Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofnar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
LágmúLa 8 · sími 530 2800
Örbylgjuofnar
Hvítur / Svartur / Grár / Lítrar: 23 / Vött: 800
Snúningsdiskur 29cm / TDS kerfi: Já, þreföld dreifing á geisla /
Ofnhólf: Keramik-emelerað / LED skjár: Já / Stýring: Elektrónisk,
snerlar / Styrkstillingar: 6 / Sjálfvirk kerfi : 1, afþýðing
SAMS23F301EAS/EE
18.900,- 19.900,-
Stál / Lítrar: 23 / Vött: 800 / Með grilli
Snúningsdiskur 29cm / TDS kerfi: Já, þreföld dreifing á geisla / Ofnhólf:
Keramik-emelerað / LED skjár: Já / Klukka: Já / Stýring: Elektrónisk /
Sensorstillingar: Nei
SAGE87MC/XEE
27.900,-
Litur: Svartur / Lítrar: 28 / Vött: 1000
Snúnigsdiskur 31,8 cm, hægt að slökkva á snúningi / Keramik-
emelerað, auðvelt að þrífa / Styrkstillingar: 7 / Sjálfvirk kerfi: 16,
afþýðing, gufueldun ofl / Sparar allt að 40% rafmagn á "standby"
SAMS28J5255UB/EE
umboðsmenn um aLLt Land
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir við gatnamót Geirs-
götu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar
hafa tafist umtalsvert og mun þeim
ekki ljúka fyrr en næsta vor.
Framkvæmdir við gatnamótin
hófust í lok mars síðastliðins og var
götunum þá lokað að hluta. Til stóð
að hleypa umferð á gatnamótin í
ágúst en það dróst fram í nóvember.
Í samráði við þau fyrirtæki sem
vinna að uppbyggingu á svæðinu
voru gerðar breytingar á áætlunum
til að skapa þeim svigrúm við upp-
bygginguna, samkvæmt upplýsing-
um Jóns Halldórs Jónassonar, upp-
lýsingafulltrúa hjá Reykjavíkur-
borg.
Gatnamótin áttu að vera fullfrá-
gengin núna í desember en frost og
kuldi komu í veg fyrir það. Malbikun
og frágangi svæðisins verður frestað
til næsta vors. Gert er ráð fyrir að
frágangi á þessu svæði verði að fullu
lokið í apríl 2018. Gatnamótin voru
færð nokkra metra í vesturátt.
Útbúin voru svokölluð T-gatnamót í
stað sveigðrar Geirsgötu eins og áð-
ur var. 30 kílómetra hámarkshraði
verður á þessum götum. Eftir fram-
kvæmdirnar verður Geirsgatan
hornrétt á Lækjargötu/Kalkofnsveg.
Lóðaþjónustan ehf. átti lægsta til-
boð í verkið að upphæð 347,2 millj-
ónir króna.
Ófrágengið við nýbyggingar
Svæðið milli Arnarhóls og ný-
bygginga á Hafnartorgi er einnig
ófrágengið. Eftir er að ganga frá
aksturssvæðinu austan við Hafnar-
torgið. Hluti af svæðinu er með
bráðabirgðamalbiki og hluti þess er
ennþá athafnasvæði byggingarverk-
taka. Gert er ráð fyrir að fara í þessa
vinnu í sumar og á henni að ljúka
haustið 2018.
Á Hafnartorgi er verið að byggja
sjö hús með verslunum og íbúðum,
alls 23.350 fermetrar.
Þá er eftir að ganga frá gangstétt
norðan við hin nýju hús, þ.e. með-
fram Geirsgötu, frá Kolaportinu að
Arnarhóli. Gert er ráð fyrir að vinna
við frágang fari fram í vor og sumar í
samvinnu við byggingaraðila.
Loks er ráðgert að hægt verði að
fara í frágang á hjólastíg norðan
Geirsgötu með vorinu. Frágangur á
gangstétt verður unninn í samvinnu
við byggingaraðila norðan Geirs-
götu. Þær framkvæmdir eru á áætl-
un árið 2019.
Miklar framkvæmdir
Norðan Geirsgötu, þ.e. á lóðinni
næst Hörpu, munu rísa 250 her-
bergja hótel og fimm byggingar með
90 íbúðum og verslunum. Þá er einn-
ig áformað að nýjar höfuðstöðvar
Landsbankans rísi á lóðinni.
Gríðarmiklar framkvæmdir hafa
staðið yfir við Gömlu höfnina í
Reykjavík undanfarin misseri, lík-
lega þær mestu í sögu höfuðborgar-
innar. Þeim er hvergi nærri lokið.
Tafir hafa orðið á framkvæmdum í miðbænum Frost og kuldi komu í veg fyrir malbikun
Gatnamótin tilbúin næsta vor
Gatnamótin Svona munu gatnamót Geirsgötu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar
líta út þegar framkvæmdum lýkur á næsta ári. Hér er horft frá Arnarhóli.
Eliza Reid, forsetafrú, hefur verið
tilnefnd sérstakur sendiherra
ferðaþjónustu og markmiða sjálf-
bærrar þróunar af hálfu Alþjóða
ferðamálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, UNWTO.
Tilnefningin kemur í framhaldi
af heimsókn Taleb Rifai, aðalritara
UNWTO, hingað til lands í boði
Ferðamálastofu í október sl.
Tilkynnt var um tilnefninguna á
annarri heimsráðstefnu UNWTO
og UNESCO um ferðaþjónustu og
menningu sem haldin var nýverið í
Muscat, höfuðborg Ómans. Flutti
Eliza ávarp á ráðstefnunni. Um
nýja stöðu er að ræða en verkefni
sérstakra sendiherra ferðaþjón-
ustu og sjálfbærrar þróunar var
komið á fót af UNWTO í tilefni af
alþjóðlegu ári ferðaþjónustu og
sjálfbærrar þróunar í ár, 2017.
Markmiðið er að tala fyrir fram-
lagi ferðaþjónustu til sjálfbærrar
þróunar og hvetja til þess að
ferðaþjónusta og markmið sjálf-
bærrar þróunar verði innleidd að
fullu í áætlanir þjóðlanda og
svæða sem og áætlanir á heims-
vísu.
Sérstakur sendi-
herra ferðaþjónustu
Sendiherra Eliza Reid forsetafrú tekur við tilnefningunni á ráðstefnu SÞ.
Tilnefnd af Alþjóða ferðamálastofnun SÞ