Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 16
hversu flókið þetta yrði, sem betur fer. Þegar ég var að skrifa handritið hugsaði ég með mér að þetta væri nú frekar einfalt í vinnslu; tvær konur, strákur og köttur, ekkert mál!“ Kristín: „Einhvern tímann heyrði ég að það væri miklu erfiðara að leika með börnum í senum, og svo enn erfiðara þegar dýr bæt- ast við, þarna vorum við með bæði. Ekki það, það var ótrúleg gæfa hvað Patrik er frábær, það var eins og að leika með atvinnumann- eskju. En það var stórfurðuleg upplifun að geta ekki haldið áfram með tökur því kött- urinn var ekki tilbúinn. Vildi ekki koma und- an sætinu í bílnum og maður beið í skíta- kulda eftir þessu krútti.“ Ísold: „Stundum voru 40 manns að bíða eftir því að kötturinn færi milli staða a og b sem er dýrt spaug. Patrik var bara átta ára þegar við tókum myndina upp en hann var ótrúlega fær og mætti alltaf með textann á hreinu. Hann minnti okkur líka á að ákveðnir leikmunir yrðu að vera með næstu senu því þeir hefðu verið í þeirri fyrri.“ Kristín Þóra: „Hann sagði einu sinni við mig; Finnst þér leiðinlegt að bíða? Ég svar- aði að já, stundum væri það leiðinlegt. Hann svaraði að bragði: „Já, en það er bara hluti af því að vera leikari, Kristín.““ Var ekkert áhyggjuefni að myndin myndi ekki tala inn í umræðu dagsins í dag, þar sem þú hófst vinnu við handritið fyrir fimm árum? Og hvernig kviknaði hugmyndin upp- haflega? Ísold: „Jú, ég hef stundum haft áhyggjur, í þessu ferli, að þegar að frumsýningu kæmi ætti myndin ekki lengur erindi. En umræðan um hælisleitendur hefur bara vaxið og er orðin mikilvægari ef eitthvað er. Ég hef alltaf fylgst vel með þessu málum og gerðist svo sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og varð svokallaður félagsvinur konu frá Úganda sem var hælisleitandi. Við fórum saman á kaffihús og hún sagði mér sögu sína. Ég fékk yfir mig þá tilfinningu að ég yrði hreinlega að fjalla um þessar hörmulegu aðstæður, fólk sem er hér í löngu limbói að bíða eftir því að ann- aðhvort komast eitthvað annað eða fá að vera hér áfram. Líf þeirra er svo furðulegt því þau geta ekki búið sér til líf, þau mega ekki vinna og fá það eina hlutverk í lífinu að bíða eftir að úrskurðað er um örlög þeirra. Á þessum tíma var ég að skrifa kvik- myndahandrit um móður á Reykjanesi sem átti undir högg að sækja en fæ þarna þá til- finningu að verða að tengja þá sögu saman við sögu konu sem verður strandaglópur á Íslandi. Það var áskorun þar sem ég varð að finna söguþráðinn og hvernig þær gætu haft áhrif á líf hvor annarrar en þetta bauð upp á svo margt átakanlegt. Hvernig til dæmis ís- lensk einstæð móðir í harkinu geti stjórnað örlögum annarrar manneskju. Það er svo fjarstæðukennt að hún sé í slíkri valdastöðu, kona sem hafði aldrei stjórnað neinu.“ Hvernig bjóstu þig undir hlutverk Láru? Kristín Þóra: „Ég horfði á mikið af bíó- myndum, hlustaði á hlaðvörp um konur sem hafa verið að glíma við fíkn og fátækt og eru að reyna að byggja upp líf sitt. Lára er að reyna að koma undir sig fótunum aftur eftir að hafa verið í neyslu. Hún er að glíma við gríðarlega fátækt, fortíð sem setur strik í reikninginn og svo það að öðlast trú á sjálfri sér og fá aðra til að trúa á sig. Hennar raun- veruleiki er allt annar en mörg okkar þekkj- um en því miður hefur maður áhyggjur af því að bilið milli þjóðfélagshópa sé að aukast, að fátækt og ójöfnuður í samfélaginu sé að aukast og það er ekkert grín. Fyrst og fremst fannst mér ég þó vera að búa mig undir hlutverk móður sem er að reyna að gera það besta fyrir barnið sitt. Við erum báðar í þeirri stöðu við Babetida í myndinni, mæður sem glíma við fordóma ut- an frá. Þær sjá eitthvað í hvor annarri og það er mikil fegurð í því, án þess að maður vilji segja of mikið um söguþráðinn. Við Babetida vildum báðar sýna baráttueðli karaktera okk- ar og sagan heldur vel utan um það.“ Ísold: „Það er mikill léttir þegar maður er ekki lengur guðinn í því að búa til karakter- inn, þegar aðrir taka við og leikkonan fer að lesa handritið og setja sig inn í persónuna og bæta einhverju við frá eigin brjósti. Það er ótrúlega frelsandi því þá ber ég ekki lengur bara ein ábyrgð, álagið minnkar á mér. Allt í VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Ísold Uggadóttir fæddist árið 1975 og ólst upp í Reykjavík, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Foreldrar hennar eru Uggi Agnarsson læknir og Margrét Guðnadóttir listakona en Ísold á ekki langt að sækja hæfileika og fyrirmyndir á ritvellinum, afi hennar var leikritaskáldið Agnar Þórðarson og stjúpafi, Geir Kristjánsson, rithöfundur og þýðandi. Ísold flutti til New York 26 ára gömul og hóf nám hjá Tisch School of the Arts í Interactive Telecommunications. Því námi lauk hún á tveim- ur árum og hóf þá störf við klippingu heimildamynda hjá Partisan Pict- ures í New York. Árið 2005 leikstýrði hún sinni fyrstu stuttmynd, Góðum gestum, sem hún var m.a. tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir og valdi Sundance-kvikmyndahá- tíðin myndina í stuttmyndaflokk. Árið 2008 hóf Ísold meistaranám í handritagerð og leikstjórn í Columbia-háskólanum og tveimur árum síðar fékk hún önnur Edduverðlaun, fyrir stuttmyndina Njálsgötu. Hún fékk einnig Edduverðlaun fyrir stuttmyndina Clean en það sama ár, 2011, útskrifaðist hún úr Columbia. Fjórða stuttmynd Ísoldar, Útrás Reykjavík, var tilnefnd til Edduverð- launa og var m.a. valin til sýningar á MoMA-listasafninu í New York. Nýjasta mynd hennar, Andið eðlilega, var fyrst kynnt til leiks á framleiðslumessu í Noregi en Kvikmyndamiðstöð Íslands, Hlaðvarpinn-Menningarsjóður kvenna og Kvik- myndasjóðir Svíþjóðar og Belgíu hafa styrkt myndina. Ísold sjálf Ísold Uggadóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.