Morgunblaðið - 23.12.2017, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
LAUS VIÐ VERKI VEGNA SLITGIGTAR
FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA
„Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og
prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf . bæklunarlækni r benti mér á
að huga betur að lífstílnum og taka innNUTRILENKGOLD Ég
fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ef ég sleppi því að taka inn
NUTRILENKGOLDþá finn ég verkina koma aftur.
Ég mæli heilshugar meðNUTRILENKGOLD.“
Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður
Nutrilenk fyrir liðina
Náttúr
ulegt
fyrir li
ðina
GOLD
NNA
Vertu laus við
LIÐVERKINA
Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Suður landsbraut 52
S ími 533 6050
Faxnr. 533 6055
www.hofd i . i s
Jólakveðja,
starfsfólk Höfða fasteignasölu
Fyrir þrjú þúsund
árum gerði Davíð kon-
ungur Jerúsalem að
höfuðborg Ísrael og
sonur hans, Salómon
konungur reisti fyrsta
musterið á Musteris-
hæðinni í Jerúsalem
sem varð ein glæsileg-
asta borg Mið-
Austurlanda. Ísraels-
menn voru hnepptir í
þrældóm í Babylóníu
þegar Nebúkadnesar lagði musterið
og Jerúsalem í rúst 586 fyrir Krist.
Ísraelsmenn sneru aftur til landsins
helga og borgar sinnar Jerúsalem og
endurreistu Musterið.
Alexander mikli lagði Jerúsalem
undir sig árið 332 fyrir Krist. Grikkir
gerðu musterið að hofi en eftir upp-
reisn Ísraelsmanna, 164 fyrir Krist,
var ríki Ísraelsmanna endurreist og
Musterið helgað Drottni Biblíunnar á
ný. Dýrðin stóð ekki lengi því á fyrstu
öld fyrir Krist féll Júdea í hendur
Rómverjum og þar með Jerúsalem.
Svo var á dögum Jesú Krists. Róm-
verjar lögðu Musterið í rúst árið 70
eftir að gyðingar risu gegn kúgurum
sínum.
Hadrían keisari
Á annarri öld eftir Krist urðu ör-
lagaatburðir í sögu gyðinga í tíð
Hadríans 14. keisara Rómarveldis
sem ríkti frá 117-138 eftir Krist.
Hadrían heimsótti Jerúsalem árið
130 og hóf endurbyggingu Jerúsalem
og endurskírði borgina Aelia Capitol-
ina í höfuðið á sjálfum sér og hinum
rómverskum guðum. Hann endur-
reisti Musterið og helgaði rómverska
guðinum Júpiter. Musterið var heil-
agt í augum gyðinga. Þeir risu aftur
upp gegn kúgurum sínum, nú undir
forystu Símonar Bar Kokhab á ár-
unum 132-136. Bar Kohkhab-
uppreisnin var blóðug. Talið er að um
600 þúsund Ísraelar hafi misst lífið og
yfir þúsund bæir og þorp rústir einar
eftir hildarleikinn. Mannfall í liði
Rómverja var einnig gríðarlegt.
Rómarkeisari var æfur af reiði í
garð þessarar þrjósku þjóðar fyrir
botni Miðjarðarhafs og úthýsti gyð-
ingum frá landinu helga. Og ekki
bara það. Hadrían nefndi landið eftir
fornum óvinum Ísraela; Assýringum
og Filisteum og kallaði Sýrland-
Palestína til þess að nudda salti í sár-
in. Þar er komið nafnið Palestína. Tó-
rah – helgustu bókum gyðinga Móse-
bækurnar – var kastað á eld.
Fræðimenn Gyðinga voru líflátnir og
þjóðinni bannað að iðka trú sína á
Drottin, skapara himins og jarðar.
Gyðingar dreifðust á meðal þjóðanna
og sættu vægðarlausum ofsóknum í
gegn um aldirnar.
Býzantíum-ríkið vann borgina
snemma á fjórðu öld. Jerúsalem varð
kristin borg og kristnar kirkjur reist-
ar á borginni helgu. Þegar íslam hóf
útþenslu og lagði undir sig þjóðir með
sverði tóku múslimar Jerúsalem árið
634 eftir Krist og reistu mosku á
Musterishæðinni 691 á rústum Must-
eris Salómons.
Krossferðir tíundu aldar voru and-
svar við útþenslu íslams. Múslimar
gengu á land á Íberíuskaga á áttundu
öld en voru stöðvaðir við Tours í
Frakklandi og hlið Vínarborgar á
sextándu öld. Krossfararnir náðu
Jerúsalem á sitt vald 1099. Blóð rann
í stríðum straumum, sýnagógur voru
lagðar í rúst, moskur gerðar að
kristnum kirkjum. Jerúsalem varð
kristin höfuðborg krossfaranna.
Saladín náði Jerúsalem á sitt vald
1187 en Ottóman-heimsveldið tyrk-
neska tók borgina fyrir 500 árum. Ot-
tómanveldið hrundi í lok fyrri heims-
styrjaldar. Bretar tóku Jerúsalem
1917 og sama ár var hin svokallaða
Balfour-yfirlýsing samin; loforð um
að gyðingar fengju að snúa heim til
landsins helga.
