Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 LESBÓK MÁLMUR Ronnie James Dio var mikill áhugamaður um töfra og sumir halda því meira að segja fram að hann hafi sjálfur verið rammgöldróttur. En að hann ætti eftir að birtast á sviði sjö árum eftir andlát sitt, því hefði Dio varla getað spáð sjálfur. Það er eigi að síður stað- reyndin en heimstúrnum „Dio snýr aftur“ var hrint af stokkunum fyrr í þessum mánuði. Þar treður söngv- arinn, eða öllu heldur heilmynd af honum, upp ásamt gömlum félögum úr málmbandinu Dio, sem allir eru sprelllifandi, og tekur öll sín vinsælustu lög. Já, nútíma- tæknin lætur ekki að sér hæða. Um er að ræða gamlar tónleikaupptökur af Dio að syngja og mun túrinn teygja anga sína vítt og breitt um heiminn á komandi misserum og til að mynda er von á Dio til Skandinavíu á næsta ári. Á svið eftir dauðann Ronnie James Dio Heilmynd KVIKMYNDIR Ástæðan fyrir því að banda- ríska kvikmyndaleikkonan Jodie Foster er frábrugðin öðrum leikurum er sú að hún hef- ur aldrei haft persónuleika leikarans. Þetta er niðurstaða hennar sjálfrar í nýlegu viðtali við breska blaðið The Guardian. „Ég fæddist ekki með þann persónuleika. Hefði ég orðið betri lögfræðingur? Mögulega. Persónuleiki minn er sniðinn að öðru en því að leika,“ seg- ir Foster í viðtalinu. Hún hefur mest fengist við leikstjórn undanfarin ár og kveðst hvorki gera það til að verða vinsælasti né hæst laun- aði leikstjórinn, heldur hafi hún einfaldlega metnað til að vera höfundur að listaverki. Ekki með persónuleika leikarans Jodie Foster hefur notið velgengni í starfi. AFP Úr kvikmyndinni Þjóðhátíðarballinu. Finnsk fyndni RÚV Ríkissjónvarpið er í finnskum gír núna á aðventunni enda tilefnið ærið, hundrað ára sjálfstæðis- afmæli þessarar frændþjóðar okk- ar. Í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 22.05 er á dagskrá gamanmyndin Þjóðhátíðarballið. Hún fjallar um heimspeking sem er boðið á þjóð- hátíðarball finnska forsetans í Hels- inki. Hann er staddur í Lapplandi svo fram undan er 1.200 km langt ferðalag í gegnum gjörvallt landið. Leikstjóri er Tapio Piirainen. STÖÐ 2 Lokaþátt- urinn í röðinni Snapparar í umsjá Lóu Pind er á dag- skrá í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Í þáttunum gægist hún inn í heim sem er hul- inn mörgum Ís- lendingum, heim sem er fullur af snapchatstjörnum sem geta varla skotist í Kringluna fyrir aðdáend- um sem vilja eiginhandaráritanir eða sjálfur. Við kynnumst alls kon- ar snöppurum; þeirra á meðal Manúelu Ósk, Binna Glee, Ernu Kristínu, Thelmu sjúkraliða, Hrefnu Líf, Evu Ruzu, Sigrúnu Sig- urpáls og Binna Löve, sem finnst ekkert að því að koma nakinn fram. Snapparar Lóa Pind SJÓNVARP SÍMANS Kynferðis- glæpir og kynferðisleg áreitni hafa sjaldan verið meira í brennidepli en undanfarnar vikur. Í því samhengi er þátturinn Law & Order: Special Victims Unit sem Sjónvarp Símans sýnir á sunnudagskvöldum kl. 21 athyglisvert innlegg í umræðuna enda þótt um skálduð sakamál sé að ræða. Þar er einmitt glímt við kyn- ferðisglæpi. Mariska Hargitay leikur í þáttunum. Kynferðisglæpir Gary Oldman hefur fengiðglimrandi dóma fyrir túlk-un sína á Winston Church- ill í kvikmynd Joes Wrights, Dark- est Hour, sem frumsýnd var fyrr á þessu hausti og þykir líklegur til að gera atlögu að Óskarsverðlaun- unum í vor enda þótt tilnefningar liggi enn ekki fyrir. Fyrirfram hefði manni ekki þótt Oldman sennilegur til að hreppa hlutverk Churchills þó ekki væri nema fyrir þær sakir að hann líkist hinum goðsagnakennda forsætis- ráðherra og stríðshetju ekki hið minnsta í útliti. Svo virðist sem far- inn hafi verið millivegur í þeim efn- um en gagnrýnendur hafa bent á, að Oldman líkist í raun hvorugum í myndinni, hvorki Churchill né