Morgunblaðið - 23.12.2017, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2017
✝ Esther Garð-arsdóttir fædd-
ist í Miðbæ á Búð-
um á Fáskrúðsfirði
29. mars árið 1935.
Hún lést 28. nóv-
ember 2017 á
Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Erlín Guðmunds-
dóttir, f. 15. júlí
1911 á Búðum Fáskrúðsfirði, d.
24. mars 2003, og Garðar Krist-
jánsson, f. 27. ágúst 1909 á
Stöðvarfirði, d. 8. febrúar 1964.
Systkini Estherar eru Ásta, f.
1931, Guðrún Birna, f. 1932, d.
1933, Kristján, f. 1937, Halldór,
f. 1939, Guðrún, f. 1941, Guð-
mundur, f. 1946, d. 2009, Garð-
ar, f. 1947, og Stefán, f. 1954.
Árið 1957 eignaðist Esther
dótturina Íris Öldu, með unn-
usta sínum Gunnari Gíslasyni
rafvirkjameistara, f. 22. janúar
1937, d. 5. ágúst 1969.
Esther kvæntist 30. desember
1960 Stefáni Jónssyni lækni, f. 6.
mars 1930 á Neðri Svertings-
stöðum í Miðfirði, d. 21. júlí
2013. Þau eignuðust tvö börn
saman, Pétur Hafstein og Rúnu
Ósk, sambýlismaður Einar Óm-
ar Eyjólfsson.
Esther ólst upp á Fáskrúðs-
firði og lauk þar almennri skóla-
göngu. Hún fluttist til Reykja-
víkur árið 1956 og hóf störf í
snyrtivöruversluninni Hygea.
Hún fór í Leiklistarskóla Ævars
Kvaran, starfaði sem sýningar-
stúlka og var fyrirsæta í dag-
blöðum. Árið 1959 var hún
krýnd ungfrú Reykjavík. Í kjöl-
farið fór hún að starfa sem
söngkona og vann með lands-
þekktum tónlistamönnum,
Hauki Morthens, Hljómsveit
Árna Elfars og KK. Hún söng í
kabarettsýningum Austur-
bæjarbíós. Esther útskrifaðist
sem ljósmóðir úr LSMÍ 1960 og
starfaði á Fæðingarheimili
Reykjavíkur frá janúar-
september 1961. Árið 1961 flutt-
ist Esther með Stefáni og dóttur
sinni til Ólafsfjarðar þar sem
hann gegndi starfi héraðslæknis
í tvö ár. Árið 1966 fluttu þau til
Svíþjóðar og bjuggu í sex ár á
meðan Stefán var í sérfræði-
námi. Esther starfaði sem ljós-
móðir í Centrallasarettet
Vänersborg í Svíþjóð árið 1968.
Við heimkomu árið 1971 hóf
Esther störf á Fæðingarheimil-
inu. Hún starfaði lengst af á
fæðingardeild Landspítalans en
vann tímabundið hjúkrunarstarf
á Læknastöðinni í Álfheimum
1978-1980.
Útför Estherar fór fram í
kyrrþey.
Gerði. Íris Alda
varð kjördóttir
Stefáns.
1) Íris Alda f.
20.12. 1957, sam-
býlismaður Heimir
V. Pálmason.
Börn Írisar Öldu
og Egils Þórs
Ragnarssonar
(skildu): a) Pétur
Ingi, sambýliskona
Elva Rut Antons-
dóttir, dætur þeirra eru Amelía
Ósk og Ronja Nótt. b)Ingibjörg
Ragnheiður, barnsfaðir Þor-
steinn Metúsalem Jónsson, son-
ur þeirra er Jón Metúsalem. c)
Stefanie Esther, barnsfaðir
Heiðar Austmann, dóttir þeirra
er Emilía Þórunn. d) Atli Fann-
ar, sambýliskona Áshildur Guð-
mundsdóttir. c) Hugrún Birta. 2)
Pétur Hafsteinn f. 26.3. 1962,
kvæntur Áslaugu Sigurð-
ardóttur. Sonur þeirra er Jón
Stefán. Stjúpdóttir Péturs er
Heiðrún Gissunn. 3) Rúna Gerð-
ur f. 23.11. 1964, kvænt Helga
Óskari Víkingssyni, dóttir
þeirra er Nína Dagbjört en fyrir
átti Rúna soninn Georg Helga
Hjartarson.
Stjúpdóttir Rúnu er Ingibjörg
Í nokkra daga var búið að vera
mjög kalt, stillt en sólbjart veður.
Það var líkast því sem verið væri
að undirbúa komu þína, elsku fal-
lega mamma mín. Ég var svo
þakklát fyrir að geta setið hjá þér
og lýst fyrir þér hve fallegt væri
að líta út um gluggann þinn. Það
var svo mikill friður í loftinu og
meira að segja krummi flaug
krunkandi fram hjá glugganum,
eins og hann væri kominn til að
kveðja. Krummi var uppáhalds-
fuglinn þinn, en þú varst mikill
fuglavinur. Hann kom bæði oft í
Prestbakka en einnig upp í Birki-
lund. Alltaf gafstu honum og
smáfuglunum að borða. Við upp-
lifðum margt saman, elsku
mamma, erfiða sem góða tíma.