Á fjórða áratug 20. aldar komust
nazistar til valda í Þýskalandi og gyð-
ingahatur náði nýjum hæðum í ver-
öldinni. Gyðingar voru hundeltir um
alla Evrópu. Helförin er mesta
skömm mannkyns. Sex milljónir
manna biðu bana í út-
rýmingarbúðum naz-
ista. Gyðingar vonuðust
til að geta stofnað eigið
ríki laust undan stöð-
ugu hatri og ofsóknum
og flykktust til landsins
helga.
Ályktun 181, 29. nóv-
ember 1947:
Drottinn sagði við
Abraham í fyrstu Móse-
bók. „Ég mun leiða
blessun yfir þá sem
blessa þig.“ Ísland lék
lykilhlutverk við stofnun Ísraels eftir
stríð. Þá var Thor Thors sendiherra
Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og
talaði fyrir ályktun 181 um stofnun
Ísraelsríkis og Palestínu. Abba Eban,
utanríkisráðherra Ísraels 1966-1974,
sagði við Thor að morgni þessa dags:
„Hér getur Ísland, smæsta ríkið í
samfélagi þjóðanna, haft úrslitaáhrif
á hvort gyðingaþjóðin fær sjálfstæði
eður ei ... kannski um alla framtíð.“
Thor svaraði. „Hvernig gat það kom-
ið til að litla eyjan okkar ætti eftir að
hafa jafn afgerandi áhrif á sögu svo
mikillar þjóðar.“
Eban taldi ræðu Thors í New York
magnaða og hafa skipt sköpum.
Ályktun 181 var samþykkt með 33 at-
kvæðum gegn 13. Ísraelskir leiðtogar
hafa allar götur síðan lagt mikið upp
úr „sérstöku sambandi“ þjóðanna og
saga þessi verið kennd í ísraelskum
skólum.
Arabar ráðast á Ísrael
Ísrael var stofnað 14. maí 1948.
Arabaríki neituðu að viðurkenna
landið og Egyptar, Sýrlendingar og
Jórdanir gerðu að kvöldi loftárásir á
hið nýstofnaða lýðveldi sem þó stóðst
atlögur fjenda sinna. Vopnahléi var
lýst í apríl 1948. Jórdanía lagði undir
sig hinn svokallaða Vesturbakka og
A-Jerúsalem. Á Biblíutíma var Vest-
urbakkinn Júdea og Samaría. Árið
1967 hótuðu Arabar að tortíma Ísrael
og útrýma gyðingum. Þeir stilltu upp
500 þúsund manna her við landamæri
hins litla ríkis með innan við 3 millj-
ónir íbúa; 2800 skriðdrekum og 800
orrustuflugvélum. Ísraelar hins veg-
ar gersigruðu Araba á sex dögum og
tóku Vesturbakkann, A-Jerúsalem,
Gaza, Gólanhæðir Sínaí-eyðimörkina
og Gólanhæðir. Enn fóru Arabar með
stríði gegn Ísrael árið 1973 og enn
voru þeir hraktir til baka.
Árið 1979 viðurkenndu Egyptar
Ísrael og fengu Sínaí; 1987 hófst fyrri
Intifada-uppreisn Palestínumanna á
Vesturbakkanum; 1988 afsöluðu
Jórdanar sér tilkalli til Vesturbakk-
ans og A-Jerúsalem; 1993 var Oslóar-
samkomulagið undirritað og Yitzak
Rabin og Yasser Arafat tókust í
hendur í Washington með Bill Clin-
ton á milli sín. Vesturbakkinn og
Gaza fengu sjálfstjórn. Árið 2000
hafnaði Yasser Arafat sáttartilboði
Bill Clinton og gekk út. Clinton lýsti
því sem mestu pólitísku vonbrigðum
ferils síns.
Hryðjuverkasamtökin Hamas
komust til valda á Gaza á nýrri öld.
Síðan hefur árásum ekki linnt frá
Gaza. Sameinuðu þjóðirnar mátu að
4.800 eldflaugum hefði verið skotið á
Ísrael frá 8. júlí til 26. ágúst 2014. Um
224 eldflaugur sprungu í ísraelskum
borgum og þorpum.
Arabar hafa alltaf hafnað friði
Helsta ógnin stafar nú af Íran með
liðlega 80 milljónir íbúa. Eftir bylt-
ingu harðlínuklerkanna árið 1979
hefur ógnarstjórn ríkt í landinu sem
heitir því að tortíma Ísrael og útrýma
gyðingum. Eldflaugaárás frá Íran
færi yfir Vesturbakkann sem gæfi
gyðingum nokkrar mínútur til við-
bragða.
