Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 4
hægja á bataferli og jafnvel í einhverjum tilvikum leiða til alvarlegs bakslags í bata. Það tekur lang- an tíma að byggja upp traust og þekkingu not- enda á úrræðum.“ Nær væri að fjölga Að sögn Auðar hefur reynslan sýnt að hug- myndafræði og aðferðir GET henta vel þeim fjölda einstaklinga sem hefur nýtt sér þjónustuna til bata og aukinnar þátttöku í samfélaginu og ár- angur af starfinu sé óumdeildur. Nú er unnið að frekari rannsóknum á árangri teymisins og eru til dæmis tvær meistararitgerðir væntanlegar frá Háskóla Íslands um starf þess. Með því að leggja GET niður segir Auður menn um leið vera að stofna starfi Hugarafls í hættu enda hafi þetta tvennt alla tíð unnið náið saman. Hugarafl hafi til dæmis ekki fjármagn til að leigja húsnæði. „Þar með kemst öll starfsemin í uppnám.“ Nær hefði Auði þótt að fjölga í teyminu en sex starfsmenn hafa verið að sinna fjórum stöðugild- um hjá GET, iðjuþjálfi, sálfræðingar, jógakenn- ari og félagsráðgjafi. „Teymið er alltof lítið en samstarfið milli okkar og félagasamtakanna hef- ur gert það að verkum að við náum að sinna stærri hópi en ella. Fólk kemur ekki bara í viðtal hjá fagmanni heldur inn í valdeflandi samfélag sem býður það velkomið. Fólk er heldur ekki bara að koma í viðtalið sitt, heldur rjúfa ein- angrun, fara í endurhæfingu og vinna í batanum á sínum hraða, sem er ekkert alltof algengt að sé hægt í okkar samfélagi. Því rýmri sem tíminn er, þeim mun betri eru batalíkurnar.“ Hvert á fólk að fara? Auður segir klárt mál að ekki sé rými fyrir GET innan Heilsugæslunnar lengur og til að halda starfinu áfram þurfi að finna nýjan vettvang. „Við viljum varðveita þetta konsept og munum berjast fyrir því að staðsetja teymið annars staðar. Það yrði samfélaginu dýrt að leggja þessa starfsemi niður og ætla síðan að taka hana upp aftur eftir einhver ár. Það tekur ekki bara tíma að byggja upp fagþekkingu og reynslu heldur ekki síður traustið og orðsporið.“ Þori, GET og vil Það hefur verið erfitt að fá einhvern einn tilað taka ábyrgð á þessu en ákvörðunin ertekin innan heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Frumkvæðið kemur þaðan, ekki er vilji til að bjóða lengur upp á þessa þjónustu og ákvörðunin er tekin án alls samráðs við okkur. Þetta er mikil afturför,“ segir Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsu- og eft- irfylgdarteymis (GET), sem starfað hefur í þágu fólks með geðraskanir í hálfan annan áratug, en ákveðið hefur verið að leggja teymið niður. Skýtur skökku við Auður segir þetta skjóta skökku við enda hafi Al- þingi samþykkt á síðasta ári að stefna að fjölgun faglegra teyma af þessu tagi í heilbrigðiskerfinu. Þrjú ný teymi eru í burðarliðnum innan heilsu- gæslunnar en ekki hafi verið talað um að þau eigi að leysa GET af hólmi. „Þannig er alla vega ekki talað í mín eyru og vandamálið er að ég fæ ekki nokkurn mann til að tala út um málið. Er eðlilegt að ríkisstofnanir geti upp á sitt eindæmi tekið til sín fjármagnið sem ætlað er starfi sem þessu en hent reynslunni og árangrinum? Notað fjár- magnið síðan í gjörólík teymi. Það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Auður og bætir við að þjónusta GET sé mjög ódýr. Spurð hvort hún hafi snúið sér til heilbrigð- isráðuneytisins kveðst hún hafa gert það en það hafi verið í tíð síðasta ráðherra. „Ég bind að sjálf- sögðu vonir við það að nýr ráðherra sýni málinu áhuga og skilning.“ Auður er ósátt við vinnubrögðin en henni var tilkynnt ákvörðunin eftir að hún var tekin og ekki var á neinum tímapunkti haft samráð við hana eða aðra innan teymisins. „Er ekki eðlilegt að ræða málið og kalla eftir sjónarmiðum teymisins þegar áherslum er breytt með þessum hætti?“ spyr hún. „Það samtal fór aldrei fram. Okkur bara tilkynnt niðurstaðan.