Þegar ég var lítil dáðist ég svo
að þér, hvað þú varst falleg og
elegant. Ekkert var meira gaman
en að sjá þig tilbúna í síðkjól á
leið á ball. Þú varst fallegri en allt
fallegt. Tónlistin var aldrei langt
undan en ég fékk ástina á söng í
vöggugjöf.
Þér fannst ekki gaman að taka
til, en þú reyndir að bæta það upp
með músík. Plötu var skellt á fón-
inn, ég var látin hjálpa til, og
þökk sé þér í dag þá kynntist ég á
unga aldri góðri tónlist eins og
með Mahaliu Jackson, Harry
Belafonte, Frank Sinatra, Tom
Jones og Presley. Við hlustuðum
á allt nema þungarokk. Þú hafðir
ekki smekk fyrir því og kallaðir
það eiturlyfjamúsík.
Ég og Georg vorum algjörir
heimalningar hjá þér og pabba í
níu ár. Engin jól eða áramót voru
án ykkar og ekki breyttist það
neitt eftir að Helgi, Nína og Ingi-
björg bættust í líf okkar. Ég man
varla eftir neinum jólum eða ára-
mótum án ykkar um ævina, nema
kannski örfáum. Það var alltaf
svo gaman að gefa ykkur að
borða og hvað þið dásömuðuð
matinn og voruð þakklát. Að taka
upp pakka með ykkur var hrein
unun og skemmtun. Þessi jól
munu þ.a.l. verða okkur öllum
mjög erfið. Engin sumur voru án
þess að fara í Birkilund, litla
Edengarðinn ykkar. Þar höfðum
við það notalegt en þið þáðuð
samt alltaf að koma með okkur í
aðra bústaði sem við leigðum oft
að gamni hjá stéttarfélögunum.
Já, margar dýrmætar minn-
ingar höfum við skapað saman.
Eftir andlát pabba misstir þú
haldreipið í lífi þínu. Þið voruð
svo ólík en hann var þér allt. Þú
áttir erfitt með að vera ein og
varst svo einmana. Þú áttir við
veikindi að stríða, varst oft að
brotna, og því fylgdu miklir verk-
ir og vanlíðan. Ég kom til þín alla
daga, og fylgdi þér hvert fótspor.
Sú vegferð gerði okkur nánari og
mig að betri manneskju fyrir vik-
ið.
Þú fluttir á Hrafnistu í fyrra
en það fyllti ekki tómarúmið í
hjarta þínu. Einmanaleikinn,
verkir og veikindi tóku sinn toll,
en þú varst samt ótrúlega dugleg
og reyndir eftir bestu getu að
gera það sem þú elskaðir mest, að
mála. Þú varst alltaf svo þakklát
að við skyldum koma í heimsókn
en enginn dagur leið án þess að
við töluðumst saman minnst
þrisvar á dag. Ég þurfti á þér að
halda líka, elsku mamma mín.
Það er stórt tómarúm í hjarta
mínu í dag en ég veit að þú ert
komin í faðm pabba og þér líður
loksins vel. Takk fyrir allt, ég
elska ykkur.
Megi góður Guð geyma ykkur,
minning ykkar mun ávallt lifa í
hjarta mínu.
Rúna Gerður Stefánsdóttir.
Elsku Esther amma, mér þyk-
ir svo sárt að hugsa til þess að ég
fái aldrei að heyra rödd þína aft-
ur og að þú sért farin frá okkur.