Heimsóknir ísraelskra leiðtoga
Hinir stóru leiðtogar Ísraels, Dav-
id Ben-Gurion, fyrsti forsætisráð-
herra landsins, og utanríkisráðherr-
arnir Abba Eban og Golda Meir
komu í opinberar heimsóknir til Ís-
lands á sjöunda áratugnum. Í ræðu til
heiðurs Ben-Gurion í september 1962
á Hótel Borg sagði Ólafs Thors for-
sætisráðherra:
„Við vitum öll, hvað þjóð okkar,
eins og aðrar vestrænar menning-
arþjóðir, á að þakka andlegri leiðsögn
mikilla trúarleiðtoga Ísraels. Þeir
gáfu mannkyninu Biblíuna, trúna á
einn Guð, skapara himins og jarðar.
Þeir voru fyrstir til að vekja máls á
vilja Guðs og skyldum manna við Guð
sinn. Vizka þeirra og andlegur styrk-
ur urðu mannkyni leiðarljós á leið
sinni frá ruglingi og skekkjum fyrri
tíma til siðferðilegrar meðvitundar
og lagasiðgæðis.“
Ólafur Thors kvað Íslendinga ein-
lægt hafa sótt í sögu Gyðinga. End-
urheimt landsins helga væri sem
„ljóðrænn draumur“. Eftir Oslóar-
samkomulag Araba og Ísraels í ágúst
1993 flaug Shimon Peres frá Osló til
fundar við Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra. Þeir hittust á Þingvöllum.
Peres kynnti það íslenska forsætis-
ráðherranum í trúnaði, fyrstum er-
lendum ráðamanni.
Íslandsför ísraelska ráðherrans
undirstrikaði hið sérstaka samband
Íslands og Ísraels. Peres sagði ís-
lenskum fjölmiðlum á Þingvöllum að
hann væri bjartsýnn á mikil tíðindi.
Mótmæli voru uppi við stjórnarráðið
og leiðtogar Alþýðubandalagsins,
Ólafur Ragnar Grímsson, og Fram-
sóknarflokksins, Halldór Ásgríms-
son, neituðu að hitta Peres. Utanrík-
isráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson fór af landi brott. Árið
1990 hafði Steingrímur Her-
mannsson rofið „hið sérstaka sam-
band“ þegar hann hitti Yasser Arafat
í Túnis. Steingrímur lýsti yfir stuðn-
ingi við stefnu Araba í deilum við Ísr-
ael. Faðir Steingríms neitaði gyð-
ingum um skjól undan ofsóknum
nazista. Ekki er langt síðan yfirvöld í
Reykjavík settu bann á ísraelskar
vörur.
Ísrael eina lýðræðisríkið
Ísrael er eina lýðræðisríkið fyrir
botni Miðjarðarhafs og eina ríkið sem
hefur haft Jerúsalem að höfuðborg.
Um aldamótin 1900 voru íbúar Jerú-
salem 45 þúsund; gyðingar um 30
þúsund, arabar og kristnir 8 þúsund.
Íbúar Ísraels eru nú um 8,5 milljónir
og Jerúsalem tæp milljón. Um ein og
hálf milljón ísraelskra ríkisborgara
er af arabísku bergi brotin, játar mú-
hameðstrú, á sæti í ríkisstjórn og
hæstarétti.
Lýðræði viðgengst ekki í hinum
íslamska heimi. Jafnrétti þekkist
ekki. Réttindi kvenna og samkyn-
hneigðra eru fótum troðin. Innan
Arababandalagsins eru 22 ríki með
430 milljónir íbúa á liðlega 13 milljón
ferkílómetra landsvæði.
Veröldinni finnst ofrausn að hin of-
sótta þjóð fái að búa á 20 þúsund fer-
kílómetra landsvæði á stærð við Ár-
nes- og Rangárvallasýslur og
endurreisa Jerúsalem sem höfuð-
borg. Gyðingar hafa verið ofsóttir í
Evrópu um aldir. Gyðingaofsóknir
náðu hámarki með helför nazista. Ís-
lensk stjórnvöld neituðu þá gyð-
ingum um skjól.
Nú stendur hvorki Þýskaland né
Evrópa með Ísrael.
Þjóðarútvarp Íslendinga elur á
andúð og hatri í garð gyðinga. Dag
eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir
mánuð, ár eftir ár, áratug eftir áratug
hefur RÚV flutt fréttir hálfsannleika
og lygi um Ísrael og afvegaleitt þjóð-
ina.
Íslensk stjórnvöld hafa sögulegt
tækifæri til að gera hið rétta í málinu
og viðurkenna Jerúsalem sem höfuð-
borg Ísrael. Íslendingar eru kristin
þjóð sem trúir á Guð Biblíunnar
skapara himins og jarðar. Af því til-
efni er vert að minnast orða Drottins
við Abraham: „Ég mun blessa þá sem
blessa þig.“
Hið sérstaka samband Íslands og Ísraels
Eftir Hall Hallsson » Íslensk stjórnvöld
hafa sögulegt tæki-
færi til að gera hið rétta
í málinu og viðurkenna
Jerúsalem sem höfuð-
borg Ísraels.
Hallur Hallsson
Höfundur er fréttamaður.