Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 28
HEILSA Vísindamenn við spítala í London hafa þróað genameðferð sem virð-ist lækna dreyrasýki A. Meðferðin var reynd á 13 sjúklingum og af
þeim framleiða nú 11, án lyfja, þau prótín sem valda storknun blóðs.
Dreyrasýkimeðferð ber árangur
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
Rannsókn sem gerð var á vegum
bresku góðgerðarsamtakanna
Diabetes UK leiddi í ljós að með
því að gangast undir strangan
megrunarkúr í allt að fimm
mánuði mátti lækna sjúklinga af
insúlínóháðri sykursýki (syk-
ursýki af tegund 2).
Rannsóknin náði til 298 ein-
staklinga með insúlínóháða syk-
ursýki sem innbyrtu aðeins nær-
ingarduft sem blandað var í vatn
til að búa til súpu eða þeyting.
Hver duftskammtur hafði að
geyma öll nauðsynleg næringar-
efni en aðeins 200 kaloríur af
orku. Þátttakendur fengu fimm
máltíðir á dag og því samtals
1.000 hitaeiningar yfir daginn, en
dæmigerð orkuþörf karla og
kvenna er annars vegar um 2.500
og hins vegar um 2.000 kaloríur
á dag.
Eins og við var að búast léttust
þátttakendur í tilrauninni mikið.
Hjá þeim sem léttust um 15 kg
eða meira hurfu öll einkenni syk-
ursýki í 86% tilvika. Af þeim sem
tóku þátt í tilrauninni voru 46%
enn laus við sjúkdóminn ári síð-
ar, en til samanburðar lækn-
uðust aðeins 4% þeirra sem
fengu hefðbundna meðferð við
sykursýkinni, að því er BBC
greinir frá.
Ástæðan fyrir tengslum
þyngdartaps og jákvæðra áhrifa
á sykursýki er að þegar fita safn-
ast upp í kringum briskirtillinn
veldur það álagi á frumur í bris-
inu svo að það framleiðir minna
insúlín. Skert insúlínframleiðsla
veldur því síðan að blóðsykur-
hlutfallið rýkur upp. Með því að
léttast minnkar fitan í kringum
brisið, rétt eins og annars staðar
í líkamanum, og fer líffærið þá
að starfa eðlilega á ný. ai@mbl.is
BRISIÐ VIRKAR EÐLILEGA ÞEGAR FITAN MINNKAR
Ströng megrun læknar sykursýki
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í aðdraganda jóla fjalla dagblöðin oft umleiðir til að bæta matræðið í desember.Kannski er ráðið að skipta hangikjötinu út
fyrir hnetusteik? Hvað með að taka mandarín-
ur fram yfir súkkulaðikonfekt, eða baka bráð-
hollar smákökur sem eru lausar við bæði fitu
og sykur?
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur
segir öfgafull ráð sjaldan duga ein og sér, því
freistingin getur hæglega orðið skynseminni
yfirsterkari. Jólamánuðurinn hefst þó hjá
mörgum með metnaðarfullum markmiðum um
að borða í hófi og velja hollari mat, en þegar
steikurnar og kökurnar eru bornar á borð og
segir lítil rödd í kollinum: „jólin eru nú bara
einu sinni á ári.“
Að mati Elísabetar er lykillinn að því að
passa upp á mataræðið í kringum jól og ármót
að nálgast þennan tíma árs með réttu hugar-
fari: „Fyrst af öllu ættum við að staldra við og
spyrja okkur hvernig lífsstíll okkar er og hvað
það er sem stýrir lífsgæðum okkar. Neysla
okkar og matarhefðir eru oft tengd vana, og
því sem við höfum alist upp við. Við fjölskyldu-
hefðirnar bætast nýjar hefðir tengdar vinnu
og vinum og hjá sumum er orðin ofgnótt af
veislum í desember.“
Hundsa afleiðingarnar
Í huga margra er það hluti af gleði mánaðar-
ins, og ánægjulegum minningum frá fyrri ár-
um, að borða reiðinnar ósköp af bragðgóðum
en söltum, sykruðum og reyktum mat. Já-
kvæðar tilfinningar og tilhlökkun virðast
hreinlega slökkva á ákveðnum rofum í heil-
anum: „Í mastersnáminu gerði ég rannsókn á
meðferðarheldni sjúklinga sem þurfa að gæta
að mataræði sínu og lyfjanotkun, og kom í ljós
að desember var sá mánuður þar sem með-
ferðarheldnin var verst. Virðist hreinlega eins
og ábyrgðartilfinninginn hverfi í desember og
litið sé á jólamánuðinn sem tíma þar sem má
leyfa sér hvað sem er. Virðist litlu gilda þó að
frávik í mataræði og töku lyfja geti leitt til al-
varlegra heilsufarsvandamála sem skerði lífs-
gæði fólks þegar fram í sækir.“
Með því að nálgast desembermánuð með
lífsgæðahugsunina í fyrirrúmi ætti að ganga
betur að forðast óhollustuna. Elísabet segir þó
markmiðið ekki endilega að forðast allan góða
jólamatinn: „En fólk ætti að staldra við og
hlusta á bæði magann og líkamann. Getur
kannski verið að þessi eina sneið af hangikjöti
sem horfin er af diskinum hafi verið nóg til að
fullnægja lönguninni í jólamat í það skiptið, og
óþarfi að bæta aftur á diskinn – þótt það séu
jólin? Það má jafnvel taka heila helgi eða heila
viku þar sem engar skorður eru settar, og er
það strax skárra en að gera allan desember að
mánuði þar sem allt er leyfilegt.“
Elísabet minnir á að heimspekingarnir til
forna áttuðu sig á að hamingjan liggur í meðal-
hófinu. Það er ekki endilega æskilegt að snúa
baki við jólamatnum í nafni heilsunnar, rétt
eins og það er ekki endilega til þess fallið að
hámarka hamingjuna að klára heila öskju af
jólasmákökum eftir kvöldmat eða drekka
maltöl upp á hvern einasta dag. „Okkur hættir
til að leita í græðgina en vitum innst inni að
lífsgæði okkar verða betri ef við gætum jafn-
vægis á milli meinlætalifnaðar og ofneyslu,“
segir hún.
