Morgunblaðið - 23.12.2017, Page 20

Morgunblaðið - 23.12.2017, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017 VIÐTAL Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Mikið álag hefur verið á starfsfólki mið- lægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Deildin og stjórnandi hennar, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, voru á allra vörum í jan- úar þegar ung kona, Birna Brjánsdóttir, hvarf og fannst síðar látin. Fjölmörg stór mál hafa komið upp á síðustu misserum og segir Grímur að miðað við verkefnin þá hefðu 100 manns nóg að gera. Starfsmenn miðlægu rannsóknardeildarinnar eru aftur á móti ekki nema 45. „Þetta þýðir að við erum að margnýta alla starfsmenn nema þá helst starfsmenn í kynferðisbrotum enda lögð áhersla á að sú vinna verði fyrir sem minnstri truflun,“ seg- ir Grímur. Miðlægu rannsóknardeildinni er skipt í tvennt. Annars vegar kynferðisbrotamál og hinsvegar allt annað, það er skipulögð brotastarfsemi, hatursglæpir, auðgunarbrot, fíkniefnamál, ofbeldisbrot, vændis- og man- salmál. Grímur segir að það gefi augaleið að deildin nái ekki að sinna öllu eins og hún vildi gera og það sé oft á kostnað frum- kvæðisvinnu. Fíkniefnabrotin færast aftar í forgangsröðinni „Ljóst er að það verður að fjölga í lög- reglunni en það verður ekki gert í einu vet- fangi. Við sjáum að auk frumkvæðisvinnu þá náum við ekki að sinna fíkniefnamál- unum eins og við vildum og ekki heldur um- ferðarmálum sem er mikilvægt að sé sinnt almennilega. Fíkniefnabrotin hafa því miður verið að færast aftar í forgangsröðina. Í því samhengi vil ég minna á að fyrir stuttu voru tvær ungar stúlkur hætt komnar vegna efna sem þær urðu sér úti um. Þetta er kannski vísbending um að það sé búið að draga of mikið úr rannsóknum á fíkniefna- brotum,“ segir Grímur. Alvarleg áhrif á öryggi Í skýrslu greiningardeildar ríkislög- reglustjóra sem kom út í október er sjónum beint að skipulagðri glæpastarfsemi á Ís- landi. Þar kemur fram að vitað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virkir í skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Grímur segir að eftir því sem skipulögð glæpastarfsemi eykst og verður alvarlegri hafi hún meiri áhrif á öryggisstigið í land- inu. Álag á almenna löggæslu og rannsókn- ardeildir eykst auk þess sem slíkt kallar á stóraukna frumkvæðislöggæslu á sviði af- brotavarna. Grímur segir að engin spurning sé um að fleiri brotahópar séu starfandi hér en áður auk þess sem meiri harka sé í þessum heimi en áður. Samfélög inni í samfélaginu Eitt af því sem fylgir skipulagðri brota- starfsemi er að það verður til samfélag í samfélaginu. „Stundum er það þannig að þegar einhver brýtur af sér í þessu samfélagi þá er við- komandi refsað án þess að við, sem eigum Þeir stjórna með óttanum  Á sama tíma og skipulögð brotastarfsemi eykst þá verða til samfélög inni í samfélaginu þar sem önnur lögmál ríkja og mönnum refsað fyrir brot sem talin eru brjóta gegn reglum sem þar ríkja Morgunblaðið/Hari Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Indriði Jónsson Karl Friðrik Schiöth Óskum viðskiptavinumokka og landsmönnumöllum gleðilegrar hátíðar og þökkum viðskiptin á árinu! r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.