Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 33
alla eyjuna, hvort heldur sem er listaverk, arkitektúr eða í um- hverfisvernd. Þrátt fyrir að Íslendingar séu vanir því að sjá landslag sem er mótað af eldgosum þá er samt ómissandi að skoða Timanfaya National Park, þó ekki nema væri einungis til að skoða hvað íbúar Lanzarote (undir áhrifum Césars) hafa verið hugmyndaríkir í að nota landslagið til að auka ferðaþjón- ustu. Hreinar og náttúrulegar strendur Fuerteventura er næststærsta eyjan í Kanaríeyjunum og í dag eru um 75 þúsund manns sem búa á eyjunni. Á Fuerteventura má finna ógrynni af ströndum en eyjan er þekkt fyrir að vera með stærstu strendurnar af öllum Kan- aríeyjunum, alls um 150 kílómetra. Strendurnar á Fuerteventura er líka náttúrulegar, hreinar og margar hverjar einstaklega fallegar. Svo mikið er af ströndum þar að heimamenn tala um að ef þú kemur að strönd og einhver er þar fyrir, þá sýnirðu honum þá virðingu að fara á næstu strönd. Það er sem sagt nóg af ströndum fyrir alla. Fyrir þá sem hafa áhuga á brimbrettum eða öðrum vatns- íþróttum er Fuerteventura draumastaður því þar eru langir sólardagar, vindasamt á köflum og öldur sem geta náð allt að tveggja metra hæð. Eins og margar hinar eyjarnar er hér líka gott að hreyfa sig og því mikið um hjólastíga og gönguleiðir. Það er sérstakt að aka um Fuerteventura, á köflum lítur eyjan út eins og eyðimörk, oft má sjá landslag sem minnir mjög á Ísland og með reglulega millibili má sjá eitthvað stórfenglegt, líkt og Cofete-ströndina. Sem ferða- maður á Fuerteventura er senni- lega best að tileinka sér orð eins heimamannsins sem sagði: „Á Fuerteventura ætti maður alltaf að ganga eða aka aðeins lengra en maður ætlaði sér því það er alltaf eitthvað spennandi hand- an við hornið.“ metrar að stærð. Þar búa einungis um 86 þúsund manns og þar af búa 18 þúsund í höfuðborginni, Santa Cruz. La Palma er oft kölluð því einfalda og heiðarlega nafni Fallega eyjan, sem er til- komið vegna landslagsins. Eyjan er skógi vaxin og græn eftir því, á henni má finna margar skemmti- legar strendur auk þess sem stjörnurnar leika á himninum á kvöldin. Raunar er eyjan þekkt fyrir að vera einn af bestu stöð- unum í heiminum til að skoða stjörnur og á hæsta punkti eyj- unnar, 2400 metra yfir sjávarmáli, má finna Rogue de los Muchachos sem er kjörinn staður til að skoða stjörnurnar. La Palma er friðsæl eyja og á einhvern hátt er nægjanlegt að ganga þar um til að finna vellíðan og ró færast yfir sál og líkama. Þó er nóg um að vera þar, þetta er frekar einhvers konar menning og andrúmsloft sem er afslappandi. Segja má að La Palma sé para- dís göngugarpsins því þar má finna vel merktar gönguleiðir um alla eyjuna. Samtals eru göngu- leiðirnar um 1000 kílómetrar en hægt er að finna leiðir sem eru innan við 10 kílómetrar, dagsferðir sem og gönguleiðir sem taka nokkra daga. Þá er líka mjög skemmtilegt að skoða eyjuna á fjallahjólum og þónokkrar leiðir sem henta til þess. Hvít hús með grænum þökum Það er hægt að sitja í bíl daglangt á Lanzarote og virða fyrir sér landslagið. Oft er það keimlíkt Íslandi en þó er gaman að sjá hvernig íbúar Lanzarote hafa unn- ið með það sem þeir hafa. Þar má til dæmis engin bygging vera hærri en sjö hæðir, öll hús eiga að vera hvít eða ljós, það má velja þrjá liti á þök og gluggahlera og svo er strangt bann lagt við auglýsingaskiltum við vegi. Mjög fá umferðarljós eru á eyjunni en þónokkuð um hringtorg og á mörgum þeirra má sjá vind- listaverk eftir César Manrique. Raunar má sjá áhrif Césars um 17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 „Í fyrsta lagi er það vitanlega veðráttan, að geta komið hingað um miðjan vetur á Íslandi og það eru yfirgnæfandi líkur á að það sé yfir 20 gráða hiti og sól. Það