Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Page 24
Svava Gunnarsdóttir á ljufmeti- .com deilir uppskrift að pestó- jólatré sem lífgar upp á hvert jóla- hlaðborð. Líka er kjörið að baka tréð fyrir afslappað kvöld í desem- ber yfir jólamynd. Hentar vel til hliðar við ostabakkann. 2 rúllur ferskt smjördeig 1 lítil krukka pestó 1 hrært egg maldonsalt Rúllið annarri smjördeigsrúllunni út á ofnplötu. Smyrjið með pestói og leggið hina smjördeigsrúlluna yfir. Þrýstið saman þannig að ekk- ert loft sé á milli. Skerið út jólatré og skerið síðan lengjur upp jólatréð sem er snúið upp á til að mynda greinar. Penslið tréð með hrærðu eggi og stráið maldonsalti yfir. Bakið við 200° á blæstri í 10-12 mínútur eða þar til jólatréð er orðið loftkennt og hefur fengið fal- legan lit. Berið strax fram. Gestirnir brjóta greinar af trénu og gæða sér á. Pestójólatré sem lífgar upp á borðið Hér sést hvernig jólatréð er skorið út áður en snúið er uppá greinarnar. Mynd/Ljúfmeti og lekkerheit MATUR Það verður að nota aðventuna til að slaka á og njóta og passa upp á að jólastressið taki ekkivöldin. Þá er um að gera að halda sig fjarri verslunarmiðstöðvum og fara heldur á jólamarkaðþar sem oftar en ekki er hægt að kaupa eitthvað sætt og ætt. Jólaþorpið í Hafnarfirði stendur fyrir sínu og síðan var jólamarkaður Hjartatorgs opnaður í vikunni svo eitthvað sé nefnt. Kíktu á jólamarkað 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 Ilmríkur bakstur á aðventunni Það er hægt að baka svo margt annað en smákökur og konfekt fyrir jólin. Hér eru teknar saman nokkrar skemmtilegar uppskriftir að brauði og kökum sem henta vel til að bera fram á aðventunni við ýmis tækifæri. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hitið smjör og mjólk í potti þar til hún er orðin vel volg. Blandið sykri, saffran og geri saman við. Hrærið saman við hveitið, hnoðið deigið vel og leyfið síðan að lyfta sér í allt að 45 mínútur. Fletjið deigið aðeins út (ekki mjög þunnt) og mótið síðan lúsíubollur. Klass- ískar bollur eru til dæmis „öfugt S“ þar sem endunum er rúllað upp sitthvorum megin. Setjið bollurnar á bökunarplötu og leyfið þeim að lyfta sér aftur undir viskustykki í aðrar 45 mín- útur. Penslið með eggi og stráið perlusykri eða rúsínum yfir. Bakið í um 10 mínútur í miðjum ofni við 200°C. Svíar halda Lúsíudaginn hátíðleg- an hinn 13. desember ár hvert en þá tilheyrir að baka lúsíubollur sem einnig eru kallaðar „lusse- katter“ á sænsku eða lúsíukettir. Þetta eru gerbollur með saffran og talið að þær hafi borist til Sví- þjóðar frá Þýskalandi á miðöldum, að því er segir á vinotek.is þar sem þessa uppskrift að sígildum sænskum lúsíubollum er að finna. 15 dl hveiti 200 g smjör 5 dl mjólk 1½ dl sykur 1-2 g saffran 1 bréf þurrger (50 g) klípa af salti egg (til að pensla) Sænskar lúsíubollur Mynd/Vínotek Látið eplabitana í skál með kan- ilsykri. Blandið vel saman og takið til hliðar. Hrærið öllum hinum hráefn- unum, nema smjörinu, saman í skál. Hér er gott að leyfa deiginu að standa aðeins þannig að sítrón- an nái að skila sínu ferska bragði. Hitið pönnuna upp í meðalhita og penslið smjöri í holurnar. Hellið deigi í um það bil 3⁄4 hluta af holunni. Stingið eplabita í miðj- una. Þegar það er komin skorpa að neðan er þeim snúið við með grillpinna eða gaffli. Gert nokkr- um sinnum þar til skorpan er stökk og gullin og eplaskífan örugglega elduð í gegn. Látið feiti reglulega í holurnar á Á grgs.is er að finna sígilda upp- skrift að dönskum eplaskífum, sem höfundur síðunnar, Berglind Guðmundsdóttir, heldur mikið upp á enda er móðir hennar hálf- dönsk. Berglindi finnst gaman að stuðla að „hygge“ á aðventunni en þessar passa vel með jólaglögginu. 1 grænt epli, skorið í litla bita kanilsykur 250 g hveiti fínrifinn börkur af einni sítrónu (passið að börkurinn sé fínrifinn) 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft ½ tsk matarsódi 1⁄4 tsk salt 3 egg 400 ml súrmjólk 50 g bráðið smjör til steikingar milli umganga þannig að eplaskíf- urnar festist ekki við pönnuna. Setið skífurnar á fat eða í skál og stráið flórsykri yfir þær með sigti og dáist að því hversu fallegar og girnilegar þær verða. Berið fram með góðri sultu. Dásamlegar danskar eplaskífur Það er nauðsynlegt að eiga sérstaka eplaskífupönnu í þetta. Mynd/Gulur, rauður, grænn & salt 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.