Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Síða 39
17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Jólastund í bókahorninu á Kex á
morgun, sunnudag, kl. 13. Yndisleg
fjölskylduskemmtun þar sem rit-
höfundar mæta og lesa upp úr nýj-
um barnabókum sínum. Þá koma
jólasveinar til að skemmta og syngja.
Bjartmar Guð-
laugsson verður
með tónleika á
Kaffihúsi Bakka-
bræðra á Dalvík í
kvöld, laugardag, kl.
21. Þar flytur hann
nokkur lög af nýju
plötu sinni, Blárri
nótt, sem væntanleg
er á næstu dögum auk
þes sem gömul lög og
skemmtilegar sögur
fylgja með.
Tónlistarmennirnir og hljóðfæra-
smiðirnir Halldór Eldjárn,
ROSYAN og hópurinn Owl
Project koma fram á tónleikum í
Mengi annað kvöld, sunnudag,
klukkan 21.
Upplestraröð Gljúfrasteins lýkur á
morgun, sunnudag, kl. 16. Skáldin
Einar Már Guðmundsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Kött Grá Pje og
Bergþóra Snæbjörnsdóttir lesa upp
úr verkum sínum í stofu skáldsins.
Ástralska myndlistarkonan
Amanda Marsh verður með sýn-
inguna Styrkleika í Deiglunni á Ak-
ureyri um helgina. Sýningin er opin
frá kl. 14 til 17 í dag, laugardag, og á
sama tíma sunnudaginn 17. des.
Árlegir Jólasöngvar KórsLangholtskirkju fara framum helgina en tónleikarnar
hafa verið haldnir sleitulaust í fjöru-
tíu ár. Lengst af söng kórinn undir
stjórn Jóns Stefánssonar heitins en
nú hafa organistarnir Þorvaldur Örn
Davíðsson og Magnús Ragnarsson
tekið við keflinu. Magnús tók við
sem organisti núna í haust en hann
þekkir vel til kórsins. „Ég var þarna
í kórnum á sínum tíma, söng með
þeim þegar ég var 19 ára, árið 1994,
þangað til ég flutti til Svíþjóðar árið
2001 og fór í organista- og kórstjór-
anám,“ segir Magnús.
Sungið undir berum himni
Fyrstu Jólasöngvarnir voru í Landa-
kotskirkju árið 1978 en fyrstu tón-
leikarnir í Langholtskirkju voru
haldnir í kirkjuskipinu 1980 áður en
gler var komið í kirkjuna. Fóru tón-
leikarnir fram í tíu stiga frosti og
ganga enn undir heitinu „vettlinga-
tónleikarnir“ í minningunni. „Það
var svo kalt að allir voru með vett-
linga og sungu í úlpunum með trefl-
ana. Gestum var svo boðið inn í safn-
aðarheimili í hléinu og þar var boðið
upp á heitt súkkulaði. Sú hefð hefur
haldist,“ segir Magnús.
Haldið í hefðir að mestu
Spurður hvort hann muni breyta
einhverjum hefðum á dagskrá tón-
leikanna segir Magnús það vera erf-
itt að halda ekki í hefðirnar en þó
gaman að breyta eitthvað til. „Það er
nefnilega gríðarlega erfitt að velja á
svona prógramm. Ég hef verið að
spyrja kórfélagana um það hverju
megi alls ekki sleppa í dagskránni en
svo langar mann líka aðeins að
breyta til. Ég myndi segja að einn
þriðji af verkunum væri eitthvað
nýtt,“ segir Magnús en reynsla hans
af jólatónleikum kemur sér vel í vali
á dagskrá. „Ég hef haldið svo marga
jólatónleika. Þá velur maður það
sem maður veit að virkar vel, sem er
blanda af hátíðleika og fegurð en
líka eitthvað hresst og skemmti-
legt.“
Í tilefni af fertugsafmæli Jóla-
söngva syngur Graduale Nobili með
kór Langholtskirkju í ár en venjan
er að Gradualekórinn syngi á tón-
leikunum. Einsöngvarar eru Þóra
Einarsdóttir sópran og Kristinn Sig-
mundsson bassi. Fyrri tónleika helg-
arinnar verða í kvöld, laugardag, kl.
21 og þeir seinni á morgun, sunnu-
dag, kl. 17.
Kór Langholtskirkju hefur verið við stífar æfingar fyrir tónleikana. Einbeitingin
var mikil þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á æfingu fyrr í vikunni.
Morgunblaðið/Hari
Jólasöngvar
fagna 40 árum
Jólasöngvar kórs Langholtskirkju fagna fertugs-
afmæli sínu um helgina. Í ár syngur Graduale
Nobili-kórinn með og sjá þau Þóra Einarsdóttir og
Kristinn Sigmundsson um einsöng.
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is
Magnús Ragnarssonar kórstjórnandi.
MÆLT MEÐ
Ein öflugustu meltingarensím
ámarkaðnum í dag
l Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
l Betri melting, meiri orka!
l Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase).
l Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.
l 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna.
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og Fræinu Fjarðarkaupum.
„Ég hef haft psoriasis gigt í meira en tuttugu ár og hef tekið töluvert af lyfjum þess vegna.
Fyrir nokkrum árum fór ég að eiga við magavandamál að stríða sem eru líklegast tilkomin
vegna lyfjanotkunar en fyrir utan magaónot og uppþembu var ég alltaf þreytt og orkulaus.
Ég hef prófað svo margt gegnum tíðina en fundið lítinn mun, þar til ég kynntist Enzymedica
ensímunum. Þvílíkur munur og það besta er að ég fannmuninn strax. Ég er ekki lengur
útblásin eftir máltíðir, hægðir urðu fljótt reglulegar, orkan margfaldaðist og ég er ekki að
kljást við magavandamál lengur.“
Anna Gréta
Ekki lengur útblásin eftir máltíðir!
Digest Gold
Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem
loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Einfaldlega
hollt og gott
snakk