Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 21
að koma að því, gerum það. Slíkt ofbeldi er
ekki kært til okkar sem er gríðarlega alvar-
legt því þegar einhver samfélög inni í sam-
félögum eru farin að ráða lögum og lofum
þá er eitthvað mikið að.
Lögreglan fær stundum ávæning af slík-
um málum en því er þannig farið að þessi
mál rata mjög sjaldan á borð lögreglu.
Menn taka á því sem þeir líta á sem brot og
refsa viðkomandi. Þeir stjórna með óttanum
og þeir sem er refsað óttast frekari refs-
ingar og það hvarflar ekki að þeim að láta
lögreglu vita, segir Grímur sem hefur starf-
að í lögreglunni í þrjá áratugi.
Ágætt dæmi um breytinguna sem orðið
hefur á starfi lögreglunnar undanfarna ára-
tugi er klæðaburður lögreglumanna.
„Þegar ég var að byrja í lögreglunni voru
lögreglumenn klæddir jakkafötum. Þau eru
í dag kölluð hátíðarbúningur. Allir lögreglu-
menn sem starfa á vettvangi eru klæddir
vestum (skotheldum) og við höfum þurft að
vopna menn sem er eitthvað sem við þurft-
um aldrei hér áður fyrr. Ég tek samt fram
að sérsveitin er alltaf fyrsti kostur þegar
fara þarf gegn mönnum sem grunur leikur
á að séu vopnaðir. Vopn eru einnig orðin al-
gengari en áður, sérstaklega hnífar og þess
vegna þurfa lögreglumenn að fara mjög
varlega. Á sama tíma hefur neysla vímuefna
aukist og hömluleysi fylgir því enda lítil
skynsemi í höfði manna sem neyta harðra
fíkniefna,“ segir Grímur.
Samstarfið við Europol mikilvægt
Grímur færir sig um set í starfi 1. febr-
úar og tekur til starfa hjá Europol og tekur
við sem tengslafulltrúi Íslands þar 1. apríl
þegar Karl Steinar Valsson snýr aftur til
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Europol, sem er ein af stofnunum Evr-
ópusambandsins, er með höfuðstöðvar í
Haag í Hollandi og hefur Ísland verið með
samning um að eiga þar einn tengslafulltrúa
frá árinu 2007.
Grímur segir samstarfið mikilvægt fyrir
lögregluna á Íslandi og öflugt enda flestar
þjóðir Evrópu með tengslafulltrúa hjá
Europol. Með auknu samstarfi þvert á
landamæri er Europol oft tengiliður í slík-
um verkefnum lögreglu auk þess sem stofn-
unin rekur gagnagrunna á ýmsum sviðum
sem nýtist lögreglu um allan heim.
Europol er með öflugar greiningardeildir
og kemur meðal annars þannig inn í stærri
verkefni þegar fleiri en eitt land koma að.
Jafnframt greiðir Europol kostnað sem
annars myndi lenda á viðkomandi landi.
Þetta hefur komið íslensku lögreglunni vel
og aukið erlenda samvinnu.
Eitt þeirra mála sem íslenska lögreglan
hefur unnið í samstarfi við lögreglu í öðrum
ríkjum er stórfellt fíkniefnabrot og pen-
ingaþvætti sem lögreglan upplýsti um á
blaðamannafundi fyrr í vikunni. Talið er að
götuverðmæti fíkniefna sem hald var lagt á
sé um 400 milljónir króna en eignirnar hátt
í 200 milljónir.
Grímur segir að lögreglurannsókn í
tengslum við málið hafi hafist í Póllandi ár-
ið 2014. Haustið 2016 kom íslenska lög-
reglan að málinu, fyrst með fundi ríkislög-
reglustjóra hjá Europol. Ríkislögreglustjóri,
Haraldur Johannessen, átti frumkvæði að
fundinum hjá Europol 2016 en þá eru Pól-
verjarnir sem tengjast málinu sestir að á
Íslandi. Fylgst hefur verið með þeim síðan
þá.
Eftir að samstarfið hófst voru haldnir
reglulega fundir um málið á vegum Europol
en stofnunin fjármagnar flug og annan
kostnað sem tengist slíkum fundum. Grímur
segir að slíkir fundir geti skipt miklu máli í
stað þess að öll samskipti milli lögreglu-
embætta fari fram í gegnum síma. Euro-
just, sem er sambærileg stofnun og Europol
en þar starfa saksóknarar, kom einnig að
samstarfinu. Saksóknarar Eurojust veittu
lögreglunni til að mynda aðstoð varðandi al-
þjóðlegar réttarbeiðnir og fleira.
