Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 41
17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Ég var að lesa Smartís eftir Gerði
Kristnýju. Af því við erum á svip-
uðum aldri þá var svolítil nostalgía
að lesa hana, maður var kominn
aftur í unglingsárin. Þetta var mjög
skemmtilegt og ég
naut þess að lesa hana,
las hana hægt.
Ég er að glugga í
Ársrit sögufélags Ís-
firðinga, en að lesa
Ekkjuna eftir Fionu
Barton. Það er svolítið sérstök bók,
ég fer hægt í gegnum hana. Ég les
krimma vegna þess að þeir eru svo
fljótlesnir, en sæki meira í eitthvað
fræðilegs eðlis. Krimmar eru
skyndibitar, en sumir
eru með kjöt á bein-
unum, eitthvað sögu-
legt í kring eða um-
hverfið. Sérstaklega ef
maður les íslenska
krimma, það er oft
mjög gaman.
Svo er ég að bíða
eftir bókum, bíð eftir
Sakramentinu eftir
Ólaf Jóhann Ólafsson
og svo er ég að bíða
eftir Ekki vera sár eft-
ir Kristínu Steins-
dóttur, langar rosa-
lega að lesa þær báðar, sérstaklega
Ekki vera sár, það var svo gaman
að heyra Kristínu tala um hana.
Margrét
Sigurgeirsdóttir
Margrét Sigurgeirsdóttir er for-
stöðumaður Bókasafns Garðabæjar.
Refurinn er fjórði reyfari
Sólveigar Pálsdóttur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
BÓKSALA 4.-10. DESEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Myrkrið veit Arnaldur Indriðason
2 Gatið Yrsa Sigurðardóttir
3 Amma best Gunnar Helgason
4 Þitt eigið ævintýri Ævar Þór Benediktsson
5 Heima Sólrún Diego
6 Útkall, Reiðarslag í Eyjum Óttar Sveinsson
7 Mistur Ragnar Jónasson
8 Sakramentið Ólafur Jóhann Ólafsson
9 Sönglögin okkar Ýmsir/Jón Ólafsson
10 Saga Ástu Jón Kalman Stefánsson
11 Syndafallið Mikael Torfason
12 Jól með Láru Birgitta Haukdal
13 Skuggarnir Stefán Máni
14 Henri hittir í mark Þorgrímur Þráinsson
15 Blóðug jörð Vilborg Davíðsdóttir
16 Jólalitabókin
17 Til orrustu frá Íslandi Illugi Jökulsson
18 Þúsund kossar - Jóga Jón Gnarr
19 Flóttinn hans afa David Walliams
20 Rúna - Örlagasaga Sigmundur Ernir Rúnarsson
Allar bækur
MIG LANGAR
AÐ LESA
„Við erum með fullt af gaman-
sögum sem tengjast dauðanum, sem
hljómar eins og það sé mótsögn, en
lífið er skemmtilegt. Þetta er tilfinn-
ingaþrungin saga í bland við ævin-
týri. Það er gaman að segja frá því
að kannski finnst einhverjum ævin-
týrið með eldflaugina langsótt, en
hugmyndin byggist á því að bróðir
minn skaut upp fyrstu eldflauginni
hér á landi fyrir ellefu árum, þá tutt-
ugu ára gamall. Eldflaug sem hann
smíðaði með vinum sínum í Músík og
mótor í Hafnarfirði. Mikið af því sem
gerist varðandi eldflaugina í bókinni
er hlutir sem gerðust hjá þeim eins
og þegar mótorinn springur. Það
var rosa ævintýri og mér hefur alltaf
fundist það svo merkilegt að svona
ungir strákar geti átt draum sem
þeir framkvæma. Hann hjálpaði
okkur með flaugina. Hún er að
mörgu leyti eins en við þurftum að
láta okkar flaug fara hærra og hann
hjálpaði mér með hverju þurfti að
breyta því hans flaug fór tvo kíló-
metra, en þessi fer þrjátíu.“
arnim@mbl.is
Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson, höfundar Ferðarinnar til Mars, hafa
skrifað saman kvikyndahandrit, leikrit og skáldsögur.
Morgunblaðið/RAX
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Jón Kristinn
Sími: 569 1180 jonkr@mbl.is
Í blaðinu verður kynnt fullt
af þeim möguleikum sem
í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og
bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 föstudaginn 22. desember
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. janúar 2018
Heilsa& lífsstíll
SÉRBLAÐ