Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
LESBÓK
Haraldur, sögumaðurinn í Passa-myndum, leggst í ferðalag og þeirreyndar tveir, vinirnir, en allt er
breytingum háð, ástin setur strik í reikninginn
eins og svo oft áður og síðar en ferðalagið held-
ur áfram, þótt með nokkuð öðrum formerkjum
sé en ráð var fyrir gert.
Einar Már Guðmundsson samþykkir að
halda megi því fram að Haraldur og höfundur
bókarinnar séu í það minnsta náskyldir.
„Jú, því er ekki að neita; ætli maður sé ekki
svolítið að skálda sjálfan sig í Haraldi. Hann
hefur birst áður, til dæmis í Englunum, en hér
er hann í sinni sjálfstæðu sögu, segir í fyrsta
skipti frá sjálfum sér. Hann hefur reyndar sagt
frá áður; er sögumaðurinn í Hundadögum og Ís-
lenskum kóngum, en þar lá honum svo mikið á
hjarta að hann gleymdi að segja frá sjálfum sér.
Það var ekki pláss fyrir hann.
Eins og alltaf í mínum sögum byggi ég á fyr-
irmyndum og ákveðin líkindi eru með því sem
Haraldur gerir og því sem ég hef gert; ég á við
þessa leit unga mannsins í sögunni að sjálfum
sér, það að finna sköpunarþránni farveg og
þessa baráttu við að vera til sem ungur maður.“
Því má velta fyrir sér hvað er sannleikur og
hvað ekki, sem skiptir þó kannski engu máli.
„Það finnst mér algjört aukaatriði. Um leið
og við byrjum að segja frá byrjum við að skálda,
samanber að þegar nokkrir menn lýsa sama at-
viki gera það engir tveir eins. Ég hef, eins og þú
þekkir úr bókunum sem ég nefndi, mikinn
áhuga á mörkum skáldskapar og sannleika eða
réttara sagt finnst mér skáldskapurinn vera
sannleikanum æðri, af því að sannleikur held ég
feli alltaf í sér einhvern rétttrúnað; ég er ekki að
skrifa af því að ég hafi höndlað sannleikann, þá
hefði ég frekar farið í prestaskóla, heldur vekur
áhuga minn hvernig lífið mætir persónunni og
ég reyni sem sé að koma því til skila þannig að
það varði aðra líka.“
Grísk og ítölsk sól yljar Haraldi og lesand-
anum, gott ef í grenndinni finnst ekki dálítil
hasslykt. Það hlýtur að hafa verið skemmtilegt
ferðalag að skrifa söguna.
„Að hitta sjálfan sig aftur?“ spyr Einar og
hlær. „Jú, jú, þessi saga og fleiri, bæði sem hafa
verið skrifaðar og á eftir að skrifa, á sér aðdrag-
anda, maður hefur gert ýmis tilhlaup að henni.
Það er merkilegt að hugsa til þess að meðan
menn eru í sjálfu sköpunarferlinu, að skrifa sög-
una, þá geta menn vorkennt sér og fundist allt
voða erfitt en eftir á var þetta mjög gefandi og
gaman og oftast finnst mér almennt séð gaman í
vinnunni! Líklega er maður kominn á það sér-
stakan aldur að það tekur því ekki að ráða mann
í nein önnur störf.“
Þú gerir sem sagt ekki ráð fyrir því héðan af
að grafa skurði líkt og Haraldur.
„Nei, en þegar þú nefnir skurðina; hver tími
og hver höfundur vill segja sína þroskasögu á
sinn hátt. Segjum sem svo að þessi saga fjalli
um skáld, þá má spyrja: hvað mótar íslensk
skáld? Það er annars vegar sambandið við bók-
menntirnar og hins vegar sambandið við veru-
leikann og það er ákveðin tenging við veru-
leikann að grafa skurði. Þessi kynslóð sem ég er
að lýsa var full af draumórum og fæstir þeirra
fundu sinn farveg en það er ekki sami hátíðleiki
yfir þessu og stundum áður. Þú manst gömlu
þroskasögurnar þar sem allir enduðu í
klaustri.“
Þú nefndir bókmenntirnar. Þær eru nálægar
eins og stundum áður hjá þér; Laxness, Hams-
un og fleiri.
