Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Plasti blásið frá
(væntanlegt)
Möguleg sérsöfnun
frá heimilum
Grenndargámar
Metan Jarðvegsbætir
Gas- og jarðefnastöð (2018) Þurrkað
Ruslið sigtað
Prófað til
gasgerðar
Eldsneyti
(dísilolía)
Eldsneyti
(brenni)
Endurvinnsla
(plast) Endurvinnslustöðvar
Sorpu
Endurvinnsluleiðir
heimilisúrgangs
Pappírstunna Orkutunna
Málmar
flokkaðir frá
Pokaopnari
Framtíðin – gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi mun gera
það mögulegt að endurnýta um 95% af öllum
úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu
Teikning: Sorpa
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Útlit er fyrir að meira berist af úr-
gangi til SORPU bs. á þessu ári held-
ur en nokkru
sinni áður. Að
sögn Björns Hall-
dórssonar, fram-
kvæmdastjóra,
endurspeglar
„sorpvísitalan“
ástandið í þjóð-
félaginu.
„Vissulega varð
stopp í þjóðfélag-
inu á árunum
2008 og 2009 og kannski er orðin upp-
söfnuð þörf hjá fóki að skipta út hús-
gögnum eða raftækjum. Ég held
samt að aukin neysla með aukinni
hagsæld endurspeglist í því sem við
sjáum hjá SORPU og sé einn mæli-
kvarðinn á velmegun í þjóðfélaginu,“
segir Björn.
Vendipunktur árið 2014
Árið 2016 barst SORPU um 15%
meira magn af úrgangi en árið á und-
an og hefur sú þróun haldið áfram í
öllum flokkum úrgangs í ár, þó svo að
tölur liggi eðlilega ekki fyrir. Að sögn
Björns er aukningin hjá SORPU í ár
eins og í fyrra mest í flokkum sem
hægt er að tengja byggingarstarf-
semi, hvort sem um er að ræða gróf-
ari úrgang, eins og timbur eða
steypubrot, eða húsgögn og raftæki.
Árið 2014 var ákveðinn vendi-
punktur hvað magn úrgangs varðar.
Þá tók það að aukast á ný eftir að
hafa dregist saman um 40% árið 2009
í kjölfar efnahagshrunsins.
Yfir 50 þúsund tonn á
endurvinnslustöðvarnar
Á endurvinnslustöðvarnar bárust í
fyrra um 45 þúsund tonn, en vísbend-
ingar eru um að magnið fari yfir 50
þúsund tonn á þessu ári og verði
meira en nokkru sinni. Þar til nú var
árið 2016 það stærsta í sögu endur-
vinnslustöðvanna en þá tóku þær við
yfir 45.000 tonnum af úrgangi.
Til samanburðar var fyrra met á
endurvinnslustöðvunum sett árið
2007 er þangað bárust um 42 þúsund
tonn. Árið 2010 bárust á stöðvarnar
um 28 þúsund tonn og var það
minnsta magn sem þangað hafði bor-
ist frá árinu 1999.
Endurvinnslustöðvar þjóna fyrst
og fremst einstaklingum og heimil-
um, en fyrirtækjum er frekar beint í
móttökustöð í Gufunesi og urðunar-
stöð í Álfsnesi.
Björn segir að hafa verði í huga við
samanburð á milli ára að síðasta ára-
tug hafi fólki fjölgað um fleiri þúsund
á höfuðborgarsvæðinu. Eigi að síður
séu vísbendingar um að sorp á hvern
íbúa hafi aukist síðustu ár.
„Sorpvísitalan“ styrkist
Meira magn hefur borist til SORPU á þessu ári heldur en nokkru sinni áður
Einn mælikvarðinn á velmegun Mest aukning tengd byggingarstarfsemi
Björn H.
Halldórsson
Útboð er nú í gangi á Evrópska efnahags-
svæðinu í gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Tilboð verða opnuð í janúar og segist Björn
Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU, gera
sér vonir um að framkvæmdir geti hafist á
miðju næsta ári. Aðspurður segir hann að
miðað hafi verið við að stöðin kosti um þrjá
milljarða króna með tækjum, búnaði og öðr-
um kostnaði.
Með tilkomu stöðvarinnar verður hætt að
urða heimilisúrgang en í staðinn verða gas-
og jarðgerðarefni unnin úr honum. Stefnt er
að því að yfir 95% af heimilisúrgangi á sam-
lagssvæði SORPU verði endurnýtt þegar stöð-
in er komin í gagnið.
Mikil breyting verður með nýrri stöð í Álfsnesi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarfélög og stofnanir þeirra sem
eiga aðild að Brú – lífeyrissjóði þurfa
að greiða rúma 40 milljarða króna
vegna uppgjörs á réttindum sjóðs-
félaga í A-deild sjóðsins. Þar af þarf
Reykjavíkurborg að greiða nákvæm-
lega 15.025.158.187 krónur.