Þú hringdir í mig á hverjum degi
til að spjalla og athuga hvernig
ég hefði það. Ég á svo margar
góðar minningar með þér. Þú
hafðir alltaf áhyggjur, yfirleitt
allt of miklar. Þú vildir manni
alltaf svo vel, og þér leið best ef
þú vissir að allir væru komnir
heim, búnir að borða og bara að
hafa það kósý. Þú spurðir oft
hvort ég væri ekki í ullarsokkum,
engin mátti fá kvef. Þú vildir
manni alltaf svo vel. Vinkonur
mínar héldu mikið upp á þig. Þú
varst alveg ótrúleg og varst oft
svo fyndin. Ef þú hringdir í mig
og einhver vinkona mín var í
heimsókn vildirðu alltaf líka fá að
spjalla við hana. Þeim þótti þú al-
veg frábær. Ég man varla eftir
neinum jólum eða gamlárskvöldi
án þín eða afa. Alltaf komuð þið
með pakkana á aðfangadag og
sturtuðuð jólagjöfunum við jóla-
tréð. Þið voruð sannkallaðir jóla-
sveinar. Þú varst mjög nýtin og
gafst oft eitthvað sem þú áttir,
t.d. skartgripi. Mér fannst mjög
skrýtið að fá þessar gjafir þegar
ég var yngri enda smekkurinn
ekki alveg sá sami og í dag. En
með árunum fór ég að skilja þetta
betur og í dag þykir mér þetta
ómetanlegt og mun alltaf varð-
veita allar þessar gjafir. Þú varst
oft að baka í Prestbakkanum, yf-
irleitt brúnköku eða lummur. Þú
fylgdir sjaldan uppskriftum og
það má segja að þú varst enginn
stjörnukokkur. Kakóið þitt sló
samt alltaf í gegn, það var mitt
uppáhald. Ein af bestu minning-
um mínum með þér og afa var
uppi í bústað, Birkilundi. Ég á
eftir að sakna þess að upplifa
aldrei framar að sjá þig og afa
veifandi viskustykki á veröndinni
og fagna okkur sem vorum að
koma, og þú hættir ekki fyrr en
við vorum komin inná lóðina. Ég
man hvað ég flýtti mér að skrúfa
niður rúðuna og veifa bara ein-
hverju á móti. Ég og afi fórum og
settum fánann upp, það var alltaf
spennandi. Yfirleitt fórum ég,
Georg, afi, mamma og pabbi í
langa göngutúra, og stundum til
að tína bláber. Það var gaman að
tína bláber og koma hlaupandi
inn til að sýna þér boxið. Þá var
mikið fagnað. Þú vildir sjaldan
fara langt frá bústaðnum enda
hafðir þú veikst alvarlega árið
2003, svo þegar að við komum til
baka varstu yfirleitt búin að
stússast eitthvað í eldhúsinu,
bakandi lummur eða vöfflur og
það var yndislegt. Litli Birkil-
undur, kofinn við hliðina, var
mikið notaður. Þar vorum ég og
Jón Stefán oft í búðarleik. Þá
komstu stundum með eitthvað að
drekka eða borða en þú vildir
aldrei að við værum svöng. Síð-
ustu árin þín hafa verið þér erfið,
en alltaf heyrði ég í þér alla daga.
Ég er svo þakklát að þú komst,
þrátt fyrir mikla verki, til að sjá
mig syngja á Jólatónleikum
Björgvins árið 2015. Þú varst svo
stolt af mér og svo ánægð að hafa
komið. Þetta var auðvitað flott-
asta og stærsta sýning sem þú
hafðir nokkurn tímann séð eða
upplifað. Núna ertu komin til afa
og ég veit að þið fylgist með okk-
Esther
Garðarsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS HELGASON,
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 3. desember.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
27. desember klukkan 13. Þeim, sem vildu minnast hins látna,
er bent á Geðverndarfélag Íslands.
Helgi Tómasson Anna Sigurmundsdóttir
Þór Tómasson Gunnhildur Þórðardóttir
Kristinn Tómasson Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVAVAR GUNNAR SIGURÐSSON,
bifvélavirki frá Ísafirði,
lést á heimili sínu í Gautaborg þriðjudaginn
19. desember.
Útför hans verður gerð frá Lundby Gamla Kyrka í Gautaborg
þriðjudaginn 16. janúar klukkan 14.
Britt Sigurðsson
Kolbrún Svavarsd. Sörensen Sören Erik Sörensen
Sigríður Svavarsd. Sörensen Davíð Arndal Höskuldsson
Óttar Rúnar Svavarsson Kristín Norðmann Jónsdóttir
Jörgen Hansson Susanne Hansson
barnabörn og langafabörn
Móðir okkar,
LÁRA SÆMUNDSDÓTTIR,
lést 8. desember á Droplaugarstöðum.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki Droplaugarstaða góða umönnun.
Dýrley Sigurðardóttir
Sigríður Gísladóttir
Oddur Gíslason
Unnur Gísladóttir
Gunnar Gíslason
Ástkær uppáhaldsfrænka og mágkona,
HELGA S. HELGADÓTTIR
lífeindafræðingur,
Tjarnarbóli 14,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 15. desember.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
29. desember klukkan 15.
Helgi Björnsson
Einar Björnsson Alda Ásgeirsdóttir
Björn Ragnar Björnsson Gréta Mjöll Bjarnadóttir
Soffía Björnsdóttir Herbert Eiríksson
Gunnlaugur Gunnlaugsson
Björn Gunnlaugsson Rósa Ásgeirsdóttir
Arndís Björnsdóttir Þórhallur Halldórsson
Erla Kristjánsdóttir
bræðrabarnabörn og bræðrabarnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
GUÐFINNUR GEORG SIGURVINSSON,
lést föstudaginn 15. desember, hann verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 28. desember klukkan 15.
Helga Guðfinnsdóttir
Pétur Sigurvin Georgsson
Sonja Ósk Georgsdóttir
Telma Rut Georgsdóttir
Hrafnhildur Sigurvinsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona og móðir,
SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Otrateigi 3, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 20. desember.
Björn Ingvarsson
Svanhvít Ada
Sigrún Sif