sjálf- um sér. Styrkur frammistöðu Old- mans þykir heldur ekki liggja í því hversu vel hann „hermir“ eftir Churchill, heldur hversu sannfær- andi karakterinn er í meðförum hans. Hann gýs eins og Strokkur eina stundina en sekkur í fen dep- urðar þá næstu. Það er einmitt málið; fátt er fengið með því að láta leikara líkjast raunverulegri manneskju ef ekkert annað er á bak við persónusköpunina. Þarna sá Oldman sér sannarlega leik á borði og þykir hafa gert hlutverk, sem svo ótalmargir aðrir hafa spreytt sig á gegnum tíðina, al- gjörlega að sínu. Það er svo margt skrýtið í kýr- hausnum; hefði það til dæmis flögr- að að manni, þegar maður var í makindum að horfa á Sid & Nancy um níunda áratuginn miðjan, að leikarinn, sem túlkaði hinn sjónum- hrygga en últrakúl yfirpönkara Sid Vicious, ætti einhvern tíma eftir að leika Winston Churchill? Varla! Alltént bauð holdafarið ekki upp á þær vangaveltur en sem frægt er var Oldman lagður inn á spítala eftir að hafa grennt sig ótæpilega fyrir hlutverk Vicious. Sá var þessi magra týpa að upplagi og ekki var lífernið til þess fallið að hlaða í holdið. Vicious var forfallinn eitur- lyfjafíkill, sem varð honum loks að fjörtjóni, þegar hann var aðeins 21 árs gamall. Grunaður um morð Kærasta hans, Nancy Spungen, var þá þegar látin. Myrt skömmu áður af Vicious, eða ekki. Hann var all- tént handtekinn grunaður um verknaðinn en sleppt lausum gegn tryggingu og lést áður en tóm gafst til að rétta yfir honum. Flest bend- ir til þess að Vicious hafi ekki haft grænan grun um það sjálfur hvort hann réð Spungen bana eður ei. Munið þið annars hver fór með hlutverk Nancy í myndinni? Jú, bandaríska leikkonan Chloe Webb, sem sennilega er þekktust í seinni tíð fyrir að leika mömmuna í hinum óborganlegu sjónvarpsþáttum Shameless, Monicu Gallagher. Það eru ekki bara Vicious og Churchill, Gary Oldman er frægur fyrir að verða að viðgangsefnum sínum gegnum tíðina. Hefur orðið „kameljón“ oftar en ekki verið not- að í þessu sambandi. Þar býr Old- man vitaskuld vel að menntun sinni sem sviðsleikari, auk brennandi áhuga og metnaði fyrir starfinu. Þykir Oldman eiga fáa sína líka. Og talandi um sögulegar persón- ur þá muna eflaust margir eftir Oldman sem Lee Harvey Oswald í mynd Olivers Stones, JFK, frá árinu 1991. Stone var ekki á því að gera leikaranum hlutverkið auð- veldara sem varð til þess að hann lagðist sjálfur í rannsóknir; fór meðal annars á fund ekkju Os- walds og dætra hennar. Oldman er einnig ógleymanlegur sem Ludwig van Beethoven í Immortal Beloved eftir Bernard Rose frá 1994. Hvað verður það næst? Donald Trump? Gary Oldman eins og hann lítur alla jafna út. AFP Gary Oldman fæddist í Lund- únum 21. mars 1958 og verð- ur því sextugur á næsta ári. Faðir hans var sjómaður sem yfirgaf fjölskylduna þegar Oldman var aðeins sjö ára. Hann lærði ungur á píanó og söng en lagði tónlistina á hilluna til að eltast við leik- listargyðjuna eftir að hafa séð Malcolm McDowell í The Raging Moon árið 1971. Oldman er mikill áhuga- maður um knattspyrnu og styður sitt hverfislið í Lund- únum, Millwall, en hermt er að faðir hans hafi leikið fá- eina leiki fyrir félagið rétt eftir seinna stríð. Oldman hef- ur einnig taugar til Manchester United sem rekja má til dálætis hans á George heitnum Best. Dáist að Best og McDowell Oldman í hlut- verki Sid Vicious. Kameljón kvikmyndanna Enski leikarinn Gary Oldman er frægur fyrir að bregða sér í allra kvikinda líki á tjaldinu og raunveru- legar persónur virðast liggja einkar vel fyrir honum, allt frá Sid Vicious að Winston gamla Churchill. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Gary Oldman sem Winston Churchill í Darkest Hour.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.