Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.12.2017, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.12. 2017
MATUR
Það er hefð hjá Berglindi á
grgs.is að gera þessar jólabollur á
aðventunni. Skrautsykurinn ger-
ir bollurnar að sannkölluðu
jólatré.
BRAUÐIÐ
5 dl mjólk
80 g smjör
2 msk þurrger
750 g hveiti
1 tsk salt
80 g sykur
OFANÁ
1 egg, pískað
skrautsykur
Hitið mjólk og smjör saman þar til
fingurvolgt eða um það bil 37°C.
Setjið ger út í mjólkina og hrærið
þar til það er uppleyst. Blandið
hveiti, salti og sykri saman í skál,
vætið í með gerblöndunni og
hnoðið í samfellt deig. Breiðið
plastfilmu eða viskastykki yfir skál-
ina og látið deigið hefast í u.þ.b.
klukkutíma á hlýjum stað eða í
kæliskáp yfir nótt. Setjið bök-
unarpappír á ofnplötu. Formið
bollur og raðið upp í jólatré, hafið
aðeins bil á milli bollanna því þær
eiga eftir að hefast og síðan stækka
enn meira við bakstur. Látið deigið
hefast aftur á plötunni í 30 mínútur
eða þar til það hefur tvöfaldast að
stærð. Hitið ofninn í 220°C. Penslið
deigið með eggi og stráið skraut-
sykri yfir. Bakið í miðjum ofni í 8-
10 mínútur.
Skrautlegt jólatrésbrauð
Mynd/Gulur, rauður, grænn & salt Á hidblomlegabu.is er að finna
góða uppskrift að stollen, þýsku
góðgæti sem er stútfullt af þurrk-
uðum ávöxtum og möndlum. Árni
Ólafur Jónsson segir að til séu
mismunandi uppskriftir að stollen
og sumar séu nær því að vera kaka
en aðrar líkari brauði. Þessi upp-
skrift lendi einhvers staðar þar á
milli. Hann bendir á að vegna þess
hve rík hún er að þurrkuðum
ávöxtum, smjöri og sykri geymist
hún mjög vel og gott sé að hafa
hana til taks um hátíðarnar.
Uppskriftin dugar í fjögur lítil
brauð eða einn stóran hring.
FYLLING
150 g möndluflögur, ristaðar
50 ml kalt vatn
100 g dökkar rúsínur
100 g gullrúsínur
100 g trönuber
100 ml romm
50 g sykrað engifer, í litlum bitum
50 g sykraður appelsínubörkur, í
litlum bitum
DEIG
20 g þurrger
150 ml mjólk, við herbergishita
500 g hveiti
100 g rúgmjöl
150 g sykur
2 tsk þurrkað engifer
1 tsk salt
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
1 tsk nýrifið múskat
nýrifinn börkur af lítilli sítrónu
nýrifinn börkur af hálfri appelsínu
400 g bráðið smjör
1 msk hunang
1 eggjarauða
1 teskeið vanilludropar
TIL AÐ SÁLDRA YFIR BRAUÐIÐ
100 g flórsykur eða eftir smekk
LEIÐBEININGAR
Fyrir fyllingu: Forhitið ofninn í
180°C. Dreifið möndluflögum
jafnt yfir bökunarplötu með
smjörpappír og ristið í um 10 mín-
útur eða þar til þær eru orðnar
gullinbrúnar. Hrærið af og til í
möndlunum svo þær ristist jafnt.
Setjið þær síðan í litla skál, hellið
vatninu yfir og setjið plastfilmu yf-
ir skálina. Blandið saman rúsínum,
trönuberjum og rommi í aðra litla
skál. Setjið plastfilmu yfir skálina.
Látið standa yfir nótt.
Fyrir deig: Blandið saman mjólk
og þurrgeri í miðlungsstórri skál.
Bætið því næst 150 g af hveiti sam-
an við og hrærið saman. Setjið
plastfilmu yfir skálina og látið
standa í klukkutíma.
Blandið saman afganginum af
hveitinu (350 g), rúgmjöli, 50 g af
sykri, 1 tsk. af þurrkuðu engiferi,
salti, kanil, kardimommum,
múskati og sítrusberki í stórri
skál. Bætið við 200 g af smjöri,
hunangi, eggjarauðu og van-
illudropum. Hrærið deigið vel
saman þar til það líkist smáköku-
deigi. Takið þriðjung af gerdeiginu
og hnoðið saman við smáköku-
deigið í eina mínútu eða þar til
deigin tvö hafa sameinast að
mestu leyti. Endurtakið með hina
tvo þriðjungana. Hnoðið deigið
áfram í fimm mínútur.
Ef gera á fjögur lítil brauð er rús-
ínublöndunni, ristuðum möndlu-
flögum, sykruðu engiferi og sykr-
uðum appelsínuberki bætt við á
þessu stigi og allt hnoðað vel. Setj-
ið deigið í skál, hyljið með plast-
filmu og látið hefast í klukkutíma.
Takið þá deigið úr skálinni, hnoðið
í fimm mínútur og látið það hefast
aftur í klukkutíma.
Fletjið deigið út í ferhyrning sem
er um 60 cm á breidd og 40 cm á
hæð. Dreifið rúsínublöndunni,
ristuðu möndluflögunum, sykraða
engiferinu og sykraða appelsínu-
berkinum jafnt yfir deigið og rúllið
því varlega upp. Komið lengjunni
fyrir á bökunarplötu með smjör-
pappír og mótið í hring. Ef gera á
fjögur lítil brauð er deiginu skipt í
fjóra hluta, þau mótuð í aflöng
brauð og sett á plötu með smjör-
pappír. Leggið hreint viskastykki
yfir brauðin eða hringinn og látið
hefast í klukkutíma.
Forhitið ofninn í 180°C og bakið í
um 45 mínútur. Blandið saman af-
ganginum af sykrinum (100 g) og
engiferinu (1 tsk,). Penslið brauðið
um leið og það kemur út úr ofn-
inum nokkrum sinnum með af-
ganginum af bráðna smjörinu
(200 g) og látið það drekka allt
smjörið í sig. Því næst er engifer-
sykrinum nuddað um allt brauðið
og það síðan látið kólna þar til það
hefur náð herbergishita.
Sáldrið flórsykri yfir og undir allt
brauðið og nuddið með hönd-
unum. Sáldrið að lokum þunnu
fallegu lagi yfir allt brauðið.
Stollen sem geymist vel
yfir hátíðarnar
Mynd/Hið blómlega bú
Mjúk
sænsk
piparkaka
Svíar eru hrifnir af mjúkum
piparkökum, það er kökum
sem bragðast eins og pip-
arkökur. Eldhússysturnar
Tobba og Stína voru að birta
uppskrift að slíkri köku á eld-
hussystur.com sem hentar
vel að bera fram á aðvent-
unni eða yfir hátíðarnar því
húsið fyllist af jólailmi þegar
þessi er bökuð.
3 dl hveiti
1½ dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1 tsk matarsódi
100 g smjör, bráðið
½ dl súrmjólk
1 dl mjólk
½ dl síróp
2 msk hindberjasulta
Stillið ofninn á 175°C.
Smyrjið hringlaga eða af-
langt form (um 1½ l).
Blandið öllum þurrefnum
saman í skál.
Bræðið smjörið og setjið
út í þurrefnin ásamt afgang-
inum af hráefnunum. Hrærið
vel með sleif. Hellið í formið.
Bakið í neðri hluta ofnsins
í 40-45 mín.Mynd/Eldhússystur