er svo gott að koma hingað til að stytta vetrartímann heima og slaka á til að takast á við restina af vetrinum,“ segir Fjalar Ólafsson að- spurður hvers vegna fólk ætti að fara til La Palma en hann og Jóhann Freyr Björgvinsson eru far- arstjórar Heimsferða þar. „Það eru margir sem fara alltaf til Tenerife en það er svo gaman að fara til hinna eyjanna,“ segir Jóhann og bætir við að þess vegna finnist honum svo mikilvægt að Heims- ferðir séu með ferðir á fleiri eyjar en Tenerife. „Eyjarnar eru allar svo ólíkar að í raun er þetta bara eins og heimsálfa. Það er gaman að upplifa nýja staði því það er ólík menning á eyjunum og svo er mun betra verðlag á þeim heldur en á Te- nerife. Svo er landslagið svo ólíkt, allt eftir því á hvaða eyju þú ert.“ Gefandi starf Fjalar og Jóhann hafa búið á Tenerife í fimm ár og unnið sem fararstjórar í átta ár. Þeir tala um að það sé mjög skemmtilegt að vera fararstjóri en það geti verið erfitt á köflum. „Þetta er mjög gef- andi starf því það er alltaf eitthvað að gerast og maður er alltaf að hitta nýtt fólk,“ segir Fjalar og Jóhann bætir við að sem fararstjórar verði þeir að taka þátt í öllu og kunna allt. „Það er sama hvað gerist, þú verður að fara inn í aðstæðurnar og hafa bæði vitsmuni og þroska til að takast á við þær.“ Ferðast öðruvísi en áður Jóhann og Fjalar viðurkenna að eftir að þeir urðu fararstjórar þá ferðist þeir sjálfir allt öðruvísi. „Við ferðumst alltaf svolítið með vinnuna í huga og maður skoðar staði á annan hátt,“ segir Fjalar. Jó- hann tekur undir það og bætir við að þeir verði gagnrýnni á ferðalögunum og velti mikið fyrir sér hvernig viðkomandi staður sé sem áfangastaður. „En það er rosalega gott að vera hérna. Lífsstíllinn er skemmtilegur og svo er lítið um stress og læti hér.“ FARARSTJÓRAR HJÁ HEIMSFERÐUM Fjalar Ólafsson og Jóhann Freyr Björgvinsson verða fararstjórar hjá Heimsferðum til Kanaríeyja eftir áramót. Ódýrara en á Tenerife Að mörgu leyti má segja að listamaðurinn César Manrique sé nokkurs konar faðir Lanza- rote en hann fæddist þar árið 1919. Eyjan átti eftir að hafa gríðarlega mikil áhrif á líf hans og starf og ekki síður hafði hann áhrif á eyjuna og framtíð henn- ar. Eftir að hafa ferðast um heiminn flutti César aftur heim til Lanzarote 1966 en þá var ný- byrjað að þróa ferðaiðnaðinn á eyjunni. Cézar stuðlaði að því að komið yrði á módeli þar sem byggt yrði á sjálfbærni og nátt- úruauðlindir sem og menning- ararfur Lanzarote yrðu vernd- uð. Þetta var mjög framsækin hugmyndafræði á þessum tíma en César óttaðist að Lanzarote myndi verða kaffærð af ferða- iðnaðinum ef ekki yrði gripið í taumana. Með góðri aðstoð tókst César að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd og má sjá áhrif hans víða á Lanzarote. Þar er til dæmis bannað að byggja hús sem er hærra en sjö hæðir og eins eru stór auglýsingaspjöld við vegi bönnuð. Þannig var César í stöðugri baráttu við alla sem leituðust við að grafa undan eða veikja náttúrlega fegurð Lanzarote enda leit hann á Lanzarote sem listaverk. Á Lanzarote eru tvö söfn helguð César og er sérstaklega áhugavert að skoða Volcano House en það er einstök bygg- ing sem er byggð inn í hraunið. CÉSAR MANRIQUE Framsækinn og áhrifamikill TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA BRUNNA Í AFRÍKU ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK! SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ - greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr. - hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr. - leggja til framlag á framlag.is - gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is - leggja inn á söfnunarreikning okkar 0334-26-50886, kt. 450670-0499 PIPAR\TBW A -SÍA -165297

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.