Morgunblaðið - 23.12.2017, Side 1
Opnar nýjar dyrHera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í næstu stórmynd Peters Jacksons,
mannsins á bak við Hringadróttinssögu og Hobbitann. Hlutverkið hefur
opnað nýjar dyr fyrir Heru en hún segist hafa verið lengi að
hvað þetta er stórt hlutverk, í stórri mynd
yndislegasti leikari s
24. DESEMBER 2017SUNNUDAGUR
Gleðileg jól
L A U G A R D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 302. tölublað 105. árgangur
TEKUR FÓT-
BOLTA FRAM
YFIR JÓLIN
ERFITT AÐ
SEGJA ÆVI-
SÖGU SÍNA
JÓHANNA SIGURÐAR 41BRAGI BRYNJARSSON 12
Kertasníkir kemur í kvöld
1
jolamjolk.is
dagur
til jóla
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra fundar með fulltrúum vinnu-
markaðarins milli jóla og nýárs til
að leita sátta á vinnumarkaði.
Hún boðar breytingar á bóta-
kerfinu til að styrkja stöðu tekju-
lágra, m.a. á húsnæðismarkaði.
Félagsmálaráðherra muni á nýju
ári endurskoða húsnæðisstuðning
og yfirfara stofnframlög.
Katrín segir ríkisstjórnina reiðu-
búna að skoða lækkun trygginga-
gjalds og lækkun á neðra þrepi
tekjuskatts til að styðja tekjulága.
Þá verði skattar á eignafólk hækk-
aðir í gegnum fjármagnstekjuskatt.
Hún kveðst hafa skilning á því að
úrskurðir kjararáðs valdi ólgu.
Spurð hvort til greina komi að
Alþingi afturkalli úrskurði kjara-
ráðs, segir Katrín fordæmi fyrir
slíku í málum sem enduðu fyrir
dómstólum og var snúið við. Fara
þurfi aðra leið. baldura@mbl.is »4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Milli jóla og nýárs Forsætisráðherra
hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins.
Forsætisráðherra
boðar aukin framlög
í húsnæðismálin
HB Grandi hefur á fimm árum
látið smíða sex skip og nemur
heildarfjárfesting í þeim um 20
milljörðum króna. Þannig hefur
fyrirtækið keypt þrjá ísfisktogara
fyrir um sjö milljarða, tvö upp-
sjávarskip sem kostuðu rúmlega
sjö milljarða eru í smíðum og eftir
hálft annað ár fær fyrirtækið í
hendurnar frystitogara sem áætl-
að er að kosti rúma fimm millj-
arða. »16
Tuga milljarða fjár-
festing á fimm árum
Skipulögðum glæpahópum hefur
fjölgað á Íslandi á undanförnum miss-
erum en eitt af því sem fylgir skipu-
lagðri brotastarfsemi er að það verð-
ur til samfélag inni í samfélaginu.
„Stundum er það þannig að þegar
einhver brýtur af sér í þessu sam-
félagi þá er viðkomandi refsað án þess
að við, sem eigum að koma að því, ger-
um það. Slíkt ofbeldi er ekki kært til
okkar sem er gríðarlega alvarlegt því
þegar einhver samfélög inni í sam-
félögum eru farin að ráða lögum og
lofum þá er eitthvað mikið að,“ segir
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn,
sem hefur starfað í lögreglunni í þrjá
áratugi.
Hann segir að
lögreglan heyri
stundum ávæning
af slíkum málum
en því sé þannig
farið að þessi mál
rati mjög sjaldan
á borð lögreglu.
