Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
VERÐMÆTUR Messi skrifaði nýverið undir samning um að
leika áfram með Barcelona næstu fjögur ár, til vors 2021.
Fyrri samningur gilti út veturinn; næsta sumar hefði hann
getað farið ókeypis til annars félags.
Hefði annar vinnuveitandi en Barcelona áhuga á að njóta
starfskrafta Messis næstu árin yrði sá að greiða spænska fé-
laginu, skv. ákvæði í samningnum nýja, hvorki meira né
minna en 700 milljónir evra, andvirði 87 milljarða króna. Til
samanburðar má geta þess að fyrr á árinu rukkaði Barce-
lona franska félagið PSG um 262 milljónir evra (32 millj-
arða) fyrir að láta Brasilíumanninn Neymar af hendi, og
þótti mörgum fáránlega mikið; Neymar er langdýrasti leik-
maður fótboltasögunnar. Áður hafði mest verið greitt fyrir
Frakkann Paul Pogba, 105 milljónir evra (13 milljarða) þeg-
ar hann fór frá Juventus til Manchester United í fyrrasumar.
Messi verður áfram, eðlilega, einn tekjuhæsti fótboltamað-
ur heims. Skv. fréttum verða vikulaun hans 565.000 evrur,
andvirði um 70 milljóna króna og árslaunin því liðlega 3,6
milljarðar króna. Að auki herma fréttir að hann hafi fengið
um 6,2 milljarða króna eingreiðslu við undirskrift.
Eiður Smári Guðjohnsen, Messi og Andrés Iniesta fagna
marki Barcelona gegn Atletico Madrid haustið 2008.
AFP
Eitt stykki Messi:
87 milljarðar króna
LIONEL ANDRÉS MESSI Íslenska landsliðið í fótbolta ræðst ekki á garð-
inn þar sem hann er lægstur þegar okkar menn ganga til fyrstu viðureignar
þjóðarinnar í lokakeppni heimsmeistaramóts. Mótherjinn í Moskvu 16. júní á
næsta ári verður Argentína, sem talið er fjórða besta lið heims, en fyrirliði
liðsins, Lionel Messi, er almennt talinn besti leikmaður samtímans. Margir
ganga svo langt að telja hann besta knattspyrnumann sem uppi hefur verið.
Messi er þrítugur, fæddur í borginni Rosario 24. júní 1987. Hann er af al-
þýðufólki kominn og hóf ungur að leika sér í fótbolta eins og algengt er með
drengi á þessum slóðum. Snemma kom í ljós að Messi bjó yfir hæfileikum
sem ekki eru öllum gefnir. Hann var lítill eftir aldri, raunar alltaf minnstur
jafnaldranna og foreldrum hans var hætt að lítast á blikuna þegar árin liðu
og drengurinn stækkaði lítið. Það var fjölskyldunni áfall þegar í ljós kom
þegar Messi var 11 ára að líkaminn framleiddi óeðlilega lítið vaxtarhormón
og augljóst að grípa þyrfti í taumana; innkirtlasérfræð-
ingur taldi ella ekki líkur á að Messi yrði meira en 1,45 m
á hæð fullvaxinn. Þegar þarna var komið sögu var hann í
drengjaliði Newell’s Old Boys í heimaborginni. Hvorki fé-
lagið né foreldrar drengsins höfðu efni á að greiða fyrir
nauðsynleg lyf, sem áttu að kosta sem svarar 100.000
krónum á mánuði á núvirði, og River Plate, eitt aðal-
félagið í Argentínu, sem hafði sýnt stráknum áhuga, gekk
úr skaftinu þegar í ljós kom hvers kyns var. Þar á bæ töldu
menn sig ekki hafa efni á þessu.
Svo fór að útsendari Barcelona sá Messi í leik um þessar
mundir og lagði strax til við yfirmenn félagsins að samið
yrði við hann. Það varð úr; katalónska stórveldið ákvað að
greiða fyrir nauðsynlegar hormónasprautur og fjölskyldan
flutti til Spánar árið 2000, þegar Messi var 13 ára. Hann
lék fyrstu árin með unglingaliðum Barcelona en tók þátt í
fyrsta leiknum með aðalliðinu í deildarleik 16. október
2004, aðeins 17 ára og 114 daga. Eftir það varð ekki aftur
snúið; síðan hefur Barcelona átta sinnum orðið Spán-
armeistari, fimm sinnum sænskur bikarmeistari og fjórum
sinnum fagnað sigri í Meistaradeild Evrópu svo helstu titl-
ar af 30 séu nefndir. Fimm sinnum hefur Messi verið val-
inn besti leikmaður heims, í árlegu kjöri. skapti@mbl.is
ÆTTIN Messi fæddist 24. júní 1987
og er því nýorðinn þrítugur. Faðir
hans, Jorge Horacio Messi, er af
ítölsku og spænsku bergi brotinn;
langafabarn innflytjenda frá Marke-
héraði á Ítalíu og Katalóníu á
Spáni. Móðir Messis, Celia María
Cuccittini, á ættir að rekja til Ítalíu.
Mikill fótboltaáhugi var í fjöl-
skyldunni og okkar maður hóf æf-
ingar fimm ára gamall með liði
Grandoli, sem faðir hans þjálfaði.
Átta ára var hann svo færður um
set og hóf að æfa með Newell’s Old
Boys í heimaborginni og var á mála
hjá félaginu þangað til leiðin lá til
Barcelona snemma árs 2001.
Ítalskt blóð
og spænskt
Snemma kom í ljós að margur er smár þótt hann sé smár! Messi í liði með
strákum á sama aldri heima í Argentínu. Faðir hans, í hvítum bol, var þjálfari.
AFP
FJÖLSKYLDAN Messi og unn-
usta hans til tíu ára, Antonella Roc-
cuzzo, gengu í hjónaband í lok júní
á þessu ári. Mikið var um dýrðir á
fínasta hóteli fæðingarborgar
þeirra, Rosario, þar sem um 260
gestir voru saman komnir.
Þau kynntust börn; Messi
var fimm ára, Antonella árinu
yngri. Hún er líka frá Rosario
og frænka besta vinar Messis í
æsku, Lucas Scaglia, sem einnig er
atvinnumaður í fótbolta.
Antonella Roccuzzo og Messi
urðu kærustupar 2008 en áður
hafði hann átt vingott við tvær arg-
entínskar sýningarstúlkur. Messi og
Antonella eiga tvo syni; Thiago
fæddist 2012, Mateo 2015 og þriðja
barnið er á leiðinni.
Fjölskylda Messis og einn drengur að
auki, sá stærsti, eftir að Barcelona
varð bikarmeistari á Spáni í vor.
AFP
Litli risinn
frá Rosario
AFP
AFP
’ Líkaminn framleiddi óvenju lít-ið vaxtarhormón og talið var aðMessi yrði ekki nema 1,45 m á hæðef hann fengi ekki sprautur. Hann
fór í meðferð og varð 1,70 m hár.
Portúgalinn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu knattspyrnumenn samtímans. Síðasta ára-
tug hafa aðeins þeir tveir orðið efstir í árlegu kjöri um besta leikmann heims, fimm sinnum hvor.
Foreldrarnir, Jorge Horacio og Celia
Maria Cuccittini, og systirin Maria Sol.
AFP Kvæntist
æskuástinni
Gildir á alla viðburði í húsinu
Nánar á harpa.is/gjafakort
Gjafakort
Hörpu hljómar
vel um jólin