta féll. Línuritin voru svo drama- tísk að ég hugsaði að það hlyti að vera hægt að gera músík úr þessu, hvernig þetta hryndi nið- ur, og svo var þetta bara dautt!“ Verkið vann hún upp úr skýrslu frá Glitni; tölum og línurit- um í tengslum við skuldatryggingarálagið og stöðu íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku. Hún breytti tölum í tóna með afar áhrifaríkum hætti og finnur hlustandinn dramatíkina sem fylgdi þessum tímum. Hafdís Bjarnadóttir gefur út safn- plötuna Já. Samsett úr verkum síðustu ára í bland við nýja tóna. Morgunblaðið/Hari Fagrir hljómar finnast víða Hafdís Bjarnadóttir gefur út safnverkið Já, sem inniheldur endurbætta tónlist úr fjölbreyttum verkefnum síðustu ára. Á plötunni má finna alls kyns hljóma sem hún hefur hljóðritað úr umhverfi sínu í gegnum tíðina, bæði á Íslandi og erlendis. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is ’Þetta er svolítið eins og aðtaka til á skrifborðinu sínu;hrúgur af músík sem ég er búin aðvera að vinna í. Alls konar verk- efni í útlöndum og hér á landi, með hinu og þessu fólki. Mig langaði að taka til í þessu og setja á form sem fólk gæti hlustað á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.