Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 48
SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2017
Hermt er að tímarnir breytist
og mennirnir með. Það á ekki
við um jólastressið, ef marka
má skrif Velvakanda í Morg-
unblaðinu fyrir réttum fimmtíu
árum, viku fyrir aðfangadag.
„Nú líða dagarnir svo fljótt,
að fólk hefur varla við. Börnin
telja þá að vísu, að yfirbragð
borgarinnar beri það með sér
að fólk sé að komast í tíma-
þröng með allt, sem það hefur
að gera. Mikil ös hefur verið í
pósthúsinu sl. viku og í verzl-
unum má einnig glöggt sjá þess
merki, að tími jólakauptíðar fer
að komast í algleyming.“
Í búðum, sem Velvakandi leit
inn í fyrir þessa helgi var margt
manna og auðséð að flestir
voru þegar farnir að glíma við
það mikla vandamál, hvað þeir
ættu að gefa vinum sínum í
jólagjöf. „Það er ekki erf-
iðislaust að velja gjöf, sem bæði
er til þess fallin að gleðja við-
takanda, er ekki það dýr, að
hún sé gefandanum um megn
og ekki heldur það ódýr, að við-
takandanum þyki fyrir þá sök
lítið til hennar koma,“ sagði
Velvakandi og hitti þar aldeilis
naglann á höfuðið. Er hann
hættur að líta í búðir?
GAMLA FRÉTTIN
Búðaráp
Velvakanda
Mikil ös var í verslunum í Reykjavík fyrir jólin 1971, þegar þessi mynd var
tekin, rétt eins og fyrir jólin 1967. Það verður vísast eins fyrir jólin 2017.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Neil Patrick Harris
leikari
Jón Kalman Stefánsson
rithöfundur
Sting
tónlistarmaður
Gjafir sem gle
ðja
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ljós og lampar
Flos 2097
Gino Sarfatti, 1958
Verð frá 199.000,-
Spunlight T2
Sebastian Wrong, 2003
Verð frá 139.000,-
Ray F2
Rodolfo Dordoni,
2006
Verð 199.000,-
ARCO Led
Achille & Pier Giacomo Castiglioni
1962
Verð 299.000,-
Taccia small
Achille & Pier Giacomo
Castiglioni 1962
Verð 129.000,-
Smithfield S
Jasper Morrison, 2009
Verð frá 119.000,-
FLOS 265
Paolo Rizzatto 1973
Verð 110.000,-
Romeo Louis II S2
Philippe Starck 2003
Verð 233.000,-
Rosy angelis,
Philippe Starck 1994
Verð 69.900,-
Bonjour
Philippe Starck
Verð frá 44.800,-
MISS K.
Philippe Starck 2003
Verð 38.900,-
Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir viðskiptafræðingur er stofn-
andi Secret of Iceland. Sundbolirnir eru innblásnir af ís-
lenskri náttúru, skreyttir myndum af hrauni, norður-
ljósum og jöklum. Sæunn segir hugmyndina hafa kviknað
þegar hún starfaði í ferðamálageiranum enda túristar
áhugasamir um íslenska sundmenningu. Sundbolirnir eru
framleiddir í Kína en Sæunn segir samskipti við framleið-
endur hafa gengið illa til að byrja með. „Það er bara erfitt
að vera kona í þessum heimi. Ég skipti átta sinnum um
framleiðendur. Þeir tóku því til dæmis illa að ég var að
panta í litlu magni og hættu að svara tölvupóstum þegar
ég var með athugasemdir,“ útskýrir Sæunn sem í kjölfarið
prófaði að notast við nafn og tölvupóstfang kærasta síns
og þá var viðmótið allt annað. „Þá svöruðu þeir strax, mjög
kurteisir og allir af vilja gerðir.“ Sæunn, sem ennþá geng-
ur undir karlmannsnafni í tölvupóstsamskiptum, fram-
leiðir sundbolina í Kína vegna þess að þar fengust mestu
gæðin. Secret of Iceland hefur hlotið tvo styrki frá Félagi
kvenna í atvinnulífinu og selur nú sundbolina á vefsíðunni
secretoficeland.is og í versluninni Jökla.
Sundbolirnir eru skreyttir
ljósmyndum af íslenskri náttúru.
Komst fyrst áfram þegar
hún þóttist vera karl
Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu
á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.