„Það að njóta góðra lífsgæða getur því verið
á okkar valdi, en snýst ekki um að neita okkur
um allt. Best er að taka ábyrgð, hreyfa sig á
hverjum degi, muna eftir góða vatninu okkar,
og hafa girnilega grænmetisbita á borðum á
fallegum jólatertudiski. Njótum því alls þess
sem desember hefur að bjóða með skynsemi
og góðum ákvörðunum.“
„Okkur hættir til að leita í
græðgina en vitum innst
inni að lífsgæði okkar
verða betri ef við gætum
jafnvægis,“ segir Elísabet.
Morgunblaðið/Eggert
Snýst um ábyrgð
en ekki
töfralausnir
Í desember eiga margir það til að gæta ekki hófs í mat og
drykk, og uppskera vanlíðan og óvelkomin aukakíló. Elísabet
Reynisdóttir segir hugarfarsbreytingu bestu leiðina til að ná
tökum á ofneyslunni og öðlast betri lífsstíl.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Það er auðvelt að falla í freistni í desember
enda ljúffengur en óhollur maturinn allt í
kring. Þá er desember líka mánuður þegar
félagslegu tengslin eru styrkt, og þykir það
hluti af því að eiga góða stund með ætt-
ingjum, vinum og vinnufélögum að borða
eitthvað bragðgott, feitt, salt og sykrað. El-
ísabet segir allt annað en létt að breyta
matar- og drykkjarhefðunum sem tengjast
jólunum en vel sé þess virði að reyna að
fara hollari leiðir. „Á mínu heimili höfum
við brotið hefðirnar með því að hafa hollari
mat á boðstólum í desember og það hefur
vissulega tekið á. Þegar upp er staðið gera
heimilismeðlimir sér þó grein fyrir því að
gæði jólanna hafa ekki rýrnað þrátt fyr-
ir þessa breytingu.“
Stíga má bæði stór og
smá skref, og segir El-
ísabet t.d. strax til bóta
að hafa hollara
meðlæti í boði
með hefðbundna
jólamatnum, s.s.
skál af salati eða
niðurskornu græn-
meti sem komið er
fyrir á veisluborðinu.
„Mörgum finnst líka
gott að fá tilbreytingu frá
jólamatnum þegar glaðst
er með vinum og vinnu-
félögum í desember. Hví ekki að breyta til
og elda hollar súpur ef von er á vinahópn-
um í heimsókn á aðventunni? Félagsleg
hlið jólanna getur verið alveg jafn ánægju-
leg þó að reykta kjötinu og sætu kökunum
sé sleppt.“
Svo er vissara að gleyma ekki í öllu
amstri jólanna að hreyfa sig daglega og
segir Elísabet að ef úti sé snjór og hálka
geti verið betra en ekkert að hreinlega
setjast á stól fyrir framan sjónvarpið í stof-
unni og gera einfaldar æfingar til að koma
útlimunum á hreyfingu. Vitaskuld megi
heldur ekki gleyma að drekka nóg af vatni.
„Sjálf er ég ósköp mennsk þegar kemur
að matarvalinu í desember og fæ
mér kökur og kræsingar, þó
að ég reyni að gæta hófs.
Ég passa að fá mér
eplaedik ef ég finn
að ég er að fá í
magann, en mér
finnst eplaedikið
efla magasýru-
rnar. Ég gæti
þess jafnframt í
desember að
taka mikið af góð-
um gerlum og
styrkja þarmaflór-
una svo hún ráði betur
við íslenska jólamatinn.“
Hollustan rýrir ekki gæði jólanna
Getty Images/iStockphoto