Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 20
HÖNNUN Dagana 13.-20. desember verður Pop-up-markaður íhönnunarversluninni Akkúrat, Aðalstræti 2. Markaðurinn erhaldinn í tilefni opnunar vefverslunar Area Art sem sérhæfir sig í handgerðri vefnaðarvöru svo sem mottum, púðum og pullum. Pop-up í Akkúrat 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Erla og Kári eru sammála um að náttúran,ströndin og hafið séu í eftirlæti í hverfinu endaútsýnið út um bæði eldhús- og stofuglugga ein- stakt. Þau eru bæði mjög hrifin af danskri hönnun og heldur klassískum stíl. „Við erum mjög samtaka í því að vilja hafa heimilið fallegt og þægilegt,“ útskýrir Erla. Hjónin eru bæði fagurkerar og leggja mikið upp úr því að heimilið sé fallegt og notalegt. „Við höfum allt- af haft gaman af því að skoða hönnunartímarit, þá að- allega Hús og híbýli og skandinavísk og bresk tímarit sem gefa okkur innblástur varðandi heimilið. Við för- um líka mikið í hönnunarverslanir og fáum hug- myndir þaðan,“ útskýrir Erla og bætir við að hjónin hafi til að mynda haft sérstaklega gaman af því að heimsækja hönnunarverslunina Illums Bolighus þeg- ar þau bjuggu í Kaupmannahöfn enda má sjá mikið af fágaðri danskri hönnunarvöru á heimilinu. Aðspurð hver sé eftirlætisstaður hjónanna á heim- ilinu nefnir Erla eldhúsið. „Það er svo bjart og opið rými. Útsýnið er óborganlegt og gaman að geta setið í eldhúsinu með gestum, spjallað og borðað góðan mat.“ Þá segir Kári stofuna fyrir framan arineldinn einnig í miklu eftirlæti. Þar eiga hjónin notalegar stundir bara tvö saman og kveikja ósjaldan upp í arn- inum á kvöldin og þegar gesti ber að garði. Arinstofan er í miklu eftirlæti hjá hjónunum og þar eiga þau gjarnan notalegar stundir saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hönnun og þægindi á Seltjarnarnesi Hjónin Kári Knútsson, lýtalæknir og hluthafi í Klínikinni Ármúla, og Erla Ólafsdóttir fyrrverandi bankastarfsmaður og kaupkona eru nýflutt til lands- ins eftir sjö ára dvöl í Kaupmannahöfn. Þau hafa komið sér afar vel fyrir á fallegri og bjartri hæð á Seltjarnarnesinu með óborganlegu útsýni yfir hafið. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Kári Knútsson og Erla Ólafsdóttir eru miklir fagurkerar. Skápaeining í stofunni og opin hillueining í fallegum við. Hjónin eru bæði hrifin af litum og segir Erla fal- legt abstraktmálverk eftir Kára sjálfan efst á óska- listanum inn á heimilið en ófá málverk heimilisins eru eftir hann.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.