Samræming réttinda
Í kjölfar breytinga á lögum um
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
sem ætlað var að samræma lífeyr-
isréttindi opinberra starfsmanna við
það sem gengur og gerist á almenna
vinnumarkaðnum þurfti að breyta
A-deild Brúar – lífeyrissjóðs starfs-
manna sveitarfélaga. Jafnri
réttindaávinnslu var breytt í aldurs-
tengda réttindaávinnslu og lífeyris-
aldur hækkaður úr 65 í 67 ára aldur.
Breytingin tók gildi 1. júní sl. og síð-
an hefur verið unnið að trygginga-
fræðilegu uppgjöri deildarinnar sem
starfað hefur frá árinu 1997.
Gerður Guðjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Brúar, segir að upp-
gjörið sé gert til að tryggja að sjóð-
félagar haldi sínum réttindum. Hún
segir að verið sé að ljúka uppgjöri
deildarinnar þessa dagana. Sveitar-
félögin hafi frest til loka janúarmán-
aðar til að greiða sinn hlut. Þeim
gefst kostur á að greiða með skulda-
bréfum, það er að segja ef þau kjósa
svo.
Borgin greiðir með peningum
Reykjavíkurborg mun gera upp
við sjóðinn fyrir áramót og greiða
með peningum. Birgir Björn Sigur-
jónsson fjármálastjóri segir að
skuldbindingar borgarinnar hafi
lengi legið fyrir og verið til umfjöll-
unar í borgarráði og borgarstjórn.
Bókanir á fundum síðustu daga
hafi snúist um að heimila greiðslu
fjárhæðarinnar. Hann segir að borg-
in hafi búið í haginn með því að taka
5 milljarða króna lán fyrr á árinu en
afganginn eigi hún í handbæru fé frá
rekstri.
Sveitarfélög gera upp
40 milljarða lífeyrisskuld
Reykjavíkurborg tekur 15.025.158.187 kr. úr sjóðnum
„Það á eftir að koma í ljós hvernig
árið í heild hefur verið en sam-
kvæmt tölum sem við höfum frá
Hagstofunni um veltu bókamark-
aðarins fyrstu átta mánuði ársins
þá hélt því miður áfram sá sam-
dráttur sem verið hefur í sölu bóka
á undanförnum árum. Þrátt fyrir
það fæ ég ekki betur séð en að jóla-
vertíðin hafi gengið vel. Það er erf-
itt að átta sig á heildinni en mér
sýnist að mest seldu bækur ársins
séu að seljast betur en í fyrra.
Þannig sjáum við meiri sölu hjá
Arnaldi, Gunnari Helgasyni, Ævari,
Ragnari og Yrsu,“ segir Egill Örn
Jóhannsson, formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefanda.
„Það er ánægjulegt að sjá fyrir
þessi jól að þá eru líklega fimm eða
sex titlar sem ná vel yfir tíu þúsund
eintaka upplag. Fyrir 20-30 árum,
þegar ég hóf að fylgjast með útgáf-
unni, þá seldust bækur Alistairs
MacLean langmest um hver jól. Þá
var upplagið tíu þúsund eintök. Nú
sjáum við marga titla fara yfir
þetta og jafnvel yfir 20 þúsund ein-
tök.“
Í nýlegu svari á Vísindavefnum
fer Már Jónsson sagnfræðingur yfir
upplag prentaðra bóka hér á landi
fyrr á öldum. Þar kemur til að
mynda í ljós að Passíusálmar séra
Hallgríms Péturssonar voru prent-
aðir í um sjö þúsund eintökum á níu
ára tímabili frá 1832 til 1841.
„Árið 1840 voru Íslendingar 57
þúsund talsins og jafngilda 7000
bækur á níu árum því að eitt eintak
var prentað á hverja átta íbúa. Það
er ævintýralega mikið og sam-
svarar hvorki meira né minna en 40
þúsund eintaka upplagi nú, sem
vart þekkist,“ skrifar Már.
„Á þeim tíma var kannski ekki
um aðra afþreyingu að ræða en
bóklestur og á flestum bæjum var
eitthvert úrval bóka,“ segir Egill
sem segir að meðalupplag bóka á
Íslandi sé svipað og í nágranna-
löndunum, rúmlega þúsund eintök.
Upplög geti verið frá 200 eintökum
og hátt í þrjátíu þúsund.
hdm@mbl.is
Bóksalar
ánægðir
með söluna
Morgunblaðið/Eggert
Bóksala Vinsælustu bókatitlarnir
hafa selst afar vel í ár.