Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 35
Stuðningsmenn forsetans á þinginu segjast nú loks átta sig á því hvers vegna þrjóskast var svo mjög við, og það mánuðum saman, að afhenda þinginu gögn, þótt það væri lagaskylda. Fyrr- nefndir fjölmiðlar voru af þessu tilefni með ítarlega fréttatíma um það að repúblikanar væru að hamast við að draga úr trúverðugleika rannsóknar Muellers saksóknara. Sú umfjöllun var ekki þvert á stað- reyndir. En bandarískur almenningur fékk ekki raunverulegu fréttirnar á bak við þessa nýju stöðu nema í mýflugumynd. Einnig var reynt að drepa því á dreif, að þarna hefðu verið samankomnir harðir stuðningsmenn frambjóðandans sem tapaði. Nú hefði komið í ljós að þeir sömu höfðu farið fremstir fyrir þeim sem rann- sökuðu tölvupóstamál frú Hillary! Og nú væru þeir á ný helstu áhrifamenn í starfsliði hins sérstaka saksóknara, sem ætti að finna sök hjá Trump um að hafa verið í samsæri með Pútín forseta Rússlands! Ekki verður heldur fullyrt að mikilvægar stað- reyndir hafi verið falsaðar þarna. Ekki beinlínis. Þeim var einfaldlega sleppt af því þær voru svo fjarska óþægilegar fyrir málstaðinn. Það er að því leyti verra en fölsunin að svo erfitt er að koma auga á verknaðinn. Í refsirétti flestra landa eykur það sök ef reynt er að hylma yfir brot sín. Fyrrnefndum fréttamiðlum er næstum ómögulegt að sýna Trump eitthvað sem gæti virst nálgast það að vera örlítið í átt að sanngirni. Og þeim til afsök- unar er það helst, að þeir trúa því einlæglega að Trump geti aldrei gert neitt gott, og sé að auki þjóð- hættulegur maður. Mála allt sínum litum Alla daga slá þessir fjölmiðlar upp neikvæðum frétt- um af Trump. Og það vantar ekki að slíkar eru svo sannarlega til staðar og þarf ekki að búa þær til. Þótt vart sé að trúa því nú, þá voru einnig til lakari og neikvæðari fréttir af heilögum Obama, en þær birtust einfaldlega aldrei. Fréttir sem eru valdar með tilteknu hugarfari eru ekki endilega „falskar,“ þótt gnægð frétta með aðra áferð hefðu ekki síður kallað á umfjöllun. En val úr þeim mikla fjölda frétta sem koma og fara, gefur óvönduðum færi á að fela vilja til mis- notkunar. Að minnsta kosti um hríð. Undanfarnar vikur hafa fjölmargir þekktir fjöl- miðlamenn vestra misstigið sig illa þegar þeir gátu ekki leynt því, að þeir væru í herferð en ekki að flytja fréttir. Nokkrir hafa verið látnir taka pokann sinn, en sumir, býsna frægir fréttahaukar, verið settir í launalaust leyfi í nokkrar vikur til að kæla þá. Það þarf mikið til, því að yfirmönnum þeirra mislíkar ekki áherslurnar heldur eingöngu klaufas- pörkin sem afhjúpuðu þá. Afsakið hlé Stundum geta lítil atvik í fjölmiðlum opnað augu manna fyrir veruleika sem var hulinn. Áhugasamir menn um samtímaumræðu ættu að horfa á nýlegan þátt í sarpi sjónvarpsrásarinnar Hringbraut, þar sem þeir Ögmundur Jónasson og Bogi Ágústsson ræddu m.a. um utanríkismál. Ögmundur er horfinn af „vígvelli“ stjórnmálanna en fylgist áfram mjög vel með. Málið beindist að ástandinu í Evrópusambandinu. Ögmundur lýsti af hógværð alkunnum staðreyndum um þróun þess og það sem helst hefði valdið því svo miklum vandræð- um á síðustu árum. Nefndi hann í því sambandi það sem augljósast er. Það er hversu markvisst Evr- ópusambandið hefur ár frá ári sogað til sín sífellt meira vald frá aðildarríkjunum, sem lið í sam- þjöppun þess. Oft hafa ákafir ESB sinnar bláeygðir sagt þetta vera sögulega nauðsyn. Evrópusam- bandið er eins og reiðhjól, segja þeir, ef það skríður ekki áfram fellur það. Ögmundur minntist sérstaklega á tillögur Schulz, foringja þýskra jafnaðarmanna, um að stefna ætti að því að hafa lokið stofnun Bandaríkja Evrópu árið 2025. Ögmundur minnti einnig á það, sem alkunna er, að mjög margir áhrifamenn töldu evruna ekki ganga upp nema að „Seðlabanki Evrópu“ hefði refsivönd yfir peningamálum landanna og fjármál og skattamál ríkjanna lytu einni stjórn í Brussel. Þessu hefur enginn málsmetandi fulltrúi ESB neitað árum saman. Þá greip fréttamaðurinn, gam- all kollegi Ögmundar af „RÚV“, ákafur inn í. Fór- ust honum orð á þessa leið: Þetta væri ekki rétt. Slíkar hugmyndir væru óraunsæjar og það hefði enginn áhugi verið á slíku síðan 1993! Ekki skal frekar vitnað til annarra orða hans í sömu veru. Það er auðvitað ekki útilokað að fréttamaðurinn hafi verið í löngu fríi, en þó varla í aldarfjórðung, eða þá að hann hafi týnt lesgleraugunum sínum snemma á þessum tíma. Hinn nýi forseti Frakklands hefur haldið fjöl- menna fréttamannafundi, boðað ráðstefnur sem snúast allar um það að „bjarga Evrópusamband- inu“. Allt snýst það um að auka miðstýringu sam- bandsins á kostnað aðildarríkjanna. Svipta ber að- ildarríkin fjárstjórnarvaldi og efla miðstjórnina í Brussel um allan helming. Ríki sem ekki ræður stjórn eigin fjármála er ekki lengur sjálfstætt ríki. Það gildir sama um það og einstakling sem sviptur er fjárforræði. Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýska- lands, sem nú er forseti þýska þingsins, hefur lengi talað fyrir þessu sama. ESB hefur nú nýlega sam- þykkt sameiginlegt hernaðarsamstarf í álfunni, sem gekk ekki á meðan Bretar voru virkir innan borðs. Þeir sem hafa undrast hve margt í fréttum Ríkis- útvarpsins er úr takti við tilveruna almennt fá þarna einkennilega ábendingu um að ekki sé allt með felldu. Þetta ástand er sem sagt ekki viljandi og þess vegna er aldrei beðist afsökunar á einu né neinu. Ekki einu sinni á því, að hafa útvarpað hvatningum um að atlaga yrði gerð að nafngreindum ein- staklingum og þar sem heimilisfang fjölskyldu þeirra var birt til að auðvelda ódæðið. Ríkisútvarpið hefur margoft bent á að þeim séu mörgu milljarðarnir naumt skammtaðir frá al- menningi. Sú virðist ástæðan fyrir því að frétta- öflun hafi lent í „örstuttu hléi,“ nokkrum árum fyrir síðustu aldamót og að það standi enn. Það gæti margt verið verra. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.