„Já, þessar stóru og miklu bókmenntir og svo
tónlistin sem liggur alltaf í loftinu. Þetta með
Hamsun og Bítlana kristallast dálítið í því sem
mín kynslóð upplifði, hvernig alþýðumenningin
og menningin með stóru M-i renna saman og við
gerum engan greinarmun á, en Hamsun er kap-
ítuli út af fyrir sig. Ég er mest hugfanginn af því
sem kallað er rómantíska tímabilið hjá honum,
frá 1890 til 1900 sem af mörgum er talið hans
blómaskeið, þótt Hamsun eigi sér reyndar mörg
blómaskeið, en þarna skrifar hann þau stórvirki
sem menn eru að lesa enn í dag; Pan, Sult, Vikt-
oríu og Leyndardóma. Það er áhugavert að
hugsa til þess hversu ofboðslega áhrifaríkur
Hamsun er sem höfundur, líklega er hann
áhrifamesti höfundur 20. aldar þegar við horf-
um kalt á málið. Það er erfitt fyrir okkur Íslend-
inga því við höfum alltaf staðið í þeirri meiningu
að Laxness sé öllum fremri en ef maður horfir
sögulega yfir sviðið eru áhrif Hamsuns miklu
meiri.
Laxness er hins vegar minn stærsti áhrifa-
valdur, gríðarlegur, en sumt hjá Hamsun virðist
af einhverjum ástæðum eldast betur en hjá
flestum; það er eitthvert látleysi í textanum og
oft bein frásögn um nánast ekki neitt en samt
fullt af einhverju lífi og lífsspeki.
Maður kynnist sjálfum
sér við að hitta aðra
Einar Már Guðmundsson ferðast í tíma og rúmi í skáldsögunni Passamyndum. Þar segir af hin-
um unga Haraldi, sem áður hefur brugðið fyrir í bókum Einars, einkum Englum alheimsins, en
augljóst að skáldið er sjálft aldrei langt undan og þeir Haraldur náskyldir, svo ekki sé meira sagt.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Krumminn hefur oft leitað ámig,“ segir Aðalsteinn Ás-berg Sigurðsson, sem hef-
ur gert bókina Kvæðið um
Krummaling ásamt myndlist-
armanninum Högna Sigurþórs-
syni. Bókin er kvæðabálkur um
strák sem á krumma að félaga.
„Hrafninn er fugl sem minnir á
sig reglulega og ég tek alltaf eftir
honum ef hann er á sveimi og hef
alltaf gert.“
Tími á nýjar krummavísur
„Ég hef áður samið krummavísur
og var að reyna að ýta þessu frá á
vissan hátt í textanum, en á öðrum
nótum.
Það verður að taka mið af því
sem áður hefur verið gert og til-
heyrir sögunni og þessi bók er í
samhengi við annað. Mér fannst
kominn tími á nýjar krummavísur.
Fyrst var ég að pæla hvort þetta
væri bara gömul lumma en svo
hugsaði ég að það mætti vel halda
áfram og bæta við það sem fyrir er.
Ég reyni að finna nýjan tón og
nýja vídd.
Út fyrir rammann
Þegar ég er að semja efni sem ég
veit innst inni að talar meira til
yngri lesenda finnst mér ég samt
alltaf að vera að tala við eldri les-
endur líka og eiginlega allan skal-
ann. Það er bara barnið í mér sem
er ritstjórinn,“ segir Aðalsteinn
kíminn. „Ég hika heldur ekki við
að nota flókin orð, finnst ekki rétt
að einfalda hlutina um of.“
– En hvað með að myndir bók-
arinnar séu í svona fáum litum?
„Ég held að við Högni séum
báðir þannig stemmdir að við telj-
um ekki rétt að ætla að börn vilji
fremur eitt en annað. Börn eru
bara fólk eins og við og þess vegna
vilja þau ekki eingöngu og alltaf
sterka og æpandi liti. Kannski hafa
þau jafnvel næmari tilfinningu fyr-
ir allri flórunni en við fullorðna
fólkið gerum okkur í hugarlund.
Við erum óhræddir að fara
þangað. Og mér finnst líka mjög
gott að við leyfum okkur að fara
aðeins út fyrir rammann.“
Hver er Krummalingur?
