Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Side 31
SIF BENEDICTA er nýtt merki fatahönn-
uðarins Halldóru Sifjar Guðlaugsdóttur
sem sérhæfir sig í hágæða töskum og fylgi-
hlutum framleiddum á Ítalíu.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Halldóra Sif kynnti sýna fyrstu línu fyrir SIFBENEDICTA síðastliðinn miðvikudag. Þettaer fyrsta lína Halldóru sem hún gerir fyrir
eigið merki en áður starfaði hún hjá breska tískuhús-
inu Alexander McQueen í London.
Alltaf heillast af fylgihlutum
„Mér hefur eiginlega alltaf fundist skemmtilegast
að teikna fylgihluti með þegar ég hanna fatalín-
ur,“ útskýrir Halldóra aðspurð hvernig hug-
myndin að línunni kviknaði.
„Þegar ég bjó í London fannst mér
skemmtilegast að fara að skoða á vintage-
mörkuðum með vinkonum mínum. Uppáhaldið
mitt var að fara og kíkja í skranbúð hjá krútt-
legum indverskum eldri manni á Porto-
bello-markaðnum í Notting Hill. Þar var til
svo mikið af fallegu skarti og vönduðu
gömlu dóti. Ég fór að velta fyrir mér fjölda-
framleiðslunni og neysluhyggjunni í dag
sem er orðin svo gífurlega hröð og gerir
það að verkum að hlutir eru verr gerðir.
Það er ekki mikið eftir af svona fallegum og
vönduðum hlutum eins og ég sá í þessari
búð.“
Halldóra vildi gera fallega og ending-
argóða hluti sem væri jafnvel hægt að láta
ganga kynslóða á milli ef farið væri vel með
þá. „Ég vildi búa til eitthvað sem fólki
finnst fallegt og þykir vænt um; frekar
gera færri hluti og vandaðri en fjölda-
framleiða eitthvert drasl.
Ég elska fallega, vandaða hluti, hvort
sem það er flík eða fylgihlutur, og finnst
svo skemmtilegt þegar hlutur er jafn-
fallegur að innan og utan. Best finnst mér þegar hlutur er
fallegur og líka nothæfur.“
Heimilið eins og rannsóknarlögreglustofa
Þegar Halldóra flutti heim frá London fyrir um tveimur
árum vissi hún ekki alveg hvað hún ætti að taka sér fyrir
hendur og byrjaði að gera risastór „mood board“ eða hug-
myndakort. „Þetta var um allt gólf heima hjá mér og ég
byrjaði að skissa á fullu. Út úr þeim skissum komu töskur
og skart. Ég gleymi því ekki þegar ein besta vinkona mín
kom í heimsókn og sá það sem ég var að gera og sprakk úr
hlátri – sagði að heimilið væri eins og rannsóknarlög-
reglustofa, allt úti í skissum og myndum um öll gólf og
veggi,“ útskýrir Halldóra og hlær.
Fyrsta línan heitir BENEDICTA’S ROOM og er inn-
blásin af popplist sjöunda áratugarins og litum og formum
frá art deco- og art nouveau-listastefnunum. „Það sem ein-
kennir vörumerkið er óvænt litasamsetning og form, þar
sem smáatriði verða aðalatriði.“
Góðir hlutir ger-
ast hægt
„Við framleiðum allt á
Ítalíu nema eina týpu
af töskum sem enginn
framleiðandi vildi fram-
leiða á Ítalíu því þeim
fannst hún of flókin í
vinnslu. Það er „Box bag“
sem er úr plexigleri og
brassi. Hún kemur bæði í
svörtu og skjaldböku-
munstri í plexigleri. Ég
vinn mest með ítalskt
kálfskinn, horn sem eru
handunnin á Ítalíu og
ítalskt brass.“
Halldóra segir ferlið hafa
gengið bæði upp og niður
en hún sé frekar óþolinmóð
og vilji helst að hlutir gerist
í gær, sem er ekki alltaf
gott en bætir við að hún sé
að læra að vera þolinmóð og
sjái núna að góðir hlutir
gerast hægt. „Ég er vön
miklum hraða eins og gerist
hjá Alexander McQueen.
Þá er verið að klára risalínu
og samt er byrjað að vinna í
næstu og alltaf reynt að hugsa fram í tímann, hvað er „in“
núna og hvað verður næst, eins konar „trend forecast-
ing“,“ útskýrir hún. „En ég vildi ekki flýta mér of mikið
heldur frekar gera hlutina sem réttast í fyrsta skiptið, þá
er gott að hafa með sér í liði verkfræðing sem sérhæfði sig
í framleiðslu og tæknilegum hlutum eins og maðurinn
minn. Hann hefur hjálpað mér mjög mikið í ferlinu og
stutt mig í gegnum það allt.“ Halldóra segir það skipta
miklu máli að vera á staðnum þegar prótótýpa eða frum-
gerðin er gerð því bara minnstu hlutir geta misskilist út af
tungumáli eða af því að það er mikið að gera hjá framleið-
endunum. „Það skiptir mig miklu máli að vera í góðu sam-
bandi við framleiðendur og að framleiðslan sé ábyrg.“
Þegar Halldóra er spurð hvert hún stefni með merkið
segist hún ætla á erlendan markað. „Svo vona ég að ég
geti bætt inn í línuna fleiri hlutum eins og til dæmis belt-
um og eyrnalokkum í framtíðinni.“ Næst á dagskrá er að
koma framleiðslunni af stað, svo smá jólafrí og svo halda
áfram með markaðssetningu erlendis og hanna nýja línu.
Ljósmyndir/Saga Sig.
Glæsileg
taska unnin
úr kálfskinni.
Smáatriði
eru aðalatriði
SIF BENEDICTA er nýtt fylgi-
hlutamerki Halldóru Sifjar Guð-
laugsdóttur en hún starfaði áður
hjá Alexander McQueen.
Halldóra hefur alltaf
heillast af fylgihlutum.
Hin svokallaða
„Box bag“ er
unnin úr plexi
og brassi.
17.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Lindex
5.999 kr.
Girnilegur og glans-
andi náttsloppur.
Lancôme
4.299 kr.
L’absolu Rouge er hátíðlegur rauður
varalitur úr Olympiu-línu Lancôme.
Rauðar varir eiga alltaf við í desember.
Vero Moda
6.590 kr.
Notaleg peysa í
kuldanum.
Companys
13.995 kr.
Glæsilegir eyrnalokkar
frá Dyrberg Kern.
Bianco
11.995 kr.
Töff támjóir skór.
Í þessari viku...
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Í desember eru kósí inniskór ofarlega á
óskalistanum. Einnig er ég afskaplega
hrifin af síðum prjónuðum peysum sem
er notalegt að klæðast í frostinu.
Asos.com
11.300 kr.
Dásamlegir inniskór frá
ástralska merkinu UGG.
Zara
4.995 kr.
Köflóttar buxur sem eru
aðeins styttri að framan.