Líkt og fram hefur komið leikur grunur á
að kyrrsettu eignirnar og haldlagt lausafé
sé allt tilkomið vegna gróða af ólöglegri
starfsemi. Um er að ræða íslensk fyrirtæki
sem mennirnir áttu hlut í. Jafnframt var
lagt hald á lausafé og bíla og eins voru fast-
eignir kyrrsettar.
„Alþjóðleg brotastarfsemi virðir engin
landamæri og þeir sem stýra slíkri starf-
semi vita mjög vel að um leið og farið er
yfir landamæri þá flækir það málið. Því
skiptir það mjög miklu máli fyrir lögregluna
að vinna saman, bæði óformlega sem og
formlega. Upplýsingar frá okkar litla landi
hafa orðið til þess að mál hafa upplýst ann-
ars staðar. Til að mynda sala á fölsuðum
varningi,“ segir Grímur.
Grímur segir að nýja starfið, sem er til
þriggja ára með möguleika á framlengingu í
eitt ár, leggist mjög vel í hann.
„Ég og konan mín förum bara tvö út þar
sem börnin eru uppkomin. Okkur líst vel á
að flytja til Hollands og starfið er mjög
áhugavert. Staðan er rekin af fimm emb-
ættum, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,
ríkislögreglustjóra, tollstjóra, löreglunni á
Suðurnesjum og héraðssaksóknara.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
Fasteignir
Um miðjan janúar hvarf ung stúlka, Birna
Brjánsdóttir, sporlaust í miðborginni og
fannst hún látin átta dögum síðar, 22. jan-
úar. Rannsókn málsins var undir stjórn
Gríms og starfssystkina í miðlægu deild-
inni og vakti málið gríðarlega athygli bæði
innanlands sem utan.
Hann segir að morðið á Birnu hafi
verið eitt erfiðasta mál sem kom til kasta
lögreglunnar á árinu sem er að líða.
„Þetta var mjög sérstakt mál og ekki
bara á einn veg heldur margan hátt. Bæði
að það byrjaði sem mannshvarf, leitað var
að ungri konu sem skilaði sér ekki heim og
síðan eru þrír í áhöfn grænlensks togara
handteknir um borð þegar skipið er á leið
til Íslands. Hvarfið og morðið á Birnu
greip þjóðina og fólk fylgdist grannt með
fjölmiðlum og störfum lögreglu. Grímur
segir að fólk hafi samsamað sig við Birnu
og margir, ekki síst ungar konur, hugsuðu
um eigið öryggi og vildu að það væri
tryggt.
„Að sjálfsögðu eiga ungar konur, líkt og
aðrir, að vera öruggar þegar þær eru ein-
ar á ferð. Því er aldrei þannig farið að þeg-
ar einhver er beittur ofbeldi að það sé við-
komandi að kenna og það á að vera
algjörlega á hreinu að fólk á að geta verið
eitt á ferð og verið öruggt, jafnvel þó að
einhvers áfengis sé neytt. Við vitum alveg
að mikið er um að vera í skemmtanalífinu í
miðborginni um helgar og þess vegna
held ég að margir foreldrar hafi haft
áhyggjur af sínum ungmennum í kjölfar
hvarfs Birnu. En ég held að í framhaldinu
hafi þessi umræða þróast á réttan hátt og
ég hef það ekki á tilfinningunni að fólk
upplifi sig óöruggara eftir þetta. Við bætt-
um við öryggismyndavélum í miðborginni
án þess þó að auka endilega viðveru lög-
reglu þar. Við erum á öllum tímum sólar-
hringsins að reyna að tryggja öruggi borg-
aranna eins og hægt er og hvar sem er í
umdæminu,“ segir Grímur.
Málið sem skók þjóðina
Morgunblaðið/Eggert
Manndráp Birnu Brjánsdóttur var leitað víða en bæði björgunarsveitir og almenningur
tóku þátt í leitinni í janúar. Hún fannst látin átta dögum eftir að hún hvarf.
Ítarlegt viðtal er við Grím á