Eins og titill bókarinnar ber með
sér er hún öll í bundnu máli.
„Einu sinni var næstum bannað
að nota rím. Þegar nútímaljóðlistin
eða frjálsa ljóðformið hlaut loksins
hljómgrunn á Íslandi var lítið sem
ekkert pláss fyrir hitt. Það hefur
auðvitað breyst, menn eru víðsýnni
núna og það má vel nota hið hefð-
bundna form. Ég var hins vegar
ekkert endilega búinn að hugsa
það út fyrirfram, þetta efni leitaði
bara þangað og mér fannst það
rétt þegar það var komið. Efnið
kallaði á það,“ segir Aðalsteinn
„Ég hef fundið, þegar ég hef
verið að lesa upp úr bókinni, að
textinn hittir alveg í mark og þegar
maður notar þennan stíl er svolítil
tónlist í því. Einhver spurði hvort
ég ætlaði ekki að semja lag við
textann, en það þarf ekki, lagið er
fólgið í stílnum.“
– En hvað heitir strákurinn?
„Já … ég skil það svolítið eftir
opið.
Er það hann sem heitir Hrafn
eða Krummi? Maður getur ráðið
því. Er hann kallaður Krumma-
lingur, eða er það sjálfur krumm-
inn sem heitir það? Ætli þeir séu
ekki nafnar,“ segir Aðalsteinn Ás-
berg að lokum.
Krummi vildi komast að
Aðalsteinn Ásberg hefur
samið nýjar krummavísur.
Morgunblaðið/Golli
Krummi er kominn
aftur á kreik í nýjum
krummavísum og fal-
legum myndum sem
ná út fyrir rammann.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Ég er ærandi spenntur að
glugga í konseptljóðabókar-
myndlistarverkið hennar
Margrétar Bjarnadóttir Orð-
ið á götunni. Hún hefur verið
að stela setningum á förnum
vegi síðustu ár og skrásett í
þessa bók, hátíð hversdags-
leikans þar sem setningar
sem annars hefðu týnst í tómi
tímans eru nú dæmdar til ei-
lífrar fangavistar á blaði.
Svíablætið mitt hrópar svo
eftir nýjustu bók Jonas Has-
sen Khemiri Allt sem ég man
ekki. Hávaxna skáldið er
skærasta stjarna nýju
sænsku gullaldarkynslóðarinnar. Khemiri
skrifar framúrskarandi krí-
tik á Östermalm dekadensinn
og skapar glænýtt og hress-
andi sjónarhorn á Svíþjóð.
Einn glæsilegasti molinn í
konfektkassa jólabókaflóðs-
ins er Sögur frá Rússlandi.
Nýjar þýðingar Áslaugar
Agnarsdóttir á rússneskum smásögum frá 19.
og 20. öld. Gogol, Turgenev, Tsjékov og Teffí.
Sósíalískt raunsæi, nístandi harmrænn húm-
or og kuldi, allur þessi kuldi. Þetta er það sem
maður kallar menningarlegt hnossgæti.
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Adolf Smári
Unnarsson
Ég hlakka til að lesa Ekki
gleyma mér eftir Kristínu Jó-
hannsdóttur.
Hún fór til náms austur
fyrir járntjald til Leipzig
skömmu áður en múrinn féll.
Sjálf bjó ég vestan megin og
langar alltaf til að vita meira
um austrið. Kristín kynntist manni sem hvarf
skömmu eftir fall múrsins.
Hér hefur Kristín leit …
Vertu ósýnilegur, Flótta-
saga Ishmaels eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur er
mjög áhugaverð saga um
efni sem á brýnt erindi til
okkar. Krist-
ín lagði
mikla vinnu í bókina sem ég
ætla að lesa strax og ég hef
tíma.
Saga Ástu eftir Jón Kal-
man. Hér er á ferðinni fjöl-
skyldu-, skáld-, ástar- og
sveitasaga (Bókatíðindi). Það
verður gaman að sjá hvernig höfundi tekst
til. Sem rithöfundur er ævinlega gaman að
upplifa starfssystkinin takast á við efni bóka
sinna.
Kristín
Steinsdóttir