„Menn taka á því
sem þeir líta á
sem brot og refsa
viðkomandi. Þeir
stjórna með óttanum og þeir sem er
refsað óttast frekari refsingar og það
hvarflar ekki að þeim að láta lögreglu
vita.“
Tveir karlmenn voru í gær úr-
skurðaðir í þriggja vikna áframhald-
andi gæsluvarðhald, eða til 12. janúar,
á grundvelli rannsóknarhagsmuna að
kröfu lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu í þágu rannsóknar hennar á
skipulagðri brotastarfsemi. Mennirn-
ir voru handteknir í viðamiklum að-
gerðum lögreglu- og tollyfirvalda fyr-
ir tíu dögum, en rannsókn málsins
teygir anga sína til bæði Póllands og
Hollands. Þriðji maðurinn, sem sat í
gæsluvarðhaldi í tengslum við rann-
sóknina, er laus úr haldi lögreglu.
Rannsókn málsins miðar vel að
sögn lögreglu.
Samfélög inni í samfélaginu
Grímur
Grímsson
MÞeir stjórna með óttanum »20
Sigurður Sigurgeirsson fjárfestir
krafði Reykjavíkurborg um allt að
1,3 milljarða í bætur vegna breytts
skipulags á Hlíðarenda.
Forsaga málsins er sú að Sigurður
keypti tvo af fjórum helstu íbúðar-
reitum svæðisins. Reykjavíkurborg
heimilaði síðan aukið byggingar-
magn á öðrum reit vestan við þá.
Fram kom í bréfi lögmanns Sig-
urðar að sú breyting myndi rýra
verðmæti fyrirhugaðra íbúða á lóð-
um hans. Vegna þessa færi hann
fram á allt að 1.330 milljónir í bætur
frá borginni. Við bótakröfuna var
miðað við að meðalverð íbúða á Hlíð-
arenda verði 580 þúsund á fermetra.
Fjárfestir krafði
borgina um milljarða
Þær Kolfinna og Hugrún Edda skoða jólapakkana í jólakjólunum sínum og
bíða spenntar eftir aðfangadagskvöldi á morgun. Senn rennur stóri dagur-
inn upp. Prúðbúin börn og jólasveinar hafa sett svip sinn á aðventuna um
allt land og má sjá myndir af því í Morgunblaðinu í dag. »26-27
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Börnin bíða spennt
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Sem leikari veit Hera upp á hár
hvernig á að skapa leikflutning. Hún
er alltaf sönn, alltaf ekta og fyrst og
fremst, hún er ákaflega hugrökk. Það
er enginn efi í mínum huga að hennar
bíði glæstur frami,“ segir leikstjórinn
og framleiðandinn Peter Jackson um
leikkonuna Heru Hilmarsdóttur.
Hera Hilmarsdóttir leikur aðal-
hlutverk í næstu stórmynd Jacksons,
Mortal Engines, sem verður jóla-
myndin á næsta ári en fyrr í vikunni
birtist fyrsta stiklan úr myndinni.
Jackson er maðurinn á bak við stór-
virki á borð við Lord of the Rings og
Hobbitann og því ljóst að íslenskur
leikari hefur ekki áður verið ráðinn í
jafnstórt hlutverk í jafnstórri bíómynd
og Hera.
Í viðtali við Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins segir Hera frá tökunum á
myndinni, sem fóru fram í sumar,
hvernig var að vinna með Jackson og
fjölskyldu hans og hvað þetta er strax
farið að hafa mikil áhrif á feril hennar
en hún hefur þurft að bæta við um-
boðsmannateymi sitt til að koma til
móts við fyrirspurnir.
„Ég var svolítið lengi að átta mig á
þessu, hvað þetta væri stórt. Svo gerð-
ist þetta svo hratt,“ segir Hera. „Þetta
gætu orðið nokkrar kvikmyndir ef vel
gengur, en byrjum á einni.“
Alveg í skýjunum með Heru
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverkið í næstu stórmynd Peters Jacksons
Enginn íslenskur leikari hefur fengið álíka samning í kvikmyndaheiminum
Morgunblaðið/Hari
Hera Peter Jackson segist heppinn
að hafa fengið Heru í verkefni sitt.