“ Virkar vel saman Fimmtán ár eru síðan GET var sett á laggirnar, að frumkvæði Auðar, og samþykkti hún beiðni um að það yrði vistað innan heilsugæslunnar. Þjónusta GET er þríþætt; einstaklingseftirfylgd, aðstandendastuðningur og notendahópur. Á sama tíma stofnaði hún ásamt fjórum ein- staklingum með geðraskanir Hugarafl, sem er samstarfshópur notenda og fagfólks þar sem not- endaþekking og hópastarf er í forgrunni. Hugar- afl hefur síðan unnið við hlið teymisins. „Ég hef verið brautryðjandi fyrir batanálgun og valdefl- ingaraðferð í vinnu með fólki með geðraskanir og hefur þetta tvennt, faglega vinnan sem fer fram innan teymisins og félagslega vinnan sem Hugar- afl hefur staðið fyrir af miklum myndarskap, virkað mjög vel saman. Við höfum alltaf lagt áherslu á það að reynsla fólks með geðraskanir skipti miklu máli. Við höfum verið áberandi í kerfinu með þessi gildi og náð gríðarlega góðum árangri. Það er ekki síst vegna þess að við höfum getað boðið upp á aðstoð bæði frá fagfólki og fólki sem hefur reynt geðraskanir á eigin skinni,“ seg- ir Auður. Í ályktun Sameinuðu þjóðanna um geð- heilbrigðismál er lögð áhersla á nálgun eins og GET hefur þróað, opna persónulega þjónustu sem einstaklingar geta leitað á eigin forsendum. „Því finnst mér skref stigið aftur á bak og val- möguleikum í þjónustu fækkað.“ Með því að leggja niður teymið tapast ekki að- eins mikil og dýrmæt reynsla, heldur líka opið úr- ræði, að sögn Auðar. „Við erum stærsta úrræðið á Íslandi sem er með opna endurhæfingu sem sinnt er af fagfólki og notendum í samvinnu. Hingað getur fólk komið inn af götunni, án þess að vera með greiningu, en við erum mikið til að sinna hópi sem á erfitt með að fara í aðra hefð- bundna endurhæfingu, eins og til dæmis hjá Virk eða starfsendurhæfingarstöðvum.“ GET og Hugarafl sinna sameiginlega á þriðja hundrað manns á mánuði. Nálgunin er persónu- leg og gefur þann tíma sem þarf í endurhæfing- unni. „Við vinnum á jafningjagrunni en ekki eftir ákveðnu stigveldi,“ segir Auður sem hlaut ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu síðastliðið sumar fyrir framlag sitt til geðheilsumála. Til teymisins leitar bæði fólk sem hefur verið veikt lengi og fólk sem hefur dottið út úr sinni rútínu tímabundið vegna veikinda. „Það mun stór hópur líða fyrir þessa ákvörðun. Hvert á það fólk að fara sem kýs þessa batanálgun? Þetta mun Thinkstock Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðu- maður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017 „Mér brá þegar ég frétti að leggja ætti GET niður. Þetta hef- ur verið mitt öryggisnet til að viðhalda minni heilsu,“ segir Grétar Björns- son, notandi þjónustu GET. Hann byrjaði að nota þjónustu GET og Hugarafls árið 2006 og segir hana eiga stóran þátt í bata sínum. „Í um áratug var ég svo að segja óvirkur í samfélag- inu en stunda nú háskólanám, vinn og á fjölskyldu. GET á ekki lítinn þátt í þessu. Það er ákaf- lega gott að geta leitað til fólks sem maður treystir og til þess að viðhalda bataferlinu hef ég verið að hitta sálfræðing á veg- um GET. Verði teymið lagt niður veit ég ekki hvert ég á að snúa mér. Veikindi mín eru ekki þess eðlis í dag að ég eigi erindi á bráðamóttökuna. Þessi ákvörð- un kemur til með að hafa áhrif á líf fjölda fólks.“ Grétar segir þjónustuna ekki aðeins góða, hún sé líka ódýr. Þannig fær hann sína sál- fræðiþjónustu ókeypis hjá GET. „Þetta teymi hefur hjálpað fjöl- mörgum að ná bata gegnum ár- in og þannig sparað þjóðfélaginu stórfé. Það stenst enga skoðun að leggja teymið niður.“ Grétar Björnsson Hvert leita ég nú? ’ Við viljum varðveita þetta konsept og munum berj- ast fyrir því að staðsetja teymið annars staðar. Það yrði samfélaginu dýrt að leggja þessa starfsemi niður og ætla síðan að taka hana upp aftur eftir einhver